Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á TÓNLEIKUM í Tíbrár-röðinni í Salnum í dag kl. 16 gefst áheyr- endum kostur á að kynnast fá- heyrðum miðevrópskum kammer- perlum. Um er að ræða tvo kvintetta með nokkuð óvenjulegri hljóðfæraskipan frá rómantíska tímabilinu, eftir hinn tékkneska Franz Krommer og hinn þýska Friedrich Kuhlau. Flutningur er í höndum Martials Nardeau flautu- leikara, Gretu Guðnadóttur fiðlu- leikara, Guðmundar Kristmunds- sonar og Þórunnar Óskar Marinósdóttur víóluleikara og Hrafnkels Orra Egilssonar selló- leikara. Jöfn skipting milli hljóðfæra Franz Krommer var fiðluleikari, hljómsveitarstjóri og tónskáld frá Móravíu í Tékklandi , fæddur árið 1759. Fyrstu verk hans voru kirkjuleg, en síðar sneri hann sér í auknum mæli að samningu tónlist- ar fyrir blásturshljóðfæri, sem hef- ur lifað og notið vinsælda. Hann á heiðurinn af fyrra verki efnisskrár- innar, sjöunda kvintett op. 104 fyr- ir flautu, fiðlu, tvær víólur og selló. „Krommer er ennþá nokkuð spil- aður, sérstaklega blásaratónlistin, og verk eftir hann eru stundum leikin hérlendis á jólum. Mér sjálf- um finnst hann afar skemmtilegt tónskáld og tónlistarfólk tekur í auknum mæli einleikskonserta hans til æfinga. Hann var helst frægur fyrir kvartetta og kvin- tetta, og við erum með einn af þeim á efnisskránni,“ segir Martial Nardeau, flautuleikari hópsins, í samtali við Morgunblaðið. „Það er mjög gaman að spila þetta verk, vegna þess að það er ekki eitt hljóðfæri sem ræður ferðinni við undirleik hinna, heldur er nokkuð jöfn skipting milli allra hljóðfær- anna, þótt nokkuð reyni á fyrstu fiðlu. Þetta er krefjandi verk fyrir okkur öll.“ Hann tekur undir að hljóðfæra- skipan kvintettsins geti þótt nokk- uð sérstæð nú til dags. „En á þeim tíma sem verkið var skrifað var mikið skrifað fyrir svipaða hljóð- færasamsetningu. Hitt verkið á efnisskránni, eftir Kuhlau, er líka skrifað fyrir þessi hljóðfæri, og hann samdi þrjá slíka kvintetta.“ Hentar vel á eftirmiðdagstónleikum Seinna verk efnisskrárinnar er kvintett op. 51 nr. 3 í A-dúr fyrir flautu, fiðlu, tvær víólur og selló eftir Friedrich Kuhlau. Kuhlau var fæddur árið 1786 í Hannover í Þýskalandi, en settist að í Kaup- mannahöfn árið 1810 til að forðast herskyldu Napóleons. Þar naut hann mikillar virðingar eftir að hafa samið vinsælar óperur byggð- ar á dönskum þjóðlögum, og varð fljótt hirðtónskáld konungs. Ku- hlau var píanóleikari, en samdi mikið af flaututónlist sem varð vin- sæl hjá áhugamönnum. „Á þeim tíma léku margir á flautu og hann skrifaði einfaldlega fyrir peninga. Ég hef leikið mjög mörg verk eftir hann,“ segir Martial. „Það var gamall draumur hjá mér að flytja þessi verk eftir Kuhlau og Krom- mer. Þetta er verulega falleg kammertónlist og hentar mjög vel eftirmiðdagstónleikum á laugar- degi. Tónlist fyrir flautu frá róm- antíska tímabilinu er ekki svo al- geng, þar sem fiðlan og klarínettan hafa svo mikið vægi. Flaututónlist er heldur að finna í tónlist frá bar- okktímabilinu og nútímatónlist. En það var vissulega skrifuð kamm- ertónlist fyrir flautu á þessu róm- antíska tímabili og dæmi um það má heyra á tónleikunum okkar.“ Morgunblaðið/Þorkell Fluttir verða tveir kvintettar frá rómantíska tímabilinu í Salnum í dag. Flytjendur eru Martial Nardeau flautuleikari, Greta Guðnadóttir fiðluleik- ari, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari. Miðevrópskt fágæti á boðstólum Í SAL félagsins Íslensk grafík, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, opnar Anna G. Torfadóttir sýningu á nýjum grafíkverkum kl. 15 í dag, laugardag. Verkin eru unnin með blandaðri tækni, ImagOn-ljós- myndaætingar á stálplötur og Carborundum þrykk og svo þrí- víddar myndir á vatnslitapappír. Myndirnar eru allar unnar 2002– 2003 og verða stálplöturnar og ál- plöturnar sem þrykkt er af einnig til sýnis. