Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 66
DAGBÓK
66 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Halifax fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Bremon fór til Reykja-
víkur í gær. Halifax
kemur frá Reykjavík í
dag. Ljósafoss kemur í
dag.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið Hraunsel er
opið alla virka daga frá
kl. 13–17. Kaffi á könn-
unni kl. 15–16.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði í
Glæsibæ. Kaffistofan
opin kl. 10–13 virka
daga. Morgunkaffi,
blöðin og matur í há-
degi. Silfurlínan opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10–
12. Skrifstofa félagsins
er í Faxafeni 12, sími
588 2111.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ, Kjal-
arnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið opið mánu-
og fimmtudaga. Bók-
band í dag kl. 10–12.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Í dag mynd-
listasýning Árna Sig-
hvatssonar opin kl.
13–16, listamaðurinn á
staðnum. Allar upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma
575 7720.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Karlakórinn Kátir
karlar, æfingar á
þriðjudögum kl. 13 í
Félags- og þjónustu-
miðstöðinni Árskógum
4. Söngstjóri er Úlrik
Ólason. Tekið við pönt-
unum í söng í s.
553 2725, Stefán, s.
553 5979, Jón eða s.
551 8857, Guðjón.
Breiðfirðingafélagið,
félagsvist í Breiðfirð-
ingabúð á morgun,
sunnudag, kl. 14. Allir
velkomnir. Kaffiveit-
ingar.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara) kl. 20.30 á
fimmtudögum í
fræðsludeild SÁÁ,
Síðumúla 3–5, og í
Kirkju Óháða safnaðar-
ins við Háteigsveg á
laugardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12-spora
kerfi AA-samtakanna.
Ásartrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10 og
110 ganga að Kattholti.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra.
Skemmtifundur verður
kl. 14 á Vesturgötu 7,
allir velkomnir.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Norðurlandi:
Á Blönduósi: blóma-
búðin Bæjarblómið,
Húnabraut 4, s.
452 4643. Á Sauð-
árkróki: í Blóma- og
gjafabúðinni, Hólavegi
22, s. 453 5253. Á Hofs-
ósi: Íslandspóstur hf.,
s. 453 7300, Strax, mat-
vöruverslun, Suð-
urgötu 2–4, s. 467 1201.
Á Ólafsfirði: í Blóma-
skúrnum, Kirkjuvegi
14b, s. 466 2700, og hjá
Hafdísi Kristjáns-
dóttur, Ólafsvegi 30, s.
466 2260. Á Dalvík: í
Blómabúðinni Ilex,
Hafnarbraut 7,
s.466 1212, og hjá Val-
gerði Guðmundsdóttur,
Hjarðarslóð 4e, s.
466 1490. Á Akureyri: í
Bókabúð Jónasar,
Hafnarstræti 108, s.
462 2685, í bókabúðinni
Möppudýrið, Sunnu-
hlíð 12c, s. 462 6368,
Pennanum, Bókvali,
Hafnarstræti 91–93, s.
461 5050, og í blóma-
búðinni Akri, Kaup-
vangi, Mýrarvegi, s.
462 4800. Á Húsavík: í
Blómabúðinni Tamara,
Garðarsbraut 62, s.
464 1565, í Bókaverslun
Þórarins Stefánssonar,
s. 464 1234, og hjá
Skúla Jónssyni,
Reykjaheiðarvegi 2, s.
464 1178. Á Laugum í
Reykjadal: í Bókaversl-
un Rannveigar H.
Ólafsd., s. 464 3191.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588 7555
og 588 7559 á skrif-
stofutíma. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Í dag er laugardagur 15. febrúar,
46. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Þá tók Pétur til máls og sagði:
„Sannlega skil ég nú, að Guð fer
ekki í manngreinarálit. Hann tek-
ur opnum örmum hverjum þeim,
sem óttast hann og ástundar rétt-
læti, hverrar þjóðar sem er.“
(Post. 10, 34–35.)
Sérstök deila er kominupp vegna ákvörð-
unar ríkisstjórnarinnar
að verja milljörðum
króna á næstu mánuðum
til að flýta fram-
kvæmdum og auka at-
vinnu.
