Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Essodeild: Austurberg: ÍR – UMFA ..........................20 Hlíðarendi: Valur – HK .............................20 Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram ..................19 1. deild kvenna, Essodeild: Kaplakriki: FH – Stjarnan ........................20 Hlíðarendi: Valur – ÍBV ............................18 Fram – KA/Þór......................................20.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Hveragerði: Hamar – Tindastóll .........19.15 Njarðvík: UMFN – UMFG..................19.15 Smárinn: Breiðablik – KR....................19.15 1. deild karla: Ísafjörður: KFÍ – ÍS ..................................20 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla: Egilshöll: Fylkir – Valur.......................18.30 Egilshöll: KR – KA................................20.30 Powerade-mótið: Boginn: Þór – Tindastóll.......................18.15 BLAK 1. deild kvenna: KA-hús: KA - Þróttur N. ...........................20  Sex stiga leikur tveggja efstu liðanna. Í KVÖLD Grindavík meistari í kvöld? GRINDVÍKINGAR eiga möguleika á að tryggja sér deildameistaratitilinn í úr- valsdeild karla í körfuknatt- leik í kvöld. Takist þeim að sigra Njarðvík á útivelli og KR tapar á sama tíma fyrir Breiðabliki í Kópavogi, er efsta sætið þeirra. Þá gætu reyndar Keflvíkingar náð þeim að stigum en Grindavík hefur betri útkomu í inn- byrðis leikjunum gegn þeim. Tapi hins vegar Grindvík- ingar leiknum í Njarðvík verður allt opið fyrir síðustu tvær umferðirnar, ekki síst ef KR vinnur í Kópavogi. Grindvíkingar vinna ekki deildina ef þeir verða jafnir KR-ingum á toppnum í lokin. Verði Keflavík, KR og Grindavík öll jöfn og efst að síðustu umferðinni lokinni, fellur deildameistaratitillinn Keflvíkingum í skaut. KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík – ÍR 114:88 Íþróttahúsið í KeflavíkIntersport-deildin, fimmtud. 27. febrúar 2003. Gangur leiksins: 7:0, 14:2, 21:7, 25:18, 30:21, 36:21, 40:25, 52:33, 55:38, 59:44, 66:45, 69:50, 78:54, 79:60, 97:62, 104:67, 106:85, 114:88. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 38, Guð- jón Skúlason 27, Edmund Saunders 23, Jón N. Hafsteinsson 12, Sverrir Þór Sverrisson 4, Arnar F. Jónsson 4, Gunnar Einarsson 3, Falur Harðarson 3. Fráköst: 26 í vörn - 7 í sókn. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 21, Hreggvið- ur Magnússon 17, Sigurður Þorvaldsson 13, Ómar Sævarsson 8, Benedikt Pálsson 8, Steinar Arason 6, Ólafur J. Sigurðsson 4, Fannar Helgason 4, Ólafur Þórisson 4, Pav- el Ermolinskij 3. Fráköst: 19 í vörn - 14 í sókn. Villur: Keflavík 19 - ÍR 20. Dómarar: Leifur Garðarsson og Eggert Aðalsteinsson. Áhorfendur: 188. Valur – Snæfell 100:84 Hlíðarendi, Reykjavík: Gangur leiksins: 0:2, 5:12, 14:12, 16:17, 27:21, 34:22, 37:27, 45:30, 53:32, 59:39, 65:49, 69:54, 73:62, 73:66, 76:69, 81:72, 84:75, 94:75, 95:79, 100:84. Stig Vals: Jason Pryor 36, Ólafur Már Æg- isson 18, Ægir Hrafn Jónsson 15, Barnaby Craddock 10, Evaldas Priudokas 9, Bjarki Gústafsson 7, Hjörtur Þór Hjartarsson 4, Alexander Dungal 1. Fráköst: 27 í vörn - 6 í sókn. Stig Snæfells: Clifton Bush 30, Hlynur El- ías Bæringsson 23, Helgi Reynir Guð- mundsson 12, Sigurjón Ingvi Þórðarson 6, Andrés Már Hreiðarsson 6, Atli Rúnar Sig- urþórsson 5, Selwyn Reid 2. Fráköst: 23 í vörn - 17 í sókn. Villur: Valur 25 - Snæfell 18. