Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 37 MANSAL er alvarlegt vandamál á heimsvísu. Um allan heim ganga allt að fjórar milljónir manna kaupum og sölum ár hvert í þrælavinnu og til vinnu í kynlífsiðnaðinum með hörmu- legum afleiðingum. Stór hluti þeirra eru konur og börn sem eru neydd til þátttöku í klámi eða vændi. Þetta er nútímaþrælahald og engin þjóð er ósnortin. Öll lönd tengjast þessari keðju græðgi, spillingar, mis- notkunar og ofbeldis. Þetta er vanda- mál okkar allra. Lausn þessa vanda- máls þarfnast aðgerða og náinnar samvinnu alþjóðasamfélagsins. Okk- ur verður ágengt þegar stjórnvöld vinna með samtökum sem sinna fórn- arlömbunum, landamæraverðir vinna með lögreglu, félagsráðgjafar með hjúkrunarfólki og kennarar fræða börnin í skólastofunum. Í anda þessarar samvinnu tekur sendiráð Bandaríkjanna þátt í ráð- stefnunni „Átak gegn verslun með konur“ sem fram fer 27. og 28. febr- úar í Reykjavík. Ráðstefnan sameinar lögreglu, stjórnvöld og samtök sem vilja berjast gegn þessu vaxandi vandamáli. Fulltrúi Bandaríkjanna á þessari ráðstefnu er Andrew Lelling, sem er aðalráðgjafi aðstoðarríkissak- sóknara Bandaríkjanna í þessum málaflokki. Í þessari viku fer sams konar ráð- stefna fram í Washington DC. Ástandið gæti ekki verið alvarlegra. Á sama tíma og vaxandi hluti mann- kyns nýtur frjáls markaðshagkerfis og lýðræðis, sjáum við aukningu í al- þjóðlegum glæpum og spillingu. Kyn- lífsþrælkun í ríkjum Mið- og Austur- Evrópu hefur aukist gríðarlega síðan kalda stríðinu lauk og landamæri opn- uðust. Glæpasamtökin sem græða á þessum viðskiptum, og spillingin og ofbeldið sem óhjákvæmilega fylgja, hafa skaðað þessi ungu lýðræðisríki. Bandaríkin eru ekki ónæm fyrir þessu. Það er talið að 50 þúsund manns í ánauð komi til Bandaríkj- anna ár hvert. Vinna okkar tekur ekki enda fyrr en þessu þrælahaldi lýkur og þeir sem ábyrgðina bera hafa verið sakfelldir. Kynlífsþrælahaldarar lofa venju- legri vinnu fyrir góð laun, ævintýrum á erlendri grundu og jafnvel hjóna- böndum. Fórnarlömbin, sem eru oft að flýja erfiðar aðstæður heima fyrir, falla auðveldlega í gildru þeirra. Sum þeirra eru blekkt, sum eru neydd og sumum er einfaldlega rænt. Þegar komið er á áfangastað eru skilríki þeirra jafnvel fjarlægð og þeim haldið einangruðum við hörmulegar aðstæð- ur, flutt á milli staða og síðan seld áfram. Það er hægt að misnota þau næstum endalaust við vinnu í hrika- legum vændishúsum eða heimahús- um. Fórnarlömbin þurfa að horfast í augu við ólýsanlegan ótta: Ótta við handtöku, ótta við hefndaraðgerðir gegn fjölskyldu þeirra, ótta við al- næmi, ótta við nauðgun og ofbeldi. Sums staðar lifa þekktir þrælahald- arar hins vegar góðu lífi án ótta við ákærur þó að fórnarlömb þeirra þjá- ist mikið. Ráðstefnan í Washington varpar nýju ljósi á þá vinnu sem stjórnvöld og innlend og alþjóðleg samtök hafa tekist á hendur. Bandaríkin hafa unn- ið með mörgum aðilum að verkefnum í efnahagsmálum, stjórnmálum og samfélagsmálum sem tengjast þessu vandamáli. Sum þessara verkefna eru á sviði starfsþjálfunar, menntunar, þjálfunar löggæsluaðila og starfsfólks í hjúkrunargeiranum, lagasetningar gegn kynlífsþrælkun, fræðslu fjöl- miðla og almennings, stofnunar at- hvarfa fyrir fórnarlömb og aðstoðar til aðlögunar í samfélaginu að nýju. Alþjóðasamfélagið hefur skuld- bundið sig til að binda enda á verslun með fólk. Á næstu mánuðum vonast bandarísk stjórnvöld til þess að Bandaríkjaþing samþykki áætlun Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn mansali. En það sem skiptir mestu máli er sú vinna sem fram fer í fremstu víg- línu. Í upprunalöndunum