Davíð Oddsson for-
sætisráðherra gagnrýndi
skipulagsmál í Reykjavík
harðlega á Alþingi og
sagðist hafa áhyggjur af
stöðu skipulagsmála, til
að mynda varðandi hin
mislægu gatnamót á
mörkum Kringlumýr-
arbrautar og Miklubraut-
ar. „Vegamálastjóri tjáði
okkur að það væri engin
leið til þess, eins og
skipulagsmálum væri
háttað hjá borgaryfir-
völdum að hægt væri að
byrja á því verki innan
átján mánaða,“ sagði for-
sætisráðherra.
Steinunn V. Ósk-arsdóttir, formaður
skipulags- og bygginga-
nefndar Reykjavíkur,
svarar þessari gagnrýni í
Morgunblaðinu í gær og
segir „að sjálfsögðu hægt
að hefjast handa strax
við hönnun, undirbúning
og framkvæmdir og við
höfum sagt að það standi
ekki á okkur að hefjast
handa sé vilji til þess hjá
forsætisráðherra“.
En hvernig skyldi nústanda á því að und-
irbúningur er ekki
lengra kominn? Gæti
skýringin falist í því að
Reykjavíkurlistinn tók
gatnamótin af að-
alskipulagi árið 1997?
Þegar Sjálfstæðisflokk-
urinn flutti sérstaka til-
lögu um það í janúar árið
2000 að setja þau aftur
inn á aðalskipulag var
hún felld af meirihlut-
anum.
„Við ætlum að lagfæra
gatnamótin án þess að
byggja brýr og slaufur.
Umferðarsérfræðingar
okkar telja að það sé
hægt,“ sagði Guðrún
Ágústsdóttir, þáverandi
formaður skipulags-
nefndar, er hún rök-
studdi þá ákvörðun
Reykjavíkurlistans að
hætta við hin mislægu
gatnamót árið 1997.
Svo virðist sem and-staða við umferð
einkabifreiða skýri af-
stöðu Reykjavíkurlistans
að mestu leyti. Árni Þór
Sigurðsson lýsti afstöðu
sinni svo í grein þar sem
hann fjallaði um þessi
mál árið 2001: „Óheft
aukning einkabílaum-
ferðar, með tilheyrandi
kostnaði vegna gríð-
arlegra mannvirkja,
slysa, umhverfisspjalla,
tímasóunar o.fl. þjónar
hvorki hagsmunum borg-
arbúa né komandi kyn-
slóða, en hætt er við að sú
stefna hefði orðið ofan á
ef sjálfstæðismenn hefðu
farið með stjórn borg-
arinnar undanfarin ár.“
Nú vill Reykjavík-
urlistinn hins vegar ekki
kannast við þessa afstöðu
sína og telur sig enga
ábyrgð bera á því að ekki
sé hægt að hefja fram-
kvæmdir við hin mislægu
gatnamót.
STAKSTEINAR
Mislæg röksemdafærsla
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur stundum hugsaðum það hvað tilviljanir geti ráðið
miklu um framvindu mála í daglegu
lífi fólks. Þannig komst ímyndunar-
afl hans verulega á skrið á dögunum
þegar hann var á leið úr miðborginni
áleiðis austur í bæ upp úr klukkan
fjögur einn eftirmiðdaginn.
Þar sem reynslan hefur kennt
Víkverja að Miklabrautin getur ver-
ið afar seinfær á þessum tíma dags
ákvað hann að flýta fyrir sér með því
að fara fram hjá Umferðarmiðstöð-
inni og svo Bústaðaveginn.
Umferðin í Vatnsmýrinni gekk þó
seint fyrir sig og þegar Víkverji var
kominn að BSÍ sá hann sem var að
það var alger umferðarteppa fram-
undan. Eftir að hafa skimað í átt að
Öskjuhlíðinni í leit að skýringum sá
hann nokkur blá blikkljós þar í
brekkunni og skildi þá að eitthvað
hafði komið upp á í umferðinni sem
tafði fyrir.
Reyndist ferðin um Vatnsmýrina
og Bústaðaveginn taka um hálftíma
þetta sinnið og prísaði Víkverji sig
annars vegar sælan fyrir að eiga
ekki ákaflega brýnt erindi og hins
vegar fyrir ágæta dagskrá í síðdeg-
isútvarpi Rásar tvö sem stytti hon-
um stundir á meðan bílarnir mjök-
uðust áfram.
