Morgunblaðið - 19.02.2003, Page 12

Morgunblaðið - 19.02.2003, Page 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á FUNDI menningarmálanefndar Reykjavíkur var samþykkt að stuðla að stofnun Nýsköpunarsjóðs tónlist- ar, Musica Nova, með tveggja millj- óna stofnframlagi í samvinnu. Í tólf ár hefur Tónskáldafélag Íslands und- irbúið stofnun sjóðs, sem stuðlaði að nýsköpun á sviði tónlistar á sem flest- um sviðum og gegndi hliðstæðu ný- sköpunarhlutverki og sjóður sá sem kenndur var við Musica nova á sínum tíma. Með samþykkt menningar- málanefndar er þessum áfanga náð. Í samþykkt nefndarinnar segir: „Nýsköpunarsjóði tónlistar ber að stuðla að nýsköpun á sviði tónlistar. Með stofnun sjóðsins verður mögu- legt að styrkja fleiri svið tónsköpunar en áður og koma þannig til móts við framþróun og aukna menntun sem orðið hefur á sviði tónlistar á und- anförnum áratugum. Nýsköpun á sviði tónlistar hefur bein atvinnu- skapandi tækifæri og stuðlar að auk- inni og fjölbreytilegri menningu. Umsækjendur úr sjóðnum koma úr röðum flytjenda, tónleikahaldara og annarra sem hafa hug á að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Þann- ig verður tryggður flutningur verk- anna. Sjóðurinn mun leita eftir sam- starfi við aðila svo sem Ríkisútvarpið, Íslensku óperuna og Sinfóníuhljóm- sveit Íslands um hugsanlega aðild svo hann megi eflast. Stjórn Nýsköpun- arsjóðs tónlistar, Musica nova, verði skipuð fulltrúum frá Tónskáldafélagi Íslands, flytjendum og Reykjavíkur- borg, auk annarra sem koma til með að eiga aðild að sjóðnum.“ Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar Reykjavík- ur, segir að með því að tónlistarflytj- endur og tónleikahaldarar panti verk í sjóðinn sé tryggt að verkin verði leikin. „Kosturinn við þetta er sá, að féð rennur beint til listamannsins og það er fegurðin í þessu. Það er ekki mikið batterí í kringum þetta, það sem kemur í sjóðinn streymir beint áfram til tónskáldanna, sem fá þá bæði laun fyrir sína vinnu, og trygg- ingu fyrir því að verkin verða flutt. Það má segja að þetta sé algjör and- stæða steinsteypustefnunnar, og það þykir mér gott.“ Stefán Jón segir að vilji standi til þess að sjóðurinn njóti árlegs fjárframlags frá borginni; – þessu megi líkja við það að borgin veiti árlega ákveðna upphæð í kaup á myndlist. Hann segir borgina hafa viljað koma sjóðnum myndarlega af stað núna, til þess að hvetja aðra til að vera með líka. „Það er erfitt fyrir tónskáldin að safna í sjóð, sem enginn hefur komið á laggirnar. Nú er það orðið að veruleika, og við segjum bara við aðra, Ríkisútvarpið, Sinfón- íuna og fleiri: Komið þið líka, og verið með.“ Kjartan Ólafsson, formaður Tón- skáldafélags Íslands, segir stofnun sjóðins mikið fagnaðarefni. „Það er mjög flott hjá borginni að samþykkja þetta núna, meðan Myrkir músíkdag- ar standa yfir og verið að frumflytja mörg ný verk. Musica nova var stofn- að upp úr miðri síðustu öld með það að markmiði að stuðla að frumflutn- ingi nýrrar tónlistar. Sjóðurinn lagð- ist niður á níunda áratugnum, en hafði þá staðið undir nýsköpun fjölda tónverka. Hugmynd okkar var að endurreisa sjóðinn og fá fleiri tónlist- arstofnanir með, til að hann gæti orð- ið það öflugur að hægt væri að fara að semja aftur stærri verk, jafnvel ball- etta og óperur, en slík verk eru nærri horfin af sjónarsviðinu hér á landi. Samþykkt menningarmálanefndar er fyrsta skrefið í þessa átt, og við mun- um vinna að því að afla sjóðnum fleiri styrktaraðila. Það er mikil þörf fyrir sjóðinn, og hljóðfæraleikarar, tónlist- arhópar, hljómsveitir og tónleika- haldarar hafa beðið lengi eftir þessu tækifæri til að panta ný tónverk til flutnings. Tónskáldin sjálf geta ekki sótt um styrk í sjóðinn; – þetta er gert til að tryggja