Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 55  ANTONIS Nikopolidis, mark- vörður Panathinaikos, var hetja liðs síns þegar það tapaði 2:0 í síð- ari leik liðsins í UEFA-bikarnum fyrir Anderlecht í Belgíu. Grikkir unnu fyrri leikinn 3:0 og halda því áfram í keppninni. Mikið gekk á og tveir grískir leikmenn voru reknir af velli, sá fyrri 42. mínútu þannig að þeir léku einum færri al- veg þar til undir lok leiksins þegar annar var rekinn af velli.  PORTO er annað portúgalska liðið í átta liða úrslitum UEFA- bikarsins, hitt er Boavista, komst auðveldlega áfram með því að gera 2:2 jafntefli við Denizlispor en lið- ið vann 6:1 í fyrri leiknum í Tyrk- landi.  BESIKTAS komst hins vegar áfram með góðum 4:2 sigri á Slavia Prag og heldur uppi heiðri Tyrklands.  FRANSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu, sem er í riðli með Ís- landi í undankeppni EM, sigraði Holland, 2:1, í vináttulandsleik á þriðjudaginn. Corinne Petit skor- aði fyrra markið og Viguer gerði sigurmark franska liðsins rétt fyr- ir leikslok. Ísland mætir Frakk- landi hér heima í september og ytra á næsta ári.  ÍTALÍA sigraði England, 1:0, í vináttulandsleik sama dag og skor- aði Moriac Piacchi sigurmarkið. Karen Burke, fyrrum leikmaður ÍBV, var í enska hópnum en kom ekki við sögu í leiknum.  ASHLEY Cole leikur ekki með Arsenal næstu vikurnar því hann gekkst undir aðgerð vegna kvið- slits í gær. Meiðslin hafa verið að hrjá bakvörðinn í vetur og ekki var hjá því komist að framkvæma aðgerðina.  BRIAN Jones frá Kanada bætti í gær heimsmetið í 400 metra fjór- sundi í 25 metra laug á kanadíska meistaramótinu í sundi í fyrrinótt. Jones synti vegalendina á 2.02,72 mínútum og bætti fimm ára gam- alt með Matthews Dunn um eina og hálfa sekúndu.  FRANSKI landsliðsmaðurinn Bixente Lizarazu skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við Bayern München. Lizarazu er 33 ára gamall og á að baki 79 lands- leiki fyrir Frakka, hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 1997.  TVENN íslensk dómarapör verða í eldlínunni á Evrópumót- unum í handknattleik um helgina. Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæma leik Lemgo frá Þýskalandi og Pick Szeged frá Ungverjalandi í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa sem fram fer í Þýskalandi og Guðjón L. Sig- urðsson og Ólafur Haraldsson dæma leik Creteil frá Frakklandi og Krasnodar frá Rússlandi sem fram fer í Frakklandi. FÓLK Liverpool stóð vel að vígi fyrirleikinn, vann 1:0 í Frakklandi í fyrri leiknum en gekk erfiðlega að skora í gær. Það var ekki fyrr en Michael Owen braut ísinn í síðari hálfleik að stuðningsmenn félagsins önduðu léttar. Þetta var sjötta mark Owens í keppninni í ár og 20. mark hans í Evrópukeppni og jafnaði hann þar með met Ian Rush hjá fé- laginu. „Við lékum mun betur í síð- ari hálfleik og fengum þá nokkur færi, nokkuð sem gerðist ekki oft fyrir hlé,“ sagði Owen. Danny Murphy gerði síðara mark leiksins og tryggði Liverpool sæti í næstu umferð en þar mætir Liverpool Celtic. Skotarnir fóru til Stuttgart með gott veganesti þar sem þeir unnu 3:1 í Glasgow. Gestirnir í Stuttgart fengu sannkallaða óskabyrjun, kom- ust í 2:0 eftir stundarfjórðungs leik og 40.000 stuðningsmenn Stuttgart setti hljóða en 5.000 stuðningsmenn Celtic fögnuðu ógurlega. Heimamenn gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn fyrir hlé. En þrátt fyrir að sækja stíft gekk erfiðlega að skora og það var ekki fyrr en fimmtán mínútur voru eftir að Stuttgart jafnaði. Þeir tvíefldust við það, skutu í stöng og hvaðeina. Varnarmenn Celtic sluppu með skrekkinn hvað eftir annað en þegar þrjár mínútur voru eftir komust heimamenn yfir og nú vantaði þá að- eins tvö mörk til að slá Skotana út. Það tókst ekki enda skammur tími til stefnu, en Celtic slapp með skrekkinn. „Þetta var frábært og það verður gaman að mæta Liver- pool, en ég er hræddur um að við verðum að verjast betur en við gerð- um í síðari hálfleik í kvöld,“ sagði Martin O’Neill, þjálfari Celtic eftir leikinn, en Liverpool og Celtic léku síðast árið 1997-98 í UEFA bikar- keppninni. Eyjólfur með Herthu Eyjólfur Sverrisson kom inn á hjá Herthu Berlín þegar liðið tapaði 1:0 í Boavista og féll þar með úr keppni þar sem Portúgalar gerðu tvö mörk í Berlín þegar þeir töpuðu 3:2. Markið kom á 86. mínútu, tveimur mínútum áður en Eyjólfur kom inn á. Herthumenn léku einum færri frá 65. mínútu þegar Pal Dardai var rekinn af velli. Heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald á 81. mínútu og jafnaðist þá leikurinn en gestunum tókst ekki að skora. Owen jafn- aði met Ians Rush LIVERPOOL komst í gærkvöldi í 8 liða úrslit UEFA-bikarsins með því að sigra Auxerre á Anfield. Besiktas, Celtic, Porto, Malaga, Panathin- aikos og Boavista komust einnig áfram en einum leik var frestað. BANDARÍKJAMENN hafa valið 13 ára strák, Freddie Adu að nafni, í drengjalandslið sitt í knattspyrnu, sem skipað er leik- mönnum undir 17 ára að aldri. Adu þykir gífurlegt efni og mörg af stórliðum heimsins hafa fylgst náið með honum, en ítalska félag- ið Inter frá Mílanó gerði honum tilboð þegar hann var aðeins 11 ára gamall. Adu er frá Ghana en flutti með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna fyrir fimm árum og er nýbúinn að fá bandarískan ríkisborgararétt. Hann er í 18 manna hópi Bandaríkjanna sem eru á leið í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í þessum ald- ursflokki. Þrettán ára í landslið JACQUES Rogge, forseti Al- þjóðaólympíunefndarinnar (IOC), sagðist í gær mjög ánægður með að Grikkir hefðu loksins gengið á við- unandi hátt frá öryggisþættinum varðandi Ólympíuleikana sem halda á í Aþenu á næsta ári. Grikkir gengu í gær frá því munnlega við forráðamenn fyr- irtækis í Bandaríkjunum að það hafi yfirumsjón með allir örygg- isgæslu á leikunum. „Við í framkvæmdastjórn IOC er- um mjög ánægðir að heyra að búið sé að ganga frá þessum málum,“ sagði Rogge en hann hefur ekki haft mikla ástæðu að undanförnu til að hrósa Grikkjum enda margt tals- vert á eftir áætlun hjá þeim. Þrátt fyrir að búið sé að ganga frá munnlegum samningi þá er eft- ir að ganga frá einu smáatriði – greiðslunni. Bandaríska fyrirtækið Science Applications International Corp eða SAIC, bauð 317,9 millj- ónir evra en Grikkir höfðu gert ráð fyrir að nota 260 milljónir evra í verkefnið. Verði fyrirtækið ekki tilbúið til að lækka verðið munu Grikkir snúa sér til annars fyr- irtækis, segja stjórnvöld í Grikk- landi. Rogge ánægður með Grikkina Heimamenn, sem áttu harma aðhefna, byrjuðu leikinn af meiri krafti og voru líklegir til afreka. En þrátt fyrir góða spila- mennsku SR voru það gestirnir frá Akureyri sem skoruðu fyrstu tvö mörkin á þriggja mínútna kafla, það fyrra gerði Izak Hudson og það seinna Stefán Hrafnsson eftir góðan einleik. Eftir það skiptust liðin á sóknum en flest- ar runnu þær í sandinn. Heimamenn minnkuðu muninn fjórum mínútum fyrir lok fyrstu lotu og staðan því 1:2. Önnur lota var fjörug, SA virtust vera með góð tök á leiknum þegar þeir skoruðu sitt þriðja mark en leik- menn SR tvíefldust við mótlætið – skoruðu næstu tvö mörk og jöfnuðu leikinn 3:3. En heimamenn héldu ekki jöfnu lengi, eftir mistök í vörn þeirra skoraði Jón Þór Ásgrímsson fyrir SA og 20 sekúndum síðar skoraði Sigurður Sigurðsson annað mark og gestirnir fóru með tveggja marka forskot í síðasta leikhlutann. Lokalotan var bragðdauf framan af, leikmenn beggja liða virtust þreyttir eftir harðan og erfiðan leik og gestirnir frá Akureyri gátu unað sáttir við stöðuna. En fimm mínútum fyrir leikslok skiptu leikmenn SR um gír og lögðu í stórsókn, þeir náðu að minnka muninn og einni mínútu síð- ar jafnaði kantmaðurinn Snorri Rafnsson fyrir heimamenn. Eftir venjulegan leiktíma var staðan því 5:5 og framlenging óumflýjanleg. Ekkert mark var þó skorað í fram- lengingunni og var því gripið til víta- keppni. Tólf víti þurfti til að skera úr um sigurliðið en aðeins var skorað úr þremur vítum. Sigurmarkið skoraði Kenneth Corp fyrir SA. „Þetta var jafn leikur en ég held að það hafi ver- ið dugnaður okkar í lokin sem skóp sigurinn. Þetta var erfiður leikur og ég er örþreyttur. Við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur í næsta leik og titilinn,“ sagði bjargvættur SA, Kenneth Corp, að leikslokum. Morgunblaðið/Jim Smart Kenneth Corp, lengst til hægri, gerði sigurmark SA í víta- keppninni í gær. Hér á hann í höggi við James Devine úr SR. Annar sig- ur Akur- eyringa „LEIKURINN var besta skemmtun sem sést hefur í höllinni,“ sagði áhorfandi í Skautahöll Reykjavíkur eftir annan úrslitaleik Skauta- félags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar. Leiknum, sem var bráðskemmtilegur og hnífjafn, lauk með sigri SA en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. SA hefur því unnið tvo leiki og þarf því að- eins að vinna næsta leik til að standa uppi sem Íslandsmeistarar – í ellefta skipti á þrettán tímabilum. Andri Karl skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.