Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 12
RÁÐGJAFARFYRIRTÆKIÐ EUphoria, sem hefur það markmið að veita Íslendingum innsýn í Evrópusambandið og gleggri skiln- ing á áhrifum þess á Íslandi, mun á mánudag standa fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um Evrópumál. Kolfinna Baldvinsdóttir, sem stend- ur að EUphoriu, segir ráðstefnuna ekki fjalla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að ESB eða ekki, heldur um stöðu Íslands gagnvart sambandinu í dag og hvaða mögu- leika Íslendingar hafi. Kolfinna segir að Íslendingar hafi ekki oft tækifæri til að heyra milli- liðalaust í því fólki sem starfi að málefnum Íslands í Brussel. „Við er- um búin að vera svo lengi viðloðandi Evrópusambandið og höfum rætt þetta fram og tilbaka en umræðan virðist aldrei hafa farið af fyrsta stiginu. Það er nauðsynlegt, sér- staklega núna þegar samninga- viðræður [EFTA-ríkjanna vegna stækkunar ESB] eru í gangi, að staðan eins og hún er sé skýrð af fólkinu sem stendur núna í þessum samningaviðræðum, í staðinn fyrir að það sé túlkað fyrir okkur á annan hátt,“ segir Kolfinna. Gleymdist Ísland? Meðal fyrirlesara er Diana Wallis, þingmaður á Evrópuþinginu og varaformaður nefndar sem fjallar um málefni EFTA-ríkjanna. Kol- finna segir að hún hafi nýlega gefið út bók sem fjalli um stöðu Íslands og Nor- egs gagnvart Evrópu- sambandinu. „Hún hef- ur allt aðra sýn en við Íslendingar erum vanir að heyra. Hún vill meina að fram- kvæmdastjórnin hafi gleymt okkur og hún skilur alls ekki að Ís- lendingar vilji ekki vera í Evrópusam- bandinu þar sem Ís- lendingar hafa und- irgengist 80% af löggjöf sambandsins,“ segir Kolfinna. Þá mun Paal Frisvold, sem var ritari samráðsnefndar EFTA og ESB, ræða ákveðinn lýðræðishalla sem hann telur að sé innan Evr- ópska efnahagssvæðisins en Kol- finna segir að hann telji að EFTA eigi best heima á safni þar sem EFTA-ríkin eigi ekki aðgang að ákvörðunartöku innan sambandsins og hafi ekki atkvæðisrétt. Á Ísland að fylgja Írum eða Norðmönnum? Einnig munu Andrew Moore, framkvæmdastjóri Samtaka bresks iðnaðar í Brussel, og John Madeley, prófessor við London School of Economics, flytja erindi. Madeley er prófessor í norrænum stjórnmálum og veltir hann því fyrir sér hvort Ís- EUphoria stendur fyrir ráðstefnu um Evrópumál á mánudag lendingar eigi að fara leið Íra og ganga í ESB eða halda áfram að standa utan við það ásamt Norðmönnum. „Hann spyr hvað myndi gerast ef Ísland gerðist aðili að ESB á undan Norðmönnum og bendir á að öðrum smáþjóðum, eins og Ír- um og Finnum, hafi gengið vel í ESB og fengið mikið út úr því,“ segir Kolfinna. Gerhard Sabathil, sendiherra ESB á Ís- landi, Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytisins, og Einar Bene- diktsson, fyrrverandi sendiherra, munu einnig flytja erindi. „Ég held að þetta komi öllum Ís- lendingum við og það sé kominn tími til að ræða Evrópumálin á hag- nýtan hátt, niðri við rótina. Þessi ráðstefna á ekki að fjalla um hvort Ísland eigi að ganga í ESB eða ekki, heldur um hver staða Íslands sé núna. Hvað mun breytast eftir 16. apríl [eftir að tíu lönd til viðbótar skrifa undir aðildarsamninga]? Hvar