Morgunblaðið - 19.02.2003, Síða 7

Morgunblaðið - 19.02.2003, Síða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 7 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PA 2 02 59 02 /2 00 3 Lífeyrissparnaður er fjölskyldumál www.spar.is *m.v. 4% lífeyrissparnað, mánaðartekjur 175.000 kr. og 6% ávöxtun. 21.365.990 kr. Ef ƒú ert í lífeyrissparnaði Sparisjóðsins og byrjar að spara 25 ára átt ƒú 21.365.990 kr. við 65 ára aldur.* Farðu á www.spar.is og reiknaðu út lífeyrinn ƒinn í reiknivél Sparisjóðsins. Tryggðu ƒér og ƒínum fjárhagslegt öryggi í framtíðinni. Hafðu samband við ƒjónustufulltrúa í Sparisjóðnum ƒínum. Í NIÐURSTÖÐUM fyrstu könnunar umboðsmanns barna, Þórhildar Lín- dal, í tilraunaverkefninu Ráðgjafar- bekkir umboðsmanns barna kemur fram að almennt eru ráðgjafar um- boðsmanns ánægðir í skólanum, hlakka til að mæta og hitta vini sína. Þá eiga verklegar greinar og íþróttir mjög upp á pallborðið hjá börnunum. Í verkefninu, sem byggt er á nor- rænni fyrirmynd, er leitað eftir skoð- unum grunnskólabarna á málefnum sem á þeim brenna. Ráðgjafarbekk- irnir eru 18 og ráðgjafarnir 308 á aldrinum 10–12 ára. Könnunin var gerð í desember í fyrra og var leitað eftir skoðunum ráðgjafanna á aðbún- aði á vinnustað þeirra, í skólanum. Þrátt fyrir að börnin virtust almennt ánægð í skólnum voru vísbendingar um að ríflega fimmtungi ráðgjafanna þætti óþægilegt að dvelja í skólastof- unni og virtist orsökin vera hávaði og skortur á vinnufriði. Niðurstöðurnar gáfu ennfremur vísbendingar um að drengjum líði verr en stúlkum í skóla- stofunni. Vont að bíða úti í myrkrinu Flestum ráðgjafanna líður vel í frí- mínútum en þó töldu 16% þeirra skólalóðina vera óöruggan stað. Drengir eru óöruggari en stúlkur og yngri nemendur óöruggari en þeir eldri og segir í tilkynningu umboðs- manns barna að það sé vísbendingar um að eftirliti á skólalóðum kunni að vera ábótavant. Ráðgöfunum þótti slæmt að þurfa að mæta í svarta myrkri um kl. 8 á morgnana og þurfa jafnvel að bíða ut- andyra eftir kennaranum í hvaða veðri sem er. Ráðgjafarnir leggja til að tekin verði upp ný stefna í þessum efnum þar sem tekið verði mið af veð- urfari og skammdeginu á Íslandi. Stærstur hluti ráðgjafanna, eða 62%, borðar í skólastofunni, þ.e. þar sem börnin eyða mestum hluta skóla- dagsins og þar sem um 22% þeirra líður illa. Telur umboðsmaður það vera umhugsunarefni. Börnin al- mennt ánægð í skólanum að ræða og umrædd samvinna félaganna ekki til þess fallin að raska samkeppni, að mati sam- keppnisráðs. Ráðið hafnar sömuleiðis því kvört- unarefni að það raski samkeppni verulega að bæði Íslandsflug og Flugfélag Íslands njóti ríkis- styrkja í sínum rekstri. Jórvík taldi óeðlilegt að flugvél sú sem notuð var til flugs til Vestmanna- eyja væri eingöngu til staðar vegna ríkisstyrkja, þ.e. styrkja til að fljúga á Bíldudal, Gjögur, svo og vegna samnings um sjúkraflug á Vestfjörðum. SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til að að- hafast neitt í máli er varðar kæru Flugfélagsins Jórvíkur yfir meintum samkeppnishindrunum á flugmarkaðnum vegna ríkisstyrkja sem Flug- félag Íslands og Íslandsflug þiggja en Jórvík ekki. Jórvík kvartaði í byrjun síðasta árs til sam- keppnisráðs vegna samstarfs Íslandsflugs og Flugfélagsins. Meðal annars samdi fyrrnefnda fé- lagið við það síðara um afgreiðslu flugvéla sinna á Reykjavíkurflugvelli og aðgang að bókunarkerfi. Það samstarf taldi Jórvík hugsanlega fela í sér brot á samkeppnislögum. Samkeppnisstofnun segir að félögin hafi gert með sér tvo samninga. Annar snúi að umboði Flugfélagsins til að selja farþega- og fraktflutn- inga í áætlunarflugi Íslandsflugs innanlands og hinn snýr að afgreiðslu í Reykjavík og Vest- mannaeyjum. Efni og ákvæði samninganna bera ekki með sér að um brot á samkeppnislögum sé Úrskurður felldur um samstarf Íslandsflugs og Flugfélags Íslands Hindrar ekki samkeppni að mati samkeppnisráðs BROTIST var inn í skóla Ísaks Jóns- sonar í Bólstaðarhlíð í fyrrinótt. Skemmdir voru ekki teljandi og fljótt á litið virtist sem litlu hafi verið stolið. Skólastjórinn segir að svo virðist sem sá sem braust inn hafi ekki fylgst með fréttum um slæma fjárhagsstöðu skólans. Edda Huld Sigurðardóttir skóla- stjóri segir að gluggi hafi verið spenntur upp og þjófurinn síðan far- ið um allan skólann í leit að verð- mætum – sem hann fann ekki, því að sögn Eddu var afar litlu stolið. „Það er nú það skrýtna, það var engu stol- ið en ofsalega mikið leitað og rótað í öllu,“ segir hún. Hvolft var úr skúff- um og rutt úr skápum, bæði nem- enda og kennara. „En viðkomandi hefur greinilega ekki heyrt fréttir af fjárhagsstöðu skólans,“ sagði hún í léttum dúr en eins og hjá flestum öðrum einkaskólum í borginni er skólasjóðurinn rýr. „Það er auðvitað lán í óláni að litlu sem engu var stolið, en það er kannski til marks um það hversu allt er orðið gamalt hjá okkur.“ Lagt var fyrir þjófavarnakerfi í Ísaksskóla en Edda segir að skólinn hafi ekki átt peninga til að kaupa sjálft kerfið. Fyrsti kennari sem mætti til vinnu í gærmorgun var Ásthildur Sigur- jónsdóttir og uppgötvaði hún inn- brotið. Með henni í för var eiginmað- ur hennar, Bjarki Elíasson, fyrr- verandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík, og segir Edda að málið hafi frá upphafi verið í öruggum höndum. Lögreglan rannsakar nú innbrotið. Innbrot í Ísaksskóla Þjófurinn óupplýstur um fjárhags- stöðu skólans ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.