Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Davíð FannarMagnússon fæddist í Reykjavík 27. maí 1980. Hann lést á Bifröst í Borgarfirði 21. febrúar síðastliðinn. Móðir hans er Sig- rún Davíðsdóttir, f. 9.7. 1950. Faðir hans er Magnús G. Friðgeirsson, f. 20.8. 1950, sam- býliskona hans er Sigurveig Lúðvíks- dóttir, f. 16.6. 1946. Systur Davíðs eru: a) Aldís Magnúsdóttir, f. 23.5. 1977, dóttir hennar er Aníta Björk Káradóttir, f. 22.4. 1998, og b) Maríanna Magnúsdóttir, f. 23.5. 1985. Davíð ólst upp í Reykjavík til átta ára aldurs en þá fluttist hann með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna og bjó þar til 14 ára aldurs. Þá kom Davíð heim til Íslands og hóf nám í Árbæj- arskóla. Hann hóf menntaskólanám sitt í Menntaskólan- um við Sund og fór á milli skóla og nam einnig við Fjölbraut í Ármúla og Fjölbraut í Breiðholti. Davíð starfaði um skeið í fyrirtæki fjölskyld- unnar, Hljómco hf. Einnig starfaði hann við leiðsögn við Reynisvatn. Síð- an var hann við af- greiðslustörf og sölumennsku hjá Seglagerðinni Ægi. Síðastliðið sumar hóf Dav- íð störf sem leiðsögumaður fyrir laxveiðimenn við Kjarrá í Borg- arfirði. Í ágúst hóf hann nám í frumgreinadeild Viðskiptahá- skólans á Bifröst. Útför Davíðs verður gerð frá Grafarvogskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku besti Davíð. Ég trúi því hreint ekki að ég sé að skrifa mína fyrstu minningargrein og það um þig. Svona ungan og fallegan strák. Mér er svo ofarlega í minni mín síðasta stund með þér, þegar mamma mín og pabbi þinn héldu þorrablót í janúar. Þá var gaman. Það var ekki að sjá að þér liði illa, elsku Davíð. Ef ég hefði vitað að það yrði í síðasta sinn sem ég sæi þig og faðmaði bless þá hefði ég sjálfsagt ekki viljað sleppa. Ég hefði haldið fastar og lengur og sagt þér að mér þætti alveg óskaplega vænt um þig. En þetta kvöld er mér svo mik- ilvægt núna. Eins hugsa ég fallega um jólin síðustu og áramótin sem við vorum svo heppin að fá að eiga með þér. Ég man þegar mamma mín og pabbi þinn voru að byrja að vera sam- an. Ég var svo glöð þegar ég fór að kynnast ykkur systkinunum og fann hversu frábær þið öll eruð. Þekkjandi hann pabba ykkar þá er nú ekki ann- að hægt en að hann eigi svona góð og falleg börn. Þið eruð öll svo yndisleg og ég þakka fyrir að fá að hafa ykkur í mínu lífi. Ég veit að mamma mín og pabbi þinn hafa þónokkrum sinnum rætt hvað það gleðji þau mikið, hversu vel börnunum þeirra kemur saman. Einnig veit ég að henni mömmu minni þykir alveg ofsalega vænt um hversu góður þú varst alltaf við hana. Þú varst svo ljúfur og góður og vildir alltaf öllum svo vel, alveg eins og hann pabbi þinn. Það er oft sagt þegar fólk deyr svona ungt að þá sé þörf fyrir það á æðri stöðum. Í barnslegri hugsun minni ímynda ég mér að það hafi vantað góðan veiði- mann á himnum, því Guð veit að það var eitthvað sem þú elskaðir að gera. Elsku Davíð, við Gunnar vonum að þér líði betur núna og við munum standa með systrum þínum, pabba og mömmu minni eins og við getum til að hjálpa þeim í gegnum þessa miklu sorg sem missir okkar allra er. Við munum biðja fyrir þér og þínum, elsku Daddi, og við vonum að það sé í lagi að við fáum líka að biðja til þín öðru hvoru. Guð geymi þig, elsku vin- ur. Þín Þóra. „Sorgin er gríma gleðinnar.“ Svo segir í Spámanninum eftir Kahlil Gibran. Elsku Davíð. Svona líður okkur í dag – það sem var gleði okkar er í dag mikil sorg. Svona getur lífið snúist við á einu augnabliki og engu hægt að breyta. Okkur langar að þakka þér fyrir þær yndislegu stundir sem við áttum saman í Hesthömrunum – þar sem fjölskyldur okkar sameinuðust og við vorum svo heppin að fá að kynnast þér. Við biðjum góðan Guð að varðveita þig nú þegar þú ert farinn frá okkur. Guð styrki ykkur, elsku mamma og Maggi, og alla þá sem ganga nú í gegnum þennan mikla sársauka og söknuð. Þig vantar hvergi vegi, þig vantar aldrei mátt, þín bjargráð bregðast eigi til