Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FULLBÓKAÐ var í fyrstu áætl- unarferð lágfargjaldafélagsins Ice- land Express frá Keflavík til Kaup- mannahafnar í gærmorgun, en síðdegis var síðan fyrsta ferð félags- ins farin til London. Félagið opnaði söluskrifstofu í Reykjavík 9. janúar sl. og hóf þá sölu farmiða, en samkvæmt áætlun verð- ur flogið daglega til Kaupmanna- hafnar klukkan 8.30 á morgnana og til London kl. 16. Samkvæmt upplýsingum Iceland Express hafa undirtektir við- skiptavina verið töluvert umfram áætlanir forráðamanna þess og hef- ur sala farmiða í marsmánuði þegar náð 70% af áætlaðri lágmarks- sætanýtingu, en á heimasíðu fé- lagsins kemur fram að um 30% allra netbókana komi frá útlöndum. Breska flugfélagið Astraeus ann- ast flugrekstur Iceland Express og notar til þess Boeing 737 þotu. Breskir flugmenn fljúga vélinni til að byrja með, en rætt hefur verið við íslenska flugmenn um að koma til starfa hjá félaginu til að annast flug- ið fyrir Iceland Express, en 15 ís- lenskir flugliðar hafa verið ráðnir. Morgunblaðið/Sverrir Fyrstu farþegarnir ganga frá borði flugvélar Iceland Express í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Fullbókað í fyrstu ferð SAMRÁÐSFUNDI norrænna þing- forseta, sem haldinn er hér á landi, lýkur í dag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að fund- urinn hafi verið fróðlegur og gagnlegur. Á fundinum var m.a. rætt um alþjóðlegt samstarf þing- anna, öryggismál þinganna og málfrelsi þingmanna. „Forsetar norrænu þinganna hittast einu sinni á ári til skiptis í löndunum til þess að bera saman bækur sínar og fara yfir ýmis mál sem eru í senn fróðleg og gagnleg. Það er gagnlegt og nauðsynlegt að kynnast reynslu og sjónarmiðum hver annars. Á þessum fundi núna verður sérstaklega fjallað um starfsemi þinganna á alþjóðavett- vangi, samstarf Norðurlandanna innan Evrópusambandsins og með hvaða hætti Norðurlöndin geti beitt sér á alþjóðavettvangi. Þá var á fundinum farið yfir öryggis- mál þinganna og loks ræddi ég sérstaklega málfrelsi þingmanna í ljósi nýlegra dóma hér á landi,“ sagði Halldór. Þingforsetarnir skoðuðu í gær starfsemi Íslenskrar erfðagrein- ingar. Þeir fóru einnig og skoðuðu íslensk handrit í Þjóðmenning- arhúsinu. Í gærkvöldi bauð Hall- dór Blöndal þingforsetunum á sin- fóníutónleika. Í dag halda fundahöld áfram, en dagskránni lýkur með ferð í Bláa lónið. Þingforsetarnir fara af landi brott í dag ef undan er skilin Riittu Uosukainen forseti finnska þingsins, sem verður í opinberri heimsókn hér á landi um helgina. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Norrænu þingforsetarnir fyrir framan Alþingishúsið. Frá vinstri: Björn von Sydow, forseti sænska þingsins, Jørg- en Kosmo, forseti norska þingsins, Riitta Uosukainen, forseti finnska þingsins, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Ivar Hansen, forseti danska þingsins. Þriggja daga samráðsfundi norrænu þingforsetanna lýkur í dag. Rætt um alþjóðlegt samstarf þjóðþinganna MÁR Haraldsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir að nú taki við skipulagsvinna hjá sveitarfélaginu í kjölfar ákvörðunar Landsvirkjunar um að ráðast í gerð Norðlingaöldu- veitu samkvæmt úrskurði setts um- hverfisráðherra. Hann segist ekki sjá fyrir sér að málið stöðvist hjá þeim úr þessu en framkvæmdin hefur verið mjög umdeild innan