Morgunblaðið - 15.02.2003, Side 48

Morgunblaðið - 15.02.2003, Side 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristleifur Þor-steinsson, bóndi og hreppstjóri, fæddist á Húsafelli 11. ágúst 1923. Hann andaðist á Grensás- deild Landspítala 7. febrúar síðastliðinn. Kristleifur var son- ur hjónanna á Húsa- felli, Þorsteins Þor- steinssonar, f. 6. júlí 1889, d. 3. febrúar 1962, og Ingibjargar Kristleifsdóttur, f. 28. nóvember 1891, d. 8. september 1930. Systkini Kristleifs eru: Magnús, f. 1921, bóndi í Vatnsnesi í Grímsnesi, Þorsteinn, f. 1925, líf- efnafræðingur í Reykjavík, og Ástríður, f. 1927, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík. Hinn 3. maí 1958 kvæntist Kristleifur Sigrúnu Bergþórs- Daði, f. 1991. Sonur Ingibjargar og Björns Kristins Björnssonar er Birkir Björns Halldórsson, f. 1981. 4) Þórður, skrifstofustjóri, f. 1963, maki Edda Arinbjarnar, ferðafræðingur, f. 1965. Börn þeirra eru: Jakob, f. 1992, Matt- hildur, f. 1993, og Ragnheiður Kristín, f. 2002. 5) Jón, skrifstofu- stjóri, f. 1965, maki Anna Guð- björg Þorsteinsdóttir, sjúkraliði, f. 1965. Börn þeirra eru: Þor- steinn, f. 1986, Sigrún Eva, f. 1991, og Jón Ingi, f. 1996. Kristleifur ólst upp á Húsafelli og átti þar heima alla ævi. Hann var á Bændaskólanum á Hvann- eyri 1942–1944. Á unga aldri var hann mikill íþróttamaður og eink- um var hann kunnur skíðamaður. Hann hóf hefðbundinn búskap á Húsafelli 1958, en 1968 hætti hann kvikfjárbúskap og sneri sér að ferðaþjónustu. Hann varð þjóð- kunnur fyrir brautryðjandastörf sín á því sviði og hlotnaðist fjöldi viðurkenninga, m.a. riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Útför Kristleifs verður gerð frá Reykholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. dóttur, f. 8. ágúst 1927 í Fljótstungu í Hvítársíðu. Börn þeirra eru: 1) Berg- þór, framkvæmda- stjóri á Húsafelli, f. 1959, maki Hrefna Guðrún Sigmarsdótt- ir, rekstrarfræðing- ur, f. 1962. Börn þeirra eru: Unnar, f. 1986, Arnar, f. 1988, og Rúnar, f. 2000. 2) Þorsteinn, flugstjóri, f. 1959, tvíburabróðir Bergþórs, maki Ingv- eldur Jónsdóttir, verkfræðingur, f. 1965. Börn þeirra eru: Kristleifur, f. 1988, Sigríður og Sigrún, f. 2000, og Einar, f. 2002. 3) Ingibjörg, leik- skólastjóri, f. 1961, maki Halldór Gísli Bjarnason, kennari, f. 1957. Börn þeirra eru: Bjarni Þórður og Kristleifur, f. 1983, og Tómas Í dag kveð ég Kristleif á Húsafelli tengdaföður minn, eða Krilla eins og hann var kallaður. Margs er að minnast og margt ber að þakka frá þeim stundum sem við áttum saman. Hann var yndisleg manneskja, heil- steyptur og hafði þessa jákvæðu lífs- sýn sem gerði það að verkum að manni leið vel í návist hans. Það hef- ur verið mér ómetanleg reynsla að starfa við hlið hans og kynnast því- líkum krafti hann bjó yfir. Hjá hon- um virtust engar hindranir vera óyf- irstíganlegar og af þrjósku barðist hann fyrir þeim hugmyndum sem hann trúði á. Hugmyndir hans voru oft langt á undan sinni samtíð og vegna dugnaðar hans var ótrúlegt að sjá þær verða að veruleika þótt maður hefði ekki mikla trú á þeim í upphafi. Hann var mikill atorku- maður og vildi láta hlutina ganga, helst að þeir hefðu verið fram- kvæmdir í gær. Krilli lifði heilbrigðu lífi, var bind- indismaður og lagði