Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hörður Sigur-jónsson fæddist í
Reykjavík 26. júlí
1921. Hann lést á
öldrunardeild
Landakotsspítala 20.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru:
Sigurjón Markússon
sýslumaður, f. 27. 8.
1879, d. 8. 11. 1959,
og kona hans Sigríð-
ur Þorbjörg Björns-
dóttur, f. 30. 5. 1889,
d. 14. 12. 1967.
Systkini Harðar eru:
Markús Finnbogi, f.
1910, d. 1968; Björg, f. 1912; Jó-
hanna, f. 1914; Kristján Páll, f.
1916, d. 1917; Rögnvaldur, f. 1918;
Bjarni, f. 1920, d. 1920. Samfeðra,
Hlíf, f. 1920.
Hinn 13. apríl 1946 kvæntist
Hörður Ólöfu Magnúsdóttur, f. 9.
júlí 1927, d. 20. febrúar 1983.
Þeirra börn eru: 1) Magnús Már, f.
1946, kvæntur Sigurdísi Haralds-
dóttur, f. 1948, þeirra börn: Hörð-
ur Már, f. 1971, kvæntur Jónu
Kristínu Gunnlaugsdóttur, f. 1972,
þeirra börn: Ásta María, f. 1998,
Breki, f. 2000. Hörður, f. 1974, og
Einar Ólafur, f. 1982. 5) Hörður, f.
1955, kvæntur Maríu Davíðsdótt-
ur, f. 1957, þeirra börn eru: Davíð
Smári, f. 1980, og Hörður Bjarni, f.
1985. Dóttir Harðar með Guðrúnu
Sigurðardóttur, f. 1955, Kristín, f.
1976. Sambýliskona Harðar frá
1985: Bertha Ingibjörg Johansen,
f. 1934.
Hörður lauk prófi atvinnuflug-
manns frá Spartan School of
Aeronautics í Thulsa Oklahoma
1945. Hann hóf störf hjá Flug-
félagi Íslands í júlí 1945, flaug
fyrst á Norseman, síðan á Catal-
inu, DC3, DC4, Viscount og DC6b
til ársins 1963 er hann hætti að
fljúga tímabundið vegna heilsu-
brests. Hóf störf hjá Loftleiðum
1966 síðar Flugleiðum, sem leið-
beinandi við flughermi fyrir flug-
menn félagsins. Hann hætti störf-
um 1994 vegna aldurs. Hann flaug
af og til eftir að hann fékk flug-
skírteinið aftur 1969, m.a. í hjálp-
arflugi í Bíafra og með frakt fyrir
Íscargo.
Hörður og Ólöf stofnuðu heimili
sitt á Barónsstíg 11a 1946. Þau
fluttu á Digranesveg 40c 1952 og
þar bjó Hörður til 1985 er hann hóf
sambúð með Bertu I. Johansen að
Háaleitisbraut 81 í Reykjavík.
Útför Harðar fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
og Andri Már, f. 2002.
Ólöf Björg, f. 1973,
gift Gunnari Þór Vals-
syni, f. 1969, þeirra
börn: Hildur Ýr, f.
1995, og Daníel Aron,
f. 2001. Dóttir Ólafar
og Páls Melsted, Þór-
dís, f. 1992. Erla
María, f. 1982, unnusti
Hlynur Ingason, f.
1979. 2) Kristján, f.
1947, kvæntur Helgu
R. Jóhannesdóttur,
þeirra börn eru: Gísli
Þór, f. 1971. Lilja, f.
1973. Kristján Karl, f.
1978, sambýliskona Sigrún Einars-
dóttir, f. 1977. Jóhannes Bjarni, f.
1980. 3) Sigríður, f. 1950, gift
Magnúsi Magnússyni, f. 1945,
þeirra börn: Magnús, f. 1972,
kvæntur Ingunni Jónsdóttur, f.
