Morgunblaðið - 15.02.2003, Page 34

Morgunblaðið - 15.02.2003, Page 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ GÍSLI Rúnar Jónsson hefur staðið fremst í grínlínunni hér á landi um áratuga skeið. Það er því ánægjulegt að tekist hefur samvinna með Þjóð- leikhúsinu og kompaníi hans um að setja upp þennan fræga gamanleik Michaels Frayn. Það eru tuttugu ár frá því að leikritið var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu undir nafninu Skvaldur – aðeins ári eftir að það var frumsýnt í London – en verkið hefur náð því marki að vera talið meðal sí- gildra farsa. Söguþráður farsans í farsanum er snilldarlega samansoð- inn með ótal útúrsnúningum en á yf- irborðinu hefðbundnu sniði. Hann er samt ekki áhugaverðasti punkturinn í verkinu heldur sú innsýn sem áhorf- endum er gefin í æfingarferlið og lífið að tjaldabaki. Verkið fjallar þannig um leikhóp sem hefur tekið til æfinga flókinn gamanleik. Persónur hans endurspeglast í leikurum uppfærsl- unnar og starfsfólki sýningarinnar á afar skemmtilegan hátt. Sýningin öðlast enn eina birting- armynd í þeirri staðreynd að Stefán Karl Stefánsson notar ýmis persónu- einkenni hins raunverulega leik- stjóra, Gísla Rúnars, sem efnivið í túlkun sína á Erlingi Erlendssyni, leikstjóra leikritsins inni í leikritinu. Þetta gefur færi á enn einu sjónar- horni á verkið og minnir áhorfendur á grafalvarlega fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna ára um ýmsa leikara verksins og samskipti þeirra í mill- um. Sjónarspilið sem birtist áhorf- endum á sviðinu á sér þannig þrjár ólíkar hliðar sem allar eiga sinn þátt í hvað verkið er áhugavert. Taka má sem dæmi að þegar Budda Björgólfs ræðir í verkinu um farsælan feril sinn sem gamanleikkona er óhjá- kvæmilegt að áhorfendur finni ákveðna samsvörun með persónunni og leikaranum, Eddu Björgvinsdótt- ur. Gísli Rúnar er ekki einungis leik- stjóri verksins heldur hefur hann þýtt það og staðfært hreint snilldar- lega. Það vill einstaka sinnum há er- lendum gamanleikjum að efni þeirra og þau siðferðislegu viðmið sem höf- undarnir leika sér að séu svo fjarri reynsluheimi hins íslenska meðal- áhorfanda að hann geti ekki tileinkað sér húmorinn í verkinu. Hér fæst ákveðin fjarlægð með því að stílfæra leik hins hefðbundna enska farsa inn- an verksins en staðfæra eins og mögulegt er efni hins utanáliggjandi gleðileiks. Sem dæmi má nefna að til- vísanir sem í upphaflega verkinu vís- uðu í alþekkt verk höfuðskálds leik- bókmennta á enska tungu er snúið upp á verk Thorbjörns Egner, skáld- jöfursins norska sem hefur veitt ís- lenskum börnum ómældar gleði- stundir. Þessi staðfærsla er sam- ræmd, úthugsuð og ákaflega vel unnin og gefur verkinu mun meira gildi en ella, auk þess sem Karde- mommubærinn og Dýrin í Hálsa- skógi eru nær einu leikritin sem hægt er að ganga út frá að nær allir Íslendingar kannist við. Hvað leikinn varðar hefur senni- lega aldrei valist hér jafnsterkur hópur gamanleikara saman í sýningu á einum farsa. Það kemur því tölu- vert á óvart hve áhrifin eru misjöfn. Það er erfitt að henda reiður á hvers vegna sýningin kitlaði hláturtaug- arnar svo lítið framan af. Það er eins og ofhlæðið í textanum og hraðinn í sýningunni beri áhorfendur ofurliði. Það er áberandi að þegar leikararnir gefa sér góðan tíma til að koma sínu til skila svínvirkar grínið. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var t.d. óborg- anleg í sínu hlutverki enda heldur einföld persónan alltaf sínu striki og fer með sömu replikkurnar hvað sem á dynur. Þröstur Leó Gunnarsson er annað gott dæmi en honum tókst mjög vel upp í litlu þöglu atriði í byrj- un lokaþáttarins sem Þórunn Lárus- dóttir kláraði á einfaldan og smekk- legan hátt. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Júlíus Brjánsson ná að koma flestu sínu á framfæri en á stundum hefðu þau mátt gefa tilsvörunum betri tíma. Það kemur án efa spánskt fyrir sjónir í farsa, en hraðinn verður hér Björgvini Franz Gíslasyni og Stefáni Karli Stefánssyni að falli. Hlutverk þeirra krefjast mikillar líkamlegrar fimi sem þeir skila fullkomlega. Þeir eru báðir með textann á hreinu en sá er munurinn að Björgvin Franz skilst mjög vel en Stefán Karl er oft svo óðamála að erfitt er að greina einstök orð. En sá er ljóður á ráði beggja að það gefst sjaldnast tæki- færi til að doka við og upplifa hve vel þeim tekst til. Áhorfendum verður að gefast tækifæri til að melta fyndnina – þótt ekki væri nema eitt örstutt augnablik. Leikur Sigurðar Sigurjónssonar og Eddu Björgvinsdóttur er svo allt annar handleggur. Áhorfendur ger- þekkja leikstíl þeirra svo að það væri sennilega nóg að þau skytu einhvers staðar upp kollinum og brostu til að ná tilætluðum áhrifum á salinn. Þó að margt sem þau hefðu fram að færa drukknaði í látunum stóðu þau fyrir sínu – þó að oft bregði fyrir kunn- uglegum töktum skiptir það engu máli í þessu sambandi. Fröken Frankenhæmer og Budda Björgólfs eru bara enn einn endurfæðing Eddu Björgvinsdóttur á svipuðum nótum – tilvist sem hefur löngu staðist tímans tönn og mun vonandi halda áfram um ókomin ár. Sigurður Sigurjónsson kann á salinn, hér er hann í essinu sínu og það bregður fyrir ýmsum leiftrum úr persónusafni hans er hann leikur drykkfellda gamla stjörnu að leika innbrotsþjóf. Sýningin er vel lýst af hálfu Páls Ragnarssonar og ber hvergi skugga á. Leiktjöld Hlínar Gunnarsdóttur eru hefðbundin eins og sýningin krefst og vel af hendi leyst, búning- arnir hreint framúrskarandi vel til fundnir. Það var sérstaklega gaman að fá að skyggnast að tjaldabaki þar sem gefur að líta sviðs- og tæknimenn sinna störfum sínum. Leikmunir eru gjarnan frábærlega vel heppnaðir. Ef til vill lagast þeir hnökrar sem eru nú á sýningunni eftir því sem leikhópurinn öðlast meiri reynslu í að leika sem heild á móti áhorfendum og tekst að koma sem mestu af sýning- unni skýrt til skila. Það væri sorglegt ef það tækist ekki því sjaldan hefur glæsilegri hópur gamanleikara lagt upp með betri efnivið í höndunum hér á landi. Það er hugsanlegt að ráð- legt hefði verið að efna til nokkurra forsýninga. Á móti kemur að hægja hefði þurft nokkuð á leikhraðanum en hér væri það bara til bóta. Ærslaleikur á ofsahraða Morgunblaðið/Sverrir Leikstjórinn segir hópnum til syndanna á æfingu: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Karl Stef́ánsson, Júlíus Brj́ánsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Edda Björgvinsdóttir í hlutverkum sínum. LEIKLIST Þjóðleikhúsið í samvinnu við Grínara hringsviðsins Höfundur: Michael Frayn. Þýðing, stað- færsla og leikstjórn: Gísli Rúnar Jónsson. Leikmyndar- og búningahönnun: Hlín Gunnarsdóttir. Hönnun lýsingar: Páll Ragnarsson. Leikarar: Björgvin Franz Gíslason, Edda Björgvinsdóttir, Júlíus Brjánsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sig- urður Sigurjónsson, Stefán Karl Stef- ánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þórunn Lárusdóttir og Þröstur Leó Gunn- arsson. Föstudagur 14. febrúar. ALLIR Á SVIÐ! Sveinn Haraldsson ÞAÐ eru ávallt tíðindi er ungur hljóðfæraleikari kveður sér hljóðs og sl. miðvikudagskvöld hélt Una Svein- bjarnardóttir ein- leikstónleika í Ými og hafði sér til fulltingis Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur. Una hefur þegar vakið athygli fyrir leik sinn hérna heima og eftir glæsilegan náms- feril í Þýskalandi er hún að ljúka einleikaraprófi (konzertexamen) og