Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 53  GUNNAR Berg Viktorsson skor- aði 1 mark fyrir París SG sem sigraði Créteil, 24:21, á útivelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. París er í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig. Montpellier er efst með 46 stig, Chambéry er í öðru með 43 og Créteil í þriðja með 42 stig.  CIUDAD Real sigraði Galdar, 23:19, í spænsku 1. deildinni. Rúnar Sigtryggsson var ekki í leikmanna- hópi Ciudad Real að þessu sinni. Spænski landsliðsmaðurinn Talant Dujshebaev kom inn í lið Ciudad eftir meiðsli og var markahæstur sinna manna með 7 mörk.  ÓLAFUR Stefánsson er í 17. sæti yfir markahæstu leikmenn í þýsku Bundesligunni í handknattleik. Ólaf- ur hefur skorað 107 mörk fyrir Magdeburg á leiktíðinni. Guðjón Valur Sigurðsson, Essen, er í 33. sæti með 86 mörk, Sigfús Sigurðs- son, Magdeburg, hefur skorað 79 mörk, Sigurður Bjarnason, Wetzlar, 67, Einar Örn Jónsson, Massenheim, hefur skorað 57 mörk, Róbert Sig- hvatsson, Wetzlar, 55 og Patrekur Jóhannesson, Essen, 52.  LARS Christiansen, Flensburg, er markahæstur með 169 mörk, Kóreu- maðurinn Kyung-Shin Yoon, Gumm- ersbach, með 165 og Jan Filip, tékk- neski hornamaðurinn hjá Nordhorn, er í þriðja sæti með 158 mörk.  ÞÓREY Edda Elísdóttir og Vala Flosadóttir taka þátt í stangar- stökkskeppni á opna sænska meist- aramótinu, sem fer fram í Stokk- hólmi um helgina.  SUNNA Gestsdóttir, sem endur- heimti met sitt í 200 m hlaupi innan- húss á opna danska meistaramótinu um sl. helgi, keppir í 60 m og 200 m hlaupi og einnig í langstökki.  JÓHANN B. Guðmundsson skor- aði mark Lyn úr vítaspyrnu þegar norska liðið tapaði fyrir San José frá Bandaríkjunum, 3:1, á La Manga mótinu í knattspyrnu á Spáni í gær. Lyn, undir stjórn Teits Þórðarsonar, hefur þar með tapað öllum fjórum leikjum sínum á La Manga og sjö af átta leikjum sínum á undirbúnings- tímabilinu. Helgi Sigurðsson lék í fremstu víglínu hjá Lyn í gær.  SVÍINN Freddie Ljungberg skor- aði í leik með varaliði Arsenal á mið- vikudag. Markið dugði þó ekki til sig- rus, þar sem Charlton vann, 4:1. Ljungberg hefur ekki leikið með að- alliði Arsenal síðan í desember og að- eins ellefu leiki í vetur. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vonar að Svíinn verði orðinn góður þegar lokaspretturinn hefst.  ÞAÐ gæti farið svo að Ryan Giggs, Paul Scholes og Wes Brown geti ekki leikið með Manchester United gegn Liverpool í úrslitaleik deildarbikar- keppninnar á sunnudag. Þeir eru meiddir, en Mikael Silvestre, sem hefur verið meiddur á ökkla, hefur æft að fullu og er klár í slaginn. FÓLK BANDARÍSKI körfuknattleiks- maðurinn Fred Williams er geng- inn til liðs við Loga Gunnarsson og félaga í þýska 2. deildar liðinu Ulm. Williams lék með Þórsurum á Akureyri tímabilið 1995–96 og skoraði þá 25,2 stig að meðaltali fyrir þá í leik, mest 43 stig í leik gegn Breiðabliki. Williams er 29 ára og hefur leikið með þýsku lið- unum Lich og Bamberg undanfarin ár, og hefur skorað 14–15 stig að meðaltali í leik. Með því að fá hann í sínar raðir hyggjast forráðamenn Ulm styrkja lið sitt enn frekar í lokaslagnum um sæti í 1. deildinni. Fyrrverandi Þórsari til Ulm„MIG er farið að klæja í lófana eftirþví að keppa,“ sagði Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr Breiðabliki, sem á morgun tekur þátt í Vetrarkastmóti Evrópu sem haldið er í smábænum Gioia Tauro á Suður-Ítalíu á vegum