Morgunblaðið - 15.02.2003, Side 36

Morgunblaðið - 15.02.2003, Side 36
HEILSA 36 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 34 56 01 /2 00 1 P RE N TU N : BL A BL A www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt * M.v. 4ra manna fjölskyldu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 02 52 02 /2 00 3 Spurning: Eru einhverjar þekktar afleiðingar eða aukaverkanir sem staðfest hefur verið að fylgi Atk- ins-megrunarkúrnum, sem tröll- ríður öllu um þessar mundir? Svar: Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að of- fita er mikið og hratt vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Skýringin á því hvers vegna fólk er of feitt er í sjálfu sér einföld, við borðum of mikið og hreyfum okk- ur of lítið. Við vitum hins vegar ekki hvers vegna ástandið hefur farið eins hratt versnandi síðustu áratugina og raun ber vitni. Rann- sóknir í N-Ameríku og Evrópu sýna að á þessum tíma hefur fitu- neysla heldur minnkað, syk- urneysla hefur aukist mikið og hreyfing fólks hefur minnkað. Þó eru sífellt fleiri sem stunda lík- amsrækt. Hvort við fitnum eða grennumst byggist einfaldlega á jafnvæginu milli þess sem berst inn í líkamann af næringu (orku) og þess sem hann brennir. Þetta ákvarðast nánar tiltekið af orku fæðunnar sem við neytum og því hversu vel líkaminn nýtir þessa orku annars vegar og hins vegar grunnefnaskiptum líkamans og þeirri viðbótarorku sem hann eyðir, einkum með hreyfingu. Í þessu reikningsdæmi skiptir sam- setning fæðunnar litlu máli, ein- ungis hve orkurík hún er. Þess vegna bera megrunarkúrar eða átak til megrunar árangur ef lík- aminn brennir meiru en við borð- um. Þá vaknar spurningin hvort einhver sérstök samsetning á orkusnauðu fæði sé vænlegri til árangurs en önnur og þá sér- staklega langtímaárangurs. Það er erfitt að megra sig en mörgum sinnum erfiðara að halda þeim ár- angri til langs tíma. Sennilega er búið að prófa allar mögulegar teg- undir megrunarkúra, fitusnauða, fituríka, kolvetnasnauða, kolvetna- ríka o.s.frv. Til eru fjölmargir kúr- ar sem sumir eru kenndir við upp- hafsmanninn, margir þessara kúra hafa verið vinsælir um tíma og því jafnvel haldið fram að nú sé komin lausnin á offituvandanum. En það er ekki til nein töfralausn á þess- um vanda og verður líklega aldrei til. Sumir megrunarkúrar eru öfgakenndir, það á að sniðganga vissar fæðutegundir eða neyta nær eingöngu vissra fæðutegunda. Slíkar öfgar í fæðuvali geta verið varasamar og t.d. leitt til skorts á nauðsynlegum fæðuefnum eða vít- amínum. Einn slíkur megrunarkúr er kenndur við Atkins sem skrifaði um hann bók fyrir nálægt 30 árum og nýverið aðra bók með nokkuð breyttum áherslum. Atkinskúrinn er mjög öfgakenndur að því leyti að sneiða ber nánast alveg hjá kol- vetnum (mest um 20 g/dag fyrstu vikurnar og síðan mest 60 g/dag) en neyta þess í stað fitu og pró- teina. Eins og áður er getið verður svona kúr að vera hitaeiningarýr þannig að ekki má borða fitu og prótein að vild eins og stundum er haldið fram. Markmið Atkinskúrs- ins er að líkaminn sé stöðugt í ástandi sem nefnist ketósa en við það brotna niður fita og prótein í líkamanum til að mynda lífs- nauðsynlegan blóðsykur. Ketósa er mjög sjúklegt ástand sem kem- ur einnig fyrir í sykursýki þegar líkaminn getur ekki nýtt sykurinn sem er í blóðinu. Sykursýki fylgja alvarlegar líffæraskemmdir og ekki er vitað með vissu hvað af þeim er afleiðing ketósu og hvað er af öðrum ástæðum. Af fræði- legum ástæðum óttast menn að langtímaafleiðingar Atkinskúrsins kunni að vera æðaskemmdir, æða- kölkun, vöðvarýrnun, beinþynn- ing, sykursýki, ristilkrabbamein og kannski fleira. Þessi kúr er í andstöðu við öll helstu manneld- ismarkmið undanfarinna áratuga. En hvað hafa rannsóknir á fólki leitt í ljós? Vandinn er sá að hér skortir tilfinnanlega betri rann- sóknir en gerðar hafa verið. Fólk grennist á þessum kúr en varla meira en á öðrum megrunarkúrum ef litið er til hitaeininga í fæðunni og hreyfingar. Langtímaárangur af megrunarkúrum almennt er ekki góður og eftir fimm ár eru meira en 80% búnir að ná fyrri þyngd; ekki hefur verið sýnt fram á að Atkinskúrinn sé betri en aðrir að þessu leyti. Atkinskúrnum fylgja aukaverkanir eins og slapp- leiki, andremma og líkamslykt (m.a. asetónlykt), höfuðverkur, ógleði og mikil hægðatregða en eins og með flest er þetta afar ein- staklingsbundið. Hægðatregðan stafar líklega af því að jurtatrefjar vantar í fæðuna. Margir gefast upp vegna aukaverkana. Nýleg rannsókn sýndi að eftir þrjá mán- uði á kúrnum fóru flestir að borða meira af kolvetnum. Einkennandi fyrir rannsóknir á kolvetnasnauð- um kúrum er að þátttakendur eru of fáir, margir detta út úr rann- sóknunum og kolvetni eru ekki alltaf svo skert að þau valdi ketósu, sem er markmið Atkins- kúrsins. Það sem er alvarlegast er að þessar rannsóknir stóðu allar yfir í allt of skamman tíma, fáar lengur en 8–12 vikur og örfáar í sex mánuði. Það sem þessar skammtímarannsóknir gefa vís- bendingar um eru mjög ein- staklingsbundin viðbrögð, blóðfit- ur lagast t.d. að meðaltali en versna verulega hjá sumum, syk- urþol lagast að meðaltali en versn- ar hjá sumum og vöðvamassi rýrn- ar mismikið. Blóðfitur og sykurþol lagast við að grennast óháð aðferð. Rannsókn á ungu, mjög feitu fólki sem var á Atkinskúr í þrjá mánuði leiddi í ljós tap á beinmassa (bein- þynningu) enda er vitað að pró- teinríkt fæði eykur kalktap með þvagi. Niðurstaðan er sú að við vit- um sáralítið um langtímaáhrif Atkinskúrsins á líkamann vegna þess að rannsóknir eru mjög af skornum skammti en á fræði- legum forsendum er þessi kúr talsvert áhyggjuefni. Þeir sem eru með langvarandi sjúkdóma eins og nýrnasjúkdóma, hjarta- og æða- sjúkdóma eða sykursýki ættu að forðast þennan kúr. Atkinskúrinn á hugsanlega rétt á sér, í stuttan tíma, hjá mjög feitu fólki þegar allt annað hefur brugðist og offitan er farin að valda sjúkdómum. Meðan við vitum ekki meira um lang- tímaáhrif þessa kúrs á líkamann ættu allir aðrir að forðast hann. Er Atkins-megrunarkúrinn hættulegur? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Ketósa er mjög sjúklegt ástand  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.