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14–18 og stendur til 2. mars. Sýning á nýjum grafík- verkum Morgunblaðið/Kristinn Anna G. Torfadóttir í sýningarsal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu. NOKKRAR mannabreytingar verða nú um helgina í fjórum af þeim níu leiksýningum sem verið er að leika í Borgarleikhúsinu. Í gamansöngleiknum um ljóta and- arungann tekur Hanna María Karls- dóttir við hlutverki andarinnar Svan- hildar og Froskagellu að auki af Eddu Björgu Eyjólfsdóttur. Felix Bergsson kemur inn í söng- leikinn Sól og Mána og tekur þar við hlutverki eins af erkienglunum af Birni Inga Hilmarssyni. Í Sölumaður deyr tekur Katla María Þorgeirsdóttir við hlutverki Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur og Sig- rún Edda Björnsdóttir fer nú með eitt af hlutverkum kvennanna þriggja sem segja Píkusögur. Hún kemur í stað Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur. Leikaraskipti í Borgarleik- húsinu MYRKIR músíkdagar fögnuðu hlutfallslega betri aðsókn á mánudag fyrir nær fullsetinni Seltjarnarnes- kirkju en á sinfóníutónleikunum fjór- um dögum fyrr. Sjálfsagt mikið til að þakka tryggð aðstandenda við unga áhugamenn, líkt og með kórtónleika. Þó var hér sá reginmunur á, að „áhugamennirnir“ voru langt komnir nemendur, flestir á leið í atvinnu- mennsku og undir handleiðslu ham- hleypu til verka. Skálholtsforleikur Páls Ísólfssonar í tilefni 900 ára afmælis biskupsstóls- ins heyrðist nú í fyrsta sinn eftir frumflutninginn 1956. Frísklegt verk en stutt, aðeins rúmar 3 mín., enda undirstaðan ekki nema tveggja takta (6 tóna) passacaglíubassastef. Blás- arasveitin hljómaði ofurlítið gróf í fort- inu og var e.t.v. ónógri upphitun um að kenna; alltjent hófust leikar ekki fyrr en 13 mín. yfir tilsettan tíma. Næsta verk var eftir ungan bás- únuleikara frá Keflavík, Inga Garðar Erlendsson (23), og bar hinn torskilda titil „Þá sefur venjulegt fólk“ (12 mín.). En sá var líka hið eina vand- ræðilega við stykkið, sem bar ótvíræð merki bráðþroska öryggis. Þrátt fyrir módernískan svip og ómælda massa- effekta á kostnað hefðbundins lagferl- is reyndist það líka skemmtilegt áheyrnar, m.a. vegna slyngra and- stæðna í styrk og áferð. Heildarform- ið myndaði skýrt mótaðan stórboga þar sem stuttar en hvassar „tremma“-rokur í upphafi og niður- lagi skiptust á við þyngdarlausa án- ingastaði á orgelpunktum. Megin- parturinn byggðist að mestu á sköruðu klasahljómaferli ofan á hæggengum cantus firmus. Ungir höfundar eru oft naskari við að efla eftirvæntingar en að uppfylla þær. Þannig var hljómsveitinni í verki Áka Ásgeirssonar, Konsert fyrir slag- verk [og] 58 hljóðfæri (9:30’), raðað upp í mjóum 180° hálfhring með slag- verkssamstæðuna fyrir miðju, og bjóst maður auðvitað strax við að uppstillingin myndi nýtast undir hvers konar víðómaáhrif; jafnvel að yrði „panað“ á milli enda. Lítið bar þó á því, og varð í fljótu bragði ekki séð hvaða tilgangi sú skipan ætti að þjóna umfram hina venjulegu. Lengi vel var áferðin afar gisin meðan raulað var ofurlágt í hljóðfærin eða blásið tón- laust. Eftir skyndilegt stutt styrkris hófst slagverkskadenza á heljarinnar mikið safn af málmgjöllum. Við