Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 11
Kjarvalsstaðir Hvítt: Alexei Shirov Svart: Ivan Sokolov Spænski leikurinn 1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 a6 4.Ba4 Rf6 5.0–0 Be7 6.He1 b5 7.Bb3 d6 8.c3 0–0 9.h3 Bb7 10.d4 He8 11.Rg5 Hf8 12.Rf3 He8 13.a4 -- Sem sé ekkert jafntefli með því að þráleika, 13.Rg5 Hf8 14.Rf3 o.s.frv. 13. -- h6 14.Rbd2 Bf8 15.Bc2 Dd7 16.b3 b4!? Nýr leikur. Þekkt er 16...exd4 17.cxd4 Rb4 18.Bb1 g6 19.axb5 Dxb5 20.d5 c6 21.Bb2 Rh5 22.dxc6 Rxc6 23.Rc4 Had8 24.Re3 Re5 25.Rd4 Db6 26.Bc3 Hc8 27.Re2 Dd8 28.Dd2 Dg5 29.Rg4 Dxd2 30.Bxd2 Rxg4 31.hxg4, með jafntefli löngu síðar (van der Wiel-Karpov, Amsterdam 1991). 17.d5 Re7 18.c4 -- Ekki er alveg ljóst, hvernig svartur svarar 18.cxb4. Eftir 18. -- c6 19.Rc4 virðist eðlilegast að fórna skiptamun: 19...cxd5 20.Rb6 Dd8 21.Rxa8 dxe4 22.Rd2 Dxa8 o.s.frv. Shirov sér enga ástæðu til að fara út í þetta afbrigði. 18...c5 19.Rf1 Kh8 20.R3h2 Rg6 21.Re3 Had8 22.Rf5 Bc8 23.Df3 Rh7 24.Bd2 Re7 25.h4 Rg8 26.g4 g6 27.Re3 Bg7 28.Kh1 Re7 29.Hg1 -- Eftir 29.Dxf7? Hf8 30.De6 Dc7 fell- ur hvíta drottningin. 29...Hg8 30.Hg2 Hdf8 31.Hag1 Dd8 32.Rhf1 a5 33.Hh2 f6 34.Rg3 Hf7 35.Kg2 -- Sjá stöðumynd. 35...f5!? Sokolov gerir tilraun til að brjótast út úr herkvínni. Ef svartur bíður ró- legur, getur hvítur undirbúið gegn- umbrotið vel. Hann getur hugsanlega fórnað riddara á f5, eða leikið De2, Kf1 og síðan g4-g5 o.s.frv. 36.gxf5 gxf5 37.exf5 e4!? Svartur verður að fórna öðru peði, ef hann ætlar að skapa sér eitthvert mótspil. 38.Bxe4 Be5 39.Kf1 Rf6 40.Bd3 Hfg7 41.Hhg2 De8 42.Re4 Hxg2 43.Hxg2 Hxg2 44.Kxg2 Rh5 45.Kf1 Df7 46.Rg4 Rxf5 47.Rxe5 dxe5 48.Ke1 Dg6 Svarta drottningin er bundin við að valda riddarann á h5. 49.Rxc5 Kg8 50.Be3 -- Hvítur getur leikið 50.d6 strax, t.d. 50...Dg1+ 51.Bf1 Rhg3 52.Dd5+ Kh7 53.fxg3 Dxg3+ 54.Kd1 Dg1 55.Df7+ Kh8 56.Df8+ Kh7 57.Dxc8 Dxf1+ 58.Kc2 Rxd6 59.Dc7+ Rf7 60.Dxa5 og vinnur. 50...Dg1+ 51.Kd2 Rxe3 52.Dxe3 Da1 53.Bc2 Db2 54.Dd3 Rf4 55.De3 Bf5 56.Re4 Kf8 57.f3 h5 58.d6 Bxe4 59.Dxe4 Ke8 60.Kd1 Da1+ 61.Bb1 Dc3 62.Da8+ Kf7 63.Da7+ Kg8 64.Dh7+ Kf8 65.Df5+ Kg7 66.De4 Dxb3+ Eða 66...Kf6 67.c5 Ke6 (67...Dxc5 68.Df5+ Kg7 69.Dd7+ Kf8 70.Dd8+ Kf7 71.Dc7+ Dxc7 72.dxc7 Re6 73.c8D) 68.Dc4+ Dxc4 69.bxc4 b3 70.Kd2 Rg2 71.Bg6 Rf4 72.Be4 Kd7 73.Kc3 Rg2 74.f4 Rxf4 75.Kxb3 Re2 76.Bg6 Rf4 77.Bf5+ Kc6 78.d7 Kc7 79.c6 Re2 80.Be4 Rd4+ 81.Kc3 Re6 82.Bf3 Rc5 83.Bd1 Kd8 84.Kd2 Kc7 85.Bxh5 Rxa4 86.Bf7 Rc5 87.h5 og hvítur vinnur. 67.Bc2 Dc3 68.d7 Da1+ Eftir 68...Re6 verður svartur mát: 69.Dg6+ Kf8 70.Df6+ Kg8 71.Dxe6+ Kg7 72.Dg6+ Kf8 73.d8D+. 69.Bb1 Dxa4+ 70.Ke1 og svartur gafst upp. Hann tapar drottningunni, eftir 70...Dxd7 71.Dh7+ Kf8 72.Dxd7 o.s.frv. Shirov efstur á Stórmóti Hróksins SKÁK STÓRMÓT HRÓKSINS 18.