Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞORBERGUR Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðs- þjálfari í handknattleik, var í gær ráðinn þjálfari Hafnarfjarðarliðsins FH út þetta keppnistímabil. Hann tók við starfi Einars Gunnars Sigurðssonar, sem hætti með FH-liðið á mánudag, og stjórnaði Þorbergur sinni fyrstu æfingu í gærkvöld. Þorbergur, sem er gamalkunnur landsliðsmaður úr Víkingi, lék á árum áður og þjálfaði sænska 1. deildarliðið Saab í Norrköping. Hann tók við lands- liði Íslands eftir HM í Tékkóslóvakíu 1990 og var þjálfari liðsins fram yfir HM á Íslandi 1995. Eftir það gerðist hann þjálfari ÍBV og fyrir þremur árum tók hann við liði Víkings, en tók sér hvíld frá þjálf- un eftir sl. keppnistímabil. FH er í níunda sæti 1. deildar með 20 stig eftir 19 leiki. Grótta/KR er með 21 stig eftir 20 leiki, Fram 24 stig eftir 20 leiki, Þór A. með 26 stig eftir 20 leiki og HK er einnig með 26 stig . Þar fyrir of- an eru Haukar, KR, ÍR og Valur, en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn og er Þorbergur ákveðinn að koma FH í úrslita- keppnina. Þorbergur tók við FH-liðinu Tveir fyrrverandi leikmenn Víkings þjálfa í Hafnarfirði – Viggó Sigurðsson Hauka og Þor- bergur Aðalsteinsson FH. ÞJÓÐVERJAR ætla að prófa raf- eindabúnað, sem skynjar hvort knötturinn fer inn fyrir marklínu, þegar þeir leika gegn Litháen í Evrópuleik 29. mars. Búnaðurinn verður settur upp við mörkin á Franken Stadium í Nürnberg. Þetta verður söguleg tilraun, en oft hafa risið deilur um hvort knötturinn hafi farið inn fyrir marklínu eða ekki. Frægt er atvik sem átti sér stað í úrslitaleik heimsmeistarakeppn- innar 1966 á Wembley, þegar Englendingurinn Geoff Hurst þrumaði knettinum upp undir þverslána á marki Þýskalands og þaðan þeyttist knötturinn niður á völlinn. Þá gerðist það að rúss- neskur línuvörður, sem var í afar slæmri aðstöðu, veifaði til dómara leiksins og sagði að knötturinn hefði farið inn fyrir marklínu. Dómarinn gat ekki annað en dæmt mark, þó að knötturinn hefði ekki farið inn fyrir marklínu – leikmenn Englands hafa við- urkennt það. Þetta var þriðja mark Englendinga, sem fögnuðu sigri í framlengingu, 4:2. Nýi búnaðurinn á að koma í veg fyrir að þannig atburðir geti end- urtekið sig. Dómarinn á að geta fengið upplýsingar um hvort knötturinn fari inn fyrir marklínu eða ekki, augnabliki eftir að vafa- atriði koma upp. Um síðustu helgi voru leikmenn Crystal Palace óhressir að fá ekki dæmt mark þegar knötturinn fór inn fyrir marklínu Leeds í stöð- unni 1:1. Búnaður eins og verður reyndur í Nürnberg hefði komið að góðum notum í leiknum. Þjóðverjar prófa marka- skynjara í Nürnberg  GUNNAR B. Ólafsson, sem lék með Fram í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu síðasta sumar, hefur samið við 1. deildarlið Breiðabliks. Gunnar er 26 ára miðjumaður en hann lék 9 leiki með Fram í deildinni í fyrra og skoraði eitt mark. Hann lék áður með Breiðabliki og á að baki 12 leiki með félaginu í efstu deild, en spilaði síðan í nokkur ár með Tindastóli.  