Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga sem gerir ráð fyrir að ákveðin verkefni sem nú heyra undir sjáv- arútvegsráðuneytið verði flutt und- ir umhverfisráðuneytið. „Er þar um að ræða hafrannsóknir, friðun og ákvörðun um heildaraflamark úr einstökum fiskstofnum,“ segir í greinargerð frumvarpsins. „Samhliða er gert ráð fyrir því að yfirstjórn Hafrannsóknastofnun- arinnar verði færð frá sjávarút- vegsráðuneyti til umhverfisráðu- neytis. Nái þessi breyting fram að ganga mun umhverfisráðuneyti ákvarða heildaraflamark ár hvert, hafa umsjón með rannsóknum og gera tillögur varðandi almennt skipulag veiða innan efnahagslög- sögunnar, ekki síst þær er tengjast hafsbotninum. Þá mun ráðuneytið veita ráðgjöf um friðunaraðgerðir og notkun veiðarfæra, jafnframt því að setja almennar reglur um notkun veiðarfæra. Sjávarútvegs- ráðuneyti mun eftir sem áður ann- ast stjórn veiðanna innan framan- greindra marka og hafa yfirumsjón með eftirliti með veiðum og mati á sjávarafurðum.“ Í greinargerð segir ennfremur að nauðsynlegt þyki að gera um- rædda breytingu og leggja þannig ríkari áherslu en verið hefur á um- hverfisþátt rannsókna og stjórn á álagi við hagnýtingu auðlindanna. „Þetta er ítrekað með því að færa mikilvægar ákvarðanir og tillögu- gerð úr höndum beinna hagsmuna- aðila til umhverfisráðuneytis. Ekki er eðlilegt að hagsmunaaðilar geti ráðið miklu um ákvörðun sem þá varðar miklu fjárhagslega þegar í húfi eru náttúruauðlindir sem þjóð- in byggir afkomu sína á í svo ríkum mæli sem raun ber vitni. Það skipt- ir miklu máli að við ákvarðanir um hagnýtingu auðlindar sé litið til langs tíma og þjóðarhags.“ Í atkvæðagreiðslu á þingi í dag er stefnt að því að vísa frumvarp- inu til annarrar umræðu og til við- komandi fagnefndar þingsins. Ákvörðun um aflamark verði færð undir umhverfisráðuneytið ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæða- greiðslum verða á dagskrá undirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. UTANRÍKISRÁÐHERRA Svía, Anna Lindh, sem kemur í dag í opinbera heimsókn til Ís- lands í boði Halldórs Ásgríms- sonar, heldur opinn fyrir- lestur í Há- skóla Íslands á morgun. Þar mun hún ræða reynslu Svía af verunni í Evr- ópusamband- inu, ESB, framtíð sambandsins og hugs- anlegt hlutverk Norðurland- anna innan þess. Fundurinn er haldinn á veg- um Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við utanríkisráðuneytið, sænska sendiráðið og Alþjóðamála- stofnun Háskóla Íslands. Fundarstaður er Oddi, stofa 101, og hefst fyrirlesturinn kl. 12. Anna Lindh hefur verið ut- anríkisráðherra Svíþjóðar frá 1998. Hún hefur verið virkur félagi í sænska Sósíaldemó- krataflokknum frá unga aldri, varð þingmaður aðeins 24 ára og var umhverfisráðherra Sví- þjóðar 1994–1998. Ræðir reynslu Svía af ESB-aðild Anna Lindh ALLS níu samtök og ríflega 680 ein- staklingar, innlendir sem erlendir, hafa sent forsætisráðuneytinu mót- mæli vegna fyrirhugaðrar Kára- hnjúkavirkjunar. Þetta kemur fram í skriflegu svari forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þing- manns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Svarinu var dreift á Alþingi í gær. Þar kemur fram að mótmælin frá einstaklingunum hafi verið send með tölvupósti. Í nánast öllum tilfellum séu mótmælasendingarnar eins, þ.e. innihald þeirra er það sama. Þær eru auk þess ýmist á ensku eða íslensku. Þá kemur fram í svarinu að eft- irfarandi samtök hafi sent ráðuneyt- inu mótmæli vegna Kárahnjúka- virkjunar: BirdLife Inernational, Bridge House, The British Associa- tion for Shooting and Conservation, Föreningen Natur och Samhälle i Norden, Northumberland Wildlife Trust, The Royal Society for the Protection af Birds, Sierra Club, Vogelbescherming Nederland (Bird- Life) og The Wildfowl & Wetlands Trust. Ríflega 680 tölvubréf vegna Kárahnjúka- virkjunar RÍKISSAKSÓKNARI hefur stað- fest niðurstöðu lögreglustjórans í Reykjavík um að fella niður rann- sókn á meintri refsiverðri hátt- semi í tengslum við flugslysið í Skerjafirði þann 7. ágúst 2000. Jafnframt fól ríkissaksóknari lög- reglunni að veita föður eins þeirra sem fórust í flugslysinu aðgang að öllum gögnum lögreglurannsókn- arinnar. Sex manns fórust í slysinu, eða síðar, af áverkum sem þeir hlutu, þegar TF-GTI hrapaði í Skerja- fjörðinn. Flugvélin var í eigu Leiguflugs Ísleifs Ottesen ehf. (LÍO). Í bréfi ríkissaksóknara til þeirra er tekið fram að það sé ekki í verkahring lögreglu að rannsaka flugslys, heldur eingöngu hvort refsivert brot hafi verið framið í tengslum við slysið. Ríkissaksókn- ari staðfestir þá niðurstöðu lög- reglunnar í Reykjavík að hvorki liggi fyrir grunur um refsiverð