Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 57. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 mbl.is Jafngóður og Jordan? Kobe Bryant jafnar stigamet Michaels Jordans Íþróttir 53 Ljóslifandi mannlífsflóra Nói albínói fær þrjár og hálfa stjörnu Fólk 60 Graffað innanhúss Veggjalist gerir unglinga- herbergin hlýleg Daglegt líf 1 MIKLIR stormar, flóð og þurrkar munu ógna tilveru milljarða manna í náinni fram- tíð. Kemur það fram í spá Alþjóðavatns- ráðsins, einnar stofnunar Sameinuðu þjóð- anna. William Cosgrove, varaforseti ráðsins, sagði, að árlega væri um að ræða nýtt met hvað varðaði óvenjulegt veðurfar og alvar- legastar væru þær breytingar, sem orðið hefðu á vatnsbúskapnum víða um heim. Sums staðar væru miklir þurrkar en annars staðar óvanalega mikil úrkoma og flóð. Sagði Cosgrove, að eftir 20 ár myndi helm- ingur mannkyns búa á þeim svæðum, sem væru í mestri hættu. Vísindamenn telja, að breytingarnar stafi að hluta af gróðurhúsaáhrifum og óttast, að þær eigi eftir að aukast er líður á öldina. Það er ekki aðeins, að úrkoman dreifist með öðrum hætti en áður, heldur eru stormviðr- in meiri og hættulegri en fyrr. Þessi mál verða rædd á ráðstefnu um vatnsbúskap í Þriðja heiminum í Japan eftir hálfan mánuð en í yfirliti yfir flóð og afleið- ingar þeirra segir, að frá 1971 til 1995 hafi þau bitnað á 1,5 milljörðum manna. Urðu þau 318.000 mönnum að bana og 81 milljón missti heimili sitt. Á sjötta áratug síðustu aldar urðu sex meiriháttar flóð; sjö á þeim sjöunda; átta á þeim áttunda; 18 á níunda áratugnum og 26 á síðasta áratug. Morgunblaðið/Þorkell Vatn sótt í holu í Mósambík. Spá miklum breytingum á vatnsbúskap Stór svæði í hættu vegna loftslagsbreytinga París. AFP. Tíu fyrirtæki tilkynntu rúmlega 13 milljarða hagnað í gær Tap snýst í hagnað hjá Eimskipi og Flugleiðum  Uppgjörsfréttir/14–20 milljörðum hærri en fjármagnsgjöld. Flugleiðir högnuðust um 2.611 milljónir, en töpuðu 1.212 milljónum árið 2001. Reksturinn var því 3.823 milljónum króna betri árið 2002 en 2001. Jafet Ólafs- son, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf., segir að hlaupið hafi mikill keppnisandi í Flugleiðamenn. „Þeir eru á harðaspretti að taka til í öll- um rekstrinum, enda vita þeir að REKSTUR Flugleiða og Eimskips batnaði samanlagt um 11,5 milljarða króna milli ára, en félögin skiluðu ársuppgjörum til Kauphallar Íslands í gær. Afkoma Eimskips batnaði um 7,7 millj- arða króna milli ára, en hagnaður ársins 2002 nam 4.456 millj- ónum króna. Fjár- magnsliðir urðu já- kvæðir um þrjá milljarða, þ.e. fjármunatekjur urðu þremur samkeppnin er hörð á þessum markaði.“ Sjö önnur fyrirtæki skiluðu ársuppgjörum til Kauphallar Ís- lands í gær, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Ker, Íslenskir að- alverktakar, Líf, Olís, Lands- síminn og Fiskmarkaður Íslands. Auk þess tilkynnti SPRON um afkomu ársins. Samanlagður hagnaður fyrir- tækjanna tíu var 13.240 milljónir króna eftir skatta, en hafði verið 534 milljónir árið áður.                  !! !!" #$ %$ #" " "!$& "" " ! $& '%" "& ("' %$ ($%        )  SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða hf., segir að kostn- aðarlækkun félagsins sem gripið var til á síðasta ári hafi skilað því að kostnaður á sætiskílómetra sé kominn í það sama og hjá lág- gjaldafélögum eins og Ryanair og EasyJet. Hann kveðst mjög ánægður með afkomuna. „Þetta er tölu- vert betra en við gerðum okkur vonir um í byrj- un ársins.