bóta á einhvern hátt. Þitt starf ei nemur staðar, þín stöðvar enginn spor, af himni er þú þér hraðar með hjálp og líkn til vor. (Björn Halldórsson.) Takk fyrir samfylgdina, kæri Davíð. Gróa, Ásgeir, Lúðvík, Drífa og Dóra. Guð þekkir hjartað sem sárast grætur og sorgin ykkar býr í hjarta hans, sín helgu smyrsl á hjartasárið lætur er hryggð og angist nístir hjarta manns. (Þ. Kl. Á.) Með harm í hjarta kveðjum við elskulegan frænda okkar, Davíð Fannar. Hann var svo ungur, aðeins 22 ára gamall. Sonur umhyggju- samra og góðra foreldra sem sjá nú á eftir elsku drengnum sínum. Það er sannarlega erfið og mikil lífsreynsla. Davíð Fannar var einstaklega góð- ur, blíður og örlátur drengur sem okkur þótti svo undur vænt um. Þessi ungi frændi okkar var alltaf svo hress og ræðinn er við hittum hann á förn- um vegi og hann gaf mikið af sér. Við samglöddumst honum þegar hann ákvað að hefja nám síðastliðið haust við Viðskiptaháskólann í Bifröst eftir nokkurt hlé á skólagöngu. Þar undi hann hag sínum vel og námið sóttist honum líka vel. Það er sárara en orð fá lýst að þurfa að sætta sig við að hann sé far- inn frá okkur. Elsku Sigrún, Magnús, Aldís, Maríanna, Alla, Sigríður og aðrir ást- vinir Davíðs Fannars, megi ljúfar minningar milda sorg ykkar. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir ykkur og veita ykkur styrk til að takast á við ykkar mikla missi. Minningin um ljúfan og góðan frænda lifir áfram í huga okkar. Björg, Eyjólfur, Heba, Aldís, Þórir, Eðvald, Guðrún og Björgvin. Elsku frændi. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Ég minnist þess svo vel að þegar við hittumst, hvort sem það var í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þar sem við stunduðum nám á sama tíma, í Seglagerðinni eða á förnum vegi, stoppuðum við alltaf í smástund, spjölluðum saman og kvöddumst svo með bros á vör. Ég kveð þig nú í hinsta sinn og vil ég votta ykkur, elsku Sigrún, Magn- ús, Aldís og Maríanna, mína dýpstu samúð á þessari sorgarstundu. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Sigrún Eyjólfsdóttir. Það var um eftirmiðdag á föstu- degi að við starfsfólk Seglagerðar- innar Ægis fengum þær harmafréttir að góðvinur okkar og fyrrverandi samstarfsmaður, Davíð Fannar Magnússon, væri fallinn frá. Það fyrsta sem kom upp í huga okkar var minningin um góðan og einstaklega kátan dreng sem strax frá fyrsta degi bauð af sér góðan þokka sem gerði það að verkum að hann varð vel met- inn á meðal samstarfsmanna sinna. Davíð hóf störf hjá Seglagerðinni Ægi haustið 2000 og starfaði í útivist- ardeild fyrirtækisins fram á vorið 2002. Hann fékk það verkefni að sjá um stangveiðideild fyrirtækisins og sinnti hann því starfi mjög vel, en stangveiðisportið átti hug hans allan og hafði hann náð góðum tökum á því þrátt fyrir ungan aldur. Það kom snemma í ljós eftir að Davíð hóf störf hjá Seglagerðinni að þar var kraft- mikill drengur á ferð og var honum skömmu síðar falið það verkefni að sjá alfarið um daglegan rekstur verslunarinnar, og sinnti hann því verkefni með miklum glæsibrag. Það er með söknuð í hjarta að við kveðjum vin okkar og fyrrverandi samstarfsmann Davíð Fannar Magn- ússon, og mun björt minning hans lifa hjá okkur um ókomna tíð. Fjölskyldu Davíðs færum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Seglagerðarinnar Ægis. Elsku Daddi minn. Nú ertu farinn og í líf mitt hefur verið höggið djúpt skarð sem aldrei verður fyllt. Það er erfitt og sárt að hugsa til þess að ég á aldrei eftir að sjá þig framar, aldrei eftir að heyra þinn einlæga og fallega hlátur, aldrei eftir að ræða við þig um allt og ekkert. Eina sem ég á núna eru minningar um yndislegan frænda og myndirnar sem ég hef tekið af þér í gegnum tíðina í ferðalögum, fjöl- skyldumótum og þegar ég var hjá ykkur í Ameríku. Myndir og minningar sem ylja mér nú um hjartarætur meira en ég get nokkurn tíma lýst með orðum. Þú varst svo góður strákur. Þú hafðir