Morgunblaðið - 15.02.2003, Side 47
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 47
Jón Steinar um skýrslu sérstaks
saksóknara sem hann telur vand-
aða og góða. Aðeins virðast hafa
verið gerð ein mistök, þ.e. að sér-
stakur saksóknari hafi komist að
annarri niðurstöðu en lögmaðurinn
ætlaðist til. Hann bregður sér því í
hlutverk sérstaks saksóknara og
ritar niðurstöðukaflann sjálfur. Í
þessum sýndarveruleika sínum
gerir hann sig sekan um vankunn-
áttu sem henda mundi fáa lögfræð-
inga. Hann leiðir að því líkur að
rannsóknaraðilar í Keflavík hafi
þrátt fyrir allt gerst sekir um brot
við upphafsrannsóknina en segir
það ekki sannað lögfullri sönnun.
Þarna bregður hann sér í hlutverk
dómara. Þeir sem þekkja til starf-
semi ákæruvaldsins vita að sak-
sóknari lýkur málum með tvennum
hætti. Annars vegar með því að
fella mál niður þegar ekki eru líkur
á því að sakfelling náist. Hins veg-
ar með því að gefa út ákæru ef
hann telur að lögfull sönnun muni
nást. Saksóknari ályktar hins vegar
ekki um sök með þeim hætti sem
Jón Steinar gerir.
Saklaus eða ekki saklaus
Að búa í réttarríki eru forrétt-
indi. Hugmynd Jóns Steinars um
réttarríki þar sem menn eru bornir
sökum í skýrslum opinbers sak-
sóknara án þess að eiga þess kost á
að verja mál sitt fyrir dómstólum
landsins, hugnast mér ekki og
reyndar hef ég af henni beyg. Í
einni af blaðagreinum Jóns Stein-
ars sem ber heitið „Saklaus eða
ekki saklaus“ deilir hann á nið-
urfellingu lögreglu á rannsókn á
hendur forsvarsmönnum banka.
Bendir hann á að í bréfi lögreglu
hafi verið tekið svo til orða að ekki
væru efni til málssóknar, þar sem
ekki hafi sannast sök á hendur hin-
um kærðu. Jón Steinar telur í
greininni að af bréfi lögreglu mætti
ráða að víst séu fyrirsvarsmenn
bankans sekir. „Þeir hafi bara
sloppið á tækniatriðum.“ Síðan seg-
ir í greininni: „Mannréttindaregla
um sakleysi, þar til sekt er sönnuð,
leyfir ekki opinberum sýslunar-
mönnum, hvort sem þeir heita
dómarar eða lögreglumenn, að
dylgja á opinberum vettvangi um
sekt saklausra manna.“
Undir þessi orð Jóns Steinars
tek ég heils hugar. Ég tel þau hins
vegar ekki eiga einungis við um
forsvarsmenn banka.
Niðurlag
Það er sérstök reynsla að upplifa
hvernig Jón Steinar kemur sjón-
armiðum sínum á framfæri og
hvernig aðferðum hann beitir í
þessu máli. Bera vinnubrögðin öll
merki lýðskrumara fremur en
hæstaréttarlögmanns.
Þetta er hins vegar ekki í fyrsta
sinn sem Jón Steinar fer offari f.h.
skjólstæðinga sinna. Í fersku minni
er atgangur hans í svokölluðu pró-
fessorsmáli en fyrir tæpu ári var
Jón Steinar dæmdur í Hæstarétti
til greiðslu 100.000 króna í skaða-
bætur auk vaxta og 300.000 króna
málskostnaðar fyrir að hafa vegið
að mannorð unglingsstúlku sem
lenti erfiðri lífsreynslu en ákærði í
því máli, faðir hennar, var skjól-
stæðingur Jóns Steinars.
Mér finnst rétt að ljúka þessari
grein með orðum Garðars Gísla-
sonar þáverandi borgardómara í
forsendum dóms í bótamáli Magn-
úsar frá 1980. Mér sýnist sem
Garðar hafi þar reynst sannspár.
„Hér var einungis um að ræða
samantekin ráð afbrotamanna um
að varpa sök á stefnanda og þrjá
menn aðra, ef athygli færi að bein-
ast að þeim sjálfum fyrir verknað,
er þau höfðu sjálf unnið. Þetta mál
er svo sérstakt og vakti svo mikið
umtal meðal alls almennings í land-
inu, að seint verður um gróið.“
Höfundur er lögfræðingur.
MAÐUR að nafni Hrafnkell
Jónsson hefur ritað grein í
Morgunblaðið og lýst vandlæt-
ingu sinni á þeim sem gera fá-
tæktina á Íslandi að umtalsefni.
Hann kallar það aumingja-
gæsku. Fátæklingar eru sem
sagt aumingjar, að hans mati.
Nú hefur hann bætt um bet-
ur og uppnefnir undirritaðan
sem „aumingja Ellert“.
Ég tel það fyrir neðan mína
virðingu að eiga frekar orða-
stað við þennan mann. Ég tel að
hvorki lesendur, ég né hann
eigi það skilið að færa þessa
umræðu niður á svo lágt plan.
Á lágu
plani
Höfundur er í framboði fyrir
Samfylkinguna.
Ellert B. Schram
Síðumúla 24 • Sími 568 0606
Sjónvarpsskápur
139.000 Kr
AÐ TEIKNA HUGARHEIMA
Beb-Deum. La théorie des dominos, 1996.
8. - 23. febrúar 2003
FRANSKAR OG BELGÍSKAR TEIKNIMYNDIR FRÁ UPPHAFI TIL SAMTÍMANS
Teiknimyndir í tvær aldir. Franskar samtímateiknimyndir. Skyggnst inn í framtíðina.
Frummyndir tíu ungra höfunda.
f
a
s
t
la
n
d
-
8
6
1
1