Morgunblaðið - 15.02.2003, Side 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 39
STÖÐUGT aukast líkurnar á því
að virkjað verði við Kárahnjúka og
enn skerpast línur milli virkjunar-
sinna og andstæðinga. Upp á síð-
kastið hefur umræðan verið ómál-
efnaleg og einum of pólitísk. Lítum
á staðreyndir. Náttúruverndarsinn-
ar segja að sökkva eigi Hafra-
hvammagljúfrum. Stíflað verður í
efsta hluta þeirra en engin breyting
verður neðan stíflu rúman kíló-
metra. Þá hafa andstæðingar virkj-
ana óttast að Jökulsá á Dal þorni.
Rennslið mun minnka við það að
jökulvatnið hverfur en þverár, lækir
og jarðvatn rennur áfram um far-
veginn. Frá Jöklu verður vatnið
tekið í göngum niður í Fljótsdal
rúma 40 km. Við Teigshorn steypist
það svo niður í virkjunarhúsið sem
verður 800 m inni í berginu. Frá
Teigshorni upp að Kárahnjúkastíflu
verða því engin vegsummerki um
virkjun.
Eitt af því sem virkjunarsinnar
hafa bent á er mögulegt leirfok frá
börmum lónsins þegar lækkar í því.
Þetta leirfok yrði aðeins brot af því
sand- og leirfoki sem þegar er til
staðar frá hálendinu norðan Vatna-
jökuls. Þar er eitt þurrasta svæði
landsins og því verðugt verkefni að
hefta þar fok.
Landsvirkjun og
landgræðsla
Landsvirkjun mun án efa gera
það sama við Hálslón og hún hefur
gert allt frá Búrfelli upp í Vatnsfell
við Þórisvatn, þ.e. að græða upp
sanda og auðnir. Þar hefur Lands-
virkjun unnið stórvirki.
Talið er líklegt að arðsemi eig-
infjár eigenda Kárahnjúkavirkjunar
verði um 11% og að hverfandi líkur
séu á að gengið verði að ábyrgðum
eigenda Landsvirkjunar. Þetta er
mikilvægt, ekki síður þau samlegð-
aráhrif sem virkjun og álver munu
hafa á efnahag landsins alls. Talið
er að um 2,5 störf skapist fyrir
hvert eitt í álveri og ánægjulegt að
sjá mótvægi skapast við suðvestur-
hornið.
Andstæðingar álvers við Reyðar-
fjörð hafa farið mikinn á köflum og
m.a. látið hafa eftir sér að álver hafi
neikvæð heildaráhrif á atvinnu
svæðisins. Lærðustu fræðimenn
hafa fullyrt að einungis 500–600
manns hefðu atvinnu í álverinu og
það dragi mjög úr öðrum atvinnu-
greinum á svæðinu. Úrtölumenn
hefur aldrei skort á Íslandi. Það
skal viðurkennt að Kárahnjúka-
virkjun og álver eru reyndar það
stór verkefni að þau verða að þola
alla gagnrýni. En gagnrýni er til lít-
ils ef hún er eingöngu til niðurrifs.
Því er slegið fram að þetta séu
skammtímasjónarmið um skjót-
fenginn gróða. Þessu er þveröfugt
farið. Fá verkefni hafa fengið eins
mikinn undirbúning og fjármagnið
nálægt 200 milljarðar eitt það þol-
inmóðasta sem er á leið inn í landið.
Það virðist útbreiddur misskilning-
ur að hægt sé að nota þetta fjár-
magn í eitthvað annað. Þetta fjár-
magn er ekki tekið úr ríkissjóði
heldur kemur af alþjóðamarkaði þar
sem við njótum bestu kjara. Það
fengist hvorki í fiskeldi né refabú.
Styrkja iðnað og
auka stöðugleika
Eitt af því sem Ísland þarf á að
halda er stöðugleiki. Fátt eykur
meir stöðugleika en álver. Þar er
jöfn atvinna allt árið. Það hefur
komið í ljós að bæði í Straumsvík og
á Grundartanga hafa álverin gengið
vel og eru vinsælir vinnustaðir. Þar
eru greidd einhver hæstu meðal-
laun iðn- og verkafólks í landinu og
starfsmannavelta einhver lægsta
sem þekkist. Fátt styður iðnað bet-
ur en álver. Lítil iðnfyrirtæki verða
til og styrkjast. Vélsmiðjur, járn-
smiðjur, trésmiðjur og rafmagns-
verkstæði dafna þar sem þau fá
verkefni allt árið. Samlegðaráhrif
álvers eru einnig mikil og óþarfa
áhyggjur að álver sogi að sér vinnu-
kraft á kostnað annarra atvinnu-
greina. Störf sem þörf er fyrir
munu halda velli og íbúðarhúsnæði
á svæðinu fær aukið verðgildi.
Heyrst hafa raddir um að virkjun
og álver skapi of mikla spennu á
vinnumarkaðinum. Það er merki-
legt nú þegar atvinnuleysi er að
nálgast 4% að þá sjái menn of mikla
spennu! Nei, verkefnið fer rólega af
stað og nær ekki hámarki í
mannafla fyrr en milli 2005 og 2006.
Vonandi er það nægur tími til und-
irbúnings og skipulagningar.
Stórkostlegt tækifæri
Í þau 38 ár sem Landsvirkjun
hefur starfað hefur hún náð að
byggja upp um 40 milljarða eigin fé.
Andstæðingar Búrfellsvirkjunar
voru margir í upphafi. Það tók um
25 ár að greiða upp kostnaðinn af
virkjuninni og það gerði Álverið í
Straumsvík. Í um 10 ár hefur Búr-
fellsvirkjun verið að mala hreint
gull fyrir land og þjóð. Eins og áður
sagði hefur aldrei skort úrtölu-
menni í okkar ágæta landi en sem
betur fer höfum við borið gæfu til
þess að láta þá ekki ráða ferðinni.
Mér þykir vænt um náttúru lands-
ins og það á að fara varlega í að
hrófla við henni. Það kæmi þó ekki á
óvart að ferðamönnum ætti eftir að
fjölga við Kárahnjúka þegar virkj-
unin er risin. Hún mun bera þess
merki að hér býr dugmikil þjóð sem
vill virkja kraftinn í sjálfri sér og
landinu öllum til heilla. Kára-
hnjúkavirkjun er stórkostlegt tæki-
færi til atvinnuppbyggingar og litlu
fórnað fyrir mikinn ávinning. Það
mætti segja mér að nú fagni Einar
Benediktsson stórskáld hinum meg-
in!
Áskorun til vinstri grænna
Hefjist handa þegar í stað að
finna leið til að nýta leirinn sem
safnast í Hálslónið þegar það fyllist
eftir u.þ.b. 400 ár. Þá verður e.t.v.
enginn eðlismunur á því hvort leir-
inn liggur upp við Brúarjökul eða
niðri í fjöru við Héraðsflóa. Það
verður bara stigsmunur eða 600
metra hæðarmunur. Þá verða bæði
álverið og virkjunin löngu afskrifuð
og hver veit nema göngin verði not-
uð fyrir hraðkláf til að komast upp á
Brúarjökul!
Virkjum land og þjóð
Eftir Magnús
Halldórsson
„Ekki kæmi
á óvart að
ferðamönn-
um ætti eftir
að fjölga við
Kárahnjúka þegar virkj-
unin er risin.“
Höfundur er iðnfræðingur.