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Rún- ar Gíslason. Áhorfendur: Um 120 Haukar - Skallagrímur 105:100 Ásvellir, Hafnarfirði: Gangur leiksins: 4:2, 8:9, 13:13, 20:13, 26:19, 28:22, 38:25, 47:31, 56:45, 62:47, 69:54, 75:59, 79:61, 81:67, 89:76, 95.80, 102:90, 105:100. Stig Hauka: Stevie Johnson 38, Halldór Kristmannsson 17, Ingvar Guðjónsson 11, Þórður Gunnþórsson 9, Vilhjálmur Stein- arsson 9, Marel Guðlaugsson 6, Ottó Þór- isson 6, Sævar Haraldsson 4, Prerag Bojo- vic 3, Gunnar Sanholt 1. Fráköst: 25 í vörn - 11 í sókn. Stig Skallagríms: JoVanne Johnson 42, Hafþór Gunnarsson 12, Milos Ritic 12, Egill Egilsson 8, Ari Gunnarsson 6, Darko Ristic 6,Pálmi Sævarsson 5, Pétur Sigurðsson 5, Finnur Jónsson 5. Fráköst: 22 í vörn - 8 í sókn. Villur: Haukar 26 - Skallagrímur 24. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Þröstur Ástþórsson. Áhorfendur: Um 120. Staðan: Grindavík 19 16 3 1761:1592 32 Keflavík 20 15 5 2012:1682 30 KR 19 14 5 1694:1561 28 Haukar 20 14 6 1812:1712 28 Tindastóll 19 10 9 1706:1689 20 Njarðvík 19 10 9 1554:1581 20 ÍR 20 10 10 1742:1797 20 Snæfell 20 8 12 1603:1617 16 Breiðablik 19 7 12 1741:1781 14 Hamar 19 5 14 1723:1894 10 Skallagrímur 20 4 16 1648:1843 8 Valur 20 4 16 1611:1858 8 1. deild karla Ármann/Þróttur - Reynir S.................101:90 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Boston - Indiana .................................... 71:69 New Jersey - New York...................... 105:76 New Orleans - Miami ............................ 91:82 Denver - Portland.................................. 84:94 Seattle - Atlanta..................................... 93:76 Philadelphia - Memphis .................... 111:107 Milwaukee - Phoenix ......................... 112:118 Chicago - Toronto ................................ 103:95 Minnesota - Utah................................... 92:85 LA Clippers - Golden State ................ 94:108 KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 16-liða úrslit, síðari leikir: Besiktas - Slavia Prag .............................. 4:2 Daniel Pancu 42., Guiaro Ronaldo 61., Durs- un Ahmet 66., Iihan Mansiz 69. - Richard Dostalek 77. (víti), Tomas Hrdlicka 84.  Besiktas áfram, 4:3 samanlagt. Stuttgart - Celtic ....................................... 3:2 Christian Tiffert 37., Aleksander Hleb 75., Michael Mutzel 87. - Alan Thompson 12., Chris Sutton 14. 45.000  Celtic áfram, 5:4 samanlagt. Denizlispor - Porto ................................... 2:2 Ersen Martin 52., Mustafa Ozkan 58. - Van- derlei Derlei 43., Ferreira Cruz 86. 4.300.  Porto áfram, 8:3 samanlagt. AEK Aþena - Málaga................................ 0:1 - Antonio Manuel Manu 28. 18.000  Malaga áfram, 1:0 samanlagt. Anderlecht - Panathinaikos .................... 2:0 Nenad Jestrovic 70., 80. Rautt spjald: Leonidas Vokolos (42.) og Pentelis Konst- antinidis (83.), Panathinaikos. 14.000.  Panathinaikos áfram, 3:2 samanlagt. Wisla Krakow - Lazio........................ frestað Liverpool - Auxerre.................................. 2:0 Michael Owen 67., Danny Murphy 73.  Liverpool áfram, 3:0 samanlagt. Boavista - Hertha Berlín.......................... 1:0 Fernando Avalos 86. Rautt spjald: Filipe Anunciacao (81.) Boavista, Pal Dardai (65.) Hertha. 5.500.  