MEÐAN á þessu stóð fór Víkverjiað ímynda sér hvaða áhrif
þessi töf hefði á líf þeirra fjölmörgu
sem sátu í sömu súpu og hann. Ein-
hverjir kæmu kannski of seint að
sækja börnin sín í leikskólann, sem
leiddi kannski til þess að barnfóstr-
an yrði of sein á sjóðheitt stefnumót.
Einhver annar missti af viðskipta-
fundi með erlendum auðjöfri sem
átti flug til síns heima þá um eft-
irmiðdaginn. Enn aðrir næðu ekki
að ljúka erindum sínum fyrir lokanir
þennan dag og yrðu að fresta fram-
kvæmdum á heimilinu í kjölfarið.
Allt vegna þess að ökumaður á
Bústaðaveginum varð fyrir óhappi á
tilteknu andartaki. Kannski olli til-
viljun því líka? Kannski hringdi far-
síminn akkúrat í þann mund?
VÍKVERJI hefur lengi vitað aðhundar eru skynugustu skepn-
ur. Frétti hann af einum um daginn
sem fær að vera með eiganda sínum
í vinnunni dag hvern. Einhverju
sinni þurfti eigandinn að skjótast á
fund og til að hvutti myndi ekki
trufla kollega hans á meðan batt
hann hundinn við skrifborð sitt þar
sem hann skyldi sitja um stund.
Eitthvað teygðist úr fundinum og
eftir nokkurn tíma fór hundurinn að
ókyrrast þar sem hann sat. Mis-
kunnsamur vinnufélagi eiganda
hans ákvað því að leysa hann úr
prísundinni við borðfótinn og létti
nú heldur yfir seppa.
Leið nú dagurinn og þegar kom
að kaffi hugðist einn vinnufélaganna
skjótast í bakaríið eftir kaffibrauði
handa sér og félögum sínum. Þegar
hann stakk fótunum í skóna sína brá
honum heldur en ekki í brún því
annar skórinn var sneisafullur af
torkennilegum vökva sem engin
rökrétt skýring fannst á.
Lyktin kom þó upp um sökudólg-
inn. Snati vissi sem var að hlandpoll-
ar á miðju skrifstofugólfinu voru
ekki vel séðir og hafði því himin
höndum tekið að reka augun í svona
fínerís bekken sem beið bara eftir
honum til brúks.
Morgunblaðið/Kristinn
Skynugar skepnur.
Nota ekki eigið land
HVERS vegna nota
Bandaríkjamenn ekki sitt
eigið land til virkjunar?
Nógar ár hafa þeir og
fossa og landrými. Sama
er að segja um Noreg. Er
það vegna eitursins sem
spýst út í andrúmsloftið
og eyðir öllu lífi eftir
nokkur ár? Sjáið myndir
frá Rússlandi og Sella-
field í Englandi.
Það hlýtur öllum að
vera ljóst að þetta er gert
til þess að forðast spjöll í
eigin landi og smáeyja
áratug sem hún stjórnaði
borginni. Það hefur aldr-
ei verið talað eins mikið
um fátækt hér í Reykja-
vík eins og nú. Svo hleyp-
ur hún frá ábyrgð sinni í
miðjum klíðum.
Sömuleiðis vantar mik-
ið sjálfsgagnrýni í Össur
Skarphéðinsson þegar
hann, eftir að hafa skrif-
að svívirðingar um
þekktan mann, segir eins
og litlu krakkarnir: „Er
ekki allt í lagi, ég er bú-
inn að segja fyrirgefðu?“
Kona.
og jafnframt gefið mér
upplýsingar um hver er
höfundur þess?
Þeir sem gætu gefið
mér umbeðnar upplýs-
ingar vinsamlega hafið
samband við Sigurgeir í
síma 553 7036 eða
696 3715.
Sammála kjósanda
ÉG er sammála kjósanda
sem skrifar í Velvakanda
11. febrúar og spyr hvað
Ingibjörg Sólrún hafi
gert fyrir fátækt fólk í
Reykjavík á þeim tæpa
norður í Dumbshafi hent-
ar því vel. Enda ekki
margmenni hér og færri
manneskjur í húfi en hjá
milljónaþjóðunum.
