Morgunblaðið - 15.02.2003, Side 35

Morgunblaðið - 15.02.2003, Side 35
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 35 BARNAVERNDARSTARF er viðkvæmur málaflokkur. Óvíða eru opinberir aðilar að fjalla um eins viðkvæm mál og miklu skiptir að stuðningur og ákvarðanir sem barnaverndaryfirvöld taka skili sér til barnsins. Algengast er að barnavernd- arnefndir heyri um börn sem talin eru búa við erfiðar heimilis- aðstæður vegna þess að tilkynning berst frá einhverjum sem þekkir til barnsins. Tilkynningarskylda til barnaverndarnefnda er skýr í barnaverndarlögum og sérstaklega tekið fram að hún gangi framar þagn- arskyldu starfsmanna sem sinna börnum. Árið 2001 bárust barnaverndarnefndum 4.075 tilkynningar. Um 5% þeirra komu frá starfsfólki heilbrigðisstofnana. Oft vakna spurningar um hvort heil- brigðisstarfsfólk verði ekki í starfi sínu vart við tilvik þar sem grunur vaknar um vanrækslu eða ofbeldi gegn barni. Í síðustu viku birtust á heimasíðu landlæknis verklagsreglur um tilkynning- arskyldu heilbrigðisstarfsfólks til barnaverndarnefndar, unnar af starfshópi frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi, barnavernd Reykjavíkur og Barna- verndarstofu. Markmiðið með reglunum er að vekja athygli heilbrigðisstarfs- manna á tilkynningarskyldunni og að veita ákveðnar leiðbeiningar um hvað skoða ber sérstaklega og meta þegar grunur vaknar um atriði sem tilkynna á um. Er t.d. ósamræmi milli þeirra áverka sem sjást á barninu og þeirrar sögu sem sögð er um tilurð áverkans? Finnast við læknisskoðun merki um fyrri áverka sem ekki hafa verið meðhöndluð? Er foreldri barnsins í þannig ástandi að það sé ekki fært um að sinna þörfum þess nú, t.d. vegna vímuefnaneyslu? Sl. sumar tóku gildi lög ný barnaverndarlög nr. 80/2002. Ákvæði þeirra um tilkynningarskylduna eru að mestu óbreytt. Þar er að finna nýtt ákvæði um skyldu til að tilkynna um þungaðar konur sem stofna lífi og heilsu ófædds barns síns í hættu, t.d. með vímuefnaneyslu eða vegna geðsjúkdóms. Þá er ákvæði um að heilbrigðisstarfsmönnum sé skylt að veita barnaverndar- nefndum upplýsingar um barnið og foreldra þess til að nefndin geti metið hvernig best er að styðja barnið og fjölskylduna. Miklu skiptir að barnaverndarnefndir eigi gott samstarf við alla sem koma að málefnum barna. Verklagsreglurnar eru einn liður í þessu samstarfi. Þeim sem vilja kynna sér þetta efni betur er bent á heimasíðu landlæknis: www.landlaeknir.is Anni G. Haugen Barnaverndarstofu Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Barnavernd og heil- brigðisstarfsmenn Árið 2001 bárust barnaverndar- nefndum 4.075 tilkynningar. Í BYRJUN febrúar kom á markað hér á landi sams konar lyf við ris- truflunum og Viagra. Nýja lyfið nefnist Cialis og er framleitt af bandaríska lyfjafyrirtækinu Eli Lilly. Kostur Cialis er sá að virkni þess varir í sólarhring eða jafnvel 36 klukkustundir í stað 5 klukkustunda eins og Viagra, að sögn Rúnu Hauks- dóttur markaðs- og sölustjóra Eli Lilly á Íslandi. Á sama hátt og Viagra veldur Cial- is aðeins stinningu þegar kynferðis- leg örvun á sér stað. „Cialis er góður og heppilegur kostur fyrir þá sem ekki vilja skipu- leggja sig of mikið. Lyfið hefur einn- ig góð sálræn áhrif á marga karl- menn sem eiga við þetta vandamál að stríða þar sem tíminn skiptir þá ekki eins miklu máli,“ segir Rúna. Rannsókn stendur yfir á íslenskum karlmönnum Lyfið hefur tilskilin áhrif á um 88% karlmanna, af um 700 sem rann- sakaðir voru, að því er segir í frétt á vefsíðunni Cialisnews.com. Þekktustu aukaverkanir af völd- um Cialis eru höfuðverkur, vöðva- verkir, meltingaróþægindi og bak- verkir, segir jafnframt á vefsíðunni. Rannsókn stendur yfir hér á landi á um 20 íslenskum karlmönnum varðandi virkni lyfsins og er fyrstu niðurstaðna að vænta í vor eða haust, að sögn Rúnu. Cialis er lyfseðilsskylt, og hver tafla kostar um það bil 1.000 krónur, sem er sambærilegt við verð á Viagra, að sögn Rúnu. Lyfið má ekki taka oftar en einu sinni á sólarhring en í lagi er að taka eina töflu á um það bil sólarhrings- fresti. Viagra og Cialis eiga von á frekari samkeppni, segir í norska blaðinu Aftenposten, þar sem ClaxoSmith- Kline- og Bayer-lyfjafyrirtækin munu hefja sölu á sams konar lyfi síðar á árinu. Nefnist það Levitra. Viagra fær samkeppni Reuters Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. Alltaf á þriðjudögum M A G N A LÝSI hf www.lysi.is N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 8 6 2 3 /s ia .i s Þrjár tegundir áhrifaríkra mjólkursýrugerla frá Institut Rosell, sem eru hluti af náttúrulegri þarmaflóru líkamans. Inntaka mjólkur- sýrugerla er árangursrík leið til að viðhalda jafnvægi og reglu á meltingu. Í hverju hylki eru 5 billjónir lifandi gerla. MELTINGAR- BÓT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.