hreppsnefndar- innar. Már á fund með forsvarsmönn- um Landsvirkjunar í dag ásamt odd- vita Ásahrepps. Til þessa hefur ekki verið gert ráð fyrir uppistöðulóni í aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps en í Ásahreppi, sem einnig á land að veitusvæðinu, var lón í allt að 575 metra hæð yfir sjó inni á aðalskipu- lagi. Með úrskurði setts umhverfis- ráðherra, þar sem uppistöðulón fer útúr friðlýstum Þjórsárverum og gæti lækkað niður í 566 m y.s., þarf að endurskoða það skipulag, að sögn Jónasar Jónssonar, oddvita Ása- hrepps. Jónas taldi einboðið að af Norðlingaölduveitu yrði en hann vildi ekki tjá sig að öðru leyti um ákvörðun Landsvirkjunar fyrr en að loknum fundinum í dag. Már bendir á að nokkur skilyrði setts umhverfisráðherra fyrir því að heimila Norðlingaölduveitu beinist að Umhverfisstofnun og sveitar- stjórnum á svæðinu og í samráði við þau. Meðal þess sé ákvörðun um end- anlega stærð og umfang setlónsins og framkvæmdaáætlun til að stjórna og draga úr áhrifum vegna jarðvegsrofs og fokefna meðfram bökkum Norð- lingaöldulóns og setlóns. Már lítur svo á að með úrskurði ráðherra sé hægt að stækka friðland- ið en hann setur ákveðin spurninga- merki við setlónið undir Hofsjökli, austan Arnarfells, sem á að miðla vatni í Þjórsárlón. Setlónið sé í raun ekkert annað en hluti af Kvíslárveitu 6, sem fulltrúi Landsvirkjunar í Þjórsárveranefnd hafi hafnað á sín- um tíma. Setlónið geti orðið „erfiður biti að kyngja“ fyrir sveitarstjórnina. Einnig geti orðið erfitt að stýra rennsli í fossum með jafn mikilli lækkun á yfirborði uppistöðulónsins sem gerð sé tillaga um í úrskurðin- um. „Ég sé það ekki fyrir mér úr þessu að málið stöðvist hjá okkur. Þetta er kannski frekar spurning um að ná fram lagfæringum á þeim útfærslum sem settar voru fram hjá Jóni Krist- jánssyni þannig að tryggð verði lág- marks umhverfisáhrif af fram- kvæmdinni. Við þurfum að fara í ákveðna skipulagsvinnu og ef sam- komulag næst um hana yrði fram- kvæmdaleyfi gefið út. Ég geri mér á þessari stundu ekki grein fyrir því hvað þetta gæti tekið langan tíma,“ segir Már en telur það skýrast betur eftir fund með Landsvirkjunarmönn- um í dag. Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps um ákvörðun Landsvirkjunar „Sé ekki að málið stöðvist hjá okkur“ MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins fjallaði á fundi sínum í gær um ósk Kristjáns Pálssonar alþingismanns um að honum yrði heimilað að bjóða fram lista við alþingiskosningarnar í vor í Suðurkjördæmi undir listabók- stöfunum DD. Samkvæmt upplýsingum Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, hafnaði mið- stjórnin þessu erindi, m.a. með vísan til samskonar afstöðu til samskonar erinda sem áður hafa komið fram. Hvatt til samstöðu Í fréttatilkynningu eftir fund mið- stjórnar segir: „Miðstjórnin lýsir þeirri von sinni að ekki komi til óein- ingar milli sjálfstæðismanna í Suður- kjördæmi og hvetur þá til samstöðu um Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans undir forystu Davíðs Oddssonar. Aðeins með sterkri samstöðu verður árangur síðustu ára varðveittur og grundvöllur lagður að áframhaldandi framfarasókn öllum til hagsbóta.