Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagskaffi Upplýsinga- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur opna spjallfundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardags- morgnum fram að kosningum. Fyrsti fundur verður á morgun, laugardaginn 1. mars, kl. 11.00. Gestur fundarins verður Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Allir velkomnir. Geir H. Haarde Fylgist með næstu fundum á xd.is <<<<<<<< í Valhöll SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN sími 515 1700 www.xd.is Upplýsinga- og fræðslunefnd BILJANA Plavsic, fyrrverandi for- seti Bosníu-Serba, var í gær dæmd til ellefu ára fangelsisvistar fyrir ábyrgðarþátt sinn í stríðsglæpum sem hersveitir Bosníu-Serba unnu í borgarastríðinu 1992–1995. Í vitnisburði sínum í réttarhöldun- um fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag hafði Plavsic harmað þau voða- verk sem unnin voru í nafni Bosníu- Serba. Dómarinn Richard May sagði að Plavsic hefði átt þátt í glæpum „af al- varlegustu gerð“. Því væri ekki við hæfi að kveða upp vægan dóm. En dómurinn beindi viðurkenning- arorðum til hennar fyrir að játa á sig sök og fyrir þátt hennar í að koma á friði og sáttum eftir stríðið. Sagði dómurinn að tekið hefði verið tillit til aldurs Plavsic, en hún er 72 ára, og vitnisburðar í hennar þágu frá Made- leine Albright, fyrrverandi utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og fleir- um. Þessi vitni báru að Plavsic hefði gegnt mikilvægu hlutverki við að hrinda í framkvæmd friðarsam- komulaginu sem gengið var frá í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum árið 1995. En jafnframt hefði Plavsic það sér til saka unnið að loka augunum fyrir morðum, pyntingum og gripdeildum. Plavsic er hæstsetti stjórnmála- maðurinn frá gömlu Júgóslavíu til þessa, sem hefur hlotið dóm. Á borg- arastríðsárunum var hún næstæðst að völdum meðal Bosníu-Serba á eft- ir stríðsherranum Radovan Karadz- ic. Hún er eina konan á 100 manna lista yfir menn sem dómstóllinn hef- ur ákært fyrir stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni í borgarastríðinu í Júgóslavíu. Réttarhöld yfir Slobodan Milosev- ic, fyrrverandi forseta Júgólsavíu, hafa staðið yfir við sama dómstól frá því í fyrra, en ekki er gert ráð fyrir að dómur falli í máli hans fyrr en að ári. Að sumra dómi kann dómurinn yf- ir Plavsic að virðast mildur, í sam- anburði við aðra dóma sem dómstóll- inn hefur fellt, svo sem yfir Radislav Krstic, sem var einn herforingja Bosníu-Króata. Hann fékk 46 ára fangelsisdóm fyrir glæpi gegn mann- kyni. Það vægi sem iðrun Plavsic fékk er hugsað sem skilaboð til ann- arra sakborninga og hvatning til að játa á sig sakir og sýna dómstólnum samstarfsvilja. Ákæruvaldið hafði farið fram á 15 til 25 ára dóm yfir Plavsic, en dóm- urinn sagði þar ekki tekið nægjan- legt tillit til þess að sakborningurinn gaf sig fram, iðraðist og vann að sátt- um. Til frádráttar hinum ellefu ára fangelsisdómi kemur 245 daga gæzluvarðhaldsvist Plavsic frá því hún gaf sig fram við dómstólinn í jan- úar 2001. Öðrum dögum sem liðnir eru síðan hefur hún fengið að eyða frjáls ferða sinna í Belgrad. Plavsic dæmd í 11 ára fangelsi Reuters Biljana Plavsic kemur í réttarsalinn í gær til að hlýða á úrskurðarorð. Fyrrverandi forseti Bosníu- Serba sakfelldur fyrir stríðsglæpi Haag. AP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði í gær til við leiðtoga stríðandi fylkinga á Kýpur að þeir legðu tillögur um sameiningu landsins í dóm kjós- enda ef þeir geta ekki sjálfir náð samkomulagi á allra næstu dögum. Er Annan sagður þreyttur á þver- girðingshætti leiðtoganna og það virðist almenningur einnig vera, a.m.k. ef eitthvað er að marka mót- mæli í Nicosiu í gær en þar hvöttu um 70 þúsund Kýpur-Tyrkir til þess að tillögurnar yrðu samþykktar. AP Friðartil- lögur í dóm kjósenda BENJAMIN Netanyahu samþykkti endanlega í