1976, þeirra barn Jónatan Mikael,
f. 2001. Sigurjón, f. 1979. Ólafur
Björn, f. 1986. 4) Elísabet Þórdís, f.
1953, gift Einari Tómassyni, f.
1950, þeirra börn eru: Tómas Atli,
f. 1971, kvæntur Þuríði Guðbjörns-
dóttur, f. 1968 þeirra börn: Atli, f.
1991, Ólöf Þóra, f. 1996, og Einar
Fyrir nokkrum árum greindist,
Hörður, minn kæri tengdafaðir,
með erfiðan og illvígan sjúkdóm
sem hann tókst á við af karl-
mennsku og æðruleysi. Síðustu vik-
ur og daga varð sú barátta þyngri
og erfiðari, þannig að séð var að
hverju stefndi og lést hann á
Landakotsspítala 20. febrúar, ör-
skammt frá fæðingarstað sínum.
En Hörður fæddist í kennslustofu
Stýrimannaskólans 26. júlí 1921,
sonur hjónanna Sigurjóns Markús-
sonar og Sigríðar Björnsdóttur,
yngstur sinna systkina. Á dánar-
dægri Harðar voru tuttugu ár frá
andláti Ólafar Magnúsdóttur, eig-
inkonu hans, og bar andlát þeirra
upp á sömu klukkustund.
Það munu vera um 34 ár síðan ég
kynntist tengdaföður mínum og
fjölskyldu hans fyrst. Þá héldu
Hörður og Ólöf, tengdaforeldrar
mínir, heimili á Digranesvegi 74.
Yfir því heimili ríkti góður andi og
man ég hversu vel mér var þar
strax tekið ungum manninum í
fylgd dóttur þeirra. Heimilið var
mótað af handbragði Ólafar sem
var mikil hannyrðakona og lista-
maður í hverju því sem hún tók sér
fyrir hendur hvort sem var innan
heimilis eða í garðinum. Þá liðu
þarna oft um loftið ljúfir tónar
klassískrar tónlistar er Hörður lék
á flygilinn verk gömlu meistaranna
eða aðra góða tónlist. Digranesveg-
ur 74 var er fram liðu stundir eins
konar miðstöð barna og tengda-
barna Ólafar og Harðar og síðar
einnig barnabarna. Þar þurftu allir
að koma við, hittast og ráða ráðum
sínum. Þar var því oft glatt á hjalla
einkum á jólum og stórhátíðum
enda minnast barnabörnin oft
þeirra gleðitíma. Hörður tengda-
faðir minn hafði góða heilsu fram á
efri ár. Hann iðkaði daglega sund
og var sundmaður góður. Á yngri
árum vann hann til verðlauna í
þeirri íþrótt. Hann unni góðri tón-
list og aldrei var hljóðfærið langt
undan. Þá var einnig unun að heyra
hann segja frá mönnum og málefn-
um, með sinni hrjúfu rödd, hvort
sem það voru sögur úr fluginu,
sundinu, Bíafrastríðinu eða hverju
sem var. Hörður fór ungur til
Bandaríkjanna í flugnám. Flugið
varð síðan hans aðal vettvangur
sem flugmaður, flugstjóri og flug-
kennari. Það átti huga hans þótt
hann hafi einnig fengist við ýmis-
legt annað.
Árið 1983 lést Ólöf eiginkona,
Harðar, svo sem fyrr hefur hér
fram komið. Var fráfall hennar
mikill missir fyrir Hörð og fjöl-
skyldu hans alla.
En er tímar liðu og sár tóku að
gróa tókust góð kynni með Herði
og Berthu Johansen sem síðar
leiddu til sambúðar og stofnunar
heimilis. Á Háaleitisbraut 81 bjó
Bertha þeim Herði einkar fallegt
heimili. Á því heimili og hjá þeirri
góðu konu leið Herði vel enda duld-
ist engum ást og aðdáun hans á
henni.