Boavista áfram, 3:3 á útimarka reglunni. Þau mætast Liðin sem mætast í 8-liða úrslitum 13. og 20, mars, eru. Liverpool - Celtic, Malaga - Boa- vista, Panathiaikos - Porto og Besiktas - Lazio eða Wisla Krakáv. ÍSHOKKÍ Skautahöllin í Laugardal, annar úrslitaleik- urinn um Íslandsmeistaratitil karla: SR - SA.........................................................7:8  Framlenging og vítakeppni. (1:2, 2:3, 2:0) Mörk/stoðsendingar SR: Kristján Óskars- son/1, Guðmundur Rúnarsson 1, Snorri Rafnsson 2, Ágúst Ásgrímsson 1/1, Ingólfur Kristinsson 0/1, Ingvar Þ. Jónsson 0/1, Richard Tatinen 0/1. SA: Jón Gíslason 1/1, Stefán Hrafnsson 1/1, Rúnar F. Rúnarsson, Izaak Hudson 0/1, Arnþór Bjarnason 0/1. 1/0, Jón Ingi Hallgrímsson 1/0, Sigurður S. Sigurðsson 1/1, Refsimínútur: SR 6 - SA 20.  Staðan er 2:0 fyrir SA. GOLF HM í holukeppni Carslbad, Kaliforníu, helstu úrslit: Tiger Woods - K.J Cho .............................i5-3 Stephen Leaney - Justin Leonard............6-5 Scott Hoch - Padraig Harrington.............3-2 Toshi Izawa - Eduardo Romero ...............3-1 Jay Haas - Shigeki Maruyama .................1-0 Kevin Sutherland - Justin Rose................1:0 Adam Scott - Rocco Mediate.....................1:0 Peter Lonard - Phil Tataurangi................5-4 Darren Clarke - Davis Love......................7-6 Jim Furyk - Steve Lowery........................6-5 David Tom - Chris Riley............................1-0 Alex Cejka - Angel Cabrera......................4-2 ÞAÐ fer margt öðruvísi en ætlað er, ekki síst í íþróttum. Áður en heimsmeistaramótið í holukeppni í golfi hófst í fyrradag var nokkuð rætt um drauma- úrslitaleikinn milli Tigers Woods og Ernie Els. Els féll út í fyrstu umferð fyrir Phil Tataurangi frá Nýja-Sjálandi. Úrslit réðust ekki fyrr en á 20. holu þegar hinn 31 árs gamli kylfingur, sem er settur í 63.sæti fyrir mótið, vann Eles, sem var númer tvö. „Nú verð ég að fara og strauja aðra skyrtu – en ég hafði ekki gert ráð fyrir að þurfa að leika tvo hringi,“ sagði hann eftir sigurinn. Padraig Harrington vann John Cook 4-3 í fyrstu umferð en Harrington kom svo til beint frá Malasíu og þurfti að ferðast í tæpan sólarhring og fékk ekki langan tíma til að búa sig undir mótið. „Sem betur fer er ég jafn góður í að sofa og spila golf. Ég svaf alla leiðina,“ sagði Harrington. Hann varð hins veg- ar að játa sig sigraðan í annarri umferðinni í gær, tapaði 3-2 fyrir Scott Hoch. Hákarlarnir slegnir út í holukeppninni Alex Cejka frá Þýskalandi hefur komið á óvart. HANDHAFI bikarsins í holu- keppni, Bandaríkjamaðurinn Kevin Sutherland, er funheitur að því er virðist. Mikið var rætt um hugsanlgt einvígi Spánverj- ans Sergio Garcia og Englend- ingsins Justins Rose. Sá síð- arnefndi stóð við sinn hluta, lagði David Duval í fyrstu um- ferð en Garcia (núer 5) tapaði fyrir Sutherland sem er í 60. sæti á styrkleikalistanum. Suther- land mætti Rose í gær þannig að það verður ekkert af viðureign Carcia og Rose. Phil Tataurangi olli nokkrum usla með því að vinna Els í fyrstu umferð en í gær féll hann úr leik eftir tap fyrir Peter Lonard. Handhafinn heitur Gestirnir úr Stykkishólmi byrjuðuleikinn gegn Val ágætlega, Clifton Bush var öflugur og skoraði 10 fyrstu stig Snæ- fells, sem náði fljótt 7 stiga forystu, 12:5. Sú forysta dugði skammt því Ægir H. Jónsson kom Val aftur inn í leikinn. Þeir sigu jafnt og þétt fram úr, voru komnir 6 stigum betur en Snæfell er fyrsta leikhluta lauk. Ólafur Már Æg- isson kom heitur inn á undir lok fyrsta leikhluta og skoraði 6 síðustu stig Vals. Hann lét ekki þar við sitja held- ur skoraði fyrstu 5 stigin í öðrum leik- hluta og kom sínum mönnum á