Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEFÐI Kauþing beitt svokallaðri kaupaðferð þegar Frjálsi fjárfest- ingarbankinn var keyptur, hefði hagnaður þess fyrir skatta verið 860 milljónum króna minni á síðasta ári. Hagnaður fyrirtækisins var þá 3.075 milljónir króna eftir skatta. Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoð- arforstjóri Kaupþings, segir hugs- anlegt að samlegðaraðferðin sem Kaupþing hafi beitt við samein- inguna við Frjálsa fjárfesting- arbankanna sé að einhverju leyti úr- elt. Hún sé á hinn bóginn í samræmi við íslensk lög og mun fleiri fyr- irtæki en Kaupþing hafi notast við hana. „Við beittum samlegðaraðferð af tveimur ástæðum,“ segir Hreiðar. „Í fyrsta lagi vorum við að sameina banka af svipaðri stærð. Eigið fé Frjálsa fjárfestingarbankans var um 2,5 milljarðar en Kaupþings um 4 milljarðar. Í öðru lagi töldum við þetta sýna réttari stöðu, því ef við hefðum ekki beitt samlegðaraðferð hefðum við eign- fært mikið af við- skiptavild í reikn- ingum okkar og við vildum fara varlega í því að sýna eigið fé Kaupþings hærra en það raunveru- lega var.“ Hreiðar segir að við skráningu Kaupþings á markað í Svíþjóð hafi þurft að bera saman mismunandi reikningsskilavenjur í Svíþjóð og á Íslandi og sýna fram á áhrif þeirra á efnahag og rekstur bankans. Kaup- þing hafi sýnt afkomu bankans bæði miðað við íslenskar reglur og alþjóð- legar en með notkun svokallaðrar kaupaðferðar var hagnaður Kaup- þings banka fyrir skatta árið 2002 860 m.kr. minni, en um 780 m.kr. minni eftir skatta. Hreiðar telur hins vegar ósann- gjarnt að benda eingöngu á Kaup- þing í þessu samhengi. Gagnrýni Stefáns snúi að mismun á íslenskum og alþjóðlegum reikningsskilum. Hreiðar segir að meðferð íslenskra fyrirtækja við eignfærslu á við- skiptavild sé t.a.m. mjög mismun- andi. Hann nefnir sem dæmi að þeg- ar Marel hf. hafi keypt danska fyrirtækið Carnetech hafi við- skiptavildin verið færð til lækkunar eigin fjár og því hafi fyrirtækið verið bókað á lægra verði en sem nam kaupverði. Þegar Össur hf. hafi keypt bandaríska fyrirtækið Flex- foot hafi viðskiptavildin verið gjald- færð á einu ári. Þegar Baugur keypti 10-11 hafi viðskiptavild verið færð sem eign og afskrifuð á 10 ár- um. Það megi deila um aðferðirnar en Kaupþing sé þó eina fyrirtækið sem hafi kynnt ársreikninga miðað við bæði íslenskar reglur og alþjóð- legar. Hagnaður Kaupþings 860 millj- ónum minni með annarri aðferð Hreiðar Már Sigurðsson ÚRSÖGN Stefáns Svavarssonar, dósents við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands, úr reiknings- skilaráði er almennt hörmuð af við- mælendum Morgunblaðsins. Endur- skoðendur, ríkisendurskoðandi og deildarforseti viðskipta- og hagfræði- deildar taka undir þá gagnrýni sem Stefán setti fram í blaðinu í gær á lög um ársreikninga. Þannig telur Sig- urður Þórðarson ríkisendurskoðandi að reikningsskil í landinu séu í upp- námi. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra segist hins ekki geta tekið und- ir gagnrýni Stefáns á stjórnvöld en reikningsskilaráð heyrir undir fjár- málaráðuneytið. Geir harmar úrsögn Stefáns Svav- arssonar úr ráðinu. Hann fagnar hins vegar þeirri umræðu sem Stefán hef- ur haft frumkvæði að en telur gagn- rýnina ekki maklega um að athuga- semdir ráðsins hafi verið hunsaðar í ráðuneytinu. Geir bendir á að fyrir þinginu liggi frumvarp um aðlögun ársreikninga- laga að tilskipunum Evrópusam- bandsins, sem vonandi verði afgreitt á næstu dögum. Sérfræðingar hafi komið þar að undirbúningi frum- varpsins og textinn tekið breytingum eftir ábendingum víða að. