Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ RIDDARAR ríða ritfákum sínum á síðum blaðanna þessa dagana. Sumir hinna minni spámanna láta sér nægja smáfýluköst og sparðatín- ing. En spámenn hinir meiri flagga meistaragráðum í allskonar vísind- um og veifa gunnfánum gamalla úr- eltra hugsjóna. Það er fallegt og fjöl- skylduvænt að halda uppi fortíðarsósíalisma áa sinna, en gagn er að því ekkert, í samfélagsumræðu nútímans. Sálarháski sósíalistans og reiðlistin! Þrátt fyrir „meistaragráður“ í hinu og þessu, er sprenglærður gráðuhaldarinn dauðhræddur við þingmanninn, Halldór Blöndal. Hræddastur er hann þó við reið- kunnáttu Blöndals, óttast mjög að Blöndal „þekki ekki nútímann þó hann kæmi ríðandi heim í hérað“. Meistarinn þarf ekki að óttast kunn- áttu Blöndals á tengslum manns og hests. Því Blöndal þekkir vissulega hvort menn koma ríðandi á fögrum fákum gangliprum, eða hvort þeir koma skröltandi á skældum ösnum. Blöndal veit hvað góðir reiðmenn þurfa að hafa til brunns að bera, til að komast áfram, komast í áfanga. Meistarinn skilur ekki, að hans eigin vankunnátta í reiðlistinni endur- speglast í því, að hann heldur að hann geti riðið inn í nútímann, söngl- andi gamla úrelta baráttusöngva for- feðra sinna, með asna eina til reiðar. Nei, hvorki er það fögur reið né far- sæl! Á forsætisráðherraefni ekki betra skilið? Forsætisráðherraefni meistarans klappar honum vart á kollinn fyrir hugmyndir hans um, að gamall út- dauður Alþýðuflokkur hafi verið hér einhver bjargvættur. Vissulega var flokkurinn bjargvættur margra embættis- og stjórnmálamanna, sem ylja sér nú við þægileg embætti á kostnað almennings. En fortíðar- hyggja meistarans snertir forsætis- ráðherraefnið hans lítt. Hún vermdi ekki bekki Alþýðuflokksins og hafa fáir haft jafnmikla skömm á þeim flokki, í orði og æði, og ráðherraefnið sjálft. Er nú orðinn munur á kúk og skít? Meistarinn grætur mjög að nafn- greind fyrirtæki: Eimskip, Shell og Flugleiðir skuli vera til. Á sama tíma sér meistarinn ástæðu til að minnast annarra nafngreindra fyrirtækja: Baugs, Jóns Ólafssonar og einhverra Baugsfeðga, og segir orðrétt í tengslum við þau: „Það er áhyggju- efni þegar almenningur velkist í vafa um réttmæti eða raunverulegar ástæður þess að ríkisstofnanir geri aðför að fyrirtækjum.“ Öll þessi fyrirtæki (utan Flug- leiða) voru skoðuð af ríkisstofnun- um. Var það aðför? Var svo skipað fyrir? Af einhverjum vondum óvin- um? Óvinum hverra? Hver stóð upp og gerðist málsvari sumra fyrir- tækja en annarra ekki? Hver er að búa til pólítískar fyrirtækjablokkir í þessari umræðu? Glæpir Stalíns og þeirra kumpána, afhroð og endalok Alþýðuflokksins og svikin við Bandalag jafnaðar- manna skulu gleymast á altari vel- gengni í skoðanakönnunum árið 2003. Það er rétt að vera ekki að velta sér upp úr þessum sárum vinstri manna. En að efast um heið- arleika, dugnað og reiðkunnáttu Halldórs Blöndal er aðalmálið. Já, kjósum um það! Þá kvíði ég engu um úrslitin. Gráður í gífuryrðum! Eftir Sigurjón Benediktsson „Blöndal veit hvað góðir reið- menn þurfa að hafa til brunns að bera …“ Höfundur er bara með eina meistaragráðu í tannlækningum. NÚVERANDI staða í íslensku efnahagslífi er um margt sérstök. Mikill slaki er í efnahagslífinu og at- vinnuleysi umtalsvert. En innan fárra missera má búast við að framkvæmd- ir við álver og virkjanir valdi aukinni þenslu og jafnvel ofþenslu í hagkerf- inu. Fyrir einu ári