liggja okkar tækifæri og möguleikar? Við getum ekki vitað hvað er okkur fyrir bestu fyrr en við athugum það,“ segir Kolfinna. Ráð- stefnan er öllum opin og er skrán- ing á vefsíðunni www.euphoria.is. „Kominn tími til að ræða Evrópumál á hagnýtan hátt“ Kolfinna Baldvinsdóttir FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKYLDUR og ábyrgð borgarinnar í velsæmismálum voru í brennidepli á opnum fundi Þróunar- og fjöl- skyldusviðs borgarinnar og Stofn- unar stjórnsýslufræða og stjórn- mála á miðvikudag. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, minnti á að umræðuefni dagsins væri til komið vegna nýlegs dóms Hæstaréttar þar sem bann Reykjavíkurborgar við einkadansi var staðfest. Hann minnti m.a. á að þegar mest lét hafi sjö nektarstaðir verið í borginni áð- ur en borgaryfirvöld tóku ákvörðun um að bregðast við kröfum íbúa og sporna við þeirri þróun. Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, fjallaði í erindi sínu um frelsi og sið- ferði með hliðsjón af dómi Hæsta- réttar. Sagði hún það álit sitt að í dómnum hefðu tekist á fleiri sjón- armið en atvinnufrelsi dansara og velsæmi í þágu almannaheilla; m.a. markaðsvæðing mannslíkamans og óheft viðskiptafrelsi og barátta gegn mannréttindabrotum. Ríkið í hlutverki melludólgs Sigríður sagði að í umræðunni um hvort lögleiða ætti frjálst vændi í ríkjum á borð við Frakkland og Þýskaland væru rökin með lögleið- ingu að auðveldara yrði að hafa op- inbert eftirlit með vændi og þeir sem það stunda fengju réttindi til jafns við aðra launþega. Rökin á móti væru að ríkið fengi skattpen- inga frá vændisiðnaðinum og það væri því í raun í hlutverki mellu- dólgs. Sömuleiðis myndi umfang og umburðarlyndi gagnvart vændi aukast. Sigríður benti á að víðast hvar í heiminum væri refsivert að selja sig en í Svíþjóð hefðu fyrir nokkrum ár- um verið sett lög sem gera vænd- iskaup refsiverð. „Við þurfum að setja okkur í spor þeirra sem hingað koma til að starfa við kynlífsiðnaðinn, okkar frelsi er þeirra frelsi, við erum rót vandans, við erum eftirspurnin – ekki fram- boðið,“ sagði Sigríður. Hjónin Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgarprestur, og Bjarni Karls- son, sóknarprestur í Laugarnes- kirkju, fjölluðu um áhrif kláms á hjónabönd og ungt fólk. Sr. Jóna Hrönn varpaði þeirri spurningu til Bjarna hvað karlmenn væru að sækjast eftir þegar þeir sæktust eftir klámi. „Ég held að þeir séu að leita að hamingjunni,“ sagði Bjarni. Hann sagði vestræna menningu vera „fróunarmenningu“ þar sem öllum þörfum væri fróað. Það leiddi hins vegar ekki til raunverulegrar hamingju. Óábyrg og van- þroskuð samskipti Sagðist Bjarni hafa rætt við fjölda karlmanna sem hefðu nýtt sér kynlífsiðnaðinn „og enn hef ég eng- um kynnst sem er sáttur við sjálfan sig í þessari stöðu og bara ánægður klámneytandi. Hver einasti heiðar- legur karlmaður þekkkir hið kalda sálarmyrkur sem fylgir klámi.