svo gott hjarta. Það er stundum sagt að börn laðist mest að þeim sem hafa góða sál og fallegt hjartalag. Mér finnst það lýsa þér mjög vel hvernig börn löðuðust að þér. Hún Aníta Björk litla sá vart sólina fyrir Dadda frænda sínum og á fjöl- skyldumótum voru allir litlu krakk- arnir tístandi í kringum þig því þau vissu að þú varst alltaf til í að leika við þau, hvaða grallarastuði sem þau voru í. Sjálfur varst þú voða mikill grallari þegar þú varst yngri. Þegar ég hugsa til þín, á þínum yngri árum, þá sé ég þig fyrir mér laumast eitthvað bakvið með prumpublöðru og þvílíkan prakkarasvip sem var alveg einstak- ur. Það er ekki laust við það að maður sæi þessum yndislega prakkarasvip bregða fyrir öðru hvoru nú þegar þú varst orðinn að ungum manni. Núna leita á mig margar spurning- ar sem erfitt er að finna svör við. Ég veit bara að núna ertu hjá öfum þín- um og vona að þú hafir fundið friðinn sem þú þráðir. Ég kveð þig, elsku elsku Davíð minn. Hvíldu í friði, eng- illinn minn. Megi góður Guð styrkja fjölskyldu þína og alla þína vini. Þín elskandi frænka, Kristín. Elsku drengurinn minn, það er svo sárt að kveðja þig. En við vitum að afar þínir taka á móti þér og umfaðma þig. Það er svo margs að minnast. Ferðalögin okkar til dæmis í Þjórs- árdalinn og á Apavatn þar sem við gerðum okkur margt til skemmtun- ar, sátum við varðeld og sungum saman, þetta voru yndislegar stund- ir. Þér fannst alltaf svo gaman að veiða á stöngina þína, þú varst nú ekki hár í loftinu þegar þú fékkst fyrsta fiskinn þinn og varst svo ánægður og glaður. Einnig hvað við Gunni áttum góðar stundir með þér og fjölskyldu þinni þegar við komum í heimsókn til ykkar til Bandaríkj- anna. Þú varst alltaf svo blíður og glaður. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekki bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næði njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafn síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, Þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku Davíð minn, við biðjum góð- an guð að geyma þig og styrkja ást- vini þína í þeirra miklu sorg. Jóhanna frænka og Gunnar. Elsku Davíð minn. Mig langar að kveðja þig í hinsta sinn með örfáum línum. Ekki óraði mann fyrir því að við værum að hittast í síðasta sinn í þorrablótinu sem var í byrjun þorra eins og undanfarin ár, þú varst svo glaður, og ánægður með veruna í skólanum. Leist björtum augum á framtíðina og virtist vera búinn að finna þinn farveg. Nú sit ég og læt hugann reika um farinn veg og þá koma minningar um einstaklega blíð- an og kátan glókoll. Þú fluttist með foreldrum þínum til Bandaríkjanna þegar þú varst átta ára og varst í burtu í sex ár, þá hittumst við sjaldan en alltaf var jafn gaman að sjá hvað þú varst einlægur og hlýr, það breyttist aldrei. Ein af minnisstæðustu stundunum hin seinni ár er þegar við fórum á ættarmótið fyrir vestan á Bæ í Króksfirði, þar sem öll ættin var saman komin. Það lýsir þér best að hvar sem þú varst voru litlu frænd- systkini þín hlaupandi á eftir þér og vildu fá þig til að leika við sig og grall- arast pínulítið. Elsku Davíð minn, eftir sitjum við með ótal spurningar sem við fáum ekki svör við. Kveðjustundin er runn- in upp og hún er sárari en orð fá lýst. Ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman og ég bið góðan Guð að geyma þig, elsku frændi minn. Megi góður Guð styrkja alla ást- vini og aðstandendur þína. Farðu í friði, vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei skal ég þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín frænka, Hrefna. Tíminn stóð í stað, hjartað stóð í stað, dofi kom yfir. Himnarnir grétu, og depurð féll yfir heiminn. (Svava Bjarney.) Ekkert mun verða eins, því að ein fegursta persóna sem okkur var gef- in er farin. Guð gat ekki verið án sinnar hreinustu sálar, gat ekki verið án ljúfasta Davíðs sem við fengum þau forréttindi að njóta í þessi fáu en