börðumst við fyrir því að krónan styrktist og náðum verulegum árangri. Nú horfumst við í augu við þann vanda, að krónan er orðin of sterk og sumir spyrja hvort við þurfum að fara að krefjast þess að gengi krónunnar sé veikt, svo hægt sé að verja störf og launakjör. Með því að viðhalda sterkri krónu er verið að skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja sem starfa á samkeppnis- og útflutningsmarkaði. Áhrifin af sterkri krónu eru til skamms tíma þau að innflutnings- verðlag lækkar og það dregur úr verðbólgu. Við það eykst kaupmáttur launa og staða þeirra sem eru með at- vinnu batnar. Tekjur útflutnings- greina dragast saman vegna styrks krónunnar og samkeppnisgreinarnar lenda í svipaðri stöðu. Lakari staða þessara greina mun óhjákvæmilega leiða til samdráttar á vinnumarkaði, enda höfum við verið að upplifa vax- andi atvinnuleysi. Sú innspýting sem ríkisstjórnin er að spila út, m.a. að kröfu verkalýðs- hreyfingarinnar, er til þess fallin að styrkja krónuna enn frekar. Í kjölfar þess hafa sumir sett fram þá skoðun að hag launamanna væri líklega best borgið, ef sem flestir þeirra sem vinna við uppbyggingu Kárahnjúka og ál- vers í Reyðarfirði verði erlendir. Þá munu framkvæmdirnar hafa sem minnst áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki myndast illviðráðanlegur slaki og atvinnuleysi þegar framkvæmdun- um lýkur 2007. Miðaldra fólk man vel hvað gerðist þegar byggingu álvers- ins í Straumsvík og Búrfellsvirkjun lauk 1969 og iðnaðarmenn flúðu í tugavís til Norðurlanda. Haldi krónan áfram að styrkjast geta vandamál í ákveðnum greinum orðið það stór að leiðrétta verði rekstrarumhverfi þeirra með því að lækka laun, ef verja á störfin. Jafnvel að horfast í augu við þennan vanda í næstu kjarasamningum. Verulegar líkur eru á því að við verðum í þessari stöðu 2007 þegar framkvæmdum lýk- ur. Það mætti skilja orð mín þannig að ég sé að undirbúa kröfugerð um lækkun launa. En við hljótum að beina sjónum okkar að þeirri hag- stjórn sem við búum við. Hagstjórn sem leiðir til þess að það sé betra að sem flestir erlendir starfsmenn séu hér á landi, á meðan Íslendingar búa við atvinnuleysi. Það eru spennandi tímar framund- an og hagvöxtur mun vaxa. Eigum við að sitja með hendur í skauti og láta Seðlabankann um vextina og ríkis- valdið um gengi krónunnar? Það er full ástæða til þess að árétta það að við erum ekki að panta gengislækkun. Við höfum síðan 1990 kallað á stöð- ugleika og lagt mikið af mörkum til þess að það verði og gerum það áfram. Við höfum hafnað kollsteypu- aðferðinni. Sú stefna sem við höfum barist fyrir hefur skilað okkur stöð- ugri kaupmáttaraukningu. Við börð- umst fyrir styrkingu krónunnar, því marki er náð, frekari styrking er óþörf, hún er óheppileg. Stjórn hag- kerfisins verður að taka mið af því. Núverandi hagstjórn virðist frekar auka á þennan þrýsting. Erum við að búa til atvinnu- tækifæri fyrir aðra? Eftir Guðmund Gunnarsson Höfundur er formaður Rafiðn- aðarsambands Íslands. „Við börð- umst fyrir styrkingu krónunnar, því marki er náð, frekari styrking er óþörf, hún er óheppi- leg.