“ Bjarni og Jóna Hrönn ræddu um að viðhorf ungs fólks til kláms væru stöðugt meira áhyggjuefni. Tóku þau dæmi af vefnum www.einkamal- .is, þar sem fólk væri „vafrandi um í leit að fróun fyrir hinar og þessar þarfir“, eins og Bjarni komst að orði. Vefurinn væri orðinn vettvang- ur fyrir óábyrg og vanþroskuð sam- skipti fjölda fólks. Jóna Hrönn sagði forsjárhyggju í siðferðisefnum aldrei af hinu góða, hins vegar mætti ekki forðast hana svo heiftarlega að fólk endaði í hin- um öfgunum, afstæðishyggju í sið- ferðisefnum. Hinn gullni meðalveg- ur væri að nota heilbrigða skyn- semi. Jóna Hrönn sagði það skyldu yfirvalda að tryggja almenningi réttindi til persónulegs lífs, fjöl- skyldulífs og atvinnulífs. Klámvæð- ingin ögraði hinum tveimur fyrr- nefndu og mikilvægt að réttur til atvinnu, sbr. réttur til að starfa í kynlífsiðnaðinum, traðkaði ekki á þeim rétti. Hæstaréttardómur og klámvæðing rædd á morgunfundi „Við erum rót vandans, við erum eftirspurnin“ Morgunblaðið/Sverrir Þau fluttu erindi. F.v. Þórólfur Árnason borgarstjóri, Sigríður Þorgeirs- dóttir, dósent við HÍ, sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Þjónustumiðstöðvar munu ekki efla borgaralýðræði SVANBORG Sigmarsdóttir stjórn- málafræðingur og höfundur skýrsl- unnar Borgaralýðræði, pólitísk vald- dreifing í Reykjavík, telur að þjónustumiðstöðvar í hverfum borg- arinnar muni ekki efla lýðræði og þátttöku borgaranna í stjórnun borg- arinnar. Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnkerfisnefndar, sagði í Morgun- blaðinu á þriðjudag að þverpólitískt samkomulag hefði náðst um stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum borgar- innar og að á Norðurlöndunum hefði mistekist að fara þá leið sem Svan- borg mælir með í skýrslunni, þ.e. að færa aukin völd til hverfaráðanna. Svanborg segist ekki telja að hug- myndin, eins og Dagur kynni hana, muni efla borgaralýðræði. „Það er kannski til þess fallið að auka aðgengi að þjónustu og ánægju með þjónustu borgarinnar, en ekki til að auka lýð- ræði. Sérstaklega ekki ef engin ákvörðunartaka á að eiga sér stað í þessum þjónustumiðstöðvum sem ég tel ótrúlegt. Þetta er þjónustumiðstöð en ekki pólitísk stefnumótunar- eða ákvörðunarmiðstöð,“ segir Svanborg. Hún telur bestu leiðina að efla hverfaráðin. Bjóða upp á almenna borgarafundi oftar en einu sinni á ári þar sem fjallað yrði um sérstök verk- efni t.d. um skipulagsmál og skóla- mál. „Þar sem Íslendingar eru ekki vanir að taka þátt í pólitískum verk- efnum sem ekki eru flokkspólitísk þarf tíma og stuðning frá borginni til að hvetja fólk til að mæta á svona fundi,“ segir Svanborg. ÍSLENSKA sendi- ráðið í Stokkhólmi er um þessar mundir að skipuleggja mikla Ís- landshátíð í miðborg Stokkhólms sem haldin verður 28. maí. „Þetta verður tólf tíma hátíð í Kungsträdgården; hátíðin heitir nafninu Íslandsdagurinn, við erum að kenna Svíum íslensku,“ segir Svav- ar Gestsson, sendi- herra í Stokkhólmi. „Þarna verður mik- ið af íslenskum hest- um en þeir eru það sem er frægast af Íslandi í dag. Alls eru fimmtán þúsund Íslandshestar skráðir í Sví- þjóð núna. Þarna verða allir bestu knapar Íslandshesta, íslenskir sem sænskir, og munu þeir sýna í garð- inum. Meðal annars munu þeir leggja á skeið á langhliðunum í garðinum sem mun vafalítið vekja athygli. Síðan er meiningin að þarna gefi íslenska þjóðin Svíum hest. Það á þó eftir að koma í ljós hver afhendir hestinn og hver tek- ur við honum.