Með kveðju til allra
fagurkera hér og Ragga
Bjarna sem mesta sjarm-
örs á Fróni.
Sigríður Johnsen.
Við kynntumst
í Keflavík …
ER einhver sem getur
útvegað mér kvæðið „Við
kynntumst í Keflavík,
hún Kata mín og ég …“ –
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
BRESKI eðlisfræðingurinn Newton
sagði: „Náttúran er einföld.“
Sama má segja um mannslíkam-
ann, þótt hann sé sambýli milljóna
þúsunda frumna, sem allar hafa
tvennt sameiginlegt: boðskipti og
þörf fyrir næringu. Næringin flyst
til frumnanna með blóðinu og hjálp-
ar hófleg líkamsrækt þeim flutningi.
Í aldanna rás hafa efnaskipti lík-
amans orðið meira og meira háð
fleiri sameindaefnum í fæðunni og
er því maðurinn, homo sapiens sap-
iens, ófullkomnari en flest spendýr
jarðarinnar að þessu leyti.
Öll starfsemi líkamans eru háð
fæðu þeirri, sem frumunum berst.
Hingað til hefur athyglin einkum
beinst að eggjahvítuefnunum, fit-
unni, sykrunum (kolhýdrötunum)
ásamt vítamínunum. En síðustu árin
hefur athyglin beinst meir og meir
að sjálfum frumefnunum, stundum
nefnd snefilefni eða steinefni.
Frumefnin eru sum hver í mjög
litlu magni, en eru þó flest lífs-
nauðsynleg. Bara örlítil breyting á
magni þeirra eins og of mikið orsak-
ar eiturverkanir og of lítið fjöl-
marga sjúkdóma. Of lítið af vítam-
ínunum veldur sjúkdómum en of
mikið yfirleitt ekki.
Frumefnin þurfa að vera til stað-
ar í blóðinu í réttum hlutföllum fyrir
frumurnar. Líklega er sú skýring
haldbest, að samsetningin eigi að
taka mið af sjónum, en í honum finn-
ast 69 frumefnanna uppleyst.
En þá komum við aftur að fæð-
unni.
Það vill svo til að landdýr og
landgróður inniheldur minna en
sjór af frumefnunum, öfugt við
sjávardýr og sjávargróður, sem
yfirleitt inniheldur meira en í
sjónum. Allir kannast við síminnk-
andi steinefni í landbúnaðar-
vörum.
Þetta er talin skýringin á
hversu erfitt er að borða rétt, auk
þess sem ofsatrú á jurtafæði er
e.t.v. leiðin í heilsuleysi síðar meir.
Það þarf því í dag góð gen og sí-
aukið magn lyfja til að lifa lengi á
ranglega samansettu matarræði,
sem er orðið einkennandi í dag
fyrir hinn vestræna heim og við
förum ekki varhluta af.
Pálmi Stefánsson,
240638-3639.
Mataræði á villigötum?
LÁRÉTT
1 aðstoð, 8 stelur, 9 fisk-
ar, 10 ambátt, 11 hellir,
13 mannsnafn, 15 lög-
unar, 18 syrgja, 21 guð,
22 þátt, 23 eyddur, 24
griðungur.
LÓÐRÉTT
2 húsgögn, 3 hiti, 4 svelg-
inn, 5 veik, 6 lof, 7 þrjósk-
ur, 12 frístund,14 mergð,
15 áfergja, 16 ganga á
eiða, 17 vinna, 18 ekki
djúp, 19 veislunni, 20
hafa undan.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 sakir, 4 flaka, 7 lipur, 8 ástúð, 9 Týr, 11 aurs,
13 hríð, 14 paufa, 15 strá, 17 köld, 20 fag, 22 auðna, 23
óbeit, 24 apann, 25 Andri.
Lóðrétt: 1 sálga, 2 kæpir, 3 rýrt, 4 flár, 5 aftur, 6 auðið,
10 ýsuna, 12 spá, 13 hak, 15 spana, 16 riðla, 18 örend, 19
dotti, 20 fann, 21 góna.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16