“ Á fundi miðstjórnar var einnig samþykkt að samhliða endurskoðun prófkjörsreglna sem þegar hefur ver- ið samþykkt, skuli framkvæmdastjóri flokksins gera tillögu að sérstökum starfsreglum fyrir kjörnefndir Sjálf- stæðisflokksins bæði við sveitar- stjórnar- og alþingiskosningar. Skulu reglurnar lagðar fyrir miðstjórn að lokinni kynningu hjá kjördæmisráð- um flokksins. Veldur vonbrigðum Niðurstaða miðstjórnar kemur Kristjáni Pálssyni ekki sérstaklega á óvart miðað við það sem á undan er gengið, að sögn hans. „Niðurstaðan veldur mér að sjálfsögðu vonbrigð- um,“ segir hann. „Það kemur fram í bókun miðstjórnar að settar verði reglur um hvernig staðið verður að málum innan uppstillingarnefnda. Auðvitað segir það eitthvað um að mönnum finnist þetta ekki hafa verið mjög eðlilegt. Það sem eftir stendur er svo að þau vinnubrögð sem viðhöfð voru sverta í mínum huga ímynd flokksins. Mér finnst mjög alvarlegt að menn skuli hafa gengið eins langt og raun ber vitni, vitandi það hvaða afleiðing- ar það gæti haft. Þessi kjörnefnd í Suðurkjördæmi hefur að mínu áliti farið yfir öll velsæmismörk,“ sagði Kristján. Aðspurður sagðist hann ekki hafa ákveðið hvert framhaldið verður af hans hálfu og kvaðst ekki geta tekið afstöðu til þess á þessari stundu hvort um sérframboð verður að ræða. Miðstjórn hafnaði erindi Kristjáns Pálssonar 40% milli ára og að gengið verði til samninga.“ Valgerður sagði að reksturinn hefði kostað 120 milljónir króna á liðnu leikári, en þegar hefði verið ráðist í að draga úr kostnaði og yf- irstandandi leikár myndi kosta um 70 milljónir. „Þetta er samdráttur upp á 50 milljónir króna, við erum að vinna upp halann,“ sagði Valgerður. Hún sagði að ekki hefði verið óskað eftir aukafjárveitingu vegna vand- ans. Óskað hefði verið eftir styrk sem greiddur yrði á leikárinu sem og vilyrði fyrir styrk á næsta ári, þann- ig að hægt yrði að vinna á vandanum ÖLLU starfsfólki Leikfélags Akur- eyrar, 15 manns, var í gær sagt upp störfum. Valgerður H. Bjarnadóttir for- maður stjórnar Leikfélags Akureyr- ar sagði að félagið hefði frá áramót- um verið samningslaust við Akur- eyrarbæ, en á fundi bæjarráðs í gær sem hún sat sem formaður LA ósk- aði hún eftir því að fá tryggingu fyrir því að Akureyrarbær myndi semja áfram um fjárframlög til félagsins. Hún sagði að engin slík loforð hefðu verið gefin, „en ég trúi ekki öðru en að bærinn virði það við okkur að við höfum keyrt reksturinn niður um á tveimur árum. Staðan væri hins vegar sú að enginn samningur væri fyrir hendi né fyrirsjáanlegt að styrkur yrði greiddur. Þar sem samningar leikara eru einungis lausir einu sinni á ári og uppsagnarfrestur þeirra 6 mánuðir hefði stjórninni verið nauðugur sá kostur að segja starfsfólkinu upp nú. Ákvörðunin hefði vissulega verið erf- ið, en menn tryðu því að samningar næðust við bæinn og að ekki kæmi til uppsagnanna. Þó mætti gera ráð fyr- ir að starfsfólk biði ekki lengi milli vonar og ótta heldur færi að leita sér að atvinnu annars staðar. Starfsfólki LA sagt upp Á SÍÐUSTU fjórum dögum hefur lögreglan í Kópavogi stöðvað yfir 50 manns fyrir hraðakstur sem er talsvert meira en venja er til. Lögreglan hefur ekki staðið fyrir sérstöku umferðarátaki sem gæti skýrt þennan fjölda. Að sögn lögreglunnar hafa margir verið stöðvaðir á ríflega 100 km hraða á vegum þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Minna ber á hraðakstri í íbúð- argötum. Þá voru tveir öku- menn teknir ölvaðir við akstur í fyrrinótt. Mikið um hraðakstur í Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.