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld legið undir ámæli og þrýstingi frá Eftirlitsstofn- un EFTA um að innleiða þessar regl- ur. „Stefán telur að þessar reglur séu úreltar og að næsta skref í málinu sé þá að taka upp staðla Alþjóða reikn- ingsskilaráðsins. Mér skilst að sam- kvæmt áformum ESB þá sé ætlunin að taka þessa staðla upp árið 2005, og þá væntanlega einnig á EES-svæð- inu. Þetta er eiginlega tvískipt mál. Okkur ber samkvæmt skuldbinding- um okkar innan EES að innleiða staðla ESB, þó að fyrr hefði verið, og næsta skref er þá að taka upp staðla Alþjóða reikningsskilaráðsins. Ég tel mikilvægt að gera það með trúverð- ugum hætti og við munum að sjálf- sögðu leita til færustu manna um að gera það eins vel og hægt er,“ segir Geir. Ráðherra vonar að það sé ekki rétt sem Stefán haldi fram, að almennt sé borin lítin virðing fyrir lögum um árs- reikninga. Eftir þeim lögum eigi að fara en séu einhverjir að fara í kring- um þau beri að taka á því. Reikningsskil í uppnámi Geir hefur ekki skipað formann reikningsskilaráðs í stað Stefáns, sem tilnefndur var í ráðið á sínum tíma af Háskóla Íslands. Fimm sitja í ráðinu og er Sigurður Þórðarson ríkisend- urskoðandi einn þeirra. Líkt og fjár- málaráðherra harmar hann úrsögn Stefáns og telur málaflokkinn hafa orðið fyrir miklum skaða. „Stefán gagnrýnir stjórnvöld og fjármálaráðuneytið fyrir seinagang í þessum málum og að hluta til get ég tekið undir það. Hins vegar tel ég rétt að benda á að gerðar hafa verið breytingar á ársreikningalögum að undanförnu hvað varðar til dæmis verðbreytingafærslur, erlenda mynt og samræmingu við EES-reglur. Vinna hefur verið í gangi í þessum efnum,“ segir Sigurður. Ríkisendurskoðandi segir að lög- gjöf margra landa um reikningsskil fylgi ekki eftir þeim uppákomum sem orðið hafa, m.a. Enron-hneykslinu í Bandaríkjunum og málum fleiri fyr- irtækja þar í landi. Viðbrögðin hafi jafnan verið að einblína á staðla Al- þjóða reikningsskilaráðsins en þá hafi komið í ljós að löggjöf viðkomandi landa sé ekki viðbúin þeim breyting- um. „Stefán bendir á að rekstrarum- hverfi íslenskra fyrirtækja sé orðið mjög alþjóðlegt. Menn hafa verið að aðlaga sín reikningsskil þessum al- þjóðlegu kröfum en þá kemur í ljós að lögin leyfa ekki suma þá hluti sem verið er að framkvæma. Þess vegna er að nokkru leyti komið uppnám í reikningsskil í landinu og brýnt að takast á við það. Ég tek undir margt af því sem Stefán setur fram og hefur gert í ráðinu,“ segir Sigurður. Stjórnvöld sofið á verðinum Ágúst Einarsson, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Há- skóla Íslands, tekur að öllu leyti undir gagnrýni Stefáns. Hann segir málið grafalvarlegt og stórhættulegt fyrir efnahagslífið ef ekki verði bætt úr. „Það gerir málið ennþá alvarlegra að hér er maður að tala sem gjör- þekkir þessi mál. Og ég á ekki von á öðru en þessi orð hans veki mikla um- ræðu. Það gengur ekki að þessi mál verði áfram eins og þau hafa verið og Stefán lýsti vel í Morgunblaðinu [í gærmorgun].“ Ágúst segir marga hafa áhyggjur af göllum í lögum um ársreikninga. „Þetta er hlutur sem hefur ekki verið í lagi og menn hafa haft áhyggjur af þessu. Stefán er ekki sá eini. Nú held ég að það sé mikilvægt fyrir stjórn- völd að breyta um vinnubrögð og líka fyrir marga í samfélaginu að taka þessi mál til gagngerrar umræðu,“ segir hann. Það sé stórhættulegt fyr- ir efnahagslífið að reglur um árs- reikninga séu jafn gallaðar og raun beri vitni. Slíkt geti gefið villandi og jafnvel ranga mynd af rekstri fyrir- tækja sem skapi óvissu meðal fjár- festa. Ágúst bendir á að nú sé uppi allt önnur staða varðandi fyrirtækj- arekstur og ársreikninga hér á landi en var fyrir nokkrum árum. „Auðvit- að eiga menn að draga lærdóm af því sem gerðist hjá Enron í Bandaríkj- unum og hjá fleiri fyrirtækjum. Ég er ekki að segja að slík mál séu á döfinni hér en gamla reglan um að betra sé byrgja brunninn áður barnið dettur ofan í hann er í fullu gildi,“ segir hann. Stjórnvöld hafi á hinn bóginn sofið á verðinum. Reglan bönnuð innan skamms Félag löggiltra endurskoðenda (FLE) hefur hvatt til þess að vinnu við að samræma íslensk lög við al- þjóðlegar reikningsskilareglur verði hraðað. Þetta segir Guðmundur Snorrason, formaður félagsins. Í fyrirliggjandi frumvarpi til breyt- inga á ársreikningalögum verður heimilt