brot af hálfu LÍO né starfsmanna Flugmálastjórnar Íslands. Varð- andi kærur sem lúta að starfshátt- um Flugmálastjórnar, vakti lög- regla athygli á eftirlitshlutverki æðra stjórnvalds. Í rannsóknar- beiðni Friðriks Þórs Guðmunds- sonar, sem er faðir pilts sem fórst í flugslysinu, voru tilgreind ýmis atriði sem hann taldi sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hefði verið ábótavant í flugrekstri TF-GTI. Í bréfi ríkissaksóknara segir að lögreglustjórinn í Reykja- vík hafi tekið þessi atriði til athug- unar. Sú rannsókn hafi hlotið að fjalla fyrst og fremst um það að upplýsa hvort einhver annar en flugmaður vélarinnar hefði framið brot í tengslum við flugslysið sem kynni að leiða til refsiábyrgðar. Ríkissaksóknari segir ljóst að út- færsla farþegalista og hleðsla flug- vélarinnar hafi ekki staðið í or- sakasamhengi við flugslysið. Þá sé ekki tilefni til að fjalla frekar um hvort ákvæði um blindflug hafi verið brotin. Fyrir liggi að LÍO hafi ekki fullnægt JAR-reglum um flug- og vinnutíma. Með hliðsjón af öðrum atriðum, einkum því að flugfélagið hafði lagt nýja flug- rekstrarhandbók inn hjá Flug- málastjórn til staðfestingar, fellst ríkissaksóknari á að þetta atriði sé ekki líklegt til sakfellis í refsimáli. Varðandi eldsneytismagn á flug- vélina er bent á að flugstjóri skuli ganga úr skugga um að nægt elds- neyti sé á flugvélinni. Staðfestir að lögreglu- rannsókn skuli hætt Fær aðgang að öllum rannsókn- argögnum HJÖRLEIFUR Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra, hefur sent Umhverfisstofnun at- hugasemdir vegna tillagna stjórnvalda að starfsleyfi fyrir 322 þúsund tonna álver Alcoa í Reyðarfirði og gert við þær margar athugasemdir. Hjör- leifur hefur einnig kært til um- hverfisráðherra þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að álverið þurfi ekki að fara í sérstakt umhverfismat. Hjörleifur telur, að Holl- ustuvernd ríkisins, sem nú er hluti af Umhverfisstofnun, hafi verið óheimilt að auglýsa til- lögu að starfsleyfi 322 þúsund tonna álverksmiðju Alcoa á Reyðarfirði þann 17. desember 2002 og svo sé enn, á meðan ekki liggur fyrir niðurstaða um matsskyldu framkvæmdarinn- ar. Umhverfisráðherra hafi nú til meðferðar kæru vegna úr- skurðar Skipulagsstofnunar um matsskyldu og málið sé því óafgreitt á stjórnsýslustigi. Hjörleifur gerir einnig margar efnislegar athuga- semdir við fram komnar til- lögur Hollustuverndar að starfsleyfi fyrir álverksmiðj- una og telur mikið skorta á að þær uppfylli kröfur og skilyrði sem setja ber um rekstur slíks fyrirtækis. Hjörleifur lýsir þeirri skoð- un, að auglýsing Hollustu- verndar frá 17. desember 2002 á tillögum að starfsleyfi fyrir Reyðarál sé marklaus. Ný aug- lýsing starfsleyfistillagna fyrir umrætt álver sé þá fyrst tíma- bær að niðurstaða liggi fyrir um mat á umhverfisáhrifum nefndrar verksmiðju. Kæra til umhverfis- ráðherra vegna ál- vers Alcoa KJÖRFORELDRAR sem fá börn til ættleiðingar frá öðrum löndum eiga ekki kost á styrkjum vegna ættleiðingarinnar úr ríkissjóði. Slíkir styrkir eru hins vegar veitt- ir á hinum Norðurlöndunum; þ.e. í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Þetta kemur fram í skrif- legu svari dómsmálaráðherra, Sól- veigar Pétursdóttur, við fyrir- spurn Guðrúnar Ögmundsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Svarinu hefur verið dreift á Al- þingi. Í svarinu kemur fram að í Dan- mörku séu umræddir styrkir fyrir hvert barn rúmlega 400 þúsund ís- lenskar krónur. Í Finnlandi eru slíkir styrkir á milli 160 þúsund og 380 þúsund krónur. Í Noregi er styrkurinn fyrir hvert barn rúm- lega 250 þúsund krónur og í Sví- þjóð er styrkurinn um 360 þúsund krónur. Styrkir til ættleiðingar barna frá öðrum löndum Ísland eina landið sem veitir ekki styrki JÓN Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra tók á mánudag formlega í notkun nýtt sjálfvirkt blóð- gjafaboðunarkerfi fyrir Blóðbank- ann. Með kerfinu er hægt að boða blóðgjafa með tölvupósti, SMS og WAP í farsíma. Það sem er ein- stakt við nýtt kerfi, sem Framtíð- artækni ehf. hannaði, er að það er gagnvirkt og blóðgjafar eiga þess kost að svara boðuninni og segja til um hvaða dag þeir vilja koma í blóðgjöf. Á myndinn er Erna Björg Guð- mundsdóttir að huga að Frosta Gíslasyni á meðan blóðinu var dælt úr honum í nýjum blóðsöfnunarbíl sem Jón skoðaði einnig við þetta tækifæri ásamt aðstoðarmanni sín- um, Elsu B. Friðfinnsdóttur. Ætl- unin er að nýta nýja tækni við boð- un blóðgjafa og heimsóknir bílsins á stærri vinnustaði og í nágranna- sveitarfélögin. Morgunblaðið/Kristinn Blóðgjafaboðunarkerfi formlega opnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.