Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 27 TALSVERÐ umræða hefir orðið vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinn- ar um að gera á næstu misserum verulegt viðbótarátak í vegamálum og nokkrum öðrum þjóðþrifamálum með hluta þess fjár, sem ríkið átti áður bundið í bankastarfsemi o.fl. Eðlilegt er að menn hafi á því margbreytilegar skoðanir, hvernig verja skuli mörgum milljörðum króna á næstu misserum ýmsum góðum málum til framdráttar. Hér á eftir verður aðeins minnst á einn þátt, sem mér hefir fundist lítið fara fyrir í umræðunni, en sem viðkemur vexti og viðgangi ferðaþjónustunn- ar. Ekki þarf að fara um það mörgum orðum, að án endurbóta á núverandi vegakerfi verður þrjóun ferðaþjón- ustunnar miklu hægari en ella. Það er athyglisvert, hve miklu fé nú á að verja til úrbóta á vegakerfinu á Vestfjörðum og á Norð-Austurlandi. Hversvegna? Eftir því sem árin líða fjölgar þeim ferðamönnum, sem hafa komið til Íslands margoft áður. Með til- komu nýju ferjunnar Norrænu fjölg- ar erlendum ferðamönnum mikið í einkabílum á vegum landsins. Það er því ákaflega hyggileg ráðstöfun af opinberri hálfu að bæta vegakerfið verulega utan hringvegarins. Það stuðlar að bættri nýtingu landsins alls í þágu ferðaþjónustunnar og til lengri tíma litið skapast ný atvinnu- tækifæri á ýmsum stöðum í dreifbýli landsins. Þeir sem oft hafa komið hingað þurfa beinlínis á því að halda, sem viðskiptamenn okkar á ferða- þjónustusviðinu að geta ferðast á nýjum slóðum. En svo er önnur hlið á þessu máli. Það er nánast ógerningur að hugsa sér að einstaklingar og fyrirtæki leggi í verulegar fjárfestingar í ferðaþjónustu fyrr en góðir heilsárs- vegir eru fyrir hendi. Enn um stund verður vafalítið erfitt að reka góð og nógu stór hótel á Vestfjörðum og á Norð-Austurlandi og það er undir öllum kringumstæðun nánast útilok- að til slíks að hugsa fyrr en vega- kerfið er viðunandi. Eðli málsins samkvæmt mun það taka mörg ár að ljúka þeim vega- framkvæmdum, sem nú eru ákveðnar. Hér er um langtíma verk- efni á mörgum sviðum að ræða, en þó munu þeir einstaklingar og fyr- irtæki, sem þegar hafa fjárfest í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum og á Norð-Austurlandi tiltölulega fljótt byrja að njóta góðs af bættu vega- kerfi. Fyrir utan það að útlendingar, sem hingað koma þurfa á nýjum ferðamöguleikum að halda er vert að hafa það í huga, að því fylgja ótví- ræðir kostir að dreifa vaxandi ferða- þjónustu um landið. Vitanlega njóta landsmenn allir bættra vega bæði beint og líka óbeint. Með endurbót- um á vegakerefinu á Vestfjörðum öllum og á Norð-Austurlandi fjölgar ferðamönnum til landsins þegar veg- irnir á þeim slóðum batna. Öll ferða- þjónustan í landinu mun þannig, þegar fram líða stundir, njóta góðs af þeim vegaframkvæmdum, sem nú eru ákveðnar, að ógleymdum mikl- um fjölda landsmanna sjálfra. Vegna þess að þjónustan við er- lenda ferðamenn hefir batnað mjög mikið á ýmsum sviðum á seinni árum er eðlilegt að útlendingar, sem hing- að koma, geri ráð fyrir því, að vegir í landinu séu í samræmi við aðra þjón- ustu og það sem menn eiga að venj- ast í nærliggjandi löndum. Eftir því sem erlendum ferðamönnum fjölgar á vegum landsins verður auk alls annars enn meiri nauðsyn á góðu og öruggu vegakerfi um gjörvallt land- ið. Vegaframkvæmdir og ferðaþjónusta Eftir Birgi Þórhallsson „Eftir því sem erlend- um ferða- mönnum fjölgar verð- ur enn meiri nauðsyn á góðu og öruggu vegakerfi um gjörvallt landið.“ Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. HÁSKÓLI Íslands á í samkeppni bæði innan lands og utan. Í þessari samkeppni er mikilvægt að marka skýra stefnu og nýta jákvæð áhrif hennar eins mikið og kostur er. Vaka vill að skólar á háskólastigi aðgreini sig eftir þeirra sérstöðu og tryggi þannig að ungt fólk, í leit að framhaldsmenntun, hafi skýra val- kosti. Háskóli Íslands á að bjóða upp á nálægð við frábæra vísinda- menn og rannsóknir og skilgreina viðmið sín við bestu háskóla erlend- is. Skerpa þarf háskólahugtakið og gera auknar kröfur til skóla á há- skólastigi, bæði þjóðinni og stúd- entum til hagsbóta. Öllum opinn – óháð efnahag Huga þarf að sérstöðu Háskóla Íslands og leggja áherslu á að vekja athygli á henni. Í fyrsta lagi býður HÍ upp á möguleika á þver- faglegu námi og þar vinna sérfræð- ingar við mörg ólík fræðasvið. Í öðru lagi býr mikil reynsla í starf- semi skólans sem nýtist í kennslu og rannsóknavinnu og síðast en ekki síst stendur Háskóli Íslands öllum opinn óháð efnahag. Þessari sérstöðu vill Vaka halda og því er félagið á móti skólagjöldum við