flug. Snæfellingar voru hreint yfirspilaðir í öðrum leikhluta, þeir komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn Vals og skor- uðu aðeins 11 stig á móti 26 Vals. Jas- on Pryor fór á kostum og hitti næst- um að vild í leikhlutanum og forysta Vals var orðin 21 stig þegar flautað var til leikhlés, 53:32. Algjör umskipti urðu í þriðja leik- hluta og Snæfellingar mættu mjög einbeittir til leiks. Fyrstu mínúturnar áttu Valsmenn reyndar ekki í miklum vandræðum en eftir það fóru gestirn- ir úr Stykkishólmi á kostum og hrein- lega kaffærðu heimaliðið. Þeir leystu sóknarleikinn miklu betur sem skilaði 34 stigum. Hlynur Elías Bæringsson, Helgi Reynir Guðmundsson og Clift- on Bush fóru fyrir sínum mönnum og voru Valsmönnum mjög erfiðir. Jason Pryor og Barnaby Craddock reyndu að draga vagninn fyrir heimaliðið, en það dugði skammt. Það sem virtist örugg forysta Valsmanna í hálfleik var aðeins orðin 7 stig þegar þriðja leikhluta var lokið. Allt stefndi í spennandi lokamínútur, en gestunum tókst ekki að fylgja eftir góðum leik. Valsmenn sýndu mikinn styrk og tóku leikinn aftur í sínar hendur, juku forystuna á ný. Pryor og Ægir Hrafn voru atkvæðamiklir fyrir Val í leik- hlutanum en gestirnir virtust sprungnir eftir þriðja leikhlutann. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn orðinn 16 stig, 100:84. Jason Pryor átti mjög góðan leik, hitti vel og skoraði 36 stig. Þeir Ægir Hrafn og Ólafur Már áttu einnig góðan leik. Hjá Snæfelli var Clifton Bush atkvæðamestur með 30 stig. Það fór þó ekki mikið fyrir honum í fjórða leikhluta þar sem hann skoraði aðeins 2 stig. Hlynur Elías var einnig öflugur undir körfunni og tók 14 frá- köst auk þess sem hann skoraði 23 stig. Sjötti sigur Hauka í röð Haukar unnu í gærkvöld sjötta sig-ur sinn í röð í úrvalsdeildinni þegar þeir lögðu Skallagrím að velli, 105:100, á Ásvöllum. Sigurinn var Hauk- unum mikilvægur. Með honum komust þeir upp að hlið KR- inga í þriðja sæti deildarinnar og geta ekki lent neðar en í fjórða sæti sem þýðir að þeir hafa tryggt sér heima- leikjaréttinn í úrslitakeppninni. Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, sem hefur gert mjög góða hluti með Hafnarfjarðarliðið í vetur, var mjög óhress með spilamennsku sinna manna á lokakaflanum og það hreinlega sauð á honum þegar Morg- unblaðið náði tali af honum eftir leik- inn. Haukar voru 17 stigum yfir þegar skammt var til leiksloka en þá tók værukærðin sér bólfestu í leik þeirra og Skallagrímsmenn gengu á lagið. Sigurinn var þó aldrei í hættu hjá Haukunum en þjálfaranum var ekki skemmt. „Þetta var fáránlega spilað af hálfu minna manna á lokakaflanum. Í stað þess að spila eins og menn var töff- araskapurinn allsráðandi og Borg- nesingarnir fengu að skjóta óáreittir að körfunni úr opnum færum á meðan við boruðum í nefið. Svona frammi- staða er til skammar og fólk mætir ekki á völlinn til að horfa á svona fífla- gang. Við áttum að valta fyrir Skalla- grímsliðið og erum 30 stigum betri en það ef við spilum eins og menn,“ sagði Reynir við Morgunblaðið. Eftir fyrsta leikhluta, sem ein- kenndist af mistökum á báða bóga, náðu Haukar undirtökunum í öðrum leikhluta. Borgnesingar réðu ekkert við Stevie Johnson sem var eins og kóngur í ríki sínu undir körfu Skalla- gríms og þessi frábæri leikmaður skoraði nánast að vild í leikhlutanum. Haukar juku muninn mest upp í 18 stig í þriðja leikhluta og allt virtist stefna í stórsigur þeirra. Baráttuglað- ir Borgnesingar