að verkin verði flutt. Í staðinn fá þau laun fyrir sína vinnu, en það hefur verið með höpp- um og glöppum hvort það hefur verið reyndin hingað til,“ sagði Kjartan. Nýsköpunarsjóður tónlistarinnar, Musica nova, verður rekinn sem sjálfseignarstofnun. „Þetta er al- gjör andstæða steinsteypu- stefnunnar“ Morgunblaðið/Sverrir Fulltrúar menningarmálanefndar og Tónskáldafélags Íslands tilkynntu í gær stofnun Nýsköpunarsjóðs tónlistarinnar. Stefán Jón Hafstein (lengst til vinstri), Kjartan Ólafsson og Ásrún Kristjánsdóttir. Nýsköpunarsjóður tónlistar verður til Á HVERJU ári úthlutar Norræni menning- arsjóðurinn nærri 300 milljónum króna í styrkj- um til menningarmála. Að jafnaði er um fjórð- ungur umsókna sem berast sjóðnum ógildur af einhverjum ástæðum. Mats Jönsson, yfirmaður sjóðsins, segir að margir aðrir styrkveitendur glími við sama vandamál. Hann hefur því sett sér það mark að kenna umsækjendum hvernig best er að sækja um styrki og í þessu skyni hef- ur hann samið fræðsluefni sem nú hefur verið gefið út í bæklingi og á geisladiski. Mats hefur einnig kynnt hugmyndir um að gera breytingar á reglum Norræna menningarsjóðsins sem opna nýja möguleika í styrkveitingum til sam- starfs norrænna landa, og hann vill að Ísland verði tilraunasvæði fyrir þessar breytingar. Næstkomandi föstudag heldur Mats Jönsson fyrirlestur á vegum Endurmenntunarstofn- unar Háskóla Íslands um norræna styrki og um styrkumsóknir almennt. Fyrirlesturinn er hluti af eins dags námskeiði um falin tækifæri í nor- rænu samstarfi á sviði menningar og mennt- unar. Á laugardaginn heldur hann sama fyrir- lestur á Akureyri á vegum Norrænu upplýs- ingaskrifstofunnar. Mats hefur tvisvar áður komið til Íslands og haldið fyrirlestra um styrki og styrkumsóknir. Hann segir að fyrirlestrarnir hafi verið fjölsótt- ir og áheyrendur hafi sýnt mikinn áhuga. Hefur lesið tíu þúsund umsóknir Norræni menningarsjóðurinn hefur starfað frá árinu 1967. Hann hefur aðsetur í Kaup- mannahöfn, en í stjórn hans sitja fulltrúar frá öllum norrænu ríkjunum og frá sjálfsstjórn- arsvæðunum þremur, Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Mats Jönsson hefur verið yfirmaður sjóðsins frá árinu 1999, en hefur áður setið í stjórnum annarra sjóða sem veita styrki til norræns og tvíhliða samstarfs og hefur því mikla reynslu af styrkveitingum. Samtals áætlar hann að hann hafi lesið um tíu þúsund umsóknir. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að um 25% umsókna eru að jafnaði gallaðar, vegna þess að einhverjar upplýsingar vantar, þær eru ógildar af öðrum ástæðum eða hreinlega óskilj- anlegar. Þetta mat hef ég fengið staðfest í sam- tölum við annað fólk sem starfar að styrkveit- ingum. Ég held að ein skýringin geti verið sú að sum félög eða samtök líti á styrkveitingar sem eins konar happdrætti. Þau sækja því um ótal styrki og telja að tilviljun ráði mestu um það hvort þau fái vilyrði.“ Mats er annarrar skoðunar. Hann segir að samkeppni um styrki hafi aukist, og því sé mik- ilvægt að semja skýrar og vandaðar umsóknir. Hann ráðleggur meðal annars umsækjendum að gefa sér góðan tíma til þess að fylla þær út, að svara öllum spurningum, fylla út alla dálka umsóknareyðublaðs, og að öðru leyti að fylgja leiðbeiningum styrkveitenda. „Þeir þurfa líka að reyna að skilja af hverju styrkveitandinn biður um tilteknar upplýsingar eða setur ákveðnar reglur. Af hverju vill hann til dæmis fá umsóknina í þríriti?