Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 39 ✝ Sigurður Her-steinn Árnason Hafstað fæddist í Vík í Skagafirði 27. júlí 1916. Hann and- aðist í Reykjavík 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Jónsson Haf- stað, búfræðingur og bóndi í Vík í Skagafirði og Ingi- björg Sigurðardóttir frá Geirmundarstöð- um í Skagafirði. Systkini hans voru Árni, Páll Steindór, Steinunn Alda, Jón Haukur, Ingibjörg Erla, Sigmar Halldór, Margrét Sigríður, Sigríður Mar- grét, Guðbjörg og Valgerður Birna. Eiginkona Sigurðar frá 12. maí 1944 er Ragnheiður Ragn- arsdóttir Kvaran, f. 1919. Börn þeirra eru: Þórunn skrifstofu- stjóri, f. 1945, bú- sett í Noregi, Ingi- björg forstjóri, f. 1947, Hildur skóla- stjóri, f. 1952, Ragn- ar kerfisfræðingur, f. 1959, Sigríður kennari, f. 1961, Árni læknir, f. 1961, búsettur í Portúgal. Barnabörnin eru tólf og langafabörn- in eru fjögur. Sigurður tók stúdentspróf frá MR 1937, cand.oecon. 1941 og cand.juris 1944 frá Háskóla Íslands, hdl. 1952 og hrl. 1963. Hann starfaði í utanríkisráðuneytinu frá 1944 til 1986, lengst af í sendiráðun- um í Stokkhólmi, Moskvu, Ósló og París. Útför Sigurðar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Afi minn Sigurður Hafstað er far- inn eftir mikla baráttu við veikindi. Ég reyni að gleðjast með honum yfir því að vera laus undan þeim þján- ingum sem hann hefur gengið í gegnum undanfarið, en söknuðurinn er engu að síður sár. Það er erfitt að hugsa sér tilveruna án þeirra sem hafa alla tíð verið stór hluti af lífi manns. Ég reyni að fylla upp í tómið með minningum, það er eina leiðin. Mér eru ofarlega í huga allar sam- verustundir okkar afa og ömmu á Aragötunni þar sem við gátum setið endalaust og spjallað. Húmorinn hans afa kom mér ætíð í gott skap og ég sé hann fyrir mér brosandi út í annað, með ljóð á vör. Þrátt fyrir að heilsunni hafi smám saman hrakað, var húmorinn við hestaheilsu alveg framundir það síðasta. Hann lét heilsuleysið til að mynda ekki aftra sér í að taka margan grindarsnún- inginn við ýmis tækifæri, okkur fjöl- skyldunni til mikillar skemmtunar. Mér er minnisstæð ein síðasta samverustund okkar afa. Þá lásum við saman ljóð eftir Stein Steinarr og læt ég það vera mína síðustu kveðju. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? Þórunn Hafstað. Allt frá því ég man fyrst eftir mér hef ég verið stoltur af að eiga Sigurð Hafstað fyrir frænda. Yfir honum var alla tíð svipmót heimsmannsins, þess sem löngum bjó í stórborgum, en var þó trúr sínum skagfirska uppruna. Menn löðuðust alls staðar að honum, íslenskir sem erlendir, hlustuðu á hann segja frá, tala um bókmenntir eða lesa kvæði. En ekki hrifust þeir síður af áhuga hans á umhverfi sínu og viðmælendum og uppörvandi samræðu. Hann var meistari samtalsins, rökræðunnar og orðsins listar allt þar til yfir lauk. Hvar sem hann var reyndist hann íslenskum stúdentum vel, greiddi götu þeirra langt umfram það sem nokkur gat ætlast til af sendiráðs- manni og sýndi þeim fágæta gest- risni. Ég hef reyndar aldrei kynnst öðrum eins höfðingsskap og á heim- ili þeirra hjóna, Ragnheiðar og hans. Hús þeirra stóð opið nótt sem dag, hvar sem þau voru stödd: í