áherslu á gott mataræði og að halda líkamanum í formi. Fyrir rúmum tuttugu árum kom ég fyrst að Húsafelli og þá urðu miklar breytingar í lífi mínu, en Krilli hafði þau áhrif á mig að það var ekki hægt annað en að heillast bæði af störfum hans og umhverfi sem hann hafði svo mikla ást á. Þótt við værum ekki sammála var alltaf hægt að rökræða eða rífast við Krilla án þess að það drægi dilk á eftir sér. Mér fannst oft eins og Krilli væri gömul sál sem var gott að leita til með áhyggjur sínar, tilfinn- ingar eða skoðanir, hann gat yfir- leitt huggað mann eða komið með góð ráð. Þegar glíma þurfti við erfið verkefni sem gátu kostað svita og tár dáðist ég alltaf að því hvað Krilli gat verið yfirvegaður og rólegur og sagði: „Þetta er bara eins og hvert annað verkefni sem þarf að leysa.“ Ég lærði margt af Krilla sem nýt- ist mér í dag enda var hann dugleg- ur að kenna mér og hvetja mig til dáða. Hann hafði gaman af að segja sögur frá liðinni tíð og hvernig hlut- irnir hefðu þróast. Það voru ánægju- legar stundir þegar við Krilli fórum í berjamó, gönguferð eða jeppaferð og hann kenndi mér ýmislegt um náttúruna, enda var hann mikill náttúruunnandi. Ævi hans var viðburðarík enda frumkvöðull á sínu sviði. Frum- kvöðlar eru þeir menn sem fá hug- myndir og hrinda þeim í fram- kvæmd, þótt þeir nái kannski ekki að fylgja þeim alveg eftir enda eiga þeir að vera hugmyndasmiðirnir. Hann var brautryðjandi í ferðaþjón- ustu og stofnandi margra félaga í þágu ferðaþjónustunnar. Einnig gegndi hann ýmsum ábyrgðarstörf- um og var hreppstjóri í fjöldamörg ár. Krilli var oft heiðraður og fékk ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Ég bjó við þau forréttindi að ala drengina mína upp í sveit í faðmi stórkostlegrar náttúru við hlið ömmu og afa. Drengirnir hafa allir verið háðir afa og missir þeirra er mikill. Sá litli vill fá að tala við Guð sem tók hann en er samt hræddur um að hann sé of stór til að hann ráði við hann. Krilli var drengjunum okkar ákaflega góður afi, enda lærðu þeir margt af honum og var hann duglegur að hafa þá með sér. Mér eru minnisstæð ein jól þegar drengjunum þótti biðin löng. Þá fór afi með þá í bíltúr upp á fjall til að leita að jólasveinunum og ég man hvað þeir komu glaðir heim eftir þessa ævintýraferð. Krilli átti við heilsubresti að stríða síðastliðin tvö ár og í haust greindist hann með krabbamein sem smám saman dró allt þrek úr hon- um. Í fyrstu var hann ekki tilbúinn að gefast upp heldur tók þessu sem vandamáli sem þurfti að leysa, hann átti eftir að framkvæma svo margt. Efst í huga hans var hugmynd um fimm jökla þjóðgarða, sem mörgum hefur fundist erfið í framkvæmd, en eins og með svo margt hjá Krilla er þessi hugmynd á undan sinni samtíð og hver veit nema hún verði að veru- leika. Þrátt fyrir erfið veikindi sýndi Krilli æðruleysi, en baráttan við veikindin tók á og hann fékk hvíld eftir langt ævistarf. Þegar ég fer að sofa á kvöldin með sorg og söknuð í huga er eins og það myndist eitthvert tómarúm. En ég reyni að minnast góðu stundanna og þakka fyrir að hafa verið svo heppin að kynnast Krilla og bið guð að blessa minningu hans og englana að vaka yfir honum. Sigrún tengda- móðir mín horfir nú á eftir góðum eiginmanni og lífsförunaut og bið ég