Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Umsóknarfrestur um þátttöku á Listasumri 2003 hefur verið framlengdur til 1. mars 2003. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Gilfélagsins www.listagil.is undir hnappnum LISTASUMAR. Nánari upplýsingar á skrifstofu Gilfélagsins í síma 466 2609. UMSÓKN UM ÞÁTTTÖKU Á LISTASUMRI 2003 Samvera eldri borgara verður í kirkjunni n.k. fimmtudag 20. febrúar kl. 15.00 Gestur samverunnar verður Aðalsteinn Bergdal leikari og mun hann ræða um „lífsins list“. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Guðjóns Pálssonar. Að venju verður helgistund í upphafi og léttar veitingar í safnaðarsal. Allir velkomnir. HÖRGÁ flæddi yfir bakka sína í hlákunni í fyrrinótt vegna klaka- stíflu sem myndaðist í ánni í beygju við svokallað Möðruvallanes. Vatn flæddi um stórt svæði neðan við brúna yfir Hörgá á Ólafsfjarðarvegi og klaki dreifðist yfir þó nokkurt svæði. Þá var stæða af heyrúllum umflotin vatni skammt frá árbakk- anum. Stefán Halldórsson bóndi á Hlöð- um sagðist hafa séð meira vatns- magn við aðstæður sem þessar og hann sagði að klakastífla gæti myndast hvar sem er í ánni í jafn mikilli hláku og var í fyrrinótt og gærmorgun. Stefán sagði að flóðið hefði náð hámarki í gærmorgun en þá var þarna um 10 stiga hiti en að mjög hefði dregið úr flóðinu þegar á daginn leið og veður fór kólnandi. Hann sagði viðbúið að slægjuland sitt við árbakkann yrði fyrir skemmdum þar sem jafnan bærist mikið af sandi og grjóti á land með klakanum. Það kæmi þó ekki í ljós fyrr en klakinn bráðnaði. Stefán sagði líklegt að neðstu heyrúllurnar sem voru umflotnar vatni í Möðru- vallalandi vestan árinnar hefðu blotnað en hann sagði að það þyrfti meira til að rúllurnar færðust úr stað. Morgunblaðið/Kristján Vatn flæddi yfir stórt svæði neðan við bæinn Hlaðir vegna klakastíflunnar sem myndaðist í Hörgá. Stæða af hey- rúllum var umflotin vatni og klaki dreifðist yfir nokkurt svæði. Hörgá flæddi yfir bakka sína vegna klakastíflu UNNIÐ er við dýpkun í Krossanesi þar sem ný löndunarbryggja verð- ur byggð og er dæluskipið Perla notað til verksins. Í Krossanesi er gömul trébryggja en í stað hennar verður byggð stálþilsbryggja með steyptri þekju og 80 metra viðlegu- kanti. Nýja löndunarbryggjan fyrir Krossanesverksmiðjuna verður að- eins sunnar en sú gamla og slitin frá olíubryggjunni. Ráðgert er að dýpka niður á 10 metra við nýju bryggjuna. Stálþilið verður svo rekið niður í sumar og haust og þekjan steypt á næsta ári. Morgunblaðið/KristjánUnnið við dýpkun við væntanlega löndunarbryggju í Krossanesi. Unnið við dýpkun í Krossanesi Í LOK síðasta mánaðar voru 336 manns á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri, samkvæmt yfirliti frá Vinnu- málastofnun, 204 karlar og 132 kon- ur. Atvinnlausum fjölgaði um 57 frá því í lok desember sl. og um 24 frá lokum janúar á síðasta ári. Á Norður- landi eystra voru 546 manns á at- vinnuleysisskrá um síðustu mánaða- mót, 301 karl og 245 konur. Frá þeim tíma hefur atvinnulausum fjölgað jafnt og þétt og í gær, 