Stokk- hólmi, Moskvu, París, Ósló eða Reykjavík. Og á þessu flakki ólust börnin upp og áttu þó alltaf öruggt heimili þar sem íslensk menning var í hávegum höfð. En skólabækurnar voru kannski rússneskar eða fransk- ar. Eftir á að hyggja finnst mér stof- an þeirra Sigurðar og Ragnheiðar alltaf hafa verið sú sama með sínum smekklega blæ, íslenskum og al- þjóðlegum í senn. Þau voru tíu systkinin í Vík sem upp komust. Sigurður var næstelst- ur. Hann braust til mennta með að- stoð góðra manna, einkum Sigríðar Snæland föðursystur sinnar sem bjó á þeim tíma ásamt manni sínum, Pétri Snæland, í Hafnarfirði. Á heimili þeirra hjóna fengu Víkur- systkinin að dveljast hvert af öðru á unglingsárum til að geta sótt skóla í Flensborg. Eftir að elstu bræðurnir fóru í Menntaskólann mun Sigríður hafa sent þeim kvöldmat daglega með áætlunarbíl úr Hafnarfirði. Móðir þeirra, Ingibjörg í Vík, lést þegar Vala, yngsta dóttirin, var að- eins tveggja ára en Sigurður um það bil að hefja nám fyrir sunnan. Nærri má geta að veikindi móðurinnar og fráfall hafi verið mikið reiðarslag. En jafnframt hefur þessi reynsla styrkt systkinaböndin og samheldn- ina innan fjölskyldunnar. Í ágætu viðtali í tímaritinu Heima er best ár- ið 1986 lýsti Sigurður Víkurheim- ilinu á uppvaxtarárunum og rakti jafnframt skólagöngu sína, fjöl- skyldusögu og litríkan starfsferil. Hann átti ekki beinlínis greiða leið að æðstu stöðum í utanríkis- ráðuneytinu. Það liðu áratugir áður en hann var gerður að sendiherra og þótti mörgum undarlegur sá seina- gangur. Kannski að hann hafi þótt fremur „óþægur“ stundum og ekki hirt um að smjaðra fyrir yfirboður- um. Hann var alltaf samkvæmur sjálfum sér og henti gaman að öllu falsi og fagurgala. Þetta m.a. gerði hann svo spennandi í augum vina og frænda. Eflaust má með nokkrum rétti halda því fram að hann hafi fórnað skjótum frama í utanríkis- þjónustunni fyrir sjálfstæðið, bók- menntirnar og andans ríkidæmi. Þannig var Siggi. Ég sé hann fyrir mér í París þar sem hann situr í reykskýi og teflir við stúdenta af 68- kynslóðinni og ræðir við þá um Knut Hamsun. Fáeinum árum síðar er hann í Moskvu og rýnir í nýjasta af- rek Íslendings á sviði bókmennta, Rímblöð sýslunga síns, Hannesar Péturssonar. Ég man að hann staldraði við kvæðið „Ísland“ þar sem segir í fyrsta erindi: Minn staður er hér, þar sem Evrópa endar og auðnir hnattarins taka við. Eldgröf í sæ, með ísbláan múrinn á aðra hlið. Hann hélt svo í páskafríi með fjöl- skyldunni til Georgíu, þar sem Evr- ópa endar í suðaustri, og orti af því tilefni vísu í anda Hannesar. Frá höfuðborginni „Tvílýsi“ var haldið til Gori, fæðingarborgar Stalíns; þar var þá eina styttan af leiðtoganum sem enn var uppistandandi í Sov- étríkjunum. Allt var þetta ævintýri líkast. Og síðustu árin þegar heilsan var farin að bila, hélt frændi enn sinni gömlu reisn. Ég minnist heimsóknar til þeirra hjóna fyrir örfáum miss- erum með sameiginlegum vini, Her- manni Pálssyni, prófessor í Edin- borg. Áður en ég vissi af voru Húnvetningurinn og Skagfirðingur- inn komnir í djúpar samræður um Björn Breiðvíkingakappa, Hvítra- mannaland og Vínland hið góða. Mig langar líka að minnast Þór- unnar