Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 80

Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 „ÞETTA er listaakademía sem ber nafn mitt – og ég er forseti hennar,“ segir Kristján Jóhanns- son óperusöngvari um alþjóðlegu tónlistarakademíuna sem verið er að setja á stofn í heimabæ hans, Desenzano við Garda-vatnið á Ítalíu. Undirbúningur hefur stað- ið í tæp tvö ár. „Hugmyndin er þó ekki mín, og það eru fleiri sem standa á bak við þetta með mér.“ Akademían verður starfrækt í menningarmiðstöð bæjarins, og verður fyrst um sinn um að ræða tvö til þrjú námskeið á ári, þrjár vikur í senn. Kennd verða öll hefðbundin tónlistarfög, en nem- endur koma víða að, bæði frá Ítalíu, en fleiri þó frá öðrum löndum, einnig frá Íslandi. Kristján segir allt of mikið til af slæmum söngkennurum, og söngkennslu oft ábótavant. Nem- endur séu oft látnir syngja önnur verkefni en henta rödd þeirra. „Svo á bara eftir að koma í ljós hversu góður söngkennari ég er – en ég er náttúrulega hafsjór af reynslu eftir 25 ár í vinnu með helstu músíköntum heims, og það skiptir miklu máli.“ Kristján hefur mörg járn í eld- inum um þessar mundir. Meðal verkefna á næstunni er flutn- ingur á Sálumessu Verdis með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Kristni Sigmundssyni á Ak- ureyri í maí. Kristján Jóhannsson óperusöngvari. Stofnar tónlistar- akademíu á Ítalíu  Allt of mikið/Lesbók 16 INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingar- innar, segir að ef landslög leyfi að sýslað sé með fé á þann hátt sem fram kemur í skýrslu skattrann- sóknarstjóra ríkisins um skattskil Jóns Ólafssonar, sé nauðsynlegt að breyta skattalöggjöfinni. Hún segir að full ástæða hafi verið til að gera þessa rannsókn. Í skýrslunni sem tekur til áranna 1996–2001, og fjallað var ítarlega um í Morgunblaðinu í gær, kemur fram að embættið telur að vanframtaldar tekjur, eignir, söluhagnaður og hlunnindi Jóns á tímabilinu nemi samanlagt um 3,2 milljörðum króna. Í tilefni skýrslunnar leitaði Morgun- blaðið umsagnar hjá forystumönn- um stjórnmálaflokkanna. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og Guðjón A. Kristjáns- son, þingflokksformaður Frjáls- lynda flokksins, vildu ekki tjá sig um efni skýrslunnar. Allir sitji við sama borð „Þetta eru auðvitað miklar ávirð- ingar og gífurlegar fjárhæðir sem eru nefndar til sögunnar og ég held að flestir geti verið sammála um að breyta þurfi leikreglunum ef unnt er að haga fjárreiðum með þessum hætti án þess að brjóta um leið lögin í landinu. Það á að vera markmið laganna að þegnar samfélagsins sitji við sama borð og andi þeirra hlýtur ávallt að vera sá að eðlilegir skattar séu greiddir af miklum umsvifum og hagnaði á Íslandi. Það er augljóst að full ástæða var til að gera þessa rann- sókn en nú kemur auðvitað til kasta dómstólanna að kveða upp úr um hvort farið hefur verið að lögum og það er áhugavert að sjá hver niður- staða þeirra verður,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvort henni sýnist að Jón hafi ekki brotið lög segist Ingibjörg ekki vilja setjast í dómarasæti. „En ég get þó sagt að það myndi valda mér vonbrigðum ef skattalögin nú- verandi heimila vinnubrögð af þessu tagi,“ segir Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um skattrannsókn Full ástæða til að gera þessa rannsókn  Meint brot/12 NEMENDUR Hlíðaskóla í Reykja- vík héldu árshátíð sína með pomp og prakt í skólanum í gær. Ákveðið var að hafa doppur sem þema árshátíð- arinnar og var skólinn allur skreytt- ur doppum í tilefni dagsins. Ekki voru nemendurnir sjálfir skreyttir doppum, sem hefði gert hátíðina ennþá tilkomumeiri. Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði og loks dunaði dansinn eins og vera ber á árshátíð- um. Ríkti mikil stemmning. Morgunblaðið/Árni SæbergNemendur í 8. bekk Hlíðaskóla skemmta sér á árshátíðinni. Stuð á doppóttri árshátíð BJÖRGÓLFUR Guðmundsson var kjörinn for- maður bankaráðs Landsbanka Íslands á aðalfundi í gær. Björgólfur segir að bankinn áformi enn frekari fjárfestingar erlendis og sé þá helst horft til Bretlands, þar sem bankinn hefur þegar haslað sér völl. Björgólfur segist telja ágæta breidd í nýja bankaráðshópnum, en engin kona er í ráðinu. „Við erum varfærnir í byrjun. Konur munu koma í stjórnunarstöður hér í bankanum. Við fundum enga konu í fyrstu atrennu til að koma inn í banka- ráðið en ég tel breiddina í ráðinu ágæta,“ sagði Björgólfur eftir fyrsta fund nýs bankaráðs í gær. Fundurinn í gær markar tímamót að sögn for- mannsins, því hann sé sá fyrsti í sögu bankans þar sem pólitíkin hafi ekkert að segja. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, er áfram varaformaður ráðsins. Aðrir í bankaráði eru Einar Benediktsson, for- stjóri Olís, Þorgeir Baldursson, forstjóri prent- smiðjunnar Odda, og Andri Sveinsson. Aðalfundur bankans var haldinn í gær og árs- skýrsla samþykkt. Á fundinum kvaddi Björgólfur Thór Björgólfsson, einn af eigendum bankans, sér hljóðs og sagði m.a. að það væri mikilvægt fyrir bankann að vera opinn fyrir tækifærum, ekki síst á erlendum vettvangi. Þannig myndi starfsvett- vangur bankans breikka og hann gæti skotið rót- um víðar en á Íslandi. Að sögn Björgólfs Guðmundssonar er helst horft til Bretlands hvað erlendar fjárfestingar varðar. Þar starfi Landsbankinn nú þegar, þekki vel til og ekki þurfi því að taka mikla áhættu með því að fjárfesta frekar í fyrirtækjum eða eignar- hlutum í fyrirtækjum sem starfi í Bretlandi. Landsbankinn hyggst fjár- festa frekar í Bretlandi Konur munu koma í stjórn- unarstöður, segir nýkjörinn formaður bankaráðs  Fyrsti ópólitíski/14 VIÐUREIGN ræðuliða Borgar- holtsskóla og Fjölbrautaskólans í Breiðholti í Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna, fór fram fyrir luktum dyrum í gærkvöld þar sem umræðuefnið, sem var sjálfsvíg, þótti óviðeigandi. Keppnin átti að fara fram í Borg- arholtsskóla, en Ólafur Sigurðsson, skólameistari skólans, segir að ekki hafi verið hægt að halda keppni í skólanum, þar sem rök væru færð með og á móti sjálfsvígum. Viðureignin fór því fram í Selja- skóla og var 50 áhorfendum, 18 ára og eldri, frá hvorum skóla, sem var hleypt inn eftir nafnalista, leyft að horfa á keppnina. Jóhann Fjalar Skaptason, kepp- andi úr Borgarholtsskóla, segir að liðin tvö hafi í sameiningu ákveðið umræðuefnið, en í framtíðinni verði hugað betur að þessu vali. Loka þurfti ræðukeppni  Sjálfsvíg óviðeigandi/6 HAUKUR Már Helgason er einn 11 ungra rithöfunda af ýmsu þjóðerni sem valdir voru í vetur til að skrifa leikrit fyrir BBC World-útvarpsstöðina. Hópurinn skrifar verkið í sameiningu á Netinu undir leiðsögn dramatúrgs frá Royal Court-leikhúsinu í London sem hefur umsjón með verk- efninu. Leikritið verður frum- flutt á BBC World á Degi vatnsins 29. mars næstkom- andi. Íslenskur rithöfundur Skrifar fyrir BBC World  Lesbók/13

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.