Frjálsíþrótta- sambands Evrópu, EAA. Þetta er þriðja árið í röð sem EAA heldur mót af þessu tagi fyrir evrópska kastara, en auk kringlukasts er keppt í spjótkasti, kúluvarpi og sleggjukasti í flokkum karla og kvenna. Magnús var ekki með á tveimur fyrri mótanna sem fram fóru í Króatíu í fyrra og í Frakk- landi fyrir tveimur árum. Magnús kom til Gioia Tauro á mánudaginn ásamt þjálfara sínum, Vésteini Hafsteinssyni, og hefur ver- ið við æfingar síðan. „Það er kær- komið að fá tækifæri til að keppa og brjóta þannig upp langan æfingavet- ur,“ segir Magnús. Hann hefur lítið getað kastað utandyra í Svíþjóð síð- ustu þrjár vikur vegna snjóa. Segist hann hafa notað tímann vel á Ítalíu og líti bjartsýnum augum til keppn- innar sem gert er ráð fyrir að 31 kringlukastari taki þátt í. „Ég hef verið að kasta rúma 60 metra á æfingum og vonast til geta fylgt því eftir á laugardaginn. Þá verð ég sáttur. Ég er að minnsta kosti í góðri æfingu og tel mig reiðubúinn fyrir átökin,“ sagði Magnús í gær. Alls er 31 keppandi skráður til leiks og keppt verður í tveimur hóp- um. Magnús sagðist reikna með að vera í fyrri hópi kastara þar sem hann væri í 21. sæti keppenda ef litið væri til árangurs síðasta árs. Eist- lendingurinn Aleksander Tammert á besta árangur þeirra sem skráðir eru til leiks, 67,75 m. Magnús á best 63,09. Hann var að jafna sig á meiðslum í fyrra og náði sér ekki á strik og kastaði þá lengst 59,52. Magnús Aron farið að klæja í lófana Magnús Aron FRIÐRIK Ragnarsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Njarðvíkur, hef- ur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd KKÍ. Bannið tek- ur gildi á hádegi í dag og hann get- ur því ekki stýrt liði sínu í Suð- urnesjaslagnum gegn Grindavík í úrvalsdeildinni í kvöld. Friðrik fékk bannið vegna aðfinnslna við dómara eftir leik Njarðvíkur gegn Skalla- grími á dögunum. Einar Jóhanns- son, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, mun leysa Friðrik af hólmi í kvöld. Njarðvík teflir fram nýja Banda- ríkjamanninum, Gregory Harris, í leiknum við Grindavík í kvöld en hann kom til félagsins í vikunni til reynslu. Hann á að leysa af hólmi landa sinn, Gary Hunter, sem var sagt upp störfum fyrir skömmu. Friðrik í eins leiks banni Í yfirlitsgrein okkar hér í blaðinufyrir keppnistímabilið í NBA- deildinni mátti lesa eftirfarandi þeg- ar rætt var um gengi meistara meistara Los Angeles Lakers: „Kobe Bryant bætti á sig sjö kílóum af vöðvum eftir strangt lyftingarpró- gramm í sumar. Takið eftir Kobe í vetur, hann á stutt eftir til að ná sama gæðaflokki og Michael Jordan.“ Þegar þetta var skrifað var ekki fyrirsjánlegt hvað stutt hann átti eftir í raun og veru til að ná Jordan. Í leikjunum þrettán að undan- förnu hefur Lakers fagnað sigri í ell- efu þeirra, sem gefur til kynna að Bryant skilur nú betur en nokkurn- tímann áður hvað er mikilvægast af öllu – að fagna sigri. Ef litið er á gengi Bryants, sem er aðeins 24 ára, það sem af er keppnistímabilinu samanborið viðgengi Michaels Jord- ans á sama aldri, keppnistímabilið 1987-1988, kemur í ljós að þessir kappar eru mjög jafnir að getu. Jordan skoraði fimm stigum meira, hafði aðeins betri skotnýtingu og skoraði úr tveimur fleiri vítaskotum í leik. Aftur á móti hefur Bryant mun betri nýtingu úr þriggja stiga skot- um, hefur fleiri stoðsendingar og fleiri fráköst. Þegar allt er tekið með í reikninginn er afar erfitt að gera upp á