Morgunblaðið - 19.02.2003, Side 8

Morgunblaðið - 19.02.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Og þetta er víst alveg dagsatt. Konur í fornöld – ímyndir og hugarflug Hið kvenlega ekki einsleitt og afmarkað AUÐUR Ingvars-dóttir sagnfræð-ingur hleypir í kvöld af stokkunum fyrri hluta fyrirlesturs sem hún hefur tekið saman og ber yfirskriftina „Konur í forn- öld – ímyndir og hugar- flug“. Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn í þjóðar- bókhlöðunni í kvöld klukk- an 20, en síðari hlutinn verður á sama stað eftir nákvæmlega viku, mið- vikudagskvöldið 26. febr- úar og hefst á sama tíma. Í fréttatilkynningu sem til sást kom fram að fyrir- lestrarnir væru öllum opn- ir og sniðnir að þörfum al- mennings og hugsaðir fyrir alla þá sem hafa gam- an af því að velta fyrir sér hugmyndum um konur og stöðu kvenna í fortíð og nútíð. Auður svaraði nokkrum spurn- ingum um fyrirlestra sína, tilurð þeirra, viðhorf og áherslur. – Útskýrðu fyrst fyrir okkur yf- irskrift fyrirlestrarins, Konur í fornöld – ímyndir og hugarflug ... „Þetta eru náttúrlega ekki sagnfræðilegar bókmenntir svo það er fremur hugarflugið sem ég beini athyglinni að. Hugarflugið sem birtist í þessum sögum getur sagt okkur heilmikið um hvað menn tengdu við konur, hvað var kvenlegt og hvað var æskileg hegðun til dæmis. Hvenær var leitað til kvenna, hvað fengust þær við og hvernig er þeim lýst? Margar sögurnar hafa goðsögu- legt efni, byggja á eddukvæðum eða hafa einhverjar leifar um fornan tíma, það er því ekki hægt að nálgast það á hefðbundinn sagnfræðilegan hátt en getur samt gefið heilmikið til kynna um fornan tíma. Þessar sögur voru af- þreyingarefni þjóðarinnar um ald- ir og voru sagðar til skemmtunar og jafnvel ritaðar upp fram á 20. öldina og rímur ortar upp úr þeim í löngum bunum. Alveg eins og sjónvarpsefni og önnur afþreying- armenning nútímans hefur greini- leg áhrif á það hvernig samskipt- um kynjanna er háttað, hvernig hið kvenlega og karlmannlega er upplifað og um almennt geðslag þjóðarinnar er ég sannfærð um, að hægt er að finna lykilinn að forníslensku skapferli í þessum sögum.“ – Hvað þykir þér svona heill- andi við viðfangsefnið? „Mér finnst sérstaklega heill- andi hvað kvenpersónurnar sem koma við sögu eru fjölbreytilegar. Þetta eru ekki sviplausar og óvirkar kvenpersónur eins og maður les um í sumum ævintýr- um, sem bíða prúðar eftir prins- inum. Þær eru sumar illar og ódælar og aðrar vitrar og vænar og svo framvegis, en hið kvenlega er ekki einsleitt og afmarkað eins og sést í sumum öðrum bókmenntum. Auðvitað eru þetta fjölbreytileg- ar sögur og mismun- andi fornlegar. Mér finnst þær samt allar gefa þessa mynd að einhverju leyti. Svo er ævintýra- heimurinn alveg ótakmarkaður og til dæmis ótrúlegt að hugsa sér alla tæknina sem menn gátu látið sig dreyma um.“ Hver er helsti munurinn á forn- aldarkonum og nútímakonum að þínu viti? „Þegar nútímakonum er lýst, er þeim stundum lýst sem skörung- um eða valkyrjum sem hefur nátt- úrlega skírskotun til þessa menn- ingarheims og hefur yfirleitt jákvæðan blæ. Skessurnar og bryðjurnar og brussurnar eru aft- ur á móti í frekar neikvæðu ljósi. Ég er ekki að velta fyrir mér öðru en þessu huglæga og vísa því bara til Snorra Sturlusonar sem lýsti því hvernig konur eru kenndar í skáldskap, þ.e. „til alls kvenbún- aðar, gulls og gimsteina, öls eða víns eða annars drykkjar, þess er hún selur eða gefur, svá og til ölgagna og allra þeirra hluta, er henni sæmir að vinna eða veita ... við allar ásynjur eða valkyrjur eða nornir eða dísir ... við alla at- höfn sína eða við eign eða ætt.“ Við hvað erum við nútímakonur svo kenndar?“ – Sérðu fyrir þér að bæði kynin komi og hlýði á fyrirlesturinn? „Ég hugsa að konur séu áhuga- samari um þetta efni, því auðvitað höfum við verið svo bældar og bugaðar og lítið látið með okkur að öll umfjöllun um konu vekur áhuga. Margir karlmenn hafa samt áhuga á fornum sögum og gætu haft gaman af því að velta fyrir sér mörkum hins kvenlega og karlmannlega, samskiptum kynjanna og hinu óhefta hugar- flugi.“ – Hverjir eiga annars helst er- indi á fyrirlesturinn? „Allir sem hafa áhuga á hinu forníslenska skapferli og stöðu kvenna í fortíð og nútíð. Þetta er þó sagt af fullkomnum glanna- skap og án fræðilegrar ábyrgðar. Af því að við erum svo fátæk, fá og smá eins og stundum er sagt, hef- ur þessum arfi ekki verið sinnt sem skyldi, ég er því enginn sér- fræðingur í fornaldar- sögum en ég blæs bara á kvenlega hógværð og sunnlenskt lítillæti og ákvað að koma þessu á framfæri af því að það er boðið upp á svo mikið af leiðindum að það er bein- línis heilsuspillandi. Svo vil ég taka það fram að mörg önnur for- vitnileg námskeið fræðimanna hjá Reykjavíkurakademíunni verða í boði í Þjóðarbókhlöðunni á næst- unni og hvet ég fólk til þess að gefa þeim gaum og tíma.“ Auður Ingvarsdóttir  Auður Ingvarsdóttir er fædd í Reykjavík 1960, en ólst upp í Biskupstungum. Hún hefur MA- gráðu í sagnfræði frá Háskóla Ís- lands og hefur fengist m.a. við ýmis kennslu- og uppeldisstörf. Auður á tvo syni, Ara og Orra Erlingssyni, sem eru fæddir árið 1983. … sumar illar og ódælar en aðrar vitrar og vænar mikill afsláttur á bílskúrsdögum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 20 27 7 0 2/ 20 03 Nú er verk að vinna! Komdu í næstu verslun Húsasmiðjunnar og sjáðu hvað þú getur gert til þess að gera bílskúrinn að betri geymslu og snyrtilegri vinnustað. Þið eigið það inni, þú og bíllinn þinn. Hjólatjakkur í tösku vnr. 5023991 Verð áður 3.712 kr. Verð nú 2.899 kr. Topplyklasett 42 stk. vnr. 5052503 Tommu og mm. 1.495 kr. Topplyklasett 42 stk. vnr. 5052502 Tommu og mm. 795 kr. Gufuhreinsir, byssa Z35A Electrolux 900W, vatnshólf úr ryðfríu stáli. vnr. 1805256 Verð áður 9.989 kr. Verð nú 5.990 kr. Jotaproff 20, 10 lítrar, vnr. 7119882 Verð áður 8.795 kr. Verð nú 5.950 kr. 40% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.