gær að taka við embætti fjármálaráðherra í nýrri samsteypu- stjórn flokksbróður síns, Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels. Netanyahu er utanríkisráðherra í fráfarandi stjórn og gamall keppi- nautur Sharons um völdin. Vakti mikla athygli er í ljós kom í vikunni að Sharon hafði ákveðið að annar maður, Silvan Shalom, tæki við því embætti. Sharon kynnti nýja stjórn sína í gær. Netanyahu var sjálfur forsætis- ráðherra stjórnar Likud-flokksins 1996 til 1999. Fjármálaráðuneytið fær nú verulega aukin völd og mun Netanyahu meðal annars sjá um einkavæðingu ríkisfyrirtækja og samninga um lánaábyrgðir við Bandaríkjastjórn. Hann verður einnig aðstoðarforsætisráðherra og mun að sögn ísraelska vinstriblaðs- ins Haaretz hafa krafist þess að verða einráður um stefnumótun í efnahagsmálum og fá neitunarvald gagnvart ákvörðunum Sharons varð- andi seðlabanka ríkisins. Netanyahu tekur við fjármálunum Jerúsalem. AFP. STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu hafa látið ræsa að nýju kjarnaofn í litlu tilraunaveri sem kennt er við Yongbyon og segja að það hafi verið nauðsynlegt vegna orkuskorts í landinu. Sérfræðingar Bandaríkja- stjórnar álíta hins vegar að mark- miðið sé að nota plúton sem verður til við framleiðsluna til að smíða kjarnorkusprengju á stærð við þá sem lagði Hiroshima í rúst. Talsmað- ur Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar, IAEA, Melissa Fleming, sagði hana ekki enn hafa fengið staðfest- ingu á að ofninn hefði verið ræstur. En ef það væri rétt myndi stofnunin fordæma aðgerðina sem væri gróft brot á alþjóðasamningum um bann við útbreiðslu kjarnavopna sem norðanmenn hafa gerst aðilar að. Óljóst er hvenær ofninn var ræst- ur, líklega fyrir nokkrum dögum. Njósnahnettir Bandaríkjamanna munu á miðvikudag hafa tekið myndir af brúnum reyk sem leggur frá ofni sem er ræstur og þá hafi fengist staðfesting á aðgerðum N-Kóreumanna. Enn hafa N-Kóreu- menn ekki ræst mun stærri ofn í öðru veri sem getur framleitt kjarnakleyft efni í fimm til sex sprengjur á nokkrum mánuðum með því að endurvinna kjarnorkuelds- neyti. Fylgst verður vel með því sem þar gerist á næstunni. Forsætisráðherra Suður-Kóreu, Goh Kun, sagðist ekki enn hafa feng- ið staðfest að ofninn hefði verið ræst- ur. Hann minnti á að Roh Moo-hyun forseti hefði sagt að kjarnorku- vopnaáætlun norðanmanna væri „al- varleg ógnun“ og skipti miklu að leysa deilurnar um hana með frið- samlegum hætti. Bandaríkjamenn segja að norðan- menn vilji með því að ræsa ofninn og öðrum ögrunum síðustu daga þvinga stjórn George W. Bush Bandaríkja- forseta til að verða við kröfum kommúnistastjórnarinnar um sér- stakan, tvíhliða griðasamning. Einn- ig vilji þeir þvinga Bandaríkjamenn til að veita norðanmönnum aukna að- stoð, m.a. olíu og korn. Norður-Kór- eumenn ræsa kjarnaofn Talið er að árleg plútonframleiðsla ofnsins nægi í eina kjarnorkusprengju Washington. AP, The Washington Post. VERSLANIR og fyrirtæki á Vesturlöndum keppa nú æ meira um hylli þeirra sem búa einir, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Í Ósló er víða hægt að kaupa kjöt, fisk og súp- ur í umbúðum sem miðaðar eru við að einn sitji að snæðingi en ekki kjarnafjölskyldan hefð- bundna. Framleiðendur á heimilis- tækjum eru einnig farnir á stúfana. Boðnir eru litlir kæli- skápar, uppþvottavélar í undir- stærð og í auglýsingum minnt á að tækin henti „litlum“ fjöl- skyldum. Verslanakeðjan Ikea hefur sent frá sér auglýsinga- bæklinga sem eiga að höfða til einstæðra mæðra og í London og París eru veitingahús sem sérhæfa sig í þjónustu fyrir þá sem vilja borða einir. „Rómantík hjónabandsins er að visna. Margt ungt fólk telur ekki að sambúðarformið henti því. Það sér hvernig skilnaðar- tíðnin hækkar – og velur að búa eitt,“ segir Trond Blindheim hjá Markaðsháskóla Noregs. Slegist um einhleypa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.