“ Svavar segir að meðal þeirra sem komi við sögu á Íslandsdeg- inum verði að óbreyttu forseti Ís- lands, landbúnaðarráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík auk fjölmargra annarra. „Þarna verður einnig kynnt íslensk menning, tón- list og bókmenntir. Það verður mikið popp, og íslenskar hljóm- sveitir Ske, Hafdís og Apparat munu koma fram auk þess sem þarna verður ýmislegt annað á borð við djasstríó Björns Thorodd- sens. Hér í Svíþjóð er mikill áhugi á íslensku poppi og stundum er í fjölmiðlum talað um „íslenska poppundrið“. Þá munu íslensk fyrirtæki með rekstur í Svíþjóð koma þarna við sögu og með- al íslenskra fyrirtækja hér má nefna Kaup- þing, Baug, Opin kerfi, Bakkavör og Össur. Einnig verða þarna að- ilar eins og Reykjavík- urborg og íslensk orkufyrirtæki, m.a. Landsvirkjun og Orku- veita Reykjavíkur sem munu sýna hreina orku. Útflutningsráð mætir einnig á svæðið og heldur ráðstefnu um íslenskar tæknivör- ur en það verður líka haldin ráðstefna í tengslum við Ís- landsdaginn um hreina íslenska orku. Þá verður ferðamálaráð aðili að hátíðinni ásamt að sjálfsögðu Flug- leiðum sem eiga mikinn þátt í sam- komunni auk þeirra íslenskra ferðaskrifstofa sem eru hér í Sví- þjóð, fjórar talsins.“ Þátttökufrestur til 7. mars Svavar segir að viðskiptaþjón- usta utanríkisráðuneytisins hafi að undanförnu verið að senda bréf til fyrirtækja með tengsl við Svíþjóð og hvetja þau til þátttöku. Frestur til að skrá sig rennur út 7. mars. „Þetta er örugglega skemmtileg hátíð og kannski má kalla hana til- raunahátíð. Ef hún tekst vel verður þetta kannski gert aftur. Þetta er tilraun sendiráðsins að tengja áhuga aðila um Ísland, íslensk fyr- irtæki og íslenska menningu og fleiri saman í einum punkti. Ég vona að þetta skili mikilli at- hygli á Ísland um alla Svíþjóð. Að halda hátíð sem þessa í Kungsträd- gården er eins og að halda hátíð á Austurvelli á Íslandi. Hún vekur örugglega mikla athygli um allt þetta stóra land.“ Íslandshátíð verður haldin í Kungsträdgården í Stokkhólmi í maí Svavar Gestsson Eins og að halda hátíð á Austurvelli ÞRIGGJA ára áætlun um rekstur, framkvæmd og fjármál Reykjavík- urborgar 2004-2006 var samþykkt í borgarráði á þriðjudaginn. Þórólfur Árnason, borgarstjóri, segir í for- mála að áætlunin sé rammi um ár- lega fjárhagsáætlanir. Hún sé stefnumótandi, leiðbeinandi í eðli sínu, en ekki skuldbindandi eins og fjárhagsáætlun hvers árs. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn segja að sveitarstjórnarlög hafi verið brotin vegna þess hve seint þriggja ára áætlun sé lögð fram. Samkvæmt 63. grein laganna eigi að leggja áætl- unina fram innan mánaðar frá af- greiðslu árlegrar fjárhagsáætlunar, en það hafi verið gert 2. janúar sl. í Reykjavík eða fyrir rúmum einum og hálfum mánuði. „Um leið og harðlega er gagnrýnt, að þessu lagaákvæði hefur ekki verið fylgt, er óskað eftir áliti borgarlög- manns á því, hvaða áhrif það hefur á gildi áætlunarinnar,“ segir í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fram í borgarráði á þriðjudaginn. Segja sveitar- stjórnarlög brotin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.