voru hins vegar ekki á því að láta rassskella sig. Banda- ríkjamaðurinn JoVanne Johnson hrökk í mikið stuð og þegar Hauk- arnir biðu eftir því að leikurinn yrði úti og værukærðin sveif yfir vötnun- um í herbúðum þeirra söxuðu Borg- nesingar jafnt og þétt á muninn. Stev- ie Johnson kenndi sér meins og fór af velli síðustu 2 mínúturnar og án hans mega Haukarnir alls ekki vera. Skallagrímsmenn röðuðu niður hverri körfunni á fætur annarri og í stað þess að tapa stórt eins og allt stefndi í björguðu þeir andlitinu og vel það. Stevie Johnson fór fyrir liði Hauka og var þeirra langbesti maður að vanda. Halldór Kristmannsson var mjög drjúgur og ungu strákarnir Þórður Gunnþórsson og Vilhjálmur Steinarsson sýndu lipra takta. Hjá Skallagrími var JoVanne Johnson allt í öllu og Hafþór Gunn- arsson átti lipra spretti og skoraði fjórar fallegar þriggja stiga körfur. Lítið kom hins vegar út úr Ristic bræðrunum, Darko og Milos. Keflavík óð yfir ÍR Tilþrifamiklar troðslur Keflvíkingayljuðu áhorfendum jafnt sem leikmönnum þegar ÍR sótti þá heim í gærkvöldi. Lítið ann- að var á dagskránni, Keflvíkingar náðu strax öruggri forystu og Breiðhyltinga skorti baráttuvilja til að breyta þar nokkrum og þar sem heimamenn fóru aldrei á hælana, eins og svo oft hefur gerst í vetur, var 114:88 sigur aldrei í hættu. „Við spiluðum ágætlega held ég og vorum tiltölulega öruggir allan leik- inn, þetta var enginn glansleikur en nóg til að vinna,“ sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflvíkinga, af- slappaður eftir leikinn. Hann hafði sig minna í frammi við hliðarlínuna en oft áður og brosti jafnvel þegar mönnum hans tókst vel upp við tilþrifin. „Leik- menn mínir höfðu gaman af leiknum. Hann þróaðist þannig að við höfðum næga forystu, annars eiga þeir ekki að prófa svona of mikið. Þeir fá leyfi til að gera hvað sem þeim dettur í hug innan skynsamlegra marka, mér er sama þegar við erum langt yfir – ann- ars ekki. “ Í þetta sinnið lögðu margir leikmenn hönd á plóg og Damon S. Johnson þurfti ekki að gera út um leikinn en átti samt 11 stoðsendingar. Alls reyndi liðið 33 þriggja stiga skot og hittu úr 14, þar af Guðjón Skúlason úr 8 af þrettán. „Mínir menn báru alltof mikla virð- ingu yfir Keflvíkingum og þetta var alltof mikill munur,“ sagði Eggert Garðarsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Eins og ég bjóst við varð þetta erfitt en verst að við skyldum ekki gefa Keflvíkingum meiri leik en við gerð- um. Það er fúlt að eyða fimmtudags- kvöldi í að koma hingað og gefa okkur ekki alveg í leikinn,“ bætti Eggert við. Hann hefur komið liðinu í úrslita- keppnina en vill meira. „Við erum sloppnir inn í úrslitakeppnina og get- um jafnvel náð upp í fimmta sæti deildarinnar. Ég hefði frekar viljað ná þangað því Haukarnir eru örlítið slak- ari en hin efri liðin“ Margir leikmenn ÍR fengu að spreyta sig og gerðu vel en í heild vantaði baráttu. Valur hafði betur í botnslagnum VALSMENN unnu Snæfell í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær- kvöldi að Hlíðarenda. Ef gestirnir hefðu sigrað væri Valur fallinn en með sigri tókst Hlíðarendapiltum altént að fresta því. Haukar unnu Skallagrím og tryggðu sér þar með heimaleikjaréttin í úrslitakeppn- inni en ÍR-ingum tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í gær, tapaði í Keflavík. Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Guðmundur Hilmarsson skrifar Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.