milli þessara tveggja frábæru körfuknattleiksmanna. „Kobe er ekki eins góður og ég var“ Jordan var beðinn að segja álit sitt á Bryant fyrir stuttu um framgöngu hans inni á vellinum. „Kobe veit núna nákvæmlega hvað allt þetta snýst um. Honum hefur tekist að skora öll þessi stig innan leikkerfis Lakers, sem er oft erfitt þegar leik- maður er í svona stuði. Hann hefur komið knettinum til samherja þegar vörn andstæðinganna hefur einbeitt sér að honum og það gerir sóknina hættulegri fyrir andstæðingana. Kobe hefur þó ekki verið hræddur við að taka sóknarleikinn í sínar hendur þegar honum hefur fundist hann vera heitur. Leikmaður sem er í stöðu Kobes verður að hætta að hugsa um 40 stigin til að vera viss um að aðrir leikmenn séu með í sókninni – til að tryggja sigur. Það er það mikilvægasta af öllu.“ Jordan var spurður um hvort Kobe væri orðinn eins góður og hann var sjálfur á hátindi sínum. „Ég myndi ekki segja að hann væri eins góður og ég var, en hann hefur sama vilja til að verða besti leikmaður deildarinnar og ég hafði,“ sagði Jordan. Kobe gaf O’Neal eftir sviðið Bryant lék vel í sigurleiknum á Clippers, 109:98. Hann gaf þó lyk- ilhlutverkið í sókninni til Shaquille O’Neal í síðari hálfleik eftir að mið- herji Clippers lenti í villuvandræð- um. O’Neal skoraði 33 stig og var óspar á lof á Kobe. „Hann hefur aldr- ei látið gengi sitt að undanförnu hafa áhrif á hvað er mikilvægast fyrir lið- ið. Hann er frábær leikmaður, sem hugsar mest um sigur.“ Bryant sjálfur tók öllu með ró eftir leikinn og sagði: „Allt tekur enda – ég hef ekki verið að hugsa um að skora endalaust yfir fjörutíu stig í leik. Við vinnum enga meistaratitla ef ég myndi aðeins hugsa um að skora fjörutíu stig í leik. Að vissu leyti er ég feginn að þessu er lokið, þar sem allar umræður um mig og stigamet hafa tekið of mikla athygli frá gengi liðsins og leikmanna þess.“ Þegar hann var spurður hvað hafi verið mikilvægast við gott gengi hans í undanförnum leikjum var Kobe fljótur að svara: „Það er ekki spurning, það er að við unnum marga leiki á sama tíma. Ég einbeitti mér að því að gera það sem þurfti til að við fögnuðum sigrum. Ég veit ekki hvort met Chamberlains verði nokkurntímanm slegið. Wilt var skrímsli í sókninni.“ Kobe Bryant jafnaði stigamet Jordans í NBA-deild- inni en met Wilts Chamberlains stendur óhaggað Morgunblaðið/Páll Grímsson Kobe Bryant hefur ekki hugsað eingöngu um sjálfan sig heldur fyrst og fremst um liðsheildina hjá Lakers og sigur. „Feginn að þessu er lokið“ KOBE Bryant, hinn knái leikmaður Los Angeles Lakers, er mann- legur – það kom að því að hann náði ekki að skora meira en 40 stig í leik, þegar Lakers mætti Clippers í nágrannaslagnum í Staples Center á þriðjudagskvöld. Eftir að hafa skorað yfir 40 stig í níu leikj- um í röð varð Kobe að sætta sig við að ná „aðeins“ að skora 32 stig. Kobe skoraði reyndar 35 stig eða meira í 13 leikjum í röð og í þess- um leikjum hefur hann skorað 42,4 stig að meðaltali í leik. Hann hefur jafnað besta gengi kóngsins Michaels Jordans frá1986, en vantaði fimm leiki til að jafna met Wilts Chamberlains, sem skoraði 40 stig eða meira í fjórtán leikjum í röð – já, tvisvar á sama keppn- istímabilinu er hann var upp á sitt besta! Gunnar Valgeirsson skrifar frá Los Angeles ’ Hann hefur aldrei látið gengi sitt að undanförnu hafa áhrif á hvað er mikilvægast fyrir liðið. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.