Kvaran, tengdamóður Sig- urðar sem síðustu árin bjó á heimili þeirra hjóna. Samband þeirra þriggja einkenndist af virðingu og hlýju. Ég sé þau fyrir mér við spila- borðið þar sem fjórði maður var Steinunn Hafstað hótelstjóri, föður- systir mín. Þau nutu þess að sitja saman öll fjögur og gleyma sér yfir góðu briddsi. Þá var frú Þórunn komin hátt á tíræðisaldur. Það er ekki hægt að ímynda sér samhentari hjón og meiri félaga en þau Sigurð og Ragnheiði. Áhuga- málin voru þau sömu: bækur, saga og málefni samtíðar. Þau fylgdust líka með ættfólkinu, stöppuðu í það stálinu, hvöttu það til dáða og glödd- ust með glöðum. Á 85 ára afmæli Sigurðar efndu þau hjónin enn til stórveislu með hjálp dætranna sem aldrei brugðust. Silfurhærði öldung- urinn sat í öndvegi með gamanyrði á vör og húsið fylltist einu sinni enn af frændum og vinum. Svo leið rúmt ár. Skömmu fyrir síðustu jól var heilsa þessa mikla hraustmennis al- veg þrotin. Ég kom með móður minni til að óska gleðilegra jóla. Þá var sætið autt, hann hafði verið fluttur á sjúkrahús og átti ekki aft- urkvæmt. Ragnheiður var hjá hon- um og fannst mér það táknrænt fyr- ir þeirra órjúfandi samband. Með þakklæti í huga kveð ég góð- an frænda og frábæran öðling sem hefur alla tíð verið okkur ættfólkinu svo mikils virði. Baldur Hafstað. Í augum mínum og míns frænd- fólks voru Sigurður og Ragnheiður sérstök stofnun, gluggi út í hinn stóra heim. Reyndar var þetta meira en gluggi, heilt hús úti í löndum og stór Hafstaðsfjölskylda þar í. Þau hjónin komu alloft í Tjörn og tóku nokkuð af umheiminum með sér hingað heim. Sagðar voru sögur af framandlegum þjóðum, rædd stjórnmál og heimsmál við matborð- ið. Á eftir urðu kvöldin löng og í stof- unni var nú einkum skeggræddur skáldskapur. Tilvitnanir voru þuld- ar, erindi voru á kreiki og heilu skáldin svifu í loftinu, umlukin sígar- ettureyk og viskýkeim. Miðdætur þeirra hjóna voru á ald- ur við okkur eldri systkinin og dvöldu oft hér á bænum og báru með sér kröftuga strauma svo sem frá stúdentauppreisnum í París eða listaandófi í Moskvu. Þær sögðu af þessu krassandi sögur á milli þess sem þær drifu okkur á hestbak eða böll. Seinna meir átti ég eftir, og öll mín mörgu systkini í óreglulegri röð, að drepa á dyr Sigurðar og Ragnheiðar og eiga þar athvarf um lengri eða skemmri tíma. Ég heim- sótti þau í Moskvu ásamt vinkonu minni og verðandi eiginkonu jólin 1972. Það var algjörlega sjálfsagt mál að þessir flökkustúdentar dveldu þarna í mánuð þó að börnin á heimilinu yrðu að safnast í eitt her- bergi á meðan. Margt var að sjá í Moskvuborg á miðjum Brésnefs- tíma eins og gefur að skilja. Það sem líklega reyndist mér þó notadrýgst úr þeirri för voru þau ferðalög sem þar voru farin um íslenskar ljóða- lendur. Þetta var mér akademía. Með hægum og ástríðulausum flutn- ingi vel valinna ljóða miðlaði Sigurð- ur sinni miklu ástríðu og hreif mann með sér. Svo voru ljóðin rædd, hann var aldrei hlutlaus heldur felldi óspart dóma og dómar hans um skáldskap hafa gjarnan orðið mínir dómar. Annan mánuð löngu síðar dvaldi ég hjá þeim hjónum í Ósló ásamt dóttur minni. Húsið var opið og allt til reiðu, ég fékk umönnun eins og hjá