Ég vil að lokum þakka Herði,
tengdaföður mínum, samfylgdina,
traust og góð kynni. Guð blessi för
hans til nýrra heimkynna.
Magnús Magnússon.
Ég man hvað ég var hræddur um
hann afa minn þegar ég sá flugvél-
ina taka á loft frá Reykjavíkurflug-
velli á leið út í heim og reykjar-
strókarnir stóðu aftur úr hreyflum
vélarinnar. Þetta er ein fyrsta
minning mín um Hörð afa. Oft fór
ég í skápinn á Digranesveginum og
mátaði flugstjórahúfuna hans afa
og safaríhattinn hvíta sem voru þar
innan um allar bláu skyrturnar. Á
Digranesveginn kom ég nánast
daglega eftir að við fluttum þaðan
þegar ég var sex ára og man þá eft-
ir afa annaðhvort að spila á píanóið
eða að lesa blöðin í rauða stólnum í
stofunni. Það var alltaf líf og fjör í
kringum afa og ömmu á þeim tíma.
Ferðuðust þau víða og var alltaf til-
hlökkun hjá okkur krökkunum að
sjá hvaða nýmóðins leikföng þau
komu með frá útlöndum. En lífið er
ekki alltaf dans á rósum, hinn 20.
febrúar árið 1983 lést amma Ólöf
eftir erfið veikindi. Ég var mikið
hjá afa þegar amma var veik og eft-
ir að hún lést. Á þessu tímabili átt-
um við afi sameiginlegar stundir
sem mér eru minnisstæðar. Síðustu
átján ár ævi sinnar bjó afi með
Berthu. Fór ég með fjölskyldu
minni á Háaleitisbrautina til afa
Harðar og ömmu Berthu eins og
börnin mín kalla þau, þegar við vor-
um í bænum. Það var alltaf gott að
koma til þeirra. Afi kom norður á
Ólafsfjörð árið 1997 og hélt á Ólöfu
Þóru dóttur minni undir skírn. Á
leiðinni frá Akureyri sagði afi mér
frá fluginu norður því flugstjórinn
gamli hafði auðvitað setið frammi í
flugstjórnarklefanum, sjálfsagt hjá
flugmönnum sem höfðu notið leið-
sagnar hans í kassanum. Flugstjóri
var hann vissulega, á ökuferðum
með afa var hann alltaf með bestu
leiðirnar á hreinu og búinn fyrir
löngu að stika þær út. Afi, nú ert þú
kominn á betri stað og góðar minn-
ingar standa eftir.
Tómas Einarsson.
Elsku afi, nú þegar leiðir okkar
skilja viljum við minnast þín með
nokkrum orðum. Okkar fyrstu
minningar um þig eru af Digranes-
veginum að spila á flygilinn, sem
okkur þótti gaman að enda varstu
sannkallaður snillingur. Það sem
okkur stendur einnig ofarlega í
huga eru jólaboðin á Digranesveg-
inum með allri fjölskyldunni og
amma sá um að elda ofan í allt liðið.
Okkur er nú huggun að vita af því
að nú ertu kominn aftur til ömmu.
Þú varst einstakur maður og sagðir
okkur nýjar sögur í hvert sinn sem
við hittum þig og þær voru hver
annarri betri því þú sagðir svo
skemmtilega frá, á milli þess sem
þú tókst í nefið. Einnig eru minn-
isstæðir vasaklútarnir sem þú áttir
í tugavís. Seinni árin var alltaf
gaman að koma til ykkar Berthu á
Háaleitisbrautina, hvort sem var í
heimsókn eða veislur. Við þökkum
fyrir allt og allt.
Á móti söknuði koma góðar og
fallegar minnngar.
Hörður Már, Ólöf Björg
og Erla María.
Elsku langafi, okkur langar til að
kveðja þig með nokkrum orðum:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Við elskum þig.