að nota áfram svokallaða sam- legðaraðferð við reikningsskil en Guðmundur segir að miðað við núver- andi þróun á alþjóðlegum vettvangi sé líklegt að hún verði bönnuð innan skamms tíma og þá þurfi að breyta lögunum aftur. Reikningsskilanefnd FLE hafi þrátt fyrir það stutt þetta frumvarp í meginatriðum og telur mörg ákvæði til bóta. Hins vegar sé ljóst að flýta þurfi heildarendurskoð- un á lögunum með tilliti til þeirra breytinga sem eru að verða á sviði reikningsskila og samræma íslensk lög við reglur Alþjóða reikningsskil- aráðsins. Hann bendir á að árið 2005 verði íslensk stjórnvöld skuldbundin skv. reglum EES að lögleiða reglurn- ar en þær eru gríðarmiklar að vöxt- um. Eftir því sem hann kemst næst er ekki enn byrjað að þýða reglurnar. Úrelt lög um langt skeið Ólafur Nilsson, löggiltur endur- skoðandi og einn eigenda endurskoð- unar- og ráðgjafarfyrirtækisins KPMG á Íslandi, segist geta tekið undir flest þau gagnrýnisatriði sem Stefán setur fram. Þannig hafi lög um ársreikninga um langt skeið verið úr- elt og málaflokknum ekki verið sinnt sem skyldi. Stjórnvöld og eftirlitsaðil- ar hafi ekki náð að fylgja eftir þeirri þróun sem orðið hafi á fyrirtækja- markaðnum. Vissulega hafi ákveðin framþróun átt sér stað en breytingar yfirleitt grundvallast á framtaki fyr- irtækjanna sjálfra. Þau hafi verið að laga sig að alþjóðareglum. „Lög um ársreikninga eru að ýmsu leyti löngu orðin úrelt og nauðsynlegt að endurskoða ýmis ákvæði þeirra. Að vísu liggur fyrir frumvarp á Al- þingi til breytinga á lögunum og þar inni má sjá úrelt ákvæði nú þegar. Við þurfum að laga þessar reglur að stöðlum Alþjóða reikningsskilaráðs- ins í meira mæli en gert hefur verið,“ segir Ólafur. Eitt af því sem Stefán Svavarsson telur brýnt er að setja skýrar reglur um reikningsskil fyrir íslenskan hlutabréfamarkað, að höfðu samráði við Kauphöllina, Fjármálaeftirlitið og sérfræðinga úr röðum endurskoð- enda, fjármálastofnana og samtaka fyrirtækja. Ólafur segist geta tekið undir þetta, meira samráð þurfi að eiga sér stað við atvinnulífið og þá sem að reikningsskilum koma. „Í seinni tíð hafa verið gerðar sí- fellt meiri kröfur til fyrirtækja varð- andi upplýsingar. Þá er mikilvægara en áður að reglur séu skýrar og á það skortir. Löggjöfin hefur ekki fylgt eftir þróuninni á markaðnum,“ segir Ólafur og harmar úrsögn Stefáns úr reikningsskilaráði, ekki geti margir fyllt hans skarð þar. Koma í veg fyrir kúnstir Jóhann Unnsteinsson endurskoð- andi hjá Ernst & Young hf., sem situr í nefnd sem samdi frumvarp til breyt- inga á lögum um ársreikninga, segir að með frumvarpinu eigi m.a. að koma í veg fyrir að fyrirtæki geti mis- notað svokallaða samlegðaraðferð. Frumvarpið eigi að brúa bilið þar til heildarendurskoðun laganna geti átt sér stað. Jóhann tekur skýrt fram að skv. frumvarpinu verði samlegðaraðferðin aðeins leyfð í undantekningartilfell- um en í langflestum tilfellum eigi svo- kölluð kaupaðferð að gilda. Jóhann segir að hvergi í núgildandi lögum og reglugerðum séu þessar aðferðir nefndar á nafn en þær hafi verið not- aðar frjálslega. Reyndar hafi sam- legðaraðferðin verið stórlega ofnotuð. Það megi þó ekki líta svo á að með lögunum sé verið að leyfa þá aðferð sem mörg fyrirtæki hafi beitt, m.a. Kaupþing við kaupin á Frjálsa fjár- festingarbankanum. Jóhann segir að í hnotskurn felist sú aðferð sem sum íslensk fyrirtæki noti í því að kaup- verð sé ekki bókfært til fulls en þar af leiðandi virðist söluhagnaður oft meiri en efni standi til. „Kjarni máls- ins er sá að með frumvarpinu er verið að girða fyrir svona kúnstir,“ segir hann. Endurskoðendur taka undir gagnrýni Stefáns Svavarssonar á lög um ársreikninga og reikningsskil Ríkisendurskoðandi tekur undir gagnrýni á seinagang stjórnvalda Ólafur Nilsson Jóhann Unnsteinsson Geir H. Haarde Sigurður Þórðarson Ágúst Einarsson Guðmundur Snorrason Fjármálaráðherra telur gagnrýnina ekki maklega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.