Guð að styrkja hana. Afkomendum og ástvinum votta ég innilega sam- úð. Hrefna Sigmarsdóttir. Kristleifur Þorsteinsson er látinn. Okkur sem þekktum hann vel finnst hann hafa látist langt um aldur fram þótt hann hafi verið á áttugasta ald- ursári. Kristleifur var alltaf ímynd hreystinnar og seiglunnar þannig að maður gekk út frá því sem vísu að hann yrði að minnsta kosti hundrað ára. Kristleifur var ákaflega hug- myndaríkur maður og afar sjálf- stæður í hugsun. Þessir eiginleikar, ásamt fádæma dugnaði, gerðu hann að einum af frumkvöðlunum í at- vinnulífi okkar. Gagnstætt því sem margir álíta um framkvæmdamenn í atvinnulífinu var það ekki áhugi á að efla eigin hag sem knúði hann áfram, heldur einlægur áhugi á framþróun samfélagsins og fram- gangi Húsafells. Ekki kunnu alltaf allir að meta framkvæmdasemi hans, en að lokum áttuðu þó flestir sig á ágæti framtaksins, eins og fjöldi viðurkenninga frá einstakling- um, félagasamtökum og yfirvöldum ber glöggt vitni um. Kristleifur var ekki bara fram- kvæmdamaður, hann var líka góður faðir og afi. Yngstu barnabörnin missa af miklu að fá ekki að kynnast afa sínum, en við hin verðum bara að vera dugleg að segja þeim frá hon- um. Ingveldur Jónsdóttir. Í dag kveð ég tengdaföður minn hann Kristleif Þorsteinsson, Húsa- felli. Fjölmargar minningar koma upp í hugann um þennan stórbrotna og merka mann og þær allar góðar. Kristleifur Þorsteinsson var mik- ill gæfumaður. Hann var kraftmikill, heilsuhraustur og átti barnaláni að fagna. Ásamt eiginkonu sinni Sig- rúnu Bergþórsdóttur var hann mik- ill frumkvöðull á sviði ferðaþjónustu hér innanlands. Hjónaband þeirra var einstaklega gæfuríkt, þau voru ávallt miklir félagar og mjög sam- stiga í lífinu. Lífsorka og framkvæmdagleði Kristleifs í gegnum tíðina var mikil og bar hann ávallt mikla virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Um það vitna verk hans hvort sem um var að ræða að byggja sumarhús og þjónusta þau, gera flugvöll, virkja ár, útbúa tjaldsvæði, bora eftir vatni, að gera jökul að ferða- mannaparadís eða að bræða og höggva íshelli. Einnig var hann óþreytandi við að skjótast erinda innan sveitar eða milli landshluta. Engin mál voru það erfið eða flókin að ekki mætti leysa þau fljótt og örugglega. Ég sagði stundum við konu mína og syni að Kristleifur væri „gömul sál“. Með því meinti ég að hann hefði lifað svo margar jarðvistir og öðlast svo mikinn þroska að hann væri fyr- ir löngu búinn að átta sig á því hvað skipti máli í lífinu. Það væri að breyta rétt og vera fyrirmynd ann- arra á því sviði. Ekki tekst okkur öll- um það alltaf nógu vel en Kristleifi tókst það ágætlega. Ég minnist ástríkis hans alla tíð í minn garð og í garð barnanna minna. Ég minnist vinsemdar í garð foreldra minna meðan þau voru ennþá á lífi. Einnig minnist ég óvissuferðanna sem hann fór með okkur um sveitina og um nágrenni Húsafells. Húsafell var staðurinn sem hann elskaði svo mikið og fannst að enginn staður væri fallegri á jarðkringlunni. Líklega hefur hann haft rétt fyrir sér. Á seinni árum ræddi Kristleifur oft um málefni sem honum voru of- arlega í huga, hafði áhyggjur af og fannst að mætti betur standa að. Þessi málefni tengdust meðal ann- ars verndun náttúrunnar og þjóð- félagslegum