“ Í leiðbeiningum sínum til umsækjenda varar Mats þó jafnframt við því að verkefnislýsing- arnar sé lagaðar um of að styrkveitandanum, til dæmis með því að ofnota einhver „lykilhugtök“ sem tengjast starfsemi hans. Það getur til dæmis litið tilgerðarlega út að skrifa „norræn samstaða“, „evrópsk vídd“ eða „menningarleg fjölbreytni“ í annarri hverri setningu. Hægt er að nálgast fræðsluefnið um styrk- umsóknir á vef Norræna menningarsjóðsins, www.nordiskkulturfond.dk. Það er meðal annars til á íslensku. Vill að sjóðurinn styrki tvíhliða samstarf Í fyrra barst sjóðnum 21 gild umsókn frá Ís- landi. Styrkur var veittur til ellefu verkefna, samtals um 13,5 milljónir íslenskra króna. Þá eru ótalin verkefni sem sjóðurinn styrkti í öðr- um löndum en þar sem Ísland var samstarfs- land. Eitt af þeim skilyrðum sem sjóðurinn setur fyrir styrkveitingum er að þrjú norræn lönd hið minnsta taki þátt í viðkomandi verkefni. Aðrir sjóðir veita styrki til samstarfsverkefna tveggja norrænna landa, til dæmis Sænsk- íslenski samstarfssjóðurinn og Menning- arsjóður Íslands og Finnlands. „Fyrir tveimur til þremur árum athugaði ég stöðu tvíhliða sam- starfssjóðanna sem tengjast Íslandi,“ segir Mats. „Þá úthlutuðu þeir samtals um 600–700 þúsund dönskum krónum á ári. Styrkfjárhæð- irnar voru yfirleitt mjög lágar, og það er vanda- mál í samstarfi Íslands við önnur lönd meðal annars vegna þess hversu dýrt er að ferðast til og frá Íslandi. Það er hætta á því að við missum af mörgum góðum verkefnum vegna þess að tvíhliða styrktarsjóðirnir hafa ekki bolmagn til að styrkja þau og Norræni menningarsjóð- urinn má það ekki.“ Mats Jönsson hefur nýlega kynnt hugmyndir um að breyta reglum Norræna menning- arsjóðsins þannig að hann geti einnig veitt styrki til tvíhliða samstarfs norrænna landa. „Það þýðir alls ekki að ég vilji leggja niður hina sjóðina eða sameina þá Norræna menning- arsjóðnum. Fyrst má nefna að það er nánast ómögulegt af formlegum ástæðum því starf- semi tvíhliða sjóðanna byggist á milliríkja- samningum, en sjóðirnir hafa líka í sjálfu sér mikið gildi. Áhugi og þekking þeirra ein- staklinga sem sitja í stjórnum sjóðanna er dýr- mæt, og þeir hafa byggt upp mikilvæg sam- starfsnet. Ég held að besta leiðin sé sú að Norræni menningarsjóðurinn vinni með hinum sjóðunum. Þeir geta tekið við umsóknum og hugmyndum og vísað til okkar verkefnum sem þeir hafa ekki bolmagn til að styrkja sjálfir.“ Ísland sem tilraunasvæði Mats tekur fram að þessar hugmyndir hans séu enn til umræðu hjá Norræna menning- arsjóðnum og að stjórn sjóðsins hafi enga ákvörðun tekið ennþá. Hann bendir þó á að engar formlegar hindranir séu í vegi þess að stjórn sjóðsins ákveði að taka upp nýja stefnu í styrkveitingum, en mikilvægt sé að samráð sé haft við tvíhliða styrktarsjóðina. Jafnframt seg- ir hann að athuga þurfi hvaða áhrif breyting- arnar hafa á styrkumsóknirnar og starf Nor- ræna menningarsjóðsins, til dæmis hvort umsóknum fjölgi svo mikið að hann eigi í erf- iðleikum með að ráða við þær. Í þessu sam- bandi hefur Mats bent á þá leið að gera Ísland að eins konar tilraunasvæði fyrir þessar nýju reglur. Hann segir að Ísland sé heppilegt til þessarar tilraunar meðal annars vegna þeirra takmarkana sem hár ferðakostnaður setji menningarsamstarfinu við önnur lönd. Fljótlega verður haldinn samráðsfundur milli Norræna menningarsjóðsins og tvíhliða sjóðanna, og þá verður tillaga Mats Jönsson meðal annars til umræðu. Stjórn Norræna menningarsjóðsins fundar síðan í maí og tekur afstöðu til málsins. Kennir Íslend- ingum að sækja um styrki Um fjórðungur umsókna sem Norræna menning- arsjóðnum berast reynist ógildur af ýmsum ástæð- um. Yfirmaður sjóðsins er Mats Jönsson og í sam- tali við Helga Þorsteinsson segist hann hafa sett sér það mark að kenna umsækjendum hvernig best sé að sækja um. Jönsson verður með fyrirlestur hjá Endurmenntunarstofnun HÍ nk. föstudag. Mats Jönsson, yfirmaður Norræna menningarsjóðsins, verður með fyrirlestur í HÍ á föstudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.