“ Spurður að því hvernig Flug- leiðir nái að skila jafngóðum rekstrarárangri og raun ber vitni þegar stöðugt berast fregnir af slakri afkomu flugfélaga víða um heim segir Sigurður að þar ráði t.d. að félagið er ekki eins háð svokölluðum viðskiptafarþegum sem fljúga á hæstu fargjöldum, eins og raunin er t.d. hjá SAS, en samdráttur getur komið hart nið- ur á flugfélögum með slíka stefnu. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Eimskips, segist ekki geta verið annað en ánægður með heildarafkomu ársins. „Innleystur hagnaður er um 2,3 milljarðar, á móti tæplega 900 milljóna tapi á árinu áður, sem þýðir að um er að ræða umskipti upp á um 3,2 millj- arða,“ segir hann. Kostnaður eins og hjá lággjaldafélagi Sigurður Helgason Ingimundur Sigurpálsson TILLAGA þýska arkitektsins Daniels Libeskinds varð hlutskörpust í samkeppninni um nýja byggingu í stað turna World Trade Center í New York. Libes- kind (annar frá hægri) kynnti tillöguna á blaðamanna- fundi í gær en gert er ráð fyrir, að byggingin verði sú hæsta í heimi eða 532,8 metrar. / 20 Reuters Hæsta hús heims í stað turnanna ÍRAKSSTJÓRN samþykkti í gær „í meginatriðum“ að verða við þeirri kröfu Hans Blix, yfirmanns vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, að Al Samoud 2-eld- flaugum Íraka yrði eytt. Var það haft eftir embættismönnum sam- takanna og sendifulltrúum. Sagt er, að Íraksstjórn hafi til- kynnt þetta í bréfi til Blix en hann hafði gefið frest til þess fram á laugardag. Hingað til hafa Írakar mótmælt því, að flaugarnar dragi lengra en 150 km en þau takmörk voru sett í vopnahlésskilmálunum eftir Persaflóastríðið 1991. Ekki er alveg ljóst hvort Írakar eru með þessu að fallast á skilyrð- islausa eyðingu eldflauganna en Blix sagði fyrr í vikunni, að þetta mál væri eins konar prófsteinn á samvinnu þeirra við vopnaeftirlit- ið. Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði hins vegar í gær, að ákvörðun Íraks- stjórnar um eldflaugarnar, hver sem hún yrði, myndi ekki breyta stefnu Bandaríkjanna gagnvart Írak. Kúrdar reiðir Fulltrúar írösku stjórnarand- stöðunnar, jafnt Kúrdar sem aðr- ir, lýstu í gær miklum áhyggjum af fréttum um, að tyrkneskur her myndi fylgja Bandaríkjamönnum í væntanlegri innrás. Sökuðu þeir Bandaríkjastjórn um að hafa brugðist þeim til að tryggja stuðn- ing Tyrkja við hernaðaraðgerðir. „Þetta mun hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir hernaðinn í Írak og getur leitt til beinna átaka við tyrkneska herliðið,“ sagði einn talsmanna Kúrda. Tyrklandsstjórn hefur ekki enn borið undir þingið hvort leyfa eigi bandarískum her að nota landið til árása á Írak en hugsanlegt er, að það verði gert á morgun. Ætlar að eyða eldflaugum Íraska stjórnarandstaðan varar við átökum við tyrkneska herinn Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP.  Bush/24 Íraksstjórn segist munu verða við kröfu vopnaeftirlitsnefndarinnar ÞJÓÐVERJAR, sem sakna enn lífsins í hinu kommúníska Austur-Þýska- landi, munu brátt ekki þurfa að leita lengra en í „DDR-skemmtigarðinn“ til að upplifa gömlu stemmninguna. Hann verður opnaður 1. maí á næsta ári og er því lofað, að hann verði „sögu- lega réttur“. Gestir verða fyrst að fara um landa- mærahlið með grautfúlum vörðum og þar er þeim gert að skipta gjaldeyr- inum sínum fyrir verðlítil, a-þýsk mörk. Að því búnu geta þeir skoðað kommúnískt fjölbýlishús, verslanir með næstum engri vöru, reykspúandi Trabanta og fleira í þeim dúr. Listasögufræðingurinn Susanna Reich segir, að tilgangurinn sé ekki að hæðast að alþýðulýðveldinu, heldur að reyna að sýna lífið þar eins og það var. Kommúnísk stemmning endurlífguð Berlín. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.