þarf að fræða möguleg fórnarlömb um þær hættur sem að þeim steðja. Landa- mæragæslu verður að herða í nær- liggjandi löndum. Ákvörðunarstað- irnir verða að þróa dómskerfi sem ákærir þrælahaldarana og verndar fórnarlömbin. Löggæsluaðilar verða að vinna saman þvert á landamæri og löggæslusvæði. Margt þarf að gera til að færa milljónum fórnarlamba frelsi, virðingu og von. Við vonum að þessar ráðstefnur hjálpi þátttakendum að þróa sameiginlegan samstarfsgrund- völl til að takast á við þessar mann- legu hörmungar. Eftir Doria Rosen „Færa þarf millj- ónum fórn- arlamba frelsi, virðingu og von.“ Höfundur er fulltrúi í sendiráði Bandaríkjanna, Reykjavík. Stöðvum mansal MIKILVÆGASTA sameiginlega einkenni Íslendinga er að þeir tala íslensku. Hún er móðurmál þeirra. Vitund þeirra um sjálfa sig, uppruna og stöðu meðal þjóðanna er miðlað frá manni til manns með íslenskunni. Það er sameiginlegt keppikefli Ís- lendinga að gera veg tungunnar sem mestan. Í þessu skyni hafa Íslend- ingar komið sér upp löggjöf, nefnd- um, stofnunum og ráðuneytum sem þeir telja rétt að kosta til að efla veg hennar. Þegar Íslendingar taka á móti nýjum Íslendingum sem vilja verða hluti þjóðarinnar og búa hér er lögð áhersla á að gefa þeim tækifæri til að læra íslensku og aðlagast að- stæðum þjóðarinnar og viðhorfum. Allt er þetta gott og sjálfsagt. Oft gleymist þó að íslenskan er ekki móðurmál allra Íslendinga. Hluti þjóðarinnar, sem þó er af ís- lensku bergi brotinn einsog sagt er, á sér annað móðurmál. Þetta eru heyrnarlausir. Móðurmál þeirra er málfræðilega óskylt íslenskunni, það er íslenska táknmálið. Íslenska tákn- málið er sjálfstætt og lifandi „tungu“mál skyldast táknmálum heyrnarlausra í grannlöndunum og móðurmál um 250 Íslendinga. Í íslenskum lögum er fátt sem tek- ur afstöðu til þessara staðreynda. Stjórnarskráin víkur ekki að þjóð- tungunni og þaðan af síður að ís- lenska táknmálinu. Í lögum um með- ferð einkamála segir í 10. gr. að þingmálið sé íslenska. Þar komast ís- lensk lög næst því að taka afstöðu til stöðu móðurmálsins. Allvíða er vikið að réttarstöðu heyrnarlausra, einkanlega í löggjöf á sviði heilbrigðis- og menntamála. Í gildi eru lög frá 1990 um Samskipta- miðstöð heyrnarlausra en hlutverk hennar er að stuðla að jafnrétti heyrnarlausra til þjónustu í þjóð- félaginu á grundvelli táknmálsins. Stofnuninni er ætlað að annast rann- sóknir á íslensku táknmáli, kennslu táknmáls, táknmálstúlkun og aðra þjónustu. Lög um málefni fatlaðra taka til heyrnarlausra einsog annarra fatl- aðra og þar eru ákvæði sem ætlað er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Í lögum um réttindi sjúklinga er fjallað um rétt sjúklings til upplýsinga um heilsufar og sagt að noti sá sem í hlut á táknmál skuli honum tryggð túlkun. Ákvæði stjórnsýslulaga hljóta með hliðsjón af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnar- skrár að teljast veita heyrnarlausum rétt á táknmálstúlkun í samskiptum við stjórnvöld. Segja má að réttur heyrnarlausra til táknmálstúlkunar sé formlega all- vel tryggður í samskiptum við stjórnvöld, heilbrigðisyfirvöld, stofn- anir og skóla. Þar sem þessum form- legu samskiptum sleppir í samskipt- um sem allir verða að eiga til að taka þátt í daglegu lífi er réttur heyrn- arlausra hins vegar ekki tryggður. Þátttaka í almennu félagslífi, heim- sóknir til sérfræðinga, lögmanna, endurskoðenda, fasteignasala, bíla- sala, viðtöl við vinnuveitendur, for- eldrafundir, húsfundir o.s.frv. Heyrnarlausir hafa enga tryggingu fyrir því að þeim sé kleift að taka þátt í neinu af þessu. Engar almenn- ar fjárveitingar eru til að tryggja