foreldrum. Ég var við nám og þau létu sér mjög annt um það sem ég var að gera, fylgdust af forvitni með því sem gerðist kringum mig í háskólanum. Þetta var undir lok starfstíma Sigurðar og hann hafði nú hægt um sig, en ég sá það í göml- um gerðabókum í Brunborgarstofu frá fyrri dvöl þeirra Sigurðar í Ósló að þá var hann mjög virkur í starfi Íslendingafélagsins og þá var hús þeirra víst nokkurs konar miðstöð námsmanna og ungra Íslendinga í borginni. Sigurð Hafstað má telja með frumherjum íslenskrar utanríkis- þjónustu. Íslendingar tóku þau mál í eigin hendur eftir hernám Dan- merkur og þegar fyrir lýðveldis- stofnun var hann orðinn starfsmað- ur ráðuneytisins. Hann var vel menntaður til slíks starfs og mikill Íslendingur, fús að gagnast sem best lýðveldinu unga. Ég þykist vita að hann hafi haldið fast fram ís- lenskum viðskiptahagsmunum í starfi sínu en það var lítt til umræðu heima hjá honum, það ég man. En líklega var honum mest umhugað um menningarleg utanríkisviðskipti okkar. Hann hlýtur að hafa verið öfl- ugur fulltrúi þjóðar sinnar þegar hann var upp á sitt besta, glæsi- menni með íslenskt þjóðarstolt og íslenskan menningararf á valdi sínu í óvenjulegum mæli. Sigurður var húmanisti af þeirri gerð sem nú er sjaldgæf orðin í heimi hnattvæddrar sölumennsku, og á kannski ekki lengur við í störfum diplómata. Ef til vill ætti enginn að gegna ut- anríkisþjónustu nema skamma hríð. Framan af mun Sigurður hafa kunn- að starfsvettvanginum vel. En það er efalaust að þetta er á margan hátt afar erfiður vettvangur. Diplómat- inn er á margan hátt ófrjáls maður. Hann einangrast frá vinum sínum og börn hans eiga á hættu að missa þjóðlegar rætur sínar. Þetta var Sigurður mjög meðvitaður um og áður lauk fór hann að líta á hina löngu utanlandsdvöl sem nokkurs konar útlegð. Seinni hluti dvalarinn- ar var þeim hjónum erfiður á marg- an hátt, sérstaklega eftir að þau sendu yngri börn sín heim. En börn- in höfðu gott vegarnesti úr foreldra- húsum og líklega eru trygglyndið og samheldnin sá arfur þaðan sem mestu hefur ráðið um farsæld þess- arar fjölskyldu. Ég ætla ekki að reyna að lýsa Sig- urði Hafstað. Það væri ekki fljótgert því maðurinn var flókinn, með kosti sína og galla. Svo er mér líka málið of skylt því Sigurður var einn þeirra sem mest áhrif höfðu á mína eigin persónu og viðhorf. Það var ekki bundið við mig og ekki við frænd- semina. Ég held að Sigurður hafi gjarnan haft mótandi áhrif á ungt fólk sem náði sambandi við hann á annað borð. En fyrir þetta ber mér nú að þakka. Þórarinn Hjartarson. Siggi frændi var alltaf sveipaður einhverjum dýrðarljóma. Hann var í utanríkisþjónustunni og fjölskyldan bjó erlendis árum saman, fyrst í Osló, svo í París og Moskvu. Á öllum þessum stöðum voru þau Ragnheið- ur slíkir höfðingjar heim að sækja að af bar, um það geta allir vitnað sem til þeirra leituðu og þeir voru mjög margir. En þótt Sigurður væri veraldar- vanur heimsborgari var hann kannski meiri Íslendingur en flestir aðrir, hann var afburða íslensku- maður og slíkur unnandi ljóðlistar að það hálfa hefði verið meira en nóg. Og væri honum haldin veisla á Íslandi vildi hann soðinn fisk, helst siginn. Hann