Þórdís, Hildur Ýr, Ásta
María, Daníel Aron og
Andri Már.
Leiðir okkar Harðar lágu fyrst
saman uppi á Sandskeiði hjá Svif-
flugfélagi Íslands er ég byrjaði að
læra svifflug, en Hörður hafði
stundað svifflug um nokkurt skeið.
Ég hafði séð Hörð áður í nokkur
skipti keppa í sundi í Sundhöllinni,
hann var fimm árum eldri en ég og
keppti meðal fullorðinna. Þar voru
saman komnir margir fræknir
sundgarpar og voru sundstílar
jafnmargir þeim, en við strákarnir
vorum að reyna líkja eftir sundstíl-
um þeirra.
En við kynntumst ekki fyrr en
hann hafði lokið flugnámi og öðlast
flugréttindi hjá Spartan School of
Aeronautics í Tulsa Oklahoma
1945. Hann kynntist systur minni
Ólöfu og giftust þau nokkru seinna.
Hörður fékk vinnu sem flugmaður
hjá Flugfélagi Íslands. Man ég
fyrst eftir því að hann flaug Nor-
seman-flugvélum á flotum í síldar-
leit á sumrin, en síðar Grumman-
flugbátum er voru notaðir í styttri
flug á milli Akureyrar og Siglu-
fjarðar og fleiri staða ef þurfti. Síð-
ar varð hann flugstjóri á Katalína
flugbátum, þá hafði ég lokið flug-
prófi í University of flying í
Hamble í Suður-Englandi.
Ér ég kom heim, frétti ég að
flugmannsstarf hjá Flugfélagi Ís-
lands biði mín, Hörður hafði talað
við Örn Ó. Johnson, forstjóra fé-
lagsins, sem samþykkti að ég fengi
umrætt starf, var þetta eins og
himnasending. Fyrstu mánuðina
eftir að við hjónin fluttum heim
bjuggum við í húsi foreldra minna
ásamt Herði og Ólöfu. Þar kynntist
ég tónlistarhæfileikum hans og átt-
um við saman margar góðar stund-
ir er hann spilaði fyrir okkur lögin,
sem voru rauluð í þá daga.
Ég flaug sem aðstoðarflugmaður
með Herði á Katalínu-flugbátum,
ég varð strax sérstaklega hrifinn af
því hvernig hann ,,handlék“ flug-
vélina. Hörður var vel að manni og
nokkuð betur en við flestir. Var un-
un að sjá hann fljúga ef eitthvað var
að veðri og þá sérstaklega hve hann
átti létt með að stjórna henni í öldu-
gangi. Var þessi vél frekar þung í
stýrum og þá sérstaklega hæðar-
stýrið, hvort sem hún var á sjó eða
landi og þá sérstaklega á sjó er alda
var að ráði. Þar sem við hinir not-
uðum báðar hendur gat hann verið
með vinstri höndina á stýrinu og
hægri höndina á bensíngjöfinni. Við
flugum saman á fleiri tegundum
flugvéla og var þar allt á sama veg-
inn. Hann var fljótur að taka
ákvarðanir viðvíkjandi veðri og
öðrum þáttum flugsins og voru þær
ætíð réttar.
Hörður flaug mörgum tegundum
flugvéla, þar á meðal DC-3, DC-4,
DC-6 B og einnig flaug Hörður fyr-
ir Loftleiðir frá 1962–63. Þá flaug
hann fyrir Hjálparstofnun kirkj-
unnar í Biafra. Hörður hætti flugi
af heilsufarsástæðum 1963 en fékk
aftur flugréttindi 1969. Þá flaug
hann fyrir Aerocarto í Surinam
1970 og stundaði einnig ferjuflug á
því sama ári, hann var lausráðinn
flugstjóri hjá Iscargo frá desember
1974 til 1980. Hörður lauk flugferli
sínum í flughermi Flugleiða 1994,
þar sem hann vann við þjálfun flug-
manna félagsins og leysti þau störf
einstaklega vel að vanda.
