Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 59

Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 59 Sveit Frímanns Stefánssonar Akureyrarmeistari Þriðjudaginn 11. febrúar lauk að- alsveitakeppni Bridsfélags Akureyr- ar og er óhætt að segja að þá hafi spennan náð hámarki. Sveit Spari- sjóðs Norðlendinga hafði leitt í úr- slitunum með sveit Frímanns Stef- ánssonar ekki langt undan. Síðan mættust þessar tvær sveitir í síðasta leiknum og náði sveit Frímanns fullu húsi og tókst með því að skjótast upp fyrir sveit Sparisjóðs Norðlendinga og tryggja sér titilinn Akureyrar- meistari. Staða efstu sveita er þannig: Sveit Frímanns Stefánssonar 180 Sveit Sparisjóðs Norðlendinga 167 Sveit Páls Pálssonar 166 Sveit Jóns Björnssonar 153 Sveit Stefáns Sveinbjörnssonar 150 Næstkomandi þriðjudag verður spilaður einmenningur og vonandi mæta sem flestir, en spilamennskan hefst að venju kl. 19.30. Sunnudaginn var spiluðum við tví- menning að venju. Allgóð þátttaka var, 10 pör mættu til leiks í skemmti- legri spilamennsku. Staða efstu para var þannig: Frímann Stefánss. – Ragnheiður Har. 139 Hermann Huijbens – Stefán Vilhjálmss. 129 Jón Björnsson – Björn Þorláksson 122 Spilaður verður sunnudagsbrids að venju í Hamri og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Gestrisnir Vestlendingar Vesturlandsmótið í sveitakeppni var spilað helgina 8. og 9. febrúar á Hótel Borgarnesi. 10 sveitir tóku þátt í mótinu, þar af 8 af Vesturlandi en tvær með vestlensku ívafi. Keppnin var jöfn og spennandi en það fór svo að lokum að sveit Skag- ans af Akranesi varð Vesturlands- meistari rétt á undan sveit Vírnets úr Borgarnesi. Í þriðja sæti varð sveit Árna Bragasonar af Akranesi. Mótið var jafnframt keppni um fjög- ur sæti í undankeppni Íslandsmóts- ins og þar skutust gestasveitir Tryggingastofunnar og Garðars Þ. Garðarssonar í 3. og 4. sætið en aðrir sitja eftir með sárt ennið og mörg spil sem betur máttu fara. Heildar- staða var eftirfarandi en úrslit og allt annað má nálgast á vefslóðinni http://www.islandia.is/svenni/: Skaginn 168 Karl Alfreðsson, Viktor Björnsson, Tryggvi Bjarnason og Þorgeir Jósefsson Vírnet 152 Kristján B. Snorrason, Alda Guðnadóttir, Rúnar Ragnarsson, Jón Ágúst Guðmunds- son og Guðjón Karlsson Tryggingastofan 146 Stefán Garðarsson, Guðlaugur Bessason, Sigfús Þórðarson, Erla Sigurjónsdóttir Garðar Þ. Garðarsson 143 Garðar Þ. Garðarsson, Garðar Garðarsson, Kristján Kristjánsson og Þorgeir Ver Hall- dórsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ANNAÐ KVÖLD, sunnud. 16. febr., kl. 20 stundvíslega verður kvöld- messa í Grensáskirkju eins og jafn- an þriðja sunnudag í mánuði yfir vetrartímann. Form kvöldmessunnar er einfalt og aðgengilegt, sungnir léttir söngvar og áhersla lögð á bænina en töluðu máli stillt í hóf. Að venju er altarisganga. Kirkjukórinn leið- ir söng undir stjórn organistans Árna Arinbjarnarsonar. Í þessari kvöldmessu verða kynntir til sögunnar tveir nýráðnir starfsmenn Grensássafnaðar, þau Valdís Árnadóttir kirkjuvörður og Halldór Elías Guðmundsson djákni sem ráðinn hefur verið fram- kvæmdastjóri safnaðarstarfsins. Að kvöldmessu lokinni er á boð- stólum kaffi og djús ásamt meðlæti. Um morguninn verður barna- guðsþjónusta. Stoppleikhópurinn sýnir leikritið „Palli var einn í heiminum“ sem á erindi til barna og fullorðinna. Almenn guðsþjón- usta verður því ekki á sama tíma. Verum velkomin í Grensáskirkju á sunnudagsmorgun og sunnudags- kvöld. Kvennakirkjan í Neskirkju KVENNAKIRKJAN heldur afmæl- ismessu í Neskirkju sunnudaginn 16. febrúar kl. 20.30. Messan er helguð 10 ára starfi Kvennakirkj- unnar sem hófst með messu í Kópa- vogskirkju 14. febrúar 1993. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédik- ar. Guðný Guðmundsdóttir segir frá byrjun starfsins. Þórunn Guð- mundsdóttir og Anna Pálína Árna- dóttir syngja einsöng og Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng við undirleik Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Sungin verða vinsæl- ustu lög Kvennakirkjunnar sem nú eru komin út í sönghefti sem Skál- holtsútgáfan gefur út. Á eftir verð- ur afmæliskaffi í safnaðarheim- ilinu. Mánudaginn 17. febrúar hefst námskeiðið Mildar og máttugar í húsnæði Kvennakirkjunnar, Kvennagarði í Kjörgarði, Lauga- vegi 59. Námskeiðið hefst kl. 17.30 og fjallar um það hvernig við náum tökum á tilfinningum okkar, eðli- legum tilfinningum sem fylgja lífs- baráttunni, með aðstoð kvenna- guðfræðinnar. Byggt verður á bókinni Vinátta Guðs eftir séra Auði Eir sem er leiðbeinandi á nám- skeiðinu ásamt hjúkrunarfræðing- unum Sigrúnu Gunnarsdótur og Þóru Björnsdóttur. Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17.30 hefst á sama stað námskeið um notkun Biblíunnar í daglegu lífi. Hvaða ráð gefur hún okkur? Hvernig eigum við að finna þau? Hvernig varð Biblían til? Ársafmæli fermingarinnar í Garðaprestakalli ÁRSAFMÆLI fermingarinnar verður í Garðaprestakalli í dag, laugardag kl. 15, í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Dagskrá ársafmælis ferming- arinnar hefst með helgistund í kirkjunni. Síðan færum við okkur yfir í safnaðarsalinn, þar sem veitingar eru bornar fram, við höfum happadrætti fyrir börnin og þá foreldra sem hafa mætt með barni sínu eða börnum til fagnaðar- ins. Skemmtiatriði er frá börnunum. Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, forvarnafulltrúi frá Tollstjóraemb- ættinu í Reykjavík, kemur og ræðir við börnin um ýmislegt sem má til varnar verða gagnvart sölumönn- um dauðans, fíkniefnasölunum. Þorsteinn verður með fíkniefnaleit- arhundinn „Bassa“ með sér og seg- ir okkur frá hvernig starf þeirra gengur fyrir sig. Það er von okkar í kirkjunni að ,,Ársafmælið“ megi verða til að styrkja þau vináttubönd sem við bundumst í fermingarstarfinu svo að þau endist út ævina. Þannig vilj- um við undirstrika að börnin eiga ávallt ,,hauk í horni“ þar sem kirkj- an þeirra er. Þess má geta að þegar við hófum að bjóða fermingarbörnunum til ,,Ársafmælisins“, hér í Garða- prestakalli, mun það ekki hafa ver- ið viðhaft í öðrum sóknum landsins áður. Að lokum má geta þess að við höfum viðhaft þann sið í Garða- prestakalli undanfarin fimm ár að við heimsækjum fermingarbörnin á fermingardaginn og færum þeim skjal til minningar um þennan merkisdag í lífi sínu. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur, og Friðrik J. Hjartar prestur. Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöldið 16. febrúar verður kvöldvaka í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði og hefst kl.20. Að venju mun Örn Arnarson ásamt hljómsveit og félögum úr kór kirkjunnar leiða tónlist og söng. Yf- irskrift kvöldvökunnar er að þessu sinni: Guð, skapari himins og jarðar og verður m.a, fjallað um sköp- unarsögurnar í Biblíunni í ljósi trú- ar og vísinda. Allir sálmarnir sem fluttir verða tengjast þessu umfjöll- unarefni. Að lokinni kvöldvöku verður svo heitt á könnunni í safn- aðarheimilinu. Miðborgarprestur fjallar um unga fólkið í Seltjarnarneskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 16. febr- úar, flytur séra Jóna Hrönn Bolla- dóttir miðborgarprestur hugvekju í Seltjarnarneskirkju, í messu, sem hefst kl. 11:00. Yfirskrift hugvekj- unnar er: „Hver er vandi okkar í samskiptum við ungt fólk“ sem á sérstakt erindi við foreldra ung- linga. Séra Jóna Hrönn hefur gegnt embætti miðborgarprests frá árinu 1998 og þekkir því vel þau vanda- mál og freistingar sem stöðugt ögra velferð og heilbrigði ungs fólks í þessu þjóðfélagi nútímans. Það er því mikill fengur fyrir Sel- tjarnarnessöfnuð að fá séra Jónu Hrönn til þess að fjalla um sam- skipti fullorðna fólksins við unga fólkið, sem innan tíðar erfir landið. Að messu lokinni verður kirkju- kaffi í safnaðarheimilinu