Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 27
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 27 Nýjar vörur eva Laugavegi 91, 2. hæð sími 562 0625 DKNY - Gerard Darel - Virmani - Seller - Custo - Paul et Joe - IKKS - Nicole Farhi KRINGLUNNI, S. 568 9017LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 Langur laugardagur Opið kl. 11 -17 Nýjar vörur LAUGAVEGI S. 511 1717 KRINGLUNNI S. 568 9017 Langur laugardagur Laugavegi 89, s. 511 1750 Langur laugardagur Diesel gallabuxur 40% afsl. Ný sending Diesel peysur xtra.is jakkar 7.990 Studio buxur 5.990 Diesel skór ný sending Full búð af nýjum skóm Diesel Again and again Nova mas Billi Bi Shellys Poplife LANGUR LAUGARDAGUR OPIÐ KL. 11-17 Menn Diesel herraskór ný sending Energie ný sending Camper ný sending Vaga Bond ný sending Diesel gallabuxur 8.990 Matinique skyrtur 6.990 Mikið úrval af fermingar jakkafötum Konur Diesel skór ný sending Diesel gallabuxur ný sending Laura Aime bolir 2.990 Mikið úrval af fermingarfatnaði ...Ný sending af Diesel skóm komin ÁKVEÐIÐ hefur verið að Reykja- nesbær taki frávikstilboði Ís- lenskra aðalverktaka í sprengingar og efnisflutninga á lóð fyrirhugaðr- ar stálröraverksmiðju í Helguvík. Tilboðinu verður tekið þótt ekki liggi fyrir tryggingar erlenda fyr- irtækisins fyrir framkvæmdum á lóðinni. Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta tilboð í verkið þegar það var boðið út. Bauðst til að vinna það fyrir tæpar 322 milljónir kr. sem er 58,7% af kostnaðaráætlun. Tilboðið var meira en 200 milljónum undir kostnaðaráætlun. Auk þess lagði fyrirtækið fram frávikstilboð þar sem gert er ráð fyrir að verkið verði unnið nokkrum mánuðum fyrr en krafist var í útboði. Vinna átti verkið í tveimur áföng- um. Annars vegar að sprengja grjót og flytja í sjóvarnargarð í Njarðvík- urhöfn en það er minnsti hluti upp- hæðarinnar. Aðalhluta verksins, að sprengja lóðina niður í hæð hafn- argarðs og flytja grjótið í burtu, átti að framkvæma þegar erlenda fyrirtækið sem hyggst byggja stál- röraverksmiðjuna hefði lagt fram tryggingar fyrir kostnaðinum. Atvinnu- og hafnarráð Reykja- nesbæjar lagði til við bæjarstjórn að frávikstilboði ÍAV yrði tekið strax, þótt ekki væru komnar fram staðfestingar frá erlenda fyrirtæk- inu. Taldi ráðið tilboðið einstakt og mikilvægt að því yrði tekið þar sem um brýnar framkvæmdir væri að ræða sem skiptu sköpum fyrir framtíðaruppbyggingu í Reykja- nesbæ. Jafnframt var vísað til tíma- bundinna erfiðleika í atvinnumálum svæðisins og bent á vinna skapaðist við þessar framkvæmdir. Bæjarráð hefur samþykkt þessa tillögu samhljóða. Geta fram- kvæmdir því væntanlega hafist fljótlega og verður lokið í október. Erlenda fyrirtækið vinnur áfram að sínum undirbúningi og hefur frest til að ganga frá tryggingum. Fram kemur í samþykkt atvinnu- og hafnaráðs að góðar líkur séu á komu stálröraverksmiðjunnar og áfram verði krafist tryggingum fyr- ir framkvæmdum á lóð hennar, eins og til hefur staðið. Lóð fyrirhugaðrar stálröraverksmiðju Ákveðið að hefja verkið Helguvík BJÖRGUNARSVEITIN Þorbjörn í Grindavík og áhöfn björgunarskips- ins Odds V. Gíslasonar stóð í stór- ræðum í fyrradag. Auk þess að að- stoða við björgun Draupnis GK fór hann til aðstoðar Hælsvíkur GK sem einnig fékk slagsíðu. Samtals tóku 25 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerð- unum og voru þeir að störfum sleitu- laust í níu klukkustundir. Þegar Oddur V. Gíslason var með Draupni í togi á leið til Grindavíkur eftir að áhöfnin á Mumma GK bjarg- aði skipverjunum kom tilkynning um borð að Hælsvík GK væri komin með mikla slagsíðu 17 sjómílur suðsuð- vestur af Hópsnesi. Hælsvík var þá í um klukkustundar siglingu frá Oddi og voru tveir menn um borð. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu var ákveðið að Oddur V. Gíslason færi Hælsvík til aðstoðar en hraðbjörg- unarbáturinn Ari í Tungu væri látinn taka við drættinum á Draupni. Þeg- ar komið var að Hælsvík var ástand- ið ekki eins alvarlegt og útlit var fyr- ir í fyrstu. Til öryggis var þó ákveðið að fylgja bátnum til Grindavíkur. Komu skipin þangað um kvöldmat- arleytið, á svipuðum tím og Ari úr Tungu kom með Draupni. Tveir bátar fengu slagsíðu sama daginn Grindavík KARÍTAS Sigurvinsdóttir sem lengi hefur starfað í stjórn fimleikadeildar, fékk afhentan starfsbikar Kefla- víkur, íþrótta- og ungmenna- félags, á aðalfundi félagsins sem haldinn var í félagsheim- ilinu við Hringbraut fyrr í vikunni. Starfsbikar Keflavíkur er veittur þeim félagsmanni sem skilað hefur miklu starfi í þágu félagsins. Einar Har- aldsson, formaður aðal- stjórnar Keflavíkur, sagði þegar hann afhenti bikarinn að Karítas væri ósérhlífin og gæfi sig alla í þau verk sem hún vinnur. Karítas hefur starfað í stjórn fimleikadeildar frá því 1994, eða samfellt frá því að sex íþróttafélög sameinuðust undir merkjum Keflavíkur. Á fundinum var átta for- ystumönnum félagsins veitt brons- merki Keflavíkur en það er við- urkenning fyrir fimm ára stjórnarsetu. Þau komu í hlut Guð- jóns Axelssonar í aðalstjórn, Þor- steins Magnússonar í knatt- spyrnudeild, Birgis Más Braga- sonar í körfuknattleiksdeild, Guðrúnar Sigurðardóttur í fim- leikadeild, Bjarneyjar S. Snævars- dóttur og Halldórs Þórólfssonar í sunddeild, Jóns Ingibergs Krist- jánssonar í badmintondeild og Guðna Pálssonar í skotdeild. Deila út 2 milljónum Stjórn félagsins var endurkjörin nema hvað Bjarney S. Snævars- dóttir kom ný inn í stjórnina í stað Ólafar Sveinsdóttur sem flutti úr landi á síðasta ári. Samþykkt var tillaga frá stjórn Keflavíkur þar sem aðalstjórn fé- lagsins er veitt heimild til að styrkja deildir félagsins um samtals 2 milljónir króna. Stjórninni er fal- ið að skipta upphæðinni. Fékk afhentan starfs- bikar Keflavíkur Karítas Sigurvinsdóttir tekur við starfsbik- arnum úr hendi Einars Haraldssonar. Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.