Morgunblaðið - 19.02.2003, Side 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 33
voruð þið öll saman og þá var alltaf
viðkvæðið hjá ykkur að hugleiða
hvað þið gætuð gert fyrir börnin en
þau náðu svo vel saman.
Valdi minn, þú varst svo hjálpleg-
ur, það var alveg sama hvað við
báðum þig um að gera, alltaf varst
þú tilbúinn til þess að veita hjálp.
Til dæmis þegar við keyptum inn-
réttinguna í eldhúsið, þá varst þú
allan tímann með okkur að setja
hana upp, þú varst svo sérstaklega
handlaginn. Fráfall þitt verður erf-
itt fyrir litlu fjölskylduna þína, því
svo mikið sakna þau þín.
Maður spyr, hver er tilgangur-
inn? Þið voruð búin að finna hvort
annað og svo ert þú bara tekinn frá
henni. Þið sem áttuð svo vel saman
og sýnduð hvort öðru svo mikla ást-
úð.
Það var ávallt svo gott að koma
til ykkar og einnig að fá ykkur í
heimsókn. Þið fóruð til mömmu og
pabba í Hafnarfirði og þau voru
bæði svo góð og indæl við Dísu og
Karen Sif. Það sáu allir hvað þeim
leið vel hjá þér enda geislaði af
þeim gleðin. Þú varst ávallt svo
góður við þær. Við getum endalaust
haldið áfram, minningarnar um þig
eru margar og góðar og okkur
ógleymanlegar.
Megi góður Guð styrkja Dísu,
Karen Sif, Axel, Siggu og Gunna,
Daða og alla aðra sem nú eiga um
sárt að binda. Guð geymi þig, Valdi.
Þín,
Erna og Benedikt.
Það sat lítill drengur við eldhús-
borðið hjá okkur og talaði. Hann
hafði svo mikið að segja og um svo
margt að spyrja. Hann talaði hratt
og spurningarnar komu hver yfir
aðra og mörgum er ósvarað enn í
dag.
Hann talaði um mömmu og
pabba sem voru svo góð, hann tal-
aði um litla bróður sem var örlítið
óþekkur en samt svo kær. Hann
talaði um dýrin, skólann, Guð og
allt annað sem þurfti að gera skil
með orðum.
Við hlustuðum, brostum og
reyndum að svara einhverju af
spurningum hans en þær komu
bara svo ört.
Hann skrapp út í sólina og lék
um stund við heimabörnin, hundana
og heimalningana, kom svo inn aft-
ur til að tala meira við okkur.
Þetta voru bjartir dagar sem við
munum alltaf minnast með hlýju og
þakklæti.
En tíminn leið og snáðinn óx
hratt. Hann flutti úr sveitinni og við
hittumst sjaldnar, en síminn hélt
við samtölunum.
Það er oft erfitt að kljást við ung-
lingsárin og á því fékk Valli að
kenna. Þetta er harður heimur sem
við búum í. En oftast er eitthvað til
bjargar. Lítill sonur, styrkur trúar
og hjálparhendur ættingja og vina
gerðu kraftaverk og aftur birti til.
Og enn fjarlægðist hann okkur í
sveitinni er hann flutti til Danmerk-
ur og bjó þar nokkur ár. Það var
ómetanlegur styrkur fyrir hana
Hrafnhildi okkar að eiga hann að
þegar hún fór út, öllu ókunnug.
Þegar við fórum til Kaupmanna-
hafnar haustið 2000 áttum við góðar
stundir saman. Við heimsóttum
Valla, fórum saman út að borða og
hann var hlýr og brosleitur alveg
eins og við eldhúsborðið heima tæp-
um tuttugu árum fyrr, faðmaði okk-
ur og kyssti þegar við komum og
fórum.
Það er svo gott að muna þessar
stundir og vita að þær verða ekki
frá okkur teknar, nú þegar Valli er
okkur horfinn.
Guð blessi ljúfan dreng sem skil-
ur eftir svo margar góðar minn-
ingar og lítinn fallegan son sem
minnir svo mikið á hann pabba sinn
þegar við hittum hann fyrst.