Há- skóla Íslands. Vaka vekur þó athygli á að leið- rétta þarf samkeppnisstöðuna og gera ráð fyrir kennslu fámennra fræðasviða. Reiknilíkanið, sem menntamálaráðuneytið notar til að reikna fjárframlög til skólanna, miðar við 30 nemendur í bekkj- ardeild en í Háskóla Íslands eru að meðaltali 20 nemendur í hverju námskeiði. Háskólinn hefur litið á það sem sitt hlutverk að kenna mikilvægar en fámennar greinar, s.s. tungumál, guðfræði og stærð- fræði. Þessar greinar falla ekki að líkaninu, en eru engu að síður mik- ilvægar og því verður að gera ráð fyrir raunverulegum kostnaði við kennslu þeirra. Styrkja þarf samkeppnishæfni Samkeppnishæfni Háskóla Ís- lands skiptir miklu máli fyrir stúd- enta. Þeir verða að geta treyst því að menntun þeirra verði metin að verðleikum í framtíðinni. Því er mikilvægt að sú bjartsýni, frum- kvæði og samstaða sem einkennt hefur Stúdentaráð á síðasta ári, fái að ráða ríkjum í starfi ráðsins á því næsta. Því er mikilvægt að stúd- entar styrki stöðu Háskóla Íslands í samkeppni skóla á háskólastigi og veiti Vöku umboð til að leiða starf Stúdentaráðs með því að setja X við A kjördagana 26. og 27. febrúar. Viðmiðin eru bestu háskólarnir erlendis Eftir Óskar Hafnfjörð Auðunsson og Stein- unni Völu Sigfúsdóttur „Bjartsýni, frumkvæði og samstaða hefur ein- kennt Stúdentaráð á síðasta ári.“ Óskar er stærðfræðinemi og skipar 3. sæti á lista Vöku og Steinunn situr í Stúdentaráði fyrir Vöku. Steinunn Vala Sigfúsdóttir Óskar Hafnfjörð Auðunsson KOSNINGAR til Stúdentaráðs Há- skóla Íslands og Háskólafundar verða haldnar hinn 26. og 27. febrúar nk. Í þessum kosningum mun Röskva leggja megináherslu á þrjú mál. Það eru atvinnumál stúdenta, lánasjóðs- mál og menntamál. Þessir þrír mála- flokkar tengjast allir framtíðarhorfum stúdenta og eru í raun þrjár megin- stoðir menntakerfisins. Samkeppnishæft nám Við erum í háskólanámi til að búa okkur undir framtíðina. Það er því fyrsta krafa stúdenta í Háskóla Ís- lands að í boði sé menntun sem er samkeppnishæf. Í vetur hefur verið mikil umræða um samkeppni á há- skólastigi og þar hefur komið berlega í ljós að mikið skortir á að gerður sé greinarmunur á mismunandi mennta- stofnunum á háskólastigi. Háskólar eru annaðhvort rannsóknar- og kennsluháskólar eða einungis kennsluháskólar. Mikilvægt er að greina þarna á milli og að það sé skýrt hvaða skilyrði menntastofnun þarf að uppfylla til að geta kallast rannsókn- arháskóli. Röskva vill að skýr stefna sé mótuð í menntamálum. Á kosningaári hafa allir flokkar tækifæri til að kynna vel stefnu sína í þessum efnum og Röskva hefur hvatt flokkana til þess að setja menntamál og málefni ungs fólks í öndvegi. Lánasjóðurinn er mikilvæg forsenda margra til að geta stundað nám. Röskva krefst hækkunar á grunnframfærslu, frítekjumarki og leiðréttingu á hlut þeirra nemenda sem koma úr námshléi en staða þeirra versnaði mikið við síðustu endurskoð- un úthlutunarreglnanna þegar núver- andi meirihluti sá um samningavið- ræður við LÍN. Röskva vill að náms- framboð í framhaldsnámi sé aukið. Röskva mun einnig beita sér fyrir efl- ingu Atvinnumiðstöðvar stúdenta, að þar verði fjölgun verkefna og að At- vinnumiðstöðin hafi burði til að veita meiri þjónustu en nú er gert. Stúdentaráð þarf að vera öflugt og sýnilegt Stúdentar við Háskóla Íslands og Stúdentaráð sem málsvari þeirra hef- ur mikilvægu hlutverki að gegna í allri umræðu um hagsmuni stúdenta. Mikil umræða er nú um stöðu Háskóla Ís- lands í samkeppni við aðra skóla á há- skólastigi og háværar raddir eru farn- ar að boða skólagjöld. Atvinnuhorfur háskólamenntaðs fólks hafa heldur sjaldan verið verri en nú og því þurfa stúdentar að láta vel í sér heyra og koma hugmyndum að úrbótum á framfæri. Á þessum tímum er sérstak- lega mikilvægt að stúdentar eigi sér öflugan málsvara í Stúdentaráði og Röskva hefur sýnt það í gegnum árin að hún hefur þor og dug til að berjast af alefli fyrir hagsmunum stúdenta. Röskva er öflugur málsvari stúdenta Eftir Valgerði B. Eggertsdóttur Höfundur er laganemi og leiðir framboðslista Röskvu til Stúdentaráðs. „Röskva hefur dug og þor til að berjast af fullum krafti fyrir hagsmunum stúdenta við HÍ.“ HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/ Heimsmeistarinn! blandarinn, sá öflugasti og ímynd þess besta! Fæst í ýmsum litum. Verð frá kr. 11.970 stgr. Gullverðlaunahafar íslenska landsliðsins í matreiðslu nota eingöngu KitchenAid blandara og hrærivélar. Gerðu líka kröfur - veldu KitchenAid! 552 7901 og 520 7900 998.- tilboðaðeins kr. Verð kr.1.690.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.