Ég þakka Herði fyrir allar góðu
stundirnar í leik og starfi. Ef ég léti
tónlistina tala, væri lagið ,,We’ll
meet again“ viðeigandi. Við Jean
vottum Berthu, Magnúsi, Kristjáni,
Sigríði, Elísabetu, Herði og fjöl-
skyldum þeirra samúð okkar.
Skúli Magnússon.
Fimmtudaginn 20. febrúar sl.
hringdi pabbi minn til mín í hádeg-
inu og tilkynnti mér lát Harðar
bróður síns. Við þessa frétt flaug
hugurinn ósjálfrátt til baka liðlega
45 ár og ég var staddur í hádeginu
hjá ömmu og afa í Bankastræti 2.
Hádegið þar var ógleymanlegt öll-
um þeim sem því kynntust. Það var
óvenju fátt eða bara fjölskyldan
sem var mætt þennan dag. Í borð-
stofunni var allt á fleygiferð einsog
venjulega. Þegar við pabbi komum
inn var einsog enginn gæti verið
kyrr. Einn gekk inní stofu til þess
eins að koma sömu leið til baka.
Annar settist útí horn með dagblað,
stóð upp kveikti á útvarpinu og fór
síðan inní eldhús til ömmu! Adda
systir hans pabba var inní stofu að
segja mömmu minni brandara og
mamma var farin að skellihlæja
löngu áður en brandarinn var bú-
inn. Pabbi gekk rakleiðis inní borð-
stofu og fór að lesa einhverja blaða-
grein upphátt. Ég vissi ekki fyrir
hvern en það var greinileg hrifning
í röddinni.
Í miðjum þessum klíðum birtust
Ólöf og Hörður, bróðir hans pabba,
með „kaskeitið“ og allt. Mér fannst
hún Ólöf svo fín í nýju fötunum sín-
um.
Hann Hörður var ekki einhamur.
Hann var að útliti í ætt við amer-
ískar kvikmyndahetjur. Hann tal-
aði meira að segja dálítið þannig.
Hann var flugmaður og hafði lent í
ævintýrum og bjargað mannslífum
og meira að segja fundið síld úr
flugvél. Hann hafði líka lent í lífs-
háska. Ef hann væri ekki svona
varkár að eðlisfari þá væri hann
löngu dauður. Það sagði a.m.k.
hann pabbi.
Á hinn bóginn þá spilaði hann
líka klassík á píanó. Hann vissi líka
allt um Andrés önd. Honum fannst
danska útgáfan miklu betri en sú
ameríska. Hann talaði líka alltaf við
mig þegar við hittumst. Ég var sjö
ára og hann var 35 ára.
Í þetta sinn gengur Hörður í
gegnum borðstofuna án þess að
segja orð við kóng eða prest. Hann
gengur beint að flyglinum inní
stofu, sest niður og segir: „Röggi!
Viltu sýna mér þetta? Ég skil ekki
þennan stað.“ Þá byrjar hann að
spila eitthvað sem ég seinna vissi
að var eftir tónskáld sem heitir
Chopin. Pabbi heldur áfram að lesa
upphátt inní borðstofu og nú er alla
vega afi farinn að hlusta á hann.
Hörður kallar fram úr stofu:
„Röggi, ertu að hlusta á mig?“
Pabbi hættir að lesa upphátt
augnablik og segir: „Þetta er rétt
hjá þér. Þetta er svona.“ Hörður
eftir smáþögn: „Hvur andskotinn, –
jaaá nú skil ég.“ Þar með lauk
kennslustund í píanóleik í þessu há-
degishléi í Bankastræti 2. Hörður
stóð uppfrá flyglinum, gekk til
pabba og fór að tala við hann um
það sem pabbi var að lesa. Þá var
sest að borðum og hver talaði í
kapp við annan og allir virtust
skilja alla og allir voru í góðu skapi.
