Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 25
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 25 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 75 02 04 /2 00 2 Legg›u línurnar *Á meðan birgðir endast. Ný kynslóð grenningarkrema byrjar með ilmi. SHISEIDO hefur þróað BODY CREATOR fyrir þig, til að endurmóta útlínur líkamans. BODY CREATOR er tímamóta- uppgötvun í snyrtivöruheiminum, töfrandi grenningarmeðferð, með ilmi, sem örvar fitubrennslu. BODY CREATOR gengur lengra en að brjóta niður fitu, það brennir hana burt. Ertu hissa? Komdu og prófaðu! Kynningarvika í Debenhams frá 28. feb. - 6. mars. www.shiseido.com Aromatic grenningargel LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur lagt fram hug- myndir að framkvæmdum sem hægt yrði að hraða og miða að því að nýta betur svigrúm sem er á byggingarmarkaði um þessar mundir Um er að ræða nýfram- kvæmdir, endurbætur og gerð við- bygginga fyrir einn milljarð króna. Málið var kynnt í bæjarráði í gær en bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir að afgreiðslu málsins yrði frestað. Hugmyndir bæjar- stjórans höfðu ekki verið kynntar fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem heyrðu af þeim fyrst í gær. Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir þetta for- kastanleg vinnubrögð og stjórn- sýslu af verstu gerð. Þá sé þarna að finna tillögur sjálfstæðismanna sem meirihlutinn hafði áður fellt við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2003 en vilji nú setja í flýtifram- kvæmdir. Ótrúlegur málatilbúnaður Að sögn Magnúsar lögðu sjálf- stæðismenn meðal annars til við gerð fjárhagsáætlunar að drifið yrði í að byggja leikskóla í Ás- landi. Allar tillögur Sjálfstæðis- flokksins hafi hins vegar verið felldar. Hann segir að sé horft til langtímaáætlunar sem samþykkt var í apríl á liðnu ári hafi verið tekið á mörgum þessara þátta, t.d. uppbyggingu Flensborgarskóla og uppbyggingu kennslusundlaugar, sem tekin var ákvörðun í síðasta mánuði um að fresta framkvæmd- um við.„Svona ótrúlegur málatil- búnaður hjá Samfylkingunni er til þess eins ætlaður í mínum huga að ná athygli kjósenda núna í vor, ég get ekki séð annan tilgang með þessu og sérstaklega í ljósi þess að Samfylkingin er búin í heilt ár að vekja athygli Hafnfirðinga á því hversu staða bæjarsjóðs er afskap- lega döpur. Við höfum haldið hinu gagnstæða fram og í raun má kannski segja að sú tillaga sem þeir eru að leggja fram núna, bendi auðvitað til þess að þeir séu þar með að segja að staðan hafi alls ekki verið í líkingu við það sem þeir voru sjálfir að halda fram.“ 300 ný ársverk Í tillögu bæjarstjórans er lagt til að Fasteignafélagi Hafnarfjarðar verði falið að hefja þegar und- irbúning að hönnun og/eða öðrum nauðsynlegum verkþáttum svo hægt sé að flýta útboði fram- kvæmda við byggingu nýs sex deilda leikskóla í Áslandi, stækkun leikskólans á Garðavöllum um tvær deildir, kennslusundlauga, einsetningu Hvaleyrarskóla og stækkun Flensborgarskóla. Stefnt verði að því að framkvæmdir geti hafist á síðari hluta þessa árs ef hagstæð tilboð fást í framkvæmd- irnar. Gera megi ráð fyrir því að með því að hraða umræddum framkvæmdum hjá Hafnarfjarð- arbæ geti skapast allt að ríflega 300 ný ársverk og allt að 75 ný framtíðarstörf. Áætlaður heildar- kostnaður vegna þessara fram- kvæmda er um 1000 milljónir. Fram kemur að allar þessar fram- kvæmdir hafi verið í undirbúningi eða til sérstakrar skoðunar varð- andi nýja langtímaáætlun bæjarins sem verði lögð fram í vor. Þar seg- ir að markmiðið með flýtifram- kvæmdunum sé að bæta úr alvar- legu atvinnuástandi og leitast jafnframt við að ná fram hag- kvæmum tilboðum áður en að væntanlegrar þenslu fer að gæta vegna stórframkvæmda á Austur- landi. Í tillögu bæjarstjórans er jafn- framt lagt til að bæjarráð óski eft- ir því við forstöðumann Vinnuskól- ans að unnar verði tillögur að sérstökum verkefnum til að fjölga atvinnutækifærum fyrir ungt fólk á komandi sumri ef aðstæður á vinnumarkaði kalli á slíkar aðgerð- ir. Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarráðs eftir tvær vikur. Magn- ús segir að fram að þeim tíma muni bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks skoða þær tillögur sem þeir lögðu fram við gerð síðustu fjár- hagsáætlunar og hvaða tillögur liggi fyrir í samþykkt fyrir lang- tímaáætlun fyrir árin 2003–5. Flýtiframkvæmdir skapa 300 ný ársverk Hafnarfjörður D-listi heyrði fyrst af hug- myndum bæj- arstjóra í gær LAUGAVEGUR 22A, þar sem til stendur að byggja ofan á þrjár hæð- ir m.a. fyrir hótelíbúðir, er meðal þeirra hlöðnu steinhúsa í borginni sem enn standa. Í húsafriðunar- stefnu borgarinnar, sem samþykkt var árið 1996, var lagt til að hugað yrði að friðun þessara steinhúsa en í endurskoðun áætlunarinnar frá í fyrra er ekki lögð áhersla á friðun þessa tiltekna húss. Morgunblaðið greindi frá því á þriðjudag að skipulags- og bygg- inganefnd Reykjavíkur hefði gefið jákvæð svör um að leyfa viðbygg- ingu við Laugaveg 22A en þar er fyrirhugað að hafa verslunarhús- næði, kaffihús, íbúðir og svokallaðar hótelíbúðir. Að sögn Guðnýjar Gerðar Gunn- arsdóttur, borgarminjavarðar og forstöðumanns Árbæjarsafns, er húsið byggt árið 1892 og eitt af hlöðnum steinhúsum í borginni sem standa ennþá. „Og í húsvernd- arstefnu Reykjavíkurborgar, sem var samþykkt árið 1996, var lagt til að það yrði skoðað hvort það bæri að friða þá steinbæi og steinhús sem eru eftir í Reykjavík,“ segir hún. Þekkt hús sem byggð hafa verið með steinhleðslu eru Alþingishúsið og hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg. Að sögn Guðnýjar Gerðar hefur umrædd framkvæmd ekki komið til umsagnar Árbæjarsafns nú. Hins vegar hafi safnið endurskoðað hús- verndarskrána í fyrra og þar hafi ekki verið lögð áhersla á að varð- veita eða friða húsið á Laugavegi 22A. Aðspurð segir hún að húsinu sjálfu hafi ekki verið mikið breytt að því undanskildu að gluggar á jarð- hæð þess hafi verið stækkaðir. Hins vegar hafi verið byggt aftan við það. „Þetta er hlaðið hús en það er múr- húðað og þess vegna sést hleðslan ekki,“ segir hún. Morgunblaðið/Kristinn Laugavegi 22A hefur ekki verið mikið breytt, að því undanskildu að gluggar á jarðhæð hafa verið stækkaðir og byggt hefur verið fyrir aftan það. Húsið er múrhúðað og því sést hleðslan ekki. Laugavegur 22A hefur lítið breyst Hlaðið steinhús frá árinu 1892 Miðborg FYRSTA skóflustungan að nýju skátaheimili í Kópavogi var nýlega tekin við hátíðlega athöfn. Að sögn Þorvaldar Sigmarssonar, fé- lagsforingja skátafélagsins Kópa, mun nýja skátaheimilið hafa mikla þýðingu fyrir starf skátanna í Kópavogi. Skátaheimilið á að standa við Digranesveg 79. Það mun því rísa við útivistasvæði Kópavogsdals. Þorvaldur segist vonast til að hús- ið klárist á tveimur árum. Áætlað er að hefja byggingu þess á vor- dögum. „Þetta gjörbreytir okkar að- stöðu. Í dag erum við í húsi sem við fengum í kringum árið 1970,“ segir Þorvaldur. Heildarkostnaður við húsið er áætlaður 62 milljónir króna. Kópar fengu styrk upp á 25 millj- ónir frá Kópavogsbæ auk þess sem bærinn fellir niður ýmis gjöld í tengslum við byggingu heimilisins. Afganginn af upphæðinni greiðir félagið sjálft en það á rúmar 10 milljónir í byggingarsjóði sem hef- ur verið vel ávaxtaður undanfarin ár. Þorvaldur segir skátastarfið blómlegt um þessar mundir. „Í dag eru skráðir 282 félagar í félagið. Stór hluti eru krakkar á aldrinum 9–15 ára. Síðan eru um 20–30 á aldrinum 15–18 ára. Það eru for- ingjar og starfið byggist á þeim.“ Hann bendir á að þátttaka í skátastarfi sé holl fyrir alla krakka. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigurrós Þorgrímsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, Kristján Oddur Kjartansson skáti, Kristín Kristinsdóttir skáti og Þorvaldur Sigmarsson, félagsforingi skátafélagsins Kópals, tóku fyrstu skóflustunguna. Blómlegt skátastarf eignast nýtt heimili Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.