HANDKNATTLEIKSLIÐ KA tekur þátt í æfingamóti í Friesen- heim í Þýskalandi í ágúst og mætir þar liði heimamanna sem fyrrum KA-þjálfarinn Atli Hilmarsson stýr- ir og Halldór Sigfússon leikur með. Samkvæmt heimasíðu KA er einnig búist við því að Guðjón Valur Sig- urðsson og félagar í Essen taki þátt í mótinu.  TEITUR Þórðarson, þjálfari norska knattspyrnuliðsins Lyn, sá lærisveina sína fá skell, 5:0, gegn bandaríska liðinu LA Galaxy á al- þjóðlegu móti á La Manga á Spáni í gær. Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson léku í fremstu víglínu hjá Lyn.  ALEXEI Lalas, fyrrum landsliðs- maður Bandaríkjanna, skoraði eitt markanna fyrir LA Galaxy en hann vakti mikla athygli á sínum tíma, ekki síst fyrir sitt síða skegg og op- inskáa framkomu. Lalas hætti með landsliðinu fyrir mörgum árum en er þó enn aðeins 32 ára.  OTTO Rehhagel, hinn gamal- kunni þjálfari Werder Bremen og Kaiserslautern, er á leiðinni á ný til Þýskalands eftir að hafa verið lands- liðsþjálfari Grikklands. Hann á í við- ræðum við Leverkusen um að gerast tæknilegur ráðgjafi liðsins. Í því starfi var Rudi Völler áður en hann gerðist landsliðsþjálfari Þýskalands.  JOERG Albertz, fyrrverandi mið- vallarleikmaður Þýskalands og Glasgow Rangers, sem hefur verið í herbúðum Hamburger SV, er á för- um til Kína til að leika með Shanghai Shenhua. Þýska liðið leysti Albertz, 32 ára, undan samningi sem átti að renna út í sumar.  MEHMET Scholl, miðjumaður hjá Bayern München, sagði í gær að hann myndi ekki leika á ný með þýska landsliðinu. Frans Becken- bauer, forseti Bayern og varafor- maður þýska knattspyrnusambands- ins, sagði á mánudaginn að þýska landsliðið þyrfti á kröftum Scholl að halda, en hann átti stórleik og skor- aði þrjú mörk gegn 1860 München um sl. helgi.  RUDI Völler, landsliðsþjálfari, sagði einnig að hann vonaði að Scholl myndi skipta um skoðun og leika á ný með landsliðinu. „Að byrja að leika á ný með landsliðinu er ekki til í myndinni hjá mér,“ sagði Scholl, 32 ára, í viðtali við Bild. FÓLK Ég var á leik LA Clippers ogWashington Wizards í síðustu viku (vildi sjá kappann leika í síðasta sinn). Eins og í flest- um útileikjum Wiz- ards, var uppselt á leikinn og áhorfend- ur mættu fyrr til sæta sinna en venjulega. Þegar Jordan kom til upphitunar með sam- herjum fyrir leik var hann hylltur með miklu lófaklappi. Á meðan á leiknum stóð mátti heyra saumnál detta í Staples Center þegar hann reyndi körfuskot og ef hann skoraði fögnuðu áhorfendur af ákafa, mun meira en þegar heimaliðið skoraði. Þetta var óvenjuleg reynsla, en er saga sem hefur endurtekið sig í allan vetur þar sem Jordan hefur leikið á útivelli. Jordan er ekki sami leikmaðurinn og þegar hann stýrði Chicago Bulls til sex meistaratitla, en hann er samt sem áður lykilmaður hjá Wizards. Andstæðingar kappans inni á vell- inum líta með aðdáunaraugum á hann, enda Jordan goð í augum þeirra flestra. Þrátt fyrir það verður Jordan að hafa mikið fyrir hverri körfu. Enginn af yngri leikmönnun- um vill verða gerður að athlægi í viku með því að láta fertugan mann skilja sig eftir og því er hans jafnan mjög vel gætt, oftast af miklu yngri leikmönnum. Jordan skoraði 23 stig í leiknum um daginn og var lykilmaður í sigri Wizards. Hann hefur misst sprengjukraftinn í kringum