ómetanlegu ár. Davíð var sérstakur. Í honum var ekki að finna lestina sem einkenna meirihluta mannkynsins. Í hans orðaforða var ekki til hroki, yf- irlæti, grunnhyggja eða illvilji. Davíð einkenndist af sannsögli, trausti, virðingu og örlæti. Honum tókst allt- af að láta öllum líða vel í kringum sig og gat fyllt fólk af gleði á svipstundu. Þannig lét hann okkur alltaf líða. Hvort sem hann var sjö ára, faðm- andi eina af okkur vegna föðurmissis, eða 17 ára, hjálpandi einni af okkur með þýðingarmikla gjöf. Hann þótt- ist aldrei vera annar en hann var og breyttist ekki eftir því hver var með honum. Hann var alltaf okkar sami dásamlegi Davíð sem deildi með okk- ur gleðistundum og hughreysti okkur á erfiðum tímum. En þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest. Elsku Dav- íð, þráin eftir þér mun aldrei dvína. Í okkur muntu alltaf lifa, í okkar upp- lifunum og minningum, í okkar huga og hjarta að eilífu. Við elskum þig. Svava, Berglind, Kristín, Guðrún, Anna, Rebekka, Örk, Lillý, Lilja og Linda. Elsku frændi minn. Ég sakna þín svo mikið, það var allaf svo gaman þegar þú varst nálægt, glaðlega and- litið þitt og húmorinn alltaf í lagi. Mig langar ekki að trúa því að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur, aldrei. Þegar ég og mamma buðum ykkur úr Vesturásnum í mat eða þið okkur þá var það alltaf mín fyrsta hugsun hvort Daddi frændi kæmi ekki, það var alltaf gaman þar sem þú varst. Núna hef ég aðeins minningarnar um þig til að hugsa um, ég mun aldrei gleyma þér, frændi, mér þykir óend- anlega vænt um þig. Þín frænka Sigrún Ýr. Nú kveð ég þig, elsku besti vinur minn. Það eru mér forréttindi að hafa kynnst þér og fengið að vera nálægt þér sem vinur. Níu ár er sá tími sem við fengum saman. Það er stuttur tími en hann er mér ógleymanlegur. Febrúardagurinn hinn tuttugasti er sá dagur sem ég kom í heiminn. Það er líka dagurinn sem þú yfirgafst hann. Afmælisdagar voru þér ofar- lega í huga, þú varst nánast alltaf fyrstur til að óska mér til hamingju með daginn. Þegar ég hugsa til baka þá minnist ég þess að við eyddum all- mörgum afmælisdögum mínum sam- an og eftir því sem árunum fjölgaði varst þú alltaf stór hluti af þessum degi því þér var mikið í mun að ég væri ánægður á afmælisdaginn minn. Ég minnist þess sérstaklega árið 1996 þegar ég varð sextán ára, það voru allir eitthvað uppteknir þennan dag þannig að mér fannst ég eitthvað einmana. Þér höfðu áskotnast bíó- miðar og þú hafðir ákveðið að bjóða einhverri stelpu með þér. Allt í einu var barið á dyrnar heima hjá mér og þar stóðst þú, veifaðir bíómiðunum framan í mig og sagðir að við værum sko á leiðinni í bíó, þessi stelpa gæti nú bara beðið. Þetta er lýsandi dæmi um hversu örlátur þú varst og hvað þú gast alltaf hugsað þér að fórna hverju sem er fyrir vini og fjölskyldu. Þegar ég hugsa til baka þá innihéldu samverustundir okkar nánast alltaf bros og hlátur. Þú varst alltaf tilbú- inn til að hlusta á mann og benda á það jákvæða við hugmyndir manns þótt þær virtust langsóttar eða óger- legar. Með jákvæðni þinni var maður fullfær um að framkvæma þær og all- ir vegir voru færir. Árin í Árbæjar- skóla voru gullár okkar vinanna. Ég man eins og það hafi gerst í gær að ég sá þig fyrst. Þú stóðst fyrir framan félagsmiðstöðina okkar, sem er vinnustaður minn í dag, en þar sáumst við einnig í síðasta sinn. Þú varst ekki lengi að heilla okkur í skól- anum með brosi þínu og hlátri. Það var bara ekki hægt annað en að fá áhuga á að kynnast þér enda liðu ekki nema nokkrir dagar frá fyrstu kynn- um þangað til þú varðst einn af okkar bestu vinum. Við áttum einnig eitt gott ár í Menntaskólanum við Sund en leiðir okkar skildu í tvö ár frá skóla. Við fundum síðan hvor annan aftur í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. DAVÍÐ FANNAR MAGNÚSSON Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is merkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.