var glæsilegur maður og stundaði box á sínum yngri árum. Það vakti aðdáun okkar strákanna að minnsta kosti. Hann var svalur, ég held að hann hafi farið í kasínó gagngert til að vinna, rétt eins og annað fólk fer í bankann til þess að taka út. Því hefur verið haldið fram að sá eiginleiki fólks sem mestu máli skiptir sé sá að vera skemmtilegur. Kannski er það vegna þess að svo margir aðrir jákvæðir eiginleikar fylgja óhjákvæmilega með. Siggi frændi var skemmtilegur. Á tímum kalda stríðsins þegar njósnað var um allt og alla var hann í Moskvu. Þá voru engin málefni svo lítilfjörleg að rússneski björnin þyrfti ekki að hafa yfir þau fullkomið bókhald. All- ur póstur var þess vegna lesinn af njósnara sem kunni íslensku. Sá hét Anatólí og Sigurður þekkti hann vel. Og úr því að ekki var hægt að breyta þessu ásandi mátti þó reyna að hafa af því nokkurt gaman. Rússarnir áttu ekki í vandræðum með utaná- skrift sendibréfanna, það prófaði hann með því að senda sjálfum sér bréf frá Vestur-Evrópu til Moskvu. Utanáskriftin var: Sigurður Haf- stað, USSR. Bréfið komst til skila með óverulegri seinkun. Innihald bréfanna gat aftur á móti valdið meiri vandræðum. Einhvern tíma sendi hann sér sjálfum bréf með afar snúnum og torræðum texta. Það bréf var mjög lengi á leiðinni. Sig- urði var auðvitað skemmt, ekki síst þegar vandræðagangurinn var orð- inn slíkur að Anatólí þurfti að spyrja hann að því hvað ákveðin orðasam- bönd og setningar þýddu eiginlega. Kannski fannst honum að Anatólí kynni íslensku ekki nógu vel og var góðlátlega að skopast að honum á sinn sérstaka hátt. Ást hans á íslenskum ljóðum og kveðskap var slík að hún var hrein- lega stór partur af persónunni Sig- urði Hafstað. Og þótt hann væri fag- urkeri fram úr hófi með þann einfalda smekk að aðeins það besta var nógu gott, þá kom það ekki í veg fyrir að hann hefði einnig gaman af hinum enda ljóðalitrófsins. Fáir vissu betur en hann að sum kvæði geta verið svo glæsilega afkáraleg að það jaðrar við hreina snilld. Í slík- um kveðskap var hann líka vel heima og félagar hans með svipaðan húmor í utanríkisþjónustunni í þá daga kváðust á eða sendu hver öðr- um gersemar íslenskrar skrýtlinga- ljóðlistar á milli landa. Eitt sinn hitt- ist óheppilega á þegar íslensk sendinefnd sem hann var í stóð í mikilvægum viðræðum um milli- ríkjasamninga einhvers staðar í Evrópu. Allt var í hnút og alger óvissa um framhaldið og beðið eftir fyrirmælum frá ráðherra þegar þjónn kemur hlaupandi inn í samn- ingaherbergið með telex-skeyti (ekkert fax í þá daga) til Sigurðar. Ég hefði viljað vera vitni að því þeg- ar allra augu beindust að Sigurði og hann las skeytið frá Íslandi sem allir gerðu ráð fyrir að innihéldi þýðing- armikil skilaboð frá ríkisstjórn Ís- lands, en var ekki annað en aulavísa ort undir svokölluðum grindarsnún- ingshætti. Sigurður var unnandi ritsnilldar og skáldskapar. Líf hans allt var samofið þessum áhuga til hinsta dags. Seinustu stundirnar sem hann lifði bað hann um að fá að heyra ljóð íslenskra úrvalsskálda. Það var hans hinsta ósk. Ég kveð Sigga frænda með söknuði. Kolbeinn. SIGURÐUR HAFSTAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.