Elskulegu vinir. Engin orð geta
bætt missi ykkar. En við vonum að
umhyggja og ást vina ykkar hjálpi
til að takast á við framtíðina. Guð
veri með ykkur.
Kærar kveðjur og þakkir,
fjölskyldan í Hvammi.
Þriðjudaginn 11. febrúar fengum
við þær sorglegu fréttir að Valli
frændi okkar hefði látist af slysför-
um aðeins mánuði fyrir þrítugsaf-
mælið sitt. Við minnumst Valla okk-
ar sem fjörugs og uppátækjasams
drengs, en jafnframt blíðs og góðs
sem vildi allt fyrir alla gera. Við
minnumst allra skemmtilegu ferða-
laganna sem við fórum með ömmu
og afa á Skodanum þar sem ým-
islegt var brallað og allra góðu
stundanna á Hringbrautinni hjá
þeim. Þó svo að tónlistarsmekkur
Valla og tónlist sú sem hljómsveit-
irnar hans spiluðu félli ekki alltaf að
tónlistarsmekk okkar systranna var
alltaf fylgst með hvernig gengi.
Einnig munum við eftir þegar Valli
var yngri og fór í bíó en það þýddi
yfirleit að aðrir fjölskyldumeðlimir
þurftu ekki að sjá myndina enda
var hún leikin frá upphafi til enda
fyrir okkur systurnar og óþarfi að
sjá hana eftir það.
Þó svo að samverustundum síð-
ustu ár hafi farið fækkandi, enda
bjó Valli um tíma í Danmörku, voru
þær ekki margar veislurnar sem
hann sleppti enda fjöldskyldubönd-
in sterk og ekki var verra að Valli
var mikill matmaður og ekki marg-
ar sortir í veislum sem ekki voru
prufaðar og stærstu diskarnir vald-
ir. Margar fleiri minningar streyma
fram í huga okkar systranna við
gerð þessarar greinar, m.a. frá því
þegar Valli varð stoltur pabbi og
þegar hann olli foreldrum sínum
miklum áhyggjum með að heimta
að fermast í jogginggalla en náðist
að semja um á síðustu stundu með
jakkafötum en strigaskórnir voru
lengi inni.
Elsku Sigga, Gunni, Daði, Axel
og Dísa. Við systurnar sendum ykk-
ur innilegar samúðarkveðjur með
vissu um að minningin um góðan
dreng mun lifa.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pétursson.)
Blessuð sé minning Valdimars
Gunnarssonar.
Ásdís, Þórhildur og
Guðný Hrund.
Ég minnist þín í vorsins bláa veldi,
er vonir okkar stefndu að sama marki,
þær týndust ei í heimsins glaum og
harki,
og hugann glöddu á björtu sumarkveldi.
Þín sál var öll hjá fögrum lit og línum,
og ljóðsins töfraglæsta dularheimi.
Þú leiðst í burt frá lágum jarðarseimi,
í ljóssins dýrð, á hugar-vængjum þínum.
Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin,
í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægur-glys.
Á horfna tímans horfi ég endurskin,
ég heyri ennþá glaða, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
(Steinn Steinarr.)
Með þökk fyrir allt.
Lára Kristín.
Valli er dáinn. Harmafregn sem
nístir meira en orð fá lýst. Við
kynntumst honum þegar hann var
smápjakkur í skóla á Varmalandi í
Borgarfirði. Hann var lítill eftir
aldri, ljóshærður með geislandi bros
og hann bjargaði sér alltaf á léttri
lund og mikilli mælsku þegar syrti í
álinn og skólafélagarnir allir miklu
stærri og sterkari.
Og minningarbrotin hrannast
upp: Við Valli á leiðinni upp í Borg-
arfjörð, hann kannski 11-12 ára
gamall og talaði alla leiðina. Það
truflaði hann ekkert þó við stopp-
uðum og tækjum bensín eða fengj-
um okkur að borða, hann tók upp
þráðinn að því er virtist í miðri
setningu og kippti sér ekkert upp
við það þó ég segði ekki alltaf já á
réttum stöðum. Ákefðin og hug-
myndaflugið var óstöðvandi.
