Morgunblaðið - 19.02.2003, Síða 18

Morgunblaðið - 19.02.2003, Síða 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALVARLEGUR kennaraskortur er í Kína og ljóst þykir, að ástandið muni stórum versna á næstu árum vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar nemenda í framhaldsskólum og háskólum. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði í gær, að 2005 myndi vanta 1,16 milljónir menntaskólakennara og 110.000 háskólakennara. Er þá miðað við, að 60% kínverskra ung- menna fái notið framhaldsskóla- menntunar og hlutfallið milli kenn- ara og nemenda verði 1 á móti 18. Á háskólastigi er miðað við einn kenn- ara á móti 15 nemendum. Áætlað er, að 75,87 milljónir ungmenna stundi menntaskólanám á næsta ári en há- skólastúdentar verði flestir 2008 eða 124 milljónir. Að sögn fréttastofunnar er það kennaraskortur og ýmiss konar að- stöðuleysi, sem helst stendur auk- inni menntun þjóðarinnar fyrir þrif- um. ReutersKínverskir öryggisverðir halda aftur af fólki fyrir utan vinnumiðlun í borginni Xian. Vantar 1,2 millj. kennara 124 millj. háskólanema í Kína eftir fá ár Peking. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hyggst láta á það reyna í að minnsta kosti hálfan mánuð til við- bótar hvort samkomulag næst í Íraksdeilunni áður en hann tekur lokaákvörðun um hvort hefja eigi hernað í Írak, að sögn bandarískra embættismanna. Þeir segja að Bush kunni að samþykkja að stjórn Sadd- ams Husseins verði gefinn lokafrest- ur til að eyðileggja efna- og sýkla- vopn sín. Heimildarmenn The Washington Post segja líklegt að Bandaríkja- menn og Bretar beiti sér fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki í vikunni nýja ályktun um afvopnun Íraka. Einn þeirra sagði að meðal annars kæmi til greina að ör- yggisráðið krefðist þess að Írakar af- vopnuðust innan ákveðins tíma. „Sagt yrði við þá: þetta er síðasta tækifæri ykkar.“ Kann að ráðast 28. febrúar Embættismenn í Washington og London ræða nú hvernig koma eigi skriði aftur á tilraunir þeirra til að fá öryggisráðið til að samþykkja nýja ályktun eftir að Hans Blix, yfirmað- ur vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna, sagði ráðinu á föstudaginn var að nokkur árangur hefði náðst, þótt Írakar hefðu ekki enn fullt sam- starf við eftirlitsmennina. Meirihluti aðildarríkja ráðsins, þeirra á meðal Frakkland, Rússland, Kína og Þýskaland, sögðu þá að eftirlits- mennirnir ættu að fá meiri tíma til að ganga úr skugga um hvort Írakar ættu gereyðingarvopn áður en ráðið íhugaði valdbeitingu. Blix á að gefa öryggisráðinu nýja skýrslu um málið 28. þessa mánaðar og Condoleezza Rice, þjóðarörygg- isráðgjafi Bandaríkjaforseta, gaf til kynna á sunnudag að þá gæfist ráðinu síðasta tækifærið til að leiða deiluna til lykta. Hún hafnaði tillögu Frakka um að öryggisráðið fjallaði aftur um málið 14. mars. Búist er við að Bandaríkjamenn og Bretar hafi meira en nægan her- afla á Persaflóasvæðinu til að ráðast inn í Írak í byrjun mars. Embætt- ismenn bandaríska varnarmálaráðu- neytisins hafa sagt að hersveitirnar geti beðið á svæðinu „í mánuði“ en erfiðara verði að heyja stríð í Írak eftir mars vegna mikils hita, þótt það sé ekki ómögulegt. Bandaríkjastjórn hefur alltaf sagt að öryggisráðið þurfi ekki að sam- þykkja nýja ályktun til að hægt verði að hefja hernað í Írak en hún féllst á að láta reyna á það hvort samkomu- lag næðist í öryggisráðinu að beiðni Breta og Spánverja, helstu stuðn- ingsmanna hennar í ráðinu. Tugir annarra ríkja, sem styðja Banda- ríkjastjórn í Íraksmálinu, vilja einn- ig að reynt verði að fá