þá hefst barátt- an fyrir alvöru. Það er ljóst að Una á þegar ým- islegt til, sem mun hjálpa henni að vinna stóra sigra, svo sem ráða má af þessum fyrstu einleikstónleikum hennar. Viðfangsefnin voru fjöl- breytt, fyrst verk eftir Atla Heimi Sveinsson, er hann nefnir Im Volkston, enda er verkið að nokkru byggt á þjóðlegum stefjum og eru andstæður tónmálsins mjög sterkar, hljómmikil tilþrif og þar á móti kyrrðarstemmningar, og var þetta frábæra verk einstaklega vel flutt. Tónninn er ákaflega þéttur og öll blæbrigði, eins og t.d. flaututónarnir, tandurhrein og fallega mótuð. Í són- ötunni op. 80 eftir Prokofiev var leik- ur Unu einstaklega glæsilegur og samspilið við Önnu Guðnýju sérlega áhrifamikið. Það var mikilvæg æfing í hljóm- fræði á tímum barokkmanna, og er enn, að semja tónverk við uppgefinn bassa (basso continuo) og var lengi talið að þær þrjár gerðir tónverka, sem eru til við sama bassann, hefði Johann Sebastian látið tvo syni sína, Wilhelm Friedemann og Carl Philipp Emanuel, æfa sig á í úrlausn hljóma, sem er grunnur sónötu fyrir fiðlu BWV 1021. Það er næsta ótrúlegt að sjálfur meistarinn hafi verið svona stuttorður, eins og einkennir þessa sónötu, og hvað stíl snertir var tón- stíllinn hjá Wilhelm Friedemann mjög líkur og hjá föður hans. Hvað sem þessu líður var leikur Unu og Önnu Guðnýjar ákaflega sannfær- andi. Fantasía fyrir fiðlu og píanó op. 47 eftir Arnold Schönberg er ekta fant- asía þar sem mörgum hugmyndum bregður fyrir, eins og gerist í klass- ískri fantasíu, en það sem þykir sér- kennilegt við verkið er að samfellt tónferli fiðlunnar bendir til þess að Schönberg hafi fyrst samið fiðlurödd- ina og síðan bætt undirleiknum við. Una lék þessa frábæru fantasíu af ör- yggi, þar sem erfitt tónmálið var hvellhreint og tón- og hendingamót- unin frábærlega útfærð, við áhrifa- mikinn samleik Önnu Guðnýjar. Í hinum fjölbreyttu viðfangsefnum hafði Una sýnt hversu góður fiðlu- leikari hún er og í lokaviðfangsefn- inu, Zigeunerweisen op. 20 nr. 1 eftir Sarasate, sýndi Una að henni er fær leiðin að því marki sem skilgreint er að vera „virtuós“, því svo vel fórst henni úr hendi að leysa vandasamar leikþrautir Sarasates að vel má spá þessari ungu listakonu glæsilegri framtíð. Að leysa vandasamar leikþrautir TÓNLIST Ýmir Una Sveinbjarnardóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir fluttu tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Prokofiev, J.S. Bach, Schönberg og Sarasate. Miðvikudaginn 12. febrúar. SAMLEIKUR Á FIÐLU OG PÍANÓ Jón Ásgeirsson Una Svein- bjarnardóttir hennar má sjá á slóðinni www.is- mennt.is/not/annahref. Gallerí Tukt, Hinu húsinu, Póst- hússtræti 3–5 Fimmtán ungmenni frá átta löndum opna samsýningu kl. 15. Þau búa og starfa öll nú sem stendur hér á Íslandi. Þema sýning- arinnar er „Hverfull“ og fjallar um hvernig tíminn líður og þær breyt- ingar sem fylgja í kjölfarið. Sýningin stendur til 8. mars. Inger Helene Bóasson sýnir ljósmyndir á Vínbarnum. Ing- er Helene er norskur ljósmyndari ættuð frá Stuðlum í Reyðarfirði. Myndirnar eru stafrænar í svart/ hvítu sem hún kallar „landslag lík- amans“. Inger Helene hefur rekið eigin aug- lýsinga-ljósmyndastofu í 20 ár í Drammen í Noregi. Í dag býr hún og starfar sjálfstætt á Íslandi sem stafrænn ljósmyndari. Hún hefur tekið þátt í mörgum sýn- ingum og hefur einnig haldið einka- sýningar bæði hér og erlendis og unnið til verðlauna, nú síðast árið 2002 í Ljósmyndafélagi Íslands. Verk hennar má einnig sjá á slóðinni www.nordicphoto.com/inger. Tónlistarskóli Garðabæjar tekur forskot á sæluna og heldur uppá Dag Tónlistarskólans og hefst hátíð- in í anddyri skólans kl. 13–14 og verður kennt fyrir opnum