úrbótum. Hann hafði heilbrigða og oft nýstárlega sýn á þessi mál. Skoðanir hans voru sterk- ar og málefnalegar og mátti stund- um lesa greinar eftir Kristleif um þessa málaflokka í blöðum. Fjölskyldan mín átti góðar stund- ir með Kristleifi alla tíð og eins þeg- ar við fylgdum honum síðustu spor- in, í Húsafelli, í Árskógum, í Melbæ á aðfangadagskvöld eða uppi á Grensásdeild. Starfsfólkið þar á svo miklar þakkir skilið fyrir þá blíðu og virðingu sem það sýndi honum. Þar gat verið notalegt að vera, jafnvel dálítið heimilislegt, og þar kvaddi Kristleifur lífið með svo mikilli reisn. Kristleifur hafði svolitlar áhyggj- ur af því að geta ekki lofað okkur að láta vita af sér þegar hann færi í ferðalagið langa. Sérstaklega út af öllu þessu ágæta fólki sem var fyrir löngu lagt af stað en hirti ekkert um að láta vita af sér. Þetta var honum líkt. Þarna var hann að hafa áhyggj- ur af því hvernig okkur myndi líða en ekki af sjálfum sér. Síðustu dagana á Grensásdeild kvaddi Kristleifur okkur öll á sinn hátt með því að segja við okkur nokkur uppbyggileg orð eða setn- ingar. Hann kvaddi allt og alla sátt- ur. Geri aðrir betur. Hans er sárt saknað. Hann skilur eftir sig djúp spor í hjörtum okkar allra. Minning hans mun alltaf lifa. Halldór Bjarnason. Ég hélt alltaf að tengdapabbi yrði eilífur og að hann gæti allt, hann var bara þannig maður. Það verður eng- inn eilífur en Kristleifur gat allt. Það var í mörg horn að líta á Húsafelli, stöðugur straumur ferða- fólks bæði í sumarhús og tjaldstæði. Það þurfti að sinna þessu fólki og það var það sem þau hjónin Krist- leifur og Sigrún höfðu gert að sínu ævistarfi. Tengdapabbi var rólegur maður, en það var ekki rólegt í kringum hann, það var alltaf eitthvað sem þurfti úrlausnar við. Það þurfti að bæta við hitaveituna, mála sund- laugarnar, listinn var langur og allt- af bættist eitthvað nýtt við. Ósjaldan sat hann með símann í annarri hend- inni að ræða það nýjasta sem honum datt í hug eða að reikna út kostnað á einhverri framkvæmd á lítið papp- írsblað. Ef hann fékk hugmynd þá var allt reynt til að hrinda henni af stað, eða eins og Matthildur dóttir mín sagði: Afi gafst aldrei upp. Á svona stórum ferðamannastað eins og Húsafelli er ýmislegt sem getur komið uppá. Kristleifur var vakinn og sofinn yfir staðnum sín- um. Það var alveg sama á hvaða tíma sólarhrings, eða hvort helgidagur væri ef fólk þurfti aðstoð þá var Kristleifur boðinn og búinn. Hann gerði það sem þurfti að gera. Þegar við hjónin giftum okkur uppi í Húsafelli og á sjálfan gifting- ardaginn þegar allir voru komnir í sitt fínasta púss á leið í kirkju, fór Kristleifur að athuga með klórinn í sundlauginni. Einn sundlaugargest- urinn hafði það á orði að hér væri nú góð þjónusta, vinnufólkið bara í smóking. Það leið varla sá dagur sem mað- ur heyrði ekki í Kristleifi, hann vildi vita hvernig heilsan væri hjá okkur og barnabörnunum, hvort eitthvað væri að frétta og síðan var rætt það sem honum lá á hjarta í það skiptið. Þetta voru aldrei leiðinleg símtöl, hann var með eindæmum frjór í hugsun og í sjúkrahúslegunni var oft rætt hvað hægt væri að gera nýtt á Húsafelli. Eitt vildi hann gera, byggja gróðurhús og byggingin var ekki vandamálið heldur hvað það ætti að vera stórt, því