Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 31 SÍÐUSTU tónleikarnir í bláu röð SÍ fóru fram fyrir þokkalega setnu húsi í gær. Um stjórnvölinn hélt hinn eistneski maestró Tönu Kaljuste, ná- inn samstarfsmaður landa síns Arv- os Pärts og því ugglaust vandfeng- inn heppilegri stjórnandi í þeim hluta dagskrár. Doloroso, strengjaverk Atla Heimis Sveinssonar í minningu Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur for- setafrúar, var samið að beiðni Guð- mundar Emilssonar er frumflutti verkið með Kammersveit baltnesku fílharmóníunnar í Bandaríkjunum. Kyrrlátt og fagurt lítið verk sem bar svip harmþrungins göfuglyndis í mjúkum og tærum flutningi strengjasveitar SÍ. Næst voru tvö verk eftir eistneska tónskáldið Arvo Pärt (f. 1935). Hið fyrra, fyrir strengi eingöngu, hét Orient & Occident (Austur og Vest- ur) og var frá 1999. Nafn verksins gaf til kynna ákveðna klassíska tví- hyggju sem áður hefur sézt á verka- heitum Pärts, sbr. t.d. „Pro et Contra“ og „Festina lente“. Ef að líkum lætur vísbending um samspil tveggja andstæðra meginskauta. Það virtist enda mega greina ýmsa austurlenzka drætti í þessu sér- kennilega hómófóníska verki, svo sem arabísk tónbil og glissöður milli tóna, en nærri organum-kennda samstigni fyrir sumpart miðaldainn- blásinn vesturshlutann. Leikið var af safaríkri innlifun er undirstrikaði furðumargræðan einfaldleika. Yfir 160 hvítklæddir söngvarar beggja Hamrahlíðarkóra Þorgerðar Ingólfsdóttur fylltu vel út plássið fyrir aftan hljómsveitina í seinna verki Pärts er samið var fyrir kór og hljómsveit. Það nefndist Cecilia, vergine romana, tileinkað samnefnd- um verndardýrlingi tónlistar og frumflutt af Kór og hljómsveit Aka- demíu heilagrar Sesselju í Róm árið 2000. Verkið hófst á andblæ bljúgrar lotningar er þróaðist upp í tignandi hrifningu og (í síðasta hluta) yfir í sefjandi helgidulúð á nótum útvíkk- aðrar naumhyggju við tvítóna þrá- stef. Rithátturinn gerði ekki litlar kröfur til hæðarþols kórfélaga þegar hæst lét, einkum í sópran. Samt var ekki annað að heyra en að kórinn kynni sitt fram í fingur- góma, enda gekk allt fullkomlega upp og auðheyrt að ljósvakur hljómur hans félli að meinlátum múklífisstíl Pärts sem flís við rass í fyrirmyndargóðu jafn- vægi við hljómsveitina. Síðasta atriði kvöldsins var 2. sin- fónía Ralphs Vaughans Williams, auknefnd „A London Symphony“, samin 1911-13 en margendurskoðuð síð- ar. Þótt kennd sé við heimsborgina við Tems og greina megi fáein „borgarhljóð“ á stangli (frægust slögin úr Big Ben í lokin á hörpu), mætti alveg eins kenna þetta sinfóníska tónaljóð við brezka náttúru (sbr. t.d. „skógar- stemmninguna“ í II. þætti) og sveitalíf (m.a. í 6/8 og 9/8 jig-dans- hrynjum Scherzósins), og undirrót enska þjóðlagsins er víða áberandi. Sundurleitastur og kannski veikast- ur er lokaþátturinn, þrátt fyrir bráð- fallegt dúnmjúkt niðurlag með vísan í so do re so „mottó“ upphafsþáttar. Eistneski hljómsveitarstjórinn virtist ekki maður ofstækis og stórra bendinga, en hafði í staðinn aðdáun- arvert lag á að laða fram innviðar- krásir er farið hefðu forgörðum hjá öðrum. Allt í óvenjugóðu jafnvægi við pjáturdeildina sem vissulega fékk að skína en aldrei á kostnað mikilvægra staða í tréi og strengj- um. Leikur SÍ var vandaður eftir því, og verður gaman að heyra aftur sambærilega spilamennsku í tónlist- arhúsi hins nýstofnaða einkahluta- félags. TÓNLIST Háskólabíó Atli Heimir Sveinsson: Doloroso. Pärt: Orient & Occident; Cecilia, vergine rom- ana. Vaughan Williams: Sinfónía nr. 2, Lund- únasinfónía. Hamrahlíðarkórarnir (Kór- stjóri: Þorgerður Ingólfsdóttir) og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri: Tönu Kaljuste. Fimmtudaginn 27. febrúar kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Þorgerður Ingólfsdóttir Atli Heimir Sveinsson Til dýrðar Sesselju UPPISTANDSEINLEIKURINN Sellófon, eftir Björk Jakobsdóttur, verður sýndur í 100. sinn á morg- un, laugardag, í Nasa við Aust- urvöll. Einleikurinn hefur verið seldur til Evrópu, Skandinavíu og Amer- íku og hinn 15. maí verður Sellófon frumsýnt í leikhúsinu Weisserwind í Zurich. Leikstjóri sýningarinnar í Sviss er Sigmund Tischendorf sem leikið hefur Hellisbúann þar í landi. Þýskland mun svo fylgja í kjölfarið með frumsýningu í sama mánuði. Þá verða sýningar í Sjallanum á Akureyri 17. og 19. apríl og hefst forsala í Sjallanum 7. mars, í versl- un Pennans/Emyndsson við Gler- ártorg og tískuvöruversluninni Park á Ráðhústorginu. Sellófon í hundrað- asta sinn Guðrún Öyahals opnar myndlist- arsýningu í skartgripaversluninni Hún og hún, Skólavörðustíg 17. Að þessu sinni sýnir Guðrún lág- myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningin stendur út mars. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SÝNING á listvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardóttur verður opnuð í Hallgríms- kirkju á sunnu- dag kl. 12. Þorbjörg stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fram- haldsnám við Konstfack-skólann í Stokkhólmi og hefur unnið lengi að list sinni. Hugmyndir að verkum sín- um sækir Þorbjörg til íslenskrar náttúru og vinnur úr þeim á óhlut- bundinn hátt. Þetta eru minningar- brot af náttúrufyrirbærum þar sem sampspil efnis og áferðar er mikil- vægur þáttur. Verkin eru unnin í ull, hör sísal og hrosshár. Þorbjörg hef- ur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Um þessar mundir tekur hún þátt í alþjóðlegum textílþríæringi í Krosno í Póllandi. Sýningin er opin daglega kl. 9–17 og lýkur 26. maí. Verk eftir Þorbjörgu Þórðardóttur. Minningar- brot af náttúru- fyrirbærum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.