“ Í MORGUNBLAÐINU 21. febr- úar sl. er sagt frá því að nefnd á veg- um umhverfisráðuneytisins hafi lagt til að tekið verði upp gistináttagjald til uppbyggingar og eflingar fjöl- sóttra ferðamannastaða á Íslandi. Gjaldið yrði innheimt af þeim sem selja gistingu á Íslandi. Samtök ferðaþjónustunnar, sem hafa harð- lega mótmælt þessari hugmynd, sendu strax fyrirspurn í umhverfis- ráðuneytið um téða nefnd, hverjir hefðu átt sæti í henni og óskuðu eftir nánari niðurstöðum hennar. Þá kom í ljós að hugmyndir þessar eru sóttar í skýrslu nefndar sem lauk störfum ár- ið 1999 og Samtök ferðaþjónustunnar áttu aðild að. Þar hafnaði meirihluti nefndarinnar gistináttagjaldi! Það voru aðeins fulltrúar umhverfisráðu- neytis og Náttúruverndar sem lögðu til að málið yrði skoðað. Það er því rangt að einhver tiltekin nefnd hafi lagt þetta til. Yfirlýsing umhverfisráðherra í fjölmiðlum um að gistináttagjaldið sé í anda auðlindagjalds í sjávarútvegi er fráleit, þ.e. að þeir sem vilji nýta náttúruna greiði fyrir það. Stór hluti gesta á hótelum landsins, bæði Ís- lendingar sem útlendingar, nýta ekki náttúru landsins, þ.e. gestir sem hér eru eingöngu á fundum og ráð- stefnum, í borgarferðum, verslunar- ferðum, viðskiptaferðum, í opinber- um erindagjörðum o.s.frv. Hér er því um að ræða hugmynd að frekari skattlagningu ferðaþjónustufyrir- tækja sem er ekki í neinum tengslum við ráðstöfun fjárins. Í ofangreindri umfjöllun í Morgunblaðinu segir um- hverfisráðherra að í Danmörku sé slíkur gistináttaskattur að upphæð kr. 350. Samkvæmt upplýsingum sem SAF hafa fengið frá HORESTA, danska hótel- og veitingasamband- inu, er enginn gistináttaskattur inn- heimtur í Danmörku heldur er þar innheimtur almennur umhverfis- skattur, sem hefur ekkert með gisti- nætur að gera, og rennur beint í rík- iskassann án nokkurrar merkingar. Þó hafa sum hótel í Danmörku deilt skattinum niður á gistinætur og látið hann koma fram í verðlistum sínum til að gestir sjái hversu mikið ríkið tekur til sín. Hugmyndir sem þessar eru í hróp- andi mótsögn við þá stefnu ríkis- stjórnar Íslands að reyna að fjölga erlendum ferðamönnum til Íslands því frekari skattlagning gerir Ísland dýrara og vanhæfara í samkeppni við önnur lönd. Nefna má nýlegar hug- myndir Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra, sem er samráðherra umhverfisráðherra, um lækkun far- þegaskatta einmitt í því skyni að létta álögum af ferðaþjónustufyrirtækjum svo fjölga megi erlendum ferðamönn- um. Veit vinstri höndin ekki hvað sú hægri gjörir? Innheimta gistináttagjalds yrði fyrirsjáanlega erfið en starfsfólk Hagstofu Íslands hefur upplýst okk- ur um að mjög erfiðlega gangi víða að innheimta upplýsingar um gistinæt- ur, sérstaklega hjá smærri gististöð- um og sumir senda alls engar upplýs- ingar og hefur það skekkt alla hagtölugerð í þessari atvinnugrein. Það verður varla við því að búast að þessi skil komist í lag ef skattleggja á hverja gistinótt. Þetta verður því enn einn skatturinn sem skilur á milli þeirra sem fara að lögum og reglum og þeirra sem gera það ekki. Það er undarleg hugmynd að ætla að innheimta skatta vegna afnota af auðlindinni eingöngu af ferðaþjón- ustunni. Stendur til að innheimta slíkt gjald af öðrum atvinnugreinum, t.d. landbúnaði og iðnaði? Að endingu skal það ítrekað að ferðaþjónustan er mjög skattlögð atvinnugrein og á vegna þess í erfiðri samkeppni á al- þjóðavettvangi þar sem rekstrarum- hverfi er betra. Ef Ísland verður of dýrt fara ferðamennirnir eitthvert annað. Enn einn skatturinn er ekki það sem greinin þarf. Skattur á gistinætur Eftir Ernu Hauksdóttur „Það er und- arleg hug- mynd að ætla að inn- heimta skatta vegna afnota af auðlindinni eingöngu af ferðaþjónustunni.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.