uppskeran átti að duga fyrir öll börnin hans, barna- börn og vel það. Það er sorglegt til þess að hugsa að hraustur maður eins og Kristleifur alltaf var, sé fall- inn frá, hann lá frekar stutta sjúkra- húslegu en var svo heppinn að geta verið allan desember heima hjá sér. Á því tímabili komst hann nokkrum sinnum upp í Húsafell og voru þær ferðir honum ómetanlegar, hugur- inn var alltaf þar. Í haust þegar berjatíminn var í algleymi þurfti Sigrún tengdamamma að gangast undir uppskurð. Kristleifur fór því ófáar ferðirnar til að tína og gefa konu sinni, stundum skrapp hann á milli heimsóknartíma og fyllti eina fötu svo hún fengi með kvöldmatn- um. Það mátti heldur ekki láta berin fara til spillis, þau átti að nýta. Afi var góður maður, sagði Jakob sonur minn. Það eru orð að sönnu. Hann var góður við sína nánustu og afskaplega hjálpsamur öllum þeim sem á honum þurftu að halda. Hvíl í friði. Edda Arinbjarnar. Elsku Krilli, nú hefur þú kvatt þetta jarðlíf eftir stutta en harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Bar- átta þín var hetjuleg. Þú varðst þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast yndislega konu, hana Rúnu. Hún stóð eins og klettur þér við hlið alla tíð, þið voruð sem eitt, samband ykkar var einstakt og fal- legt. Að eignast heilbrigt barn er ekki sjálfgefið, þið eignuðust fimm mannvænleg börn og 17 yndisleg barnabörn, og þú varst stoltur af þessum hópi og máttir vera það. Að rekja lífshlaup þitt með örfáum orð- um er ekki hægt, það væri efni í margar bækur, mig langar bara, Krilli minn, að þakka þér samfylgd- ina í nær 20 ár og að hafa fengið að kynnast þér, það er ómetanlegt, þú varst einstök persóna, en umfram allt yndisleg manneskja, þú komst til dyranna eins og þú varst klædd- ur. Já, elsku Krilli, þín verður sárt saknað. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Hvíldu í friði, elsku Krilli. Guð geymi þig. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir Anna. Okkur bræðurna langar með þessu ljóði að minnast afa okkar, Krilla á Húsafelli: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku afi, það er svo sárt að missa þig en við óskum þér góðs gengis við það sem bíður þín. Ef við þekkjum þig rétt finnurðu þér nóg að gera eins og alltaf. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman heima á Húsafelli. Við biðjum Guð að vaka yfir ömmu og gefa henni styrk. Unnar, Arnar og Rúnar Bergþórssynir. Sæll og blessaður Krilli. Ekki er nú seinna vænna að senda þér fáein- ar línur. Æðimargt höfum við nú gert um dagana en bréfaskriftir hafa verið ákaflega litlar og með af- brigðum óformlegar. Man þó eftir bréfi frá þér skrifað á þinn frumlega hátt á kassalok utan um Síríus- súkkulaði. Það gerði sitt gagn. Meira höfum við talað saman, ver- ið saman og unnið saman á okkar löngu ævi. Þegar við vorum litlir strákar þá voru öll vatnsföll á milli Fljótstungu og Húsafells óbrúuð. Þessi vatnsföll voru illreið börnum sem þýddi það að í þá daga voru ekki mikil sam- skipti á milli bæjanna okkar. Þau samskipti áttu þó eftir að magnast og urðu heldur betur órjúfanleg. Ég held að fyrstu verulegu kynni okkar hafi verið við Úlfsvatn á Arn- arvatnsheiði með pabba og Kobba KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.