þar sem kirkjugestir geta rætt málin við hana. Prestur verður séra Sigurður Grétar Helgason, Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju syngur og org- anleikari er Viera Manásek. Sunnu- dagaskólinn verður á sama tíma. Kópavogskirkja – nýir höklar Í GUÐSÞJÓNUSTU kl. 14 á sunnu- dag verða helgaðir þrír nýir höklar sem gerðir voru af Sigrúnu Jóns- dóttur, kirkjulistamanni. Í guðs- þjónustunni syngja félagar úr kór Kópavogskirkju og Samkór Kópa- vogs kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Julian Hewlett. Ritn- ingarlestra les Ragnheiður Karists Pétursdóttir cand theol og sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Örvænting og von í dægur- lagatextum ERU dægurlagatextar nokkuð ann- að en yfirborðskennt blaður um ást og afbrýði eða leynast einnig á þeim vettvangi textar sem takast af alvöru á við hinstu rök tilverunnar? Speglast ef til vill glíma nútíma- mannsins skýrast þar? Gunnar J. Gunnarsson lektor mun flytja fyrirlestur með tón- dæmum á fræðslumorgni í Hall- grímskirkju á morgun, sunnudag kl. 10 um örvæntingu og von í nokkrum dægurlagatextum. Skemmst er að minnast erinda um trú og efa í tónlist U2 sem Gunnar flutti á Kirkjudögum árið 2001 og vöktu mikla athygli. Að fræðslu- morgni loknum kl. 11 hefst guðs- þjónusta í kirkjunni í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA verður í Dómkirkjunni sunnudagskvöldið 16. febrúar. Hún hefst kl. 20. Mess- an er öðrum þræði miðuð við þá sem leita sér hjálpar eftir tólf spora kerfi AA-samtakanna en vissulega öllum opin. Messan er með létt- leikablæ og byggist á einlægni og frískleika. Tónlistarflutningur verður að venju í höndum Birgis og Harðar Bragasona, Hjörleifs Valssonar og Önnu Sigríðar Helgadóttur. Sér- stakur gestur að þessu sinni verður færeyska söngkonan Eivör Páls- dóttir. Hún hefur dvalið á Íslandi í vetur og heillað landann með fögr- um söng. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir predikar og séra Jóna Hrönn Bolla- dóttir flytur bæn. Séra Hjálmar Jónsson leiðir messuna. Allir hjartanlega velkomnir. Opið hús eldri borgara í Hallgrímskirkju OPIÐ hús verður í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 19. febrúar kl. 14. Dagskrá verður um Kína í umsjá Unnar Guðjónsdóttur, myndasýn- ing og dans. Hugvekju flytur séra María Ágústsdóttir. Allir velkomn- ir. Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju SUNNUDAGINN 16. febrúar kl. 20 verður guðsþjónusta í Seljakirkju. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar og létt tónlist verður leidd af Þor- valdi Halldórssyni og mun hann hafa sér til fulltingis kirkjukór Seljakirkju auk kirkjugesta. Boðið verður til altaris. Verið velkomin. Krúttakór og brúðuleikhús FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður í Langholtskirkju á sunnu- daginn kl. 11. Þar á öll fjölskyldan saman stund í kirkjunni. Krúttakórinn sem í eru börn 4–7 ára syngur fyrir söfnuðinn ásamt því að leiða almennan söng. Þá munu góðir gestir koma í heimsókn en brúðuleikhús undir stjórn Helgu Steffensen mun flytja tvo stutta leikþætti. Allir eru velkomnir til stundarinnar og er boðið upp á kaffi og djús í safnaðarheimilinu á eftir. Kynning á bókum í Glerárkirkju Í DAG, laugardaginn 15. febrúar kl. 14, verður kynning á bókum eft- ir dr. Jörg Zink í Glerárkirkju. María Eiríksdóttir fjallar um per- sónuleg kynni sín af rithöfundinum og heimsókn hans til Íslands. Séra Jörg Zink varð áttræður í nóv- ember sl. Í tilefni af því birtust margar blaðagreinar um hann og víðtæk áhrif hans, einnig utan Þýskalands, en hann er oft borinn saman við Martin Luther. Þýðingar hans á biblíunni hafa slegið í gegn, einnig hugvekjur hans sem vekja von í hrelldum heimi. Hann nær til nútímamannsins, einnig til þeirra sem hafa fjarlægst kirkjuna. Stór dagur í Grensáskirkju Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.