Dimmu árin þegar hann hvarf okk-
ur og gekk um niðurlútur og bug-
aður með síða hárið sitt. Gleðin og
þakklætið þegar hann náði yfir-
höndinni á ný og kom aftur inn í líf-
ið okkar. Gamlárskvöld í Stekkjar-
bergi þegar margt ungt fólk var
samankomið í eldhúsinu og við
hlógum að ýkjunum í Íslendinga-
sögunum okkar. Reglubundnar
fréttir af því að Valla liði vel og allt
gengi honum í haginn.
Svo þetta hörmulega slys sem
tekur lífið hans og laskar önnur
með sorginni og missinum. Viðhorf-
ið „við erum ekki á leið til grafar
heldur á leið til himnaríkis“ hjálpar
ef til vill á þessum sorgartímum.
Valli er á þeirri leið.
Elsku Sigga, Gunni, Daði og Ax-
el, megi algóður Guð styrkja ykkur
á þessum erfiðu tímum. Minningin
um góðan dreng lifir.
Sigríður og Ágúst Bjarmi.
Elsku Valli.
Það er erfitt að skilja það að ung-
ur maður í blóma lífsins sé tekinn
frá okkur svo skyndilega. Þegar
svona nokkuð gerist flæða minning-
arnar yfir mann og við eigum marg-
ar góðar minningar með þér, elsku
Valli, þú reyndist okkur alltaf svo
vel þegar við þurftum á hjálp þinni
að halda, sérstaklega sumrin 1997
og 1998 þegar við bjuggum öll í
Kaupmannahöfn. Heima hjá þér
vorum við alltaf velkomin, þar sát-
um við í góðu yfirlæti og drukkum
kaffi. Spjölluðum um tónlist og það
sem á daga okkar hafði drifið og
fylgdumst með þér spila á gítarinn
þinn, sem aldrei var langt undan.
Alltaf þegar við hittum þig mætt-
um við umhyggju þinni og hlýju
sem við munum alla tíð koma til
með að geyma í hjarta okkar. Þú
varst ekki bara góður frændi Ingu,
þú varst einnig góður vinur okkar
beggja og komst alltaf til dyranna
eins og þú varst klæddur.
Það hefur verið skilið eftir stórt
skarð í hjarta okkar sem aldrei
verður fyllt upp í. Elsku Valli, við
munum hugsa til þín með söknuði
og til allra góðu stundanna sem við
áttum saman. Blessuð sé minning
þín.
–
Drottinn, þinnar ástar óður
endurhljómi um jörð og höf.
Breiddu þína blessun yfir
blóma lífs og þögla gröf.
Vígi og skjöldur vertu þeim, sem
vinda upp hin hvítu tröf.
Drottinn, þinnar ástar óður
endurhljómi um jörð og höf.
(Jón Magnússon.)
Elsku Sigga, Gunni, Daði, Dísa
og Axel, guð veri með ykkur og
veiti ykkur styrk í sorginni.
Inga og Magnús.
Látinn er vinur minn Valdimar
Gunnarsson.
Það var í Kaupmannahöfn um
vorið ’97 sem ég hitti Valdemar
first. Á þeim tíma bjó sameiginleg-
ur vinur okkar hjá þeim Valda og
Láru þáverandi sambýliskonu hans,
en í heimsóknum mínum þangað
tókust með okkur kynni sem varað
hafa æ síðan og hvergi borið
skugga á.
