Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 19 SJÁLFSTÆÐISMENN í Hafnar- firði vilja að þrýst verði á ríkisstjórn- ina þannig að hluti af því fram- kvæmdafé, sem ætlað er til vegagerðar á næstu mánuðum, fari til gerðar mislægra gatnamóta Reykja- nesbrautar og Hlíðarbergs. Formað- ur Skipulags- og byggingaráðs segir meirihlutann til viðræðna um breyt- ingar á ákvörðun sinni um að ráðist verði í gerð hringtorgs á umræddum stað bjóðist ríkið til að greiða fram- kvæmdina. Hins vegar eigi hann eftir að sjá að sá milljarður, sem ætlaður er til framkvæmda á höfuðborgar- svæðinu, renni allur til Hafnarfjarðar. Á síðasta kjörtímabili, þegar Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu meirihluta í Hafnarfirði, var unnið að skipulagningu og hönn- un umræddra gatnamóta. Þegar Samfylkingin tók við meirihlutavöld- um var stefnunni breytt og teknar upp viðræður við Vegagerðina sem leiddu til þess að ákveðið var að setja upp hringtorg í stað mislægra gatna- móta á umræddum stað. Á von á hörðum viðbrögðum íbúa Á fundi bæjarráðs í síðustu viku lögðu sjálfstæðimenn aftur til að fyrri hugmyndir yrðu lagðar til grundvall- ar úrbótum við Reykjanesbrautina og að þrýstingi yrði beitt á ríkisvaldið og vegagerðina til að veita aukið fé til framkvæmdanna. Tillagan kom fram í kjölfar fundar skipulags- og bygg- ingaráðs þar sem kynnt voru drög að yfirlýsingu bæjarins og Vegagerðar- innar um hvernig staðið yrði að tvö- földun brautarinnar. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins, höfðu framkvæmdirnar verið fullhannaðar á sínum tíma og búið að fara með þær í umhverfismat sem samþykki Skipu- lagsstofnunar liggur fyrir á. Um sé að ræða svokallaða gjálausn, sem gangi út á að grafa veginn niður með mögu- leika á að byggja yfir hann seinna meir. Magnús segir ekki hægt að sætta sig við að Hafnfirðingar verði látnir aka um hringtorg næstu 10–15 árin í stað hindrunarlausrar hraðbrautar sem næði frá Mjódd og til Keflavíkur. „Ég á ekki von á öðru en að viðbrögð íbúanna verði hörð við þessum fyr- irætlunum,“ segir hann. Að sögn Magnúsar var fyrirhugað að bjóða verkið út í heild sinni og átti framkvæmdatíminn fyrir verkið allt, þar með talinn flutningur vegarins suður fyrir kirkjugarð og tvöföldun hans, að vera tvö ár. Vegagerðin hafi verið búin að ákveða að fara í fram- kvæmdina en hins vegar hafi kostn- aður við hana aukist á hönnunartím- anum. Telur hann að framreiknað hafi hann verið áætlaður um tveir milljarðar króna. „Ég sé ekki annað en að með auknu fjármagni eins og ríkisstjórnin er að boða nú hefði verið hægt að hella sér í þessa framkvæmd sem er tilbúin og samþykkt,“ segir hann. „Einfaldlega til takmarkað fé“ Samkvæmt yfirlýsingunni verður ráðist í úrbætur á Reykjanesbraut frá Hamarskotslæk suður að Hvamma- braut. Gerð verða undirgöng við Hamarskotslæk, mislæg gatnamót við Kaldárselsveg og göngubrú vest- an kirkjugarðs. Stefnt verður að lok- um þessara framkvæmda í ágúst 2004, „enda liggur fyrir fjárveiting vegna verksins,“ segir í yfirlýsing- unni. Þá munu aðilar yfirfara hönnun kaflans frá Álftanesvegi suður fyrir Lækjargötu. „Um yrði að ræða hring- torg við Lækjargötu/Hlíðarberg ásamt útvíkkun gatnamóta við Fjarð- arhraun, ásamt að- og fráreinum á kaflanum á milli gatnamótanna, enda liggur fyrir fjárveiting vegna verks- ins.“ Gunnar Svavarsson, formaður skipulags- og byggingaráðs, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að breyta framkvæmdinni á ný þannig að ráðist verði í áður ætlaða gjálausn. Hann segir deiluna snúast um að Samfylkingin telji að ekki sé til staðar fjármagn í heildarframkvæmdina eins og sjálfstæðismenn hafi hugsað sér hana. „Þar af leiðandi teljum við að það beri að framkvæma mun meiri vegbætur á kaflanum fyrir það fé sem til er,“ segir hann. Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið fram að peningar séu fyrir hendi en fyrirspurnir meirihlutans til stjórn- valda þar um hafi leitt annað í ljós. „Þar af leiðandi finnst okkur málið alltaf reka sig á endanum í það að það er einfaldlega til takmarkað fé.“ En væri meirihlutinn til viðræðu um að breyta ákvörðun sinni fengist fé til verksins? „Ef ríkið fer í að klára þennan kafla sem er fjórir kílómetrar og grafa hann niður og byggja yfir þá erum við alveg til umræðu um það. En á meðan það er ekki viljum við ein- faldlega leysa þessi umferðarmál á annan hátt eins og við höfum sagt.