að- gang heyrnarlausra að táknmáls- túlkun og engar reglur sem tryggja rétt þeirra til slíkrar túlkunar. Þó blasir við að a.m.k. sumt af því sem hér er talið upp varðar mikilvæga hagsmuni einstaklinga. Heimsókn til fasteignasala eða lögmanns getur varðað ráðstöfun lífshagsmuna ein- staklings. Lykill heyrnarlausra að virkri þátttöku í samfélaginu er að þeir nái tökum á íslenskunni. Heyrnarlausir þurfa að eiga kost á menntun á tákn- máli og segja má að miklar framfarir hafi orðið á undanförnum árum að því er varðar menntunarmálin. Eftir stendur þó sú staðreynd að meir en 80% fullorðinna heyrnarlausra hafa enga formlega menntun umfram grunnskólapróf og meirihluti þeirra býr við kröpp kjör og bága fé- lagslega stöðu. Flestir hafa lítil tök á íslenskunni og lesa sér ekki til gagns nema einfaldan texta. Afar fáir hafa gott vald á að rita íslensku. Frammi fyrir þessum vanda hafa íslensk stjórnvöld staðið lengi en reynst ófær um að grípa til ráðstafana sem verulegu máli skipta. Á tíu árum hafa fimm nefndir stjórnvalda fjallað um stöðu heyrnarlausra. Af þessu starfi hefur ekkert sprottið sem neinu breytir um daglegt líf heyrn- arlausra. Þörf er skjótra aðgerða til að bæta úr brýnni þörf fullorðinna heyrnar- lausra til endurmenntunar og til að bæta úr þeim átakanlega menntun- arskorti sem stendur mörgum þeirra fyrir þrifum. Aðeins þannig getum við reynt að bæta þeim upp þær fá- tæklegu aðstæður sem þeim voru búnar til að afla sér menntunar á því aldursskeiði þegar við hin fengum fræðslu og mótun til að verða full- gildir þjóðfélagsþegnar. Íslenska þjóðfélagið bregst skyld- um sínum við þá þegna sinna sem eiga íslenska táknmálið að móður- máli. Setja verður löggjöf um rétt þeirra til aðgangs að „samfélagi okk- ar hinna“. Í raun er það svo að staðan í dag meinar heyrnarlausum fullgild- an aðgang að íslenska samfélaginu. Þetta má gera með því að viður- kenna íslenska táknmálið formlega í sérlögum eða í stjórnarskrá. Einnig verður að láta fylgja þá fjármuni sem þarf til að heyrnarlausir geti notið sjálfsagðrar þjónustu túlka. Aðeins þannig er þeim kleift að rækja sínar daglegu skyldur og taka virkan þátt í samfélaginu. Frumburðarréttur heyrnarlausra til að vera þátttak- endur í íslenska samfélaginu er engu minni en okkar hinna. Þessi réttur er ekki virtur meðan móðurmál þeirra nýtur ekki viðurkenningar. Eftir Ástráð Haraldsson „Heyrn- arlausum er meinaður fullgildur að- gangur að samfélaginu.“ Höfundur er lögmaður Félags heyrnarlausra. Móðurmál og jafnræði RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Fyrir farartæki VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Talstöðvar sem þola nánast allt Fjarskipti eru okkar fag w w w .d es ig n .is © 2 0 0 3 Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is VÉLA- VIÐGERÐIR d es ig n. is 2 00 3 Í MORGUNBLAÐINU í gær birtist grein frá Röskvu vegna kosninga til Stúdentaráðs í Há- skóla Íslands. Hún var eftir Val- gerði B. Eggertsdóttur, sem leiddi lista Röskvu. Greinin birtist hins vegar undir nafni Kolbrúnar Bene- diktsdóttur ásamt mynd af henni. Ástæðurnar voru eftirfarandi: l. Kolbrún Benediktsdóttir sendi greinina í tölvupósti og var texti greinarinnar í fylgiskjali. 2. Höfundarnafn var ekki að finna með venjubundnum hætti í fylgi- skjalinu. Nafnið Valgerður B. Egg- ertsdóttir kemur að vísu fram í lok textans eins og sjá má í blaðinu í gær. Þær setningar sem tengdust því nafni munu hafa átt að vera út- dráttur úr greininni án þess að þess væri sérstaklega getið. 3. Með greininni sem send var frá netfangi Kolbrúnar Benediktsdótt- ur fylgdi annað skjal merkt „vala“. 