tók hægt rísandi crescendo á tómum fimmundarhljómi, og síðan hljóma- skörunarkafli er smám saman hneig niður í dim. al niente. Þrátt fyrir frek- ar leitandi, jafnvel sundurlaus, tjá- brigði og vitapúlslaust hrynferli hélt verkið samt furðugóðri athygli, og kom það kannski mest á óvart. Sinfónísk tjáningarbreidd, fag- mennska fram í fingurgóma, snerpa, gáski og kraftur einkenndu lokaverk- ið, Konsert Tryggva M. Baldvinsson- ar fyrir klarínett og blásarasveit (24:30’), sem hann samdi sem útskrift- arverkefni fyrir sólistann. Heil blaða- opna dygði ekki til að tíunda skemmtilegheit þessa verks, sem þrátt fyrir svolítinn stíllínudans á milli áhrifa keimlíkum John Williams og Bartók stóð eftir í huga undirritaðs sem einhver flottasti íslenzki einleiks- konsert í áratugi. Og raunar um leið sá frumlegasti, þrátt fyrir (eða öllu heldur vegna þess) að höfundur gaf öllum frumleikarembingi lönd og leið. Að vísu verður að segjast að BR „fílaði“ verkið gjörsamlega í tætlur, eins og sagt er. Sömuleiðis sýndi Sveinhildur Torfadóttir mörg skín- andi tilþrif í grjóterfiðu hlutverki sínu. Tónskáldið varð því að deila drjúgum hluta sómans með einleik- aranum, blásarasveitinni og kraft- virkum stjórnanda hennar. „Fílað“ í tætlurTÓNLISTSeltjarnarneskirkja Myrkir músíkdagar. Páll Ísólfsson: For- leikur að Skálholtsljóði (1956). Ingi Garðar Erlendsson: Þá sefur venjulegt fólk (2003; frumfl.). Áki Ásgeirsson: Konsert fyrir slagverk og 58 hljóðfæri (2003; frumfl.). Tryggvi M. Baldvinsson: Konsert fyrir klarínett og blásarasveit (2002; frumfl. á Ísl.). Sveinhildur Torfa- dóttir klarínett; Blásarasveit Reykjavíkur u. stj. Kjartans Óskarssonar. Mánudag- inn 10. febrúar kl. 20. BLÁSARATÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson STOFNFUNDUR um Tónminjaset- ur Íslands á Stokkseyri verður hald- inn í húsnæði Hólmarastar ehf. á Stokkseyri í dag kl. 14. „Lengi hefur vantað heildstæða skráningu íslenskra tónminja og að ekki skuli markvisst unnið í þessum málum verður alvarlegra með hverju misseri sem líður,“ segir Bjarki Sveinbjörnsson, einn úr undirbún- ingshópnum. „Þeim einstaklingum fækkar sem þekkja af eigin reynslu þá byltingu sem varð á öllum sviðum íslensks tónlistarlífs á 20. öld og má fullyrða að ómetanleg verðmæti hafi þegar glatast vegna þess að meðvit- und skorti um gildi þeirra eða ekki var kannað hvort eða hvar mætti varðveita þau. Enn í dag eru að glat- ast mikilvægar upplýsingar um þessa sögu og eru til alvarleg dæmi um slíkt frá allra síðustu árum.“ Fyrir Alþingi liggur nú þingsálykt- unartillaga um stofnun Tónminjaset- urs, en í rúmt ár hefur hópur manna frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands, fyrirtækjunum Músík og sögu ehf. og Hólmaröst ehf. haldið fjölda funda um stofnun Tónminjaseturs Íslands og kynnt hugmyndina. Fjárveitinga- nefnd alþingis hefur veitt stofnun set- ursins fjárframlag að upphæð 7 millj- ónir kr. á fjárlögum yfirstandandi árs og auk þess hafa ýmis fyrirtæki og einstaklingar gefið loforð um fjár- framlag í formi styrkja og stofnfjár, að sögn Bjarka. Stofnfund- ur um Tón- minjasetur Síðumúla 34 • 108 Reykjavík • Sími 533 3331 24x30 cm kr. 700 24x30 svart kr. 400 30x40 cm kr. 900 59x66 cm kr. 1.800 50x70 cm kr. 1.800 gildir til 22. febr. 40x50 cm kr. 300 18x24 cm kr. 100 15x21 cm kr. 100 30x40 cm kr. 300 Margar gerðir og stærðir kr. 200-400 Íslensk grafík 20-50% afsláttur Speglar 20% afsláttur Opið kl. 9-18 - laugardag kl. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.