dyrum á sama tíma. Síðan verða stór- tónleikar í sal skólans frá kl. 14–16. Þar koma fram fjölmargir af þeim nemendum sem skara fram úr á sín hljóðfæri en einnig verður boðið uppá margs konar samspil, samsöng og einsöng. Vala (Valgerður) Guðnadóttir óp- erusöngkona heldur tónleika í Hömrum, sal Tónlistarfélags Ísa- fjarðar, kl. 17. Undirleikari á píanó er Daði Sverrisson. Fyrir hlé verða fluttar kunnar íslenskar söng- perlur en eftir hlé verða flutt spænsk, frönsk og þýsk lög. Vala lauk söngnámi við Guildhall School of Music and Drama í Lond- on árið 2000. Finnsk bókmenntakynning verður í Norræna húsinu kl. 16–18. Sari Päivärinne, sendikennari í finnsku við Háskóla Ís- lands og Hannele Jyrkkä, upplýs- ingafulltrúi í FILI, kynna finnskar nýút- komnar bækur og nýja strauma í finnskum bók- menntum. Rit- höfundurinn Petri Tamminen les upp og kynnir höfundarverk sitt (á sænsku). Petri Tamminen fæddist 1966. Hann fékk Kalevi Jäntti-verðlaunin fyrir nýjustu bók sína Piiloutujan maa (Land þess sem felur sig). Norræna húsið Thue Christiansen heldur fyrirlestur kl. 14 og fjallar um grænlenska list og aðstæður til listsköpunar. Bára Kristinsdóttir ljósmyndari sýnir nú ljósmyndir á hárgreiðslu- stofunni Jóa og félögum, Skóla- vörðustíg 8. Myndirnar eru unnar á síðasta ári, flestar fyrir ljósakassa, en einnig á striga. Sýningin stendur til 22. febrúar. Benedikt S. Lafleur opnar sýningu á myndaskúlptúrunum Öld Vatns- berans – minni konunnar í Caffé Kúlture Alþjóða- húsinu við Hverf- isgötu og stendur sýningin til 25. febrúar. Bene- dikt hefur haldið tæplega þrjátíu myndlistarsýn- ingar, þar af tekið þátt í tveimur al- þjóðlegum menn- ingarviðburðum: Monmartre en Europe og Listasumri á Akureyri. Sjá nánar um þróun og feril lista- mannsins á slóðinni www.benedikt- lafleur.com. Anna Hrefnudóttir opnar myndlist- arsýningu á Næsta bar, Ingólfs- stræti. Á sýningunni eru acryl- málverk. Upplýsingar um Önnu og myndlist Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Petri Tamminen Benedikt S. Lafleur STELKUR flýgur að austan og heldur tónleika á Myrkum músík- dögum í Borgarleikhúsinu í dag kl. 15. Stelkur er austfirskur kamm- erhópur, skipaður Charles Ross, Suncana Slamnig, Jóni Guðmunds- syni, Maríu Gaskell, Páli Ivan Páls- syni og Sigurði Ingólfssyni. Hóp- urinn leikur einkum samtíma- tónlist. Öll verkin á efnisskránni eru eftir Charles Ross fiðluleikara og tónskáld, en hann býr og starfar fyrir austan. Ross stunaði tón- listarnám hjá Frank Denyer og Morton Feldman, og er um þessar mundir að ljúka prófritgerð við Darting-tónlistaháskólann í Eng- landi. Verk hans sem Stelkur leikur eru: Stelkur fyrir dempað píanó, flautu, víólu, kontrabassa, klarin- ettu, blokkflautu og slagverk; The Absinthe Drinker, fyrir píanó, klar- inettu og víólu; Rarrk, fyrir fiðlu og þrjú myndbönd; The Snow Forest fyrir pikkolóflautu, flautu, fiðlu, píanó, melódiku og tenorsaxófón og loks Lost in Sveit, fyrir ýmis hljóð- færi. Stelkur hefur áður leikið á Myrkum músíkdögum, síðast fyrir tveimur árum. Stelkur á Myrkum músíkdögum Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Síðasti sýningardagur á innsetn- ingu Tuma Magnússonar verður á morgun, sunnudag. Tumi er fyrstur þriggja listamanna til að sýna verk sitt í sýningarröðinni Kúlan. Ás- mundarsafn er opið daglega frá kl. 13–16. Listasafn ASÍ, Ásmundarsalur Samsýningunni then ...hluti 5 lýk- ur á sunnudag. Á sýningunni eiga verk Birgir Snæbjörn Birgisson, Mil- es Henderson Smith, Andrew Child, Gísli Bergmann, Tom Merry og Stef- an Bottenberg. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga kl. 13–17. Sýningum lýkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.