4. Þar sem höfundarnafn fylgdi ekki með textanum í fylgiskjali og líta mátti svo á, að höfundur væri í lokasetningu að vitna til ummæla Valgerðar B. Eggertsdóttur, var gengið út frá því sem vísu að Kol- brún Benediktsdóttir væri höfund- ur. 5. Fylgiskjöl í tölvupósti eru merkt með ýmsum hætti og merkingin „vala“ gefur því ekki tilefni til frek- ari umhugsunar. 6. Myndin í fylgiskjalinu var ónot- hæf og var Kolbrúnu Benedikts- dóttur sendur tölvupóstur þess efn- is og jafnframt að mynd úr mynda- safni yrði notuð. Engin viðbrögð bárust við þeim tölvupósti. Morgunblaðinu þykir leitt að grein Valgerðar B. Eggertsdóttur skyldi birtast undir röngu nafni en varla er ofmælt þótt sagt sé með vísan til framanritaðs að þeir sem sendu blaðinu greinina hafi átt verulegan þátt í því með óviðunandi og villandi frágangi. Ritstj. Röskvugrein undir röngu nafni SÍÐUSTU daga hef ég óvænt lent í því að gerast ráðgjafi á sviði lesrösk- unar án þess að hafa til þess nokkra sérþekkingu. Ástæðan er nýlegt sjón- varpsviðtal við fullorðinn mann sem ákvað að greina frá fötlun sinni og af- leiðingum hennar. Í viðtalinu sagði hann einnig frá námskeiðum fyrir fullorðið fólk með dyslexíu sem haldin eru í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla. Síðan hafa símalínur glóað hér í skólanum, heima hjá kennurum á námskeiðinu, en ekki síst heima hjá Sigurjóni Sigurðssyni, manninum sem braut ísinn í viðtalinu. Fólk hringir í mig til að grennslast fyrir um námskeiðin, en ekki síður til að létta á hjarta sínu því í samfélagi hinna læsu er ólæsi ólýsanleg fötlun. Öldruð móðir hringir út af syni sínum og segist ekki þora að deyja vegna þess hve ósjálfbjarga hann er svona ólæs. Amma hringir vegna barna- barns sem liggur undir sæng alla daga, en hefur samþykkt að sækja námskeiðið ef hún kemur með. Konur hringja og skrá sig. Konur hringja og skrá eiginmenn sína, en afskrá þá næsta dag því þeir tóku ekki í mál að mæta. Fólk á öllum aldri hringir til að grennslast fyrir um námskeiðið vegna nákominna ættingja en segir svo: ,,Æ, skráðu mig áður en ég hætti við.“ Þó má búast við að nokkrir þeirra sem hafa skráð sig hætti samt við því næsta skref er ekki síður erfitt – skrefið inn í skólastofuna sem í minn- ingunni er full af skammarkrókum eins og Sigurjón lýsti í viðtalinu. Fólk hringir til að skrá börn sín á grunnskólaaldri og verður afar von- svikið þegar það fréttir að námskeiðið sé aðeins fyrir fullorðna. ,,Hvert á ég þá að leita,“ spyr örvæntingarfull móðir. Í fávisku minni segi ég að hún hljóti að fá einhverja hjálp í skólan- um. Hún hlær og spyr hvort ég eigi annan betri. Síðan Lestrarmiðstöðin var lögð niður er eingöngu hægt að vísa á sálfræðinga, biðlistar hrannast upp meðan menntamálaráðuneytið heldur að sér höndum Lesröskun er nokkuð algeng fötl- un. Gera má ráð fyrir að um 10% nemenda í framhaldsskólum eigi við alvarlega lesröskun að stríða. Vanda- málið hefur verið þekkt í áratugi og ýmsar aðferðir verið þróaðar til að hjálpa fólki sem á erfitt með að læra að lesa. Vonandi þurfa börn sem alast upp í dag ekki að burðast með hálf- vitastimpil alla ævi vegna þess að sjón þeirra og skynjun er öðruvísi en meirihlutans. Vonandi verða skrefin út úr skápnum ekki jafnþung fyrir þau og fyrir það miðaldra fólk sem um þessar mundir er að hringja í Fjöl- brautaskólann við Ármúla í von um að geta lært að lesa. Æ, skráðu mig áð- ur en ég hætti við! Eftir Björgu Árnadóttur „Um 10% nemenda í framhalds- skólum eiga við alvarlega lesröskun að stríða.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Framvegis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.