–27. febrúar Hinu glæsilega Stórmóti Hróksins lauk í gær á Kjarvalsstöðum, með sigri Alexei Shirov. Hann hlaut 7 vinninga í 9 skák- um, heilum vinningi á undan Macieja og Kortsnoj. Sokolov og McShane fengu 5,5 vinninga, Adams 5, Bacrot 3,5 Hannes Hlífar Stefánsson 3, Helgi Áss Grét- arsson 2,5 og Stefán Kristjánsson 1 vinn- ing. Shirov lauk mótinu með eftirfarandi sigri á Sokolov. Bragi Kristjánsson FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 11 FÉLAG heyrnarlausra stendur í dag fyrir málþingi undir yfirskriftinni Réttindi, menntun og lífsgæði. Meðal fyrirlesara er Bretinn Stuart Blume sem starfar sem prófessor í félags- og mannfræðum við háskólann í Amsterdam. Blume hefur einbeitt sér að rannsóknum tengdum tækni, lækningum og lífsgæðum og mun fjalla um vandamál foreldra sem eiga heyrnarlaus börn. Hann mun tala um hvernig foreldrar takast á við heyrnarleysi barna sinna og hvernig menning heyrnarlausra er oft á tíð- um sterk. Blume hefur sérstaklega skoðað vísindalegar lækningar í tengslum við félagsfræðilega og mannlega þætti. Blume á sjálfur tvö heyrnarlaus börn og ákvað fjölskyldan í samein- ingu að þau fengju ekki kuðungs- ígræðslu. Slík aðgerð getur hjálpað heyrnarlausum til að fá heyrn. Við það að eignast heyrnarlaus börn fór hann að hugsa alvarlega um mis- munandi menningarheima heyrandi og heyrnarlausra. Hann segir aðal- málið ekki vera hvort börnin læri að tala og heyra eftir ígræðsluna, held- ur snúist málið líka um sjálfstraust þeirra og hvernig þau læra að bjarga sér í lífinu. Hann segir að elsti sonur sinn hefði örugglega grætt á því að fara í ígræðsluna en tapað miklu meira á öðrum vettvangi. Menning þeirra heyrnarlausu sem hann lifir í gefur honum sjálfstraust sem hann hefði ekki fengið neins staðar annars staðar segir Blume. Ef hann hefði fengið fulla heyrn, hefði hann ekki passað inn neins staðar, hvorki með- al heyrnarlausra né heyrandi. Blume líkir þessu gjarnan við það þegar hvítir foreldrar ættleiða þel- dökk börn. Foreldrarnir þekkja ekki menningarheim kynstofns barna þeirra en börnin hafa samt rétt á að kynnast honum sjálf og ákveða sjálf hvort þau vilji taka þátt í honum. „Hugmyndin er því sú að barnið eigi rétt að því að kynnast menningu uppruna síns,“ segir Blume. Hann telur eitt af vandamálum kuðungsígræðslunnar vera það að hún var þróuð á tímum í Bandaríkj- unum þegar samfélag heyrnarlausra var að þróa ný menningarleg og stjórnmálaleg viðmið. „Á þessum tíma voru margir hópar að berjast fyrir rétti sínum, konur, þeldökkir og fleiri. Allir voru að berjast fyrir til- veru sinni og því að vera stoltir af þeirri menningu sem þeir tilheyrðu. Heyrnarlausir komu þá líka fram og sögðust vilja verða viðurkenndir sem menningarhópur. Þannig að á sama tíma og læknarnir sögðust geta læknað heyrnarlausa voru þeir að berjast fyrir tilverurétti sínum.“ Blume segir að þessu tvennu hafi því lent harkalega saman. „Læknar komu fram við heyrnarlausa með mikilli vanvirðingu, þeir skildu ekki sjónarmið þeirra. Þeir sýndu hroka í æði mörgum löndum. Þeir héldu því fram að ígræðslan væri eina leiðin.