18. febrúar, voru 622 á skrá í kjördæminu og hafði fjölgað um 76 manns frá síðustu mán- aðamótum. Í Dalvíkurbyggð voru 24 á atvinnu- leysisskrá í lok janúar sl., 16 karlar og 8 konur og fjölgaði um þrjá frá mánuðinum á undan og um 6 frá sama tímabili í fyrra. Á Ólafsfirði voru 30 manns á atvinnuleysisskrá í lok síðasta mánaðar, 13 karlar og 17 konur og fjölgaði um þrjá á atvinnu- leysisskránni frá mánuðinum á und- an. Hins vegar fækkaði um 29 á at- vinnuleysisskrá á Ólafsfirði miðað við sama tímabil árið 2002 og er fækk- unin á milli ára mest hjá körlum. Sem fyrr mælist ekkert atvinnu- leysi í Grímsey og atvinnlausum fækkaði á milli mánaða í Hrísey og Grýtubakkahreppi. Atvinnulausum fjölgar jafnt og þétt SVÆÐISVINNUMIÐLUN og Menntasmiðjan á Akureyri hafa gert með sér samstarfssamning um úrræði fyrir fólk á atvinnu- leysisbótum fyrir árið 2003. Um er að ræða rekstur vinnuklúbbs, menntasmiðju kvenna og menntasmiðju unga fólksins. Árið 1998 hófst samstarf þess- ara tveggja aðila með því að konum á atvinnuleysisbótum var gert kleift að sækja nám í dag- skóla Menntasmiðju kvenna, að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um, og menntasmiðjan tók að sér að reka vinnuklúbb fyrir fólk á atvinnuleysisbótum. Árið 2002 bættist svo menntasmiðja unga fólksins við. Tilgangurinn með úrræði Menntasmiðju kvenna er að gera konur hæfari og virkari í atvinnuleit, á vinnumarkaðinum o.s.frv. og skuldbindur mennta- smiðjan sig til að leggja áherslu á atvinnuleitarþáttinn. Mark- miðið er að konurnar fái fasta ótímabundna vinnu á hinum al- menna vinnumarkaði eða fari í frekara nám. Námið er þríþætt, sjálfstyrking og samskipti, hag- nýtt bók- og verknám og menn- ing kvenna og listsköpun. Það er sérstaklega sniðið að þörfum kvenna og miðar að því að auka lífshæfni þeirra. Í vinnuklúbbn- um er farið í alla grunnþætti at- vinnuleitar. Markmiðið með vinnuklúbbnum er að aðstoða atvinnuleitendur við leit að starfi og er hugað að þeim þátt- um sem skipta mestu máli við atvinnuumsókn. Þátttakendur fá kerfisbundna þjálfun í þeirri tækni sem þarf að beita í at- vinnuleit. Takmarkið með vinnu- klúbbnum er aðeins eitt og það er að fá vinnu. Þátttakendur út- búa atvinnuumsóknir og feril- skýrslur sem þeir geta nýtt sér við atvinnuleitina. Menntasmiðja unga fólksins er sérstakt úrræði fyrir ungt fólk á aldrinum 17–25 ára sem hefur átt erfitt með að fóta sig í atvinnulífinu og lífinu almennt. Tilgangurinn með úrræðinu er að gera ungt atvinnulaust fólk hæfara og virkara í atvinnuleit, virkara á vinnumarkaðinum o.s.frv. og skuldbindur mennta- smiðjan sig til að leggja áherslu á atvinnuleitarþáttinn með efni sniðið að þörfum vinnuklúbbsins og einnar til tveggja vikna starfskynningu í ákveðnum fyr- irtækjum. Markmiðið er að unga fólkið fái fasta ótíma- bundna vinnu á hinum almenna vinnumarkaði eða fari í frekara nám. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Svæðisvinnumiðlun og Mennta- smiðjan á Akureyri Samningur um úr- ræði fyrir fólk á atvinnuleysisbótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.