Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nei, Solla platari, við viljum ekki vera memm. ÚTÞRÁ 2003 Mótvægi vegna atvinnuástands ÚTÞRÁ 2003 er yfir-skrift kynningarsem haldin er í Hinu húsinu í dag, föstu- daginn 28. febrúar, milli klukkan 16 og 18. Á kynn- ingunni stendur ungu fólki á aldrinum 15 til 25 ára til boða að kynna sér fjöl- breytt tækifæri varðandi nám, leik og stöf erlendis. Auður Kristín Welding er í forsvari fyrir kynninguna. – Hvað er ÚTÞRÁ 2003 og hver átti frumkvæðið? „ÚTÞRÁ 2003 er kynn- ing á námi, leik og starfi erlendis fyrir ungt fólk á aldrinum 15 til 25 ára og er eitt af framlögum Húss- ins til dagskrár Vetrarhá- tíðar. Hugmyndin varð til hjá Upplýsingamiðstöð Hins hússins og hugsað sem mótvægi vegna yfirvofandi atvinnuleysis hjá ungu fólki. Þannig fannst okk- ur nauðsynlegt að fá alla þessa að- ila á einn stað til að einfalda að- gang ungs fólks að þeim möguleikum sem þeim býðst til náms, leiks og starfa erlendis. Einnig hefur þetta mælst vel fyrir hjá samstarfsaðilunum, þ.e. að hittast og bera saman bækur sín- ar.“ – Hvað er um atvinnumálefni ungs fólks að segja nú um stund- ir? „Fjölmiðlar hafa gert því ágæt skil undanfarið að atvinnu- ástandið er ekki bjart um þessar mundir og þá ekki síst meðal ungs fólks, að ekki sé talað um þegar skólafólk kemur út á vinnumark- aðinn yfir sumartímann. Aftur á móti eru góðu fréttirnar þær að Vinnumiðlun skólafólks verður opnuð mánudaginn 3. mars næst- komandi og við vonumst til að geta greitt götu flestra umsækj- enda í sumar.“ – Hvernig fer ÚTÞRÁ 2003 fram og hverjir taka þátt í þessu með Hinu húsinu? „Kynningin verður á lofti Hins hússins milli klukkan 16 og 18. Hægt verður að rölta um og skoða úrvalið, fá sér heitt súkku- laði og spjalla. Auk okkar standa eftirtaldir aðilar að kynningunni: AFS á Íslandi, Alþjóðaskrifstofa Háskóla Íslands, Alþjóðleg ung- mennaskipti (AUS), ESS-vinnu- miðlunin, Nordjobb, Snorri West verkefnið, Stúdentaferðir og Ungt fólk í Evrópu.“ – Gætu ekki verið fleiri aðilar úti um borg og bí sem gætu einnig komið að þessu? „Jú, það eru fleiri aðilar, ein- staklingar og fyrirtæki. Þeir hafa sumir sett sig í samband við okk- ur. Við ætlum hins vegar að virkja þá aðila sem hafa skipulagt þetta með okkur frá byrjun. Fleiri geta komið að þessu síðar.“ – Hvað eruð þið að sýna og bjóða, nefndu okkur tvö til þrjú dæmi? „Það er að sjálfsögðu erfitt að gera upp á milli þeirra aragrúa tækifæra sem ungu fólki bjóðast erlendis, en meðal annars má nefna áhugavert sam- starfsverkefni milli Ís- lands og Kanada, Ungt fólk í Evrópu sem er ein styrkja- áætlana Evrópusambandsins og að sjálfsögðu verður Nordjobb einnig á staðnum. Einnig má minnast á Eurodesk gagnagrunn upplýsingamiðstöðva ungs fólks víðsvegar um Evrópu en hann nýtist okkur vel hjá Hinu húsinu til að veita skjót svör við þeim fyr- irspurnum sem berast okkur um nám og störf í Evrópu.“ – Þetta hefur ekki verið gert áður … er hugsanlegt að standa fyrir sams konar uppákomu aftur, jafnvel árlega? „Við vonum að sjálfsögðu að ungmennin nýti sér þetta tæki- færi til að kynna sér þá möguleika sem eru í boði. Ef vel heppnast þá er mikill hugur í fólki að gera þetta að árlegum viðburði.“ – Er þetta alfarið fyrir atvinnu- laus ungmenni og ungt fólk sem er að koma úr skóla? „Nei, allt ungt fólk á aldrinum 15 til 25 ára er velkomið.“ – Eruð þið ströng á þessu ald- urstakmarki … hvað ef það kem- ur t.d. einhver 26 ára til ykkar? „Við erum ekki svo ströng og auðvitað er engum vísað frá. Þetta er hins vegar mjög algengt aldurstakmark á mörgum af þeim verkefnum sem hér um ræðir og við eitthvað verðum við að miða.“ – Þið óttist ekkert að þið fáið bágt fyrir að hvetja ungt fólk til landflótta? „Þvert á móti viljum við einmitt hvetja ungt fólk til að eygja tæki- færi annars staðar þegar erfitt er um vik heima fyrir. Þarna er möguleiki til að kynnast einhverju nýju, öðlast reynslu og víkka sjón- deildarhringinn margumtalaða. Áhuginn er til staðar, við erum einfaldlega að auðvelda aðgengi að upplýsingum. Sitjið ekki heima aðgerðalaus!“ – Er mikið um að unga fólkið sitji heima aðgerðalaust? „Ég get ekkert full- yrt um það, en það er þó tilfinning að svo sé í einhverjum mæli. Það er að minnsta kosti alveg ljóst að unga fólkið hefur áhyggjur af því ástandi sem upp er komið og með þessu viljum við að það setjist upp og hugsi sem svo, hvað get ég gert í staðinn ef ég fæ ekki hefð- bundna sumarvinnu? Við viljum að þetta fólk viti að það eru fleiri möguleikar þó að fasta sumar- vinnan hjá borginni bjóðist ekki.“ Auður Kristín Welding  Auður Kristín Welding er fædd í Reykjavík 11. mars 1974. Var skiptinemi við Bundes Real Gymnasium í Vínarborg 1991– 1992 og stúdent frá Fjölbraut í Breiðholti 1995. B.ed frá Kenn- araháskóla Íslands, þroska- þjálfasviði 1998 og starfaði hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra með námi. Vann sem þroskaþjálfi, síðar yfirþroska- þjálfi, á sambýli við Holtaveg 1998–2001. Hóf störf hjá Hinu húsinu 2001 sem þroskaþjálfi við Sérsveitina, tómstundir og ráð- gjöf fyrir fatlaða. Verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar og Vinnu- miðlunar skólafólks síðan í nóv- ember á síðasta ári. Auðvelda aðgengi að upplýsingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.