Við áttum samleið í lífinu, – tveir
hugsjónarmenn – sóttum fundi í
sameiginlegum félagsskap, höfðum
báðir mikinn áhuga á tónlist og gát-
um rætt saman um hin ólíklegustu
mál næturlangt, óþvingað og af
fyllstu einlægni. Vinskapur tókst
fljótt með okkur enda ekki skrítið
þar sem Valdi var heillandi per-
sónuleiki, brosmildur hlýr og opinn
í mannlegum samskiptum. Frá
Kaupmannahöfn fluttumst við svo
til Íslands um svipað leyti og eftir
því sem ég kynntist Valda betur
hér heima fór ég að gera mér grein
fyrir því hvers konar gull af manni
hann var, og á bakvið rólegt yf-
irbragð leyndist kraftur sannfær-
ingar, vit og trú, – en oft fékk ég að
verða vitni að því þegar hann notaði
hæfileika sína í þágu hins góða og
munu þau verk hans lifa um
ókomna tíð.
Hver hefði svo trúað því að sú
stund sem við áttum saman sl.
gamlárskvöld í hljóðfæraslætti,
söng, gleði og góðra manna hópi
yrði sú síðasta sem okkur yrði
skömmtuð. Það er erfitt að sjá á
eftir svo góðum og fallegum vini á
besta aldri hverfa á braut á svo
sviplegan hátt og mega rök og
skynsemi sín lítils hér. En eftir
stendur minningin um heilsteyptan
mann sem gaf mikið af sér og hafði
djúp áhrif á mig sem og aðra, – vin
í raun sem ég er þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast og eiga
nokkur ár með.
Ég kveð þig hér góði vinur minn.
Ef það er líf eftir þetta líf og menn
eru dæmdir eftir verkum sínum hér
á jörðinni, þá ert þú nú á þeim
besta stað sem til er. Eftirlifandi
syni, unnustu, fjölskyldu og ástvin-
um sendi ég mína dýpstu samúð.
Einar Þór Guðmundsson.
Ef vér lifum, lifum vér Drottni,
ef vér deyjum, deyjum vér Drottni.
Hvort sem vér lifum eða deyjum erum vér
Drottins.
Allar góðar minningar um ljúf-
an dreng geymum við í hjarta
okkar og þökkum fyrir þær góðu
stundir sem við höfum átt saman,
þær munu ylja okkur í sorginni
um ókomna framtíð.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pétursson.)
Kveðja,
Ragna, Karl og Valdís.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar um um
Valdimar Gunnarsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BORGHILDUR HJARTARDÓTTIR
veitingakona
frá Bjargi, Búðardal,
Kópavogsbraut 1a,
Kópabogi,
lést laugardaginn 15. febrúar.
Útförin auglýst síðar.
Elísabet Á. Ásgeirsdóttir,
Hilmar S. Ásgeirsson,
Huldís Ásgeirsdóttir, Geir Þórðarson,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SKÚLI ÞORKELSSON
rakarameistari
frá Vestmannaeyjum,
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ólafur V. Skúlason, Guðrún Ólafsdóttir,
Ásbjörn Skúlason, Ragnheiður Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir,
bróðir og afi,
FRIÐRIK ÓLAFUR ÓLAFSSON,
lést í Laos miðvikudaginn 12. febrúar.
Útförin auglýst síðar.
Ólafur Friðriksson,
Lilja K. Hallgrímsdóttir, Albertó Marquez,
Ólafur Friðriksson, Brynhildur Jónsdóttir,
Þóra G. Friðriksdóttir, Skúli H. Magnússon,
Elísabeth A. Friðriksdóttir,
Bjarndís H. Friðriksdóttir,
Alexander H. Friðriksson,
Kristófer R. Friðriksson,
systkini og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ANNA SIGRÍÐUR SIGURMUNDSDÓTTIR
frá Svínahólum í Lóni,
áður til heimilis
í Akurgerði 42,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. febrúar sl.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 25. febrúar kl. 13.30.
Halla Steingrímsdóttir,
Guðný Steingrímsdóttir, Ólafur V. Guðmundsson,
Erlendur Steingrímsson, Guðný B. Guðmundsdóttir,
Áslaug Steingrímsdóttir, Birgir L. Blöndal,
Hanna Steingrímsdóttir, Magni Ólafsson,
Sigrún Steingrímsdóttir, Gunnar Þórðarson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.