“ Að sögn Gunnars er enginn ágrein- ingur um að þrýsta á að sá milljarður, sem ríkisvaldið hefur boðað að eigi að fara í vegagerð á höfuðborgarsvæð- inu, renni til framkvæmda í Hafnar- firði. „Það er hins vegar örugglega ágreiningur um það í kjördæminu og í Reykjavík hvert þessir peningar eiga að fara. Ég á eftir að sjá þá fara í Hafnarfjörð, en ef við fáum þennan milljarð getum við örugglega notað hann og örugglega eina tvo í viðbót.“ Hann bendir á að í yfirlýsingu Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðar sé tilgreint að ef meiri fjármunir berist í verkið en áður var áætlað verði farið í að gera samning um kostnaðarskipt- ingu og annað er lýtur að fram- kvæmdinni. Þá bókuðu fulltrúar meirihlutans á bæjarráðsfundinum að í yfirlýsingunni væri lögð áhersla á að „engar breytingar verði gerðar á að- al- og deiliskipulagi sem hindri gerð mislægra gatnamóta í framtíðinni“. Bókanir sjálfstæðismanna vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar Hluti framkvæmdafjár ríkis- ins fari í mislæg gatnamót Meirihlutinn seg- ir marga bítast um takmarkað fé Hafnarfjörður Morgunblaðið/Júlíus Sjálfstæðismenn gagnrýna að hringtorg eigi að koma á gatnamótum Reykjanesbrautar, Lækjargötu og Hlíðarbergs í stað mislægra gatnamóta með svokallaðri gjálausn eins og fyrirhugað var í stjórnartíð þeirra. UMHVERFIS- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur hefur fengið heimild til að fjarlægja hrúgur af búfjár- skít sem standa á jörðinni Norður- Gröf á Kjalarnesi á kostnað eig- anda þeirra. Eigandanum hafði verið veittur frestur til 4. febrúar sl. til að fjarlægja skarnið en ekki orðið við tilmælunum. Heimildin var veitt á fundi um- hverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur síðastliðinn fimmtu- dag en starfsmenn Umhverfis- og heilbrigðisstofu telja hættu á að mengun úr haugunum renni út í Leirvogsá. Um er að ræða „fjölda hlassa af hrossaskít, hænsnaskít og einhverju sem líkist blöndu af svína- og hænsnaskít,“ eins og segir í bréfi Umhverfis- og heil- brigðisstofu. Segja fulltrúar stof- unnar sjón-, jarðvegs- og lyktar- mengun af hrúgunum og benda á að jarðvegsskemmdir hafi orðið í kringum þær vegna umferðar vinnuvéla. Óttast salmonellu Kom fram hjá Lúðvík Gústafs- syni, deildarstjóra mengunar- varna hjá Umhverfis- og heil- brigðisstofu, í samtali við Morgunblaðið 15. janúar sl. að varhugavert væri að geyma skít- inn á þennan hátt, m.a. vegna hugsanlegs salmonellusmits þar sem um hænsnaskít væri að ræða. Leigutaki landsins hefur mót- mælt ákvörðunum heilbrigðisyf- irvalda í málinu og vísar í því sam- bandi til umsagnar ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings sem telur mengunarhættu af völd- um skítsins hverfandi. Telur hann Umhverfis- og heilbrigðisstofu hafa farið offari í túlkun sinni á reglugerðum í málinu. Hefur eigandi hrúgnanna óskað eftir að fá að dreifa skítnum eftir 15. mars næstkomandi. Sem fyrr segir hyggjast heilbrigðisyfirvöld fjarlægja haugana innan skamms og verða því ekki við þeirri ósk. Búfjárskít- ur fjarlægð- ur á kostn- að eiganda Kjalarnes MOSFELLSBÆR hefur aug- lýst deiliskipulag á lóð fyrir frí- stundahús í grennd við Hafra- vatn. Um er að ræða einn sumarbústað en að sögn bæj- arverkfræðings er það stefna bæjarins að í hvert sinn sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar á svæðinu þá þurfi að gera deili- skipulag fyrir umrædda lóð og auglýsa það. Tryggvi Jónsson bæjarverk- fræðingur segir ekkert deili- skipulag til af svæðinu í heild en lóðir þar séu í eigu fjölmargra aðila. Þegar gera hafi átt deili- skipulag fyrir svæðið allt fyrir nokkrum árum hafi ekki náðst samkomulag við eigendur um það vegna þess kostnaðar sem af því hlytist og ekki sé útlit fyrir að slíkt samkomulag náist. Því hafi fyrrgreind stefna verið tekin upp enda ein og ein lóð á sumarbústaðasvæðinu enn óbyggð. Deiliskipulag sum- arbústaðar auglýst Mosfellsbær NÝR vefur Bessastaðahrepps hefur verið tekinn í notkun en honum er ætlað að veita gagnlegar og fræð- andi upplýsingar til íbúa hreppsins. Meðal nýjunga á vefnum eru um- ræður þar sem fólk getur skipst á skoðunum um málefni líðandi stund- ar og atburðadagatal þar sem fylgj- ast má með hvað er á döfinni í hreppnum. Áfram verður unnið að því að bæta inn upplýsingum á vef- inn og eru ábendingar þar að lútandi vel þegnar, segir í frétt á hinum nýja vef, sem hefur slóðina www.bessa- stadahreppur.is. Nýr vefur tek- inn í notkun Bessastaðahreppur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.