körfuna, en bætir upp fyrir það með hinu fræga stökkskoti, þar sem hann snýr andstæðinginn af sér og stekkur aft- urábak áður en hann lætur skotið ríða af. Þannig skorar hann flest stigin sín þessa dagana, en það er enn unun að sjá hversu mikill glæsi- bragur er á leikstíl og hreyfingum hans á vellinum. Til hamingju með afmælið! Þrátt fyrir nokkuð harða keppni um góð sæti í úrslitakeppninni, er það sem fyrr sápuóperan í kringum meistara Los Angeles Lakers sem er mesta skemmtunin í augum flestra hér vestra. Eftir fimm sigurleiki fyr- Michael Jordan hélt upp á fertugsafmæli sitt í Los Angeles AP Goð í augum flestra MICHAEL Jordan varð fertugur á mánudag og hefur sýnt undan- farið hversu mikið hann mun skilja eftir sig þegar hann loksins leggur skóna á hilluna fyrir fullt og allt. Hann lék stórt hlutverk í stjörnuleiknum á dögunum og vegna afmælisdagsins hafa fjöl- miðlar hér í landi verið uppfullir af greinum um áhrif kóngsins á NBA-deildina, innan sem utan vallar. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum BOBBY Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, hélt upp á sjötugs- afmælið sitt í gærkvöld með því að stjórna liði sínu gegn Bayer Lever- kusen í meistaradeild Evrópu. Rob- son hefur nú verið á fleygiferð í knattspyrnunni í 53 ár sem leik- maður, þjálfari og knattspyrnu- stjóri, og engan bilbug virðist enn á honum að finna. Robson lék á sínum tíma 584 deildaleiki með Fulham og WBA og spilaði 20 landsleiki fyrir Englands hönd á árunum 1957–1962. Hann skoraði tvö mörk í fyrsta lands- leiknum, gegn Frökkum 1957, og lék með enska landsliðinu á HM í Svíþjóð 1958. Frumraun Robsons í þjálfun var hjá Fulham en hann tók við liðinu á botni efstu deildar 1968 og var sagt upp störfum eftir að það féll þá um vorið. Í janúar 1969 tók hann við Ipswich og lyfti félaginu í efstu hæðir á 13 árum þar. Undir hans stjórn varð Ipswich bikarmeistari 1978, náði öðru sæti ensku deilda- keppninnar og varð UEFA-meistari 1981. Árið 1982 tók Robson við enska landsliðinu og stýrði því sam- fleytt í átta ár, en hann hætti á toppnum eftir að það komst í und- anúrslitin á HM á Ítalíu 1990. Robson stýrði PSV Eindhoven í Hollandi 1990–1992 og félagið varð meistari bæði árin. Þaðan fór hann til Portúgal og stýrði Sporting og Porto og vann þrjá titla með síð- arnefnda félaginu. Þaðan fór hann til Barcelona sem varð bikarmeist- ari og Evrópumeistari bikarhafa undir hans stjórn, aftur til PSV og tók loks við Newcastle á botni ensku úrvalsdeildarinnar 1999. Robson er með opinn samning við Newcastle. „Þetta er eins árs samn- ingur sem rennur aldrei út. Á hverjum morgni þegar Bobby fer á fætur veit hann að hann á enn eitt ár eftir af samningnum. Ég vona að hann stjórni liðinu næstu fimm árin í það minnsta. Bobby er einstakur í sinni röð. Hann stendur ekki á lín- unni á æfingum, heldur er hann inni á vellinum og tekur fullan þátt í því sem um er að vera. Áhuginn og krafturinn eru með eindæmum, hann er ótrúlegur maður,“ segir Freddie Shepherd, stjórnar- formaður Newcastle. Sjötugur þjálfari á fullri ferð Reuters Sir Bobby Robson með orðuna góðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.