Það var að vísu smá kýtingur útaf
pólitík en það gerði ekkert til. Það
endaði bara eins og venjulega með
því að einhver sagði að það þýddi
ekkert að tala við hinn og þarmeð
lauk því samtali og allir voru vinir
fyrir því.
Skömmu seinna skall á dúnalogn
eftir að hver var farinn til sinnar
iðju og ég var einn eftir hjá ömmu
og búinn að fá heitt vatn og mjólk.
Þegar ég nú sit og skrifa þessi
orð um frænda minn þá allt í einu
átta ég mig á því hvers vegna þessi
saga rifjast upp fyrir mér í þessu
samhengi. Við Magnús, sonur hans,
heimsóttum Hörð upp á Landspít-
ala rétt fyrir jól. Að þeirri heim-
sókn lokinni fékk ég nákvæmlega
sömu tilfinningu og þarna í Banka-
stræti forðum. Að heimurinn væri
góður í eðli sínu og að það væri
óþarfi fyrir okkur mennina að ótt-
ast. Okkur er hvort sem er borgið.
Við vissum allir hvert stefndi hjá
Herði. Sjúkdómurinn var svo langt
genginn að ekki varð til baka snúið.
Hann horfðist í augu við dauðann af
sama æðruleysi og hafði svo oft
bjargað honum úr vanda á upphafs-
árum flugsins á Íslandi. Á honum
var hvergi ótta að finna. Margt bar
á góma. Hann tjáði okkur þakklæti
sitt í garð þeirra tveggja kvenna,
Ólafar og Bertu, sem mest höfðu
áhrif á líf hans. Hann lýsti fyrir
okkur veikindum sínum og hvernig
líf hans allt var að renna saman í
eitt, fortíð og nútíð, núlifendur og
þeir sem gengnir voru. Hann
spurði okkur hvort við héldum að
það væri eitthvað þarna hinum
megin. Við héldum-já. Hann virtist
sætta sig við svarið. Ég held þó að
þar hafi eðlislæg varkárni hans ráð-
ið að rétt áður en hann tók loka-
stefnuna þá kíkti hann rétt sem
snöggvast yfir um svona rétt til
þess að kanna aðstæður. Þá tók
hann endanlega ákvörðun. Hörður
lést sléttum tuttugu árum eftir lát
Ólafar, fyrri konu sinnar, uppá dag
og klukkustund. Hann Hörður var
lentur.
Við bræður og fjölskyldur okkar
sendum Bertu, börnum Harðar og
aðstandendum öllum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Geir Rögnvaldsson.
Ég hafði þá ánægju að kynnast
Herði Sigurjónssyni hjá Flugfélagi
Íslands 1953, fljúga með honum og
njóta reynslu hans og hæfni. Síðan
skildu leiðir okkar í bili, því ég fór
til Loftleiða.
Hörður flaug til ársins 1963, þeg-
ar í ljós kom við reglubundna lækn-
isskoðun að hjarta hans væri af-
brigðilegt. Eftir ýmsar athuganir
missti hann svo skírteinið og starf-
ið. Geimferðastofnun Bandaríkj-
anna, NASA, hafði spurnir af tilfelli
Harðar og boðaði hann til rann-
sóknar árið 1969. Að þeirri rann-
sókn lokinni lagði NASA til þá
málamiðlun, að Hörður fengi tak-
mörkuð réttindi á ný og það gekk
eftir.
Ég var þá staddur í Cotonou í
Dahomey við Rauðakrossflug til
Biafra og vantaði flugmann. Fagn-
andi tók ég þá við Herði, sem birt-
ist með nýtt skírteini og hóf flugið,
eins og ekkert hefði í skorizt, fyrst
hjá mér, en flutti sig til Steina á
HÖRÐUR
SIGURJÓNSSON