samþykki ör- yggisráðsins. Írakar verði lýstir brotlegir Að sögn CNN-sjónvarpsins í gær eru Bandaríkjamenn og Bretar að leggja drög að nýrri ályktun þar sem því yrði lýst yfir að Írakar hefðu gerst sekir um skýlaus brot á síðustu ályktun öryggisráðsins, nr. 1441. Einn heimildarmanna sjónvarpsins sagði að í nýju ályktuninni yrði lögð áhersla á að í ályktun 1441 hefðu Írakar verið varaðir við því að brot á afvopnunarskilmálunum myndu hafa „alvarlegar afleiðingar“ fyrir þá. Bandaríkjamenn telja að þetta orða- lag jafngildi heimild til að hefja hern- að. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði í fyrradag að Frakkar, sem eru með neitunarvald í öryggisráðinu, ættu einskis annars úrkosti en að leggjast gegn slíkri ályktun. Heimildarmenn CNN sögðu að ef öryggisráðið samþykkti ekki nýja ályktun innan hálfs mánaðar tæki Bush ákvörðun um hvort hefja ætti hernað án stuðnings ráðsins. Banda- ríkjamenn og Bretar hygðust nota þennan tíma til að „herða að“ örygg- isráðinu og hvetja Blix til að knýja Íraka til að verða við ákveðnum kröf- um sem þeir hafa ekki enn sam- þykkt. Að sögn The Washington Post kemur meðal annars til greina að í nýju ályktuninni verði Írökum gef- inn lokafrestur til að verða við sér- stökum kröfum, til að mynda að þeir heimili eftirlitsmönnum að yfirheyra íraska vopnasérfræðinga utan Íraks. Nokkrir heimildarmanna blaðsins létu þó í ljósi efasemdir um þessa að- ferð og sögðu að hún gæti komið Bush í vanda ef Saddam yrði við þessum tilteknu kröfum. Stjórn Bush óttast að gefi Saddam aðeins lítillega eftir til að láta líta út fyrir að hann hafi orðið við kröfunum verði það álitið renna stoðum undir rök- semdir þeirra ríkja í öryggisráðinu sem segja að vopnaeftirlitið beri ár- angur. „Mjög skammur tími til stefnu“ Embættismenn í Hvíta húsinu hafa sagt að samstarf Íraka hafi til þessa einkum snúist um framkvæmd eftirlitsins, þeir hafi til að mynda veitt aðgang að stöðum sem eftirlits- mennirnir vilja rannsaka. Banda- ríkjastjórn vilji hins vegar raunveru- legan árangur í meginatriðunum, til að mynda að Írakar láti vopn sín af hendi eða sanni að þeir hafi eyðilagt gereyðingarvopn sín. Embættismennirnir óttast að verði lagður fram nýr listi yfir kröfur á hendur Írökum geti þeir nýtt sér hann til að draga málið á langinn. „Spurningin er hvort þeir geti gert nóg til að láta líta út fyrir að þeir hafi orðið við kröfunum ... og reyni síðan að tefja þetta í marga mánuði?“ sagði einn embættismannanna. Aðstoðarmenn Bush segja að hann ætli ekki að hægja á hernaðar- undirbúningnum þrátt fyrir andstöð- una innan öryggisráðsins og fjölda- mótmælin víða í heiminum um síðustu helgi. Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands, sagði eftir fund með Bush í Hvíta húsinu í fyrradag að „mjög skammur tími“ væri til stefnu. „Bush telur að Bandaríkjunum beri skylda til að tryggja að Saddam Hussein verði afvopnaður,“ sagði lettneski forsetinn. „Og hann sagði: við mun- um sjá til þess. Við munum gera það.“ Bush hyggst einnig ræða málið í dag við George Robertson, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, og við Jose Maria Aznar, for- sætisráðherra Spánar, á laugardag. „Aðeins draumur“ Fréttaskýrandi BBC, Paul Reyn- olds, segir að tillagan um að lagður verði fram nýr listi yfir skilyrði sem Írakar verði að fullnægja sýni að Bandaríkjamenn og Bretar eigi nú mjög undir högg að sækja vegna andstöðunnar innan öryggisráðsins og fjöldamótmælanna um helgina. „Stjórnvöld í Washington og London höfðu frekar búist við því að fá nýja ályktun sem heimilaði sérstaklega valdbeitingu. Þetta varð síðan að von. Nú er það aðeins draumur.“ Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær vilja að ör- yggisráðið samþykkti nýja ályktun áður en ákvörðun yrði tekin um hernað. Hann setti nýlega tvö skil- yrði fyrir því að hefja stríð í Írak án stuðnings öryggisráðsins. Hann sagði að slíkur hernaður kæmi til greina ef yfirmenn eftirlitsmann- anna legðu fram „neikvæða skýrslu“ um Írak eða ef ný ályktun sem heim- ilaði valdbeitingu yrði hindruð „með ósanngjörnum hætti“ í öryggis- ráðinu. Boða ákvörðun um hernað eftir hálfan mánuð AP Námsmenn frá mörgum löndum söfnuðust saman við skrifstofu Þróun- arhjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í Bagdad í gær til að mótmæla hugsanlegu stríði í Írak. Bush sagður íhuga að gefa Írak lokafrest til að afvopnast ’ Chirac segir aðFrakkar eigi einskis annars úrkosti en að hafna ályktun sem heimili hernað. ‘ BANDARÍKJAMENN hyggjast gera Ahmed Chalabi, leiðtoga Íraska þjóðarráðsins (INC), að bráðabirgða- forseta Íraks eftir að Saddam Huss- ein, forseta landsins, hefur verið rutt úr veginum. Chalabi, sem er 57 ára, er shíta-múslimi sem flúði Írak ásamt fjölskyldu sinni árið 1956. Hann er nú staddur í Kúrda-héruðunum í Norð- ur-Írak og er sagður ætla að halda þar kyrru fyrir uns hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna er hafin. Frá þessu er sagt í The Daily Tele- graph en heimildarmaður blaðsins er háttsettur bandarískur embættis- maður. Hann tók þó fram að engin formleg ákvörðun hefði verið tekin; slíkt væri ekki tímabært fyrr en hern- aðaraðgerðum í Írak er lokið. Gengið er út frá því að Tommy Franks, hershöfðingi í Bandaríkja- her, verði eiginlegur stjórnandi Íraks eftir að stríði lýkur en Bandaríkja- menn stefna að því að tilnefna Chal- abi sem forseta til bráðabirgða; síðan staðfesti þing íraskra stjórnarand- stæðinga, sem nú eru í útlegð, skipan hans. Yrði þetta sambærilegt við það er Hamid Karzai tók við völdum í Afganistan, eftir að talibanastjórnin í landinu hafði verið hrakin frá völdum. Chalabi flúði Írak tólf ára, sem fyrr segir, oh gekk í barnaskóla í Bret- landi. Hann stundaði síðan nám við Massachusetts Institute of Techno- logy í Bandaríkjunum og hefur dokt- orsgráðu í stærðfræði frá háskólan- um í Chicago. Íraska þjóðarráðið hefur bæki- stöðvar í London, en samtökin voru stofnuð 1992 og eru stærst sam- taka íraskra út- laga. Árið 1996 gerðu samtökin tilraun til að efna til uppreisnar gegn Saddam í Kúrdahéruðum Íraks en áætlanir Chalabis fóru út um þúfur eftir að ljóst varð að Banda- ríkjastjórn ætlaði ekki að styðja upp- reisnarmennina. Saddam lét til skar- ar skríða gegn stjórnarandstæð- ingunum og hundruð manna féllu í aðgerðum forsetans. Nýtur ekki óskoraðs trausts Nú er Chalabi kominn á stjá í Írak á ný og ræddi við vestræna frétta- menn í vikunni. Sagðist hann vissu- lega bandamaður Bandaríkjanna, hvað varðaði það verkefni að koma Saddam frá völdum, en tók fram að hann væri ekki útsendari þeirra. Chalabi er sagður njóta stuðnings háttsettra aðila í bandaríska varnar- málaráðuneytinu en í utanríkisráðu- neytinu eru menn ekki eins hrifnir. Telja þeir ólíklegt að maður, sem svo lengi hefur verið í útlegð, nái að fylkja írösku þjóðinni á bak við sig. Þá saka sumir Chalabi um spillingu, en hann var árið 1992 fundinn sekur um bankamisferli fyrir rétti í Jórdaníu. Chalabi hafði hins vegar flúið landið, áður en málið var tekið fyrir. Sulaymaniya í Írak. AFP. Ahmed Chalabi Verði forseti að Íraksstríði loknu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.