“ Blume sagði lækna oft á tíðum ekki gera sér grein fyrir því að lækn- ing á heyrnarleysinu væri ekki eina úrræðið. Þeir skildu ekki að sumir heyrnarlausir vildu alls ekki læknast. Þeir tilheyrðu hópi sem þeim leið vel í og voru stoltir af að vera hluti af. „Báðir hópar voru sannfærðir um að þeir vissu sannleikann og þeir vissu líka sinn sannleikann hvor.“ Blume vonast til að með baráttu sinni geti hann hjálpað fólki að skilja þessa tvo menningarheima og hvern- ig sumir vilji frekar vera heyrn- arlausir. Hann reynir einnig að finna leiðir til að fá læknavísindin og fé- lagsvísindin til að vinna betur saman. Hann vonar að vinna sín hjálpi öðr- um foreldrum í svipuðum sporum. Morgunblaðið/RAX Stuart Blume fjallar um vandamál foreldra sem eiga heyrnarlaus börn á málþingi sem Félag heyrnarlausra stendur fyrir í dag. Reynir að útskýra menning- arheim heyrnarlausra Fótbolta- miði dýrasti hluti utan- landsferðar ICELAND Express býður upp á pakkaferð til London þar sem flug, gisting og miði á knattspyrnuleik eru innifalin. Athygli vekur að miðinn á knattspyrnuleikinn er langdýrasti hluti ferðarinnar og er dýrari en flugið og gistingin sam- anlagt. Leikurinn sem um ræðir er Ars- enal gegn Chelsea sem fram fer 8. mars. Flugið kostar 15.660 kr., gist- ingin 8.375 kr. og miðinn á leikinn 24.461 kr. Pakkinn kostar því 48.496 krónur samtals. Guðmundur Pálsson, svæðis- stjóri Iceland Express á Íslandi, segir miðana keypta í gegnum breska umboðsaðila enda löngu orðið uppselt á leikinn. Hann segir verð á toppleiki sem þennan séu jafnan á þessu bili. Guðmundur segist þó vonast til að fyrirtækið geti boðið miða á knattspyrnuleiki á lægra verði í framtíðinni en hingað til hefur þekkst. Á heimasíðu Arsenal kemur fram að dýrustu miðarnir sem í boði eru kosta tæplega 5.400 krón- ur og þeir ódýrustu tæplega 3.000 kr. Afhenti trún- aðarbréf í Bretlandi SVERRIR Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, afhenti fimmtudaginn 27. febrúar Elísabetu II. Breta- drottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bretlandi. Kom með 40 grömm af hassi frá Ósló RÖNTGENMYND leiddi í ljós að rúmlega fertugur Norðmaður sem handtekinn var á Keflavíkurflug- velli á miðvikudag var með tor- kennilegan böggul innvortis sem reyndist við skoðun innihalda um 40 grömm af hassi. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli handtók manninn á miðvikudag ásamt Íslendingi en þeir komu báðir með áætlunarflugvél frá Ósló. Lögreglan í Reykjavík tók við rannsókn málsins en aðeins Norðmaðurinn reyndist hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Málið telst upplýst og hefur báðum verið sleppt. Lán TR til bif- reiðakaupa ekki bætur UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur bent manni, sem neitað var um lán hjá Tryggingastofnun til bifreiða- kaupa, á að leita til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins með mál sitt. Hafði maðurinn sent kvört- un til umboðsmanns yfir frávísun málsins hjá úrskurðarnefnd al- mannatrygginga. Umboðsmaður lauk málinu með bréfi til mannsins þar sem segir m.a. að úrskurðarnefndinni hafi borið að vísa málinu til ráðuneytisins. Byggir umboðsmaður þar á svarbréfi ráðu- neytisins við fyrirspurn sinni, að lán til bifreiðakaupa séu ekki bætur í skilningi laga um almannatrygging- ar. Sé beiðnum um slík lán hafnað beri að senda kvartanir til ráðuneyt- isins en ekki úrskurðarnefndar al- mannatrygginga. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur formlega tilkynnt, með auglýsingu, að kosningar til Alþingis skulu fara fram 10. maí 2003. Í gær kynntu forsvars- menn ráðuneytisins framkvæmd kosninganna. Í máli Björns Friðfinnssonar ráðu- neytisstjóra kom fram að nú liggi fyr- ir Alþingi frumvarp um breytingar á kosningalöggjöfinni. Þær snúi aðal- lega að tæknilegum úrlausnarefnum sem taki tillit til breyttrar kjördæma- skipunar. Frumvarpið er nú til með- ferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Jafnframt útskýrði Björn að sam- kvæmt frumvarpinu sé kjörstjórnum í hverju kjördæmi heimilt að skipa umdæmiskjörstjórnir innan kjör- dæmanna. Með því fyrirkomulagi sé hægt að telja á fleiri en einum stað í kjördæminu. Þessi heimild sé hugsuð fyrir kjörstjórnir stærri kjördæma eins og Norðaustur- og Suðurkjör- dæmi. Þó þetta fyrirkomulag verði viðhaft þá verði niðurstöður talningar aðeins lesnar upp á einum stað þar sem kjörstjórn starfi. Það kemur þó ekki í veg fyrir að tölur frá umdæm- iskjörstjórnum séu öllum kunnar. Framboðsfrestur til 25. apríl Öllum sýslumannsembættum á landinu hefur verið sent bréf þar sem ítrekað er hvað þurfi að athuga við framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Skal öllum mögulegt að greiða utankjörfundaratkvæði frá og með 15. mars nk. til kjördags. Kjörskrár skulu gerðar miðað við skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 5. apríl. Beiðni um nýjan listabókstaf stjórn- málasamtaka skal hafa borist dóms- málaráðuneytinu þriðjudaginn 22. apríl en framboðsfrestur rennur út klukkan tólf á hádegi föstudaginn 25. apríl. Fimm dögum seinna skal lands- kjörstjórn auglýsa öll framboð. 16 þúsund kjósa í fyrsta sinn Friðjón R. Friðjónsson vefstjóri og Anna Sigríður Arnardóttir lögfræð- ingur hafa haft umsjón með gerð kynningarbæklings fyrir ungt fólk sem kýs til Alþingis í fyrsta sinn í vor. Friðjón sagði bæklinginn mjög myndrænan og útskýra á einfaldan hátt hvernig á að bera sig að við kosn- ingu. Um 16 þúsund ungmenni kjósa nú í fyrsta sinn og verður bæklingurinn sendur inn á heimili hvers og eins þeirra. Þessar upplýsingar verða einnig til reiðu á kosningavef ráðu- neytisins, kosning2003.is, öðrum til upplýsingar. Greint frá undirbúningi og framkvæmd alþingiskosninganna. F.v. Friðjón R. Friðjónsson vefstjóri, Anna Sigríður Arnardóttir lögfræðingur, Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri og Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri. Alþingiskosningarnar í vor undirbúnar Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 15. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.