Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 29 Föstudagur Egilshöll, Fossaleyni kl. 9–12 Um 700 börn úr 4. og 5. bekk allra grunnskóla í Graf- arvogi búa til sameiginlegt listaverk, dansa fjöldadans og spreyta sig á ýmsum ólíkum íþróttagreinum. SPRON, Skólavörðustíg kl. 11 Upplýstar tilfinningar. Verk eftir Harald Jónsson myndlist- armann. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 12 Vígsla verðlaunaverks Alfreðs Sturlu Böðvarssonar – 2. verð- laun í hugmyndasamkeppni Vetrarhátíðar. Hitt húsið, Pósthússtræti 3–5 kl. 16 Kynning á tækifærum sem standa ungu fólki til boða varð- andi nám, leik og starf erlendis. Kringlan, efri hæð kl. 16 Ljósmyndafélagið Fókus teng- ir saman ljóð og ljósmyndir sem vísa á margvíslegan hátt til vetrarins. Sýningin stendur til 9. mars. Ráðhús Reykjavíkur kl. 17–20 Unglingar úr kirkjum borg- arinnar kveikja á nokkur þús- und kertum, mynda úr þeim ýmis trúarleg tákn og biðja um leið fyrir friði manna á milli. Sr. Sigrún Óskarsdóttir leiðir stundina og leikin verður tón- list frá Taize-klaustrinu í Frakklandi. SÍM-húsið, Hafnarstræti 16 kl. 17 Helga Óskarsdóttir og Magnús Kjartansson sýna hið leynileg landslag borgarinnar. Sýningin verður opin 1. og 2. mars frá kl. 13–18. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi kl. 17 Ljósmyndararnir Katrín Elv- arsdóttir, Orri Jónsson, Kristín Hauksdóttir og Sigríður Krist- ín Birnudóttir sýna verk sín. Ingólfstorg kl. 18–24 Á þriðja tug íslenskra og er- lendra stuttmynda sýndar á risaskjá. Kvikmyndagerð- armenn sitja fyrir svörum. Sýningin er ennfremur á slóð- inni www.bioreykjavik.com. Kvikmyndasýningum verður haldið áfram fram eftir nóttu á Sirkus. Alþjóðahús, Hverfisgötu kl. 20 Búlgörsk vorkomuhátíð Listasafn Einars Jónssonar kl. 20 Berglind María Tómasdóttir flautuleikari og Kristinn H. Árnason gítarleikari flytja tón- list af ýmsum toga í sölum safnsins. Tónabær, Safamýri 28 kl. 20–22 Hæfileikaríkir unglingar troða upp og sýna óbeislaðan sköp- unarmáttinn sem í þeim býr. Ingólfsstræti 8 kl. 20 Opna galleríið. Íslenskir mynd- listarmenn, sem staddir eru í útlöndum sýna. Sýningin er op- in kl. 13–17 til sunnudags. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3 kl. 21–23 Tilraunaeldhús – Íslenskir og erlendir listamenn fremja sjón- ræna tónlist. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 21–23 Ákveðin ókyrrð / Certain Turbulence. Iðnó kl. 24 Miðnæturtónleikar finnsku sveitarinnar Cleaning Women. Eldskálin við Reykjavíkurtjörn er orkubrunnur Vetrarhátíðar 2003. Í henni logar eldur með- an Vetrarhátíð stendur. Styttur bæjarins svara í síma meðan á Vetrarhátíð stendur en símanúmerin eru á stytt- unum. Kort af styttum bæj- arins fæst í Ráðhúsinu, Lista- safni Reykjavíkur og Upp- lýsingamiðstöð ferðamála. Vetrarhátíð Laugavegi 54, sími 552 5201 Ferming í Flash kjólar pils toppar buxur Mikið úrval Laugavegi 46, sími 561 4465 Vorvörurnar streyma inn Langur laugardagur • opið kl. 10 til 17 Skautbúningur fyrirlestur Sunnudaginn 2. mars flytur Elínbjört Jónsdóttir fyrirlestur um skautbúning Sigurðar Guðmundssonar málara. Aðgangseyrir 1.000 kr. Kaffiveitingar. Þjónustudeild - Heimilisiðnaðarskólinn Allt í þjóðbúninga, skyrtu- og svuntuefni, útsaumspakkningar o.fl. Námskeið í þjóðbúningasaum, baldýringu, knipli, útsaumi, þæfingu, tóvinnu o.fl. HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS Laufásvegi 2, 101 Reykjavík, 551 5500 – 551 7800 hfi@islandia.is – www.islandia.is/~heimilisidnadur Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-18 og langan laugardag 13-17. MEÐAL þeirra við- burða sem fara fram á Vetrarhátíð í Reykjavík í dag er vígsla verð- launaverks Alfreðs Sturlu Böðvarssonar, Ó! Frjáls?, í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi. Í næsta húsi við hliðina, Grófarhúsi, þar sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur að- setur á efstu hæð, verð- ur einnig opnuð sýning í tengslum við hátíðina. Hún ber heitið Ljós- hraði og inniheldur verk fjögurra íslenskra samtímaljósmyndara, Katrínar Elvarsdóttur, Kristínar Hauksdóttur, Orra og Sigríðar Krist- ínar Birnudóttur. Samtíminn endurspeglaður Eitt meginmarkmið sýningarinnar, sem verður opin til 4. maí, er að brot úr hugarheimi ljósmyndaranna fjögurra varpi ljósi á daginn í dag, en ekki síður að sýna þá miklu grósku sem er um þessar mundir á vettvangi ís- lenskrar samtímaljósmyndunar, að sögn aðstandenda Ljós-hraða. „Þessi samsetning ljósmyndaranna fjögurra og verka þeirra, myndar góða heild og dregur fram það sem við erum að fara með sýningunni, að fólk hugsi hvað er undir yf- irborðinu í daglegu lífi, og tengi myndirnar við sitt eigið líf,“ segir Jóhanna G. Árnadóttir sýning- arstjóri. Hún tekur fram að ljósmynd- ararnir og verk þeirra séu mjög ólík. „Þrjú þeirra lærðu í Banda- ríkjunum, en Sigríður Kristín lærði hins vegar í Evrópu og maður finn- ur fyrir meiri realisma í mynd- unum hennar en hinna. Bæði hún og Orri eru með portrett-myndir, en þær eru engan veginn hefð- bundnar. Kristín Hauksdóttir er með tvær myndaseríur, eina sem nefnist „1“, sem snýr að atriðum eins og einsemd, og aðra sem heitir Frítími, en þar sýnir hún ýmsar hliðar á því hvað fólk fæst við í frí- tíma sínum. Myndir Katrínar sýna okkur svo inn í draumkenndan heim og einblína á skilin milli veru- leika og óraunveruleika.“ Jóhanna segir að markmið sýn- ingarinnar sé ekki að komast að ákveðnum niðurstöðum heldur sé hún meira hugsuð til að varpa ljósi á daglegt líf fólks. „Málið er að hvetja áhorfandann til að staldra við og hugsa um hvernig hann lifir og horfir á heiminn,“ segir hún að lokum. Gatan hefur áhrif á hátískuna Í gærkvöldi var hleypt af stokk- unum verkefni unnu af nemendum í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, sem standa mun alla Vetrarhátíðina. Um er að ræða kortlagningu á menningu götunnar, í bókstaflegri merkingu, en þar átt við tísku í fatnaði fólks, hegðun, graffiti, útstillingar, við- byggingar og þar frameftir götum. „Nemendurnir munu setja niður- stöður sínar fram í sjónvörpum í búðargluggum á Laugaveginum. Síðan munu þau úthluta kortum, við Ráðhúsið og víðar, sem og í verslunum við Laugaveg, þar sem bent er á athyglisverða hluti í um- hverfinu. Merki er sett við þessa hluti í formi rauðra punkta, eins og notaðir eru á myndlistarsýningum til að merkja seld verk,“ segir Hall- dór Gíslason, deildarforseti hönn- unar- og arkitektúrdeildar LHÍ, sem hefur umsjón með verkefninu. Hann leggur áherslu á að engin verk hafi beinlínis verið unnin af nemendum, heldur hafi þeir ein- ungis skoðað það sem fyrir er. Hugmyndin kemur frá Halldóri og segir hann mikilvægt að nem- endur deildarinnar skoði þessa hluti á ná- kvæman hátt. „Það eru yfirleitt þeir sem síðan hafa áhrif á hátískuna. Maður vill því skoða hvað er að gerast núna á þessum vettvangi til þess að sjá hvað hátísk- an gerir eftir eitt ár,“ segir hann. Að mati Halldórs má draga eina meginályktun af verk- efninu. „Hún er, að með því að Listaháskólinn skoði og skrásetji þessa hluti eyðileggi hann þá um leið sem götumenn- ingu. Gatan þarf þá að finna upp nýja tísku,“ segir hann að lokum. Sæluhús Tilraunaeld- hússins verður opið í kvöld í Ný- listasafninu við Vatnsstíg. Gestur Sæluhússins að þessu sinni er Dwayne Sodahberk, eldhress diskóbolti að sögn aðstandenda, sem gerir „taktvæna trufl- raftónlist, drifna áfram af ólgandi melódíusleikjum af bestu gerð“. Að auki leika listir sínar hinn íslenski Krakkbot, eða Baldur Björnsson, og ástmey hans, Hildigunnur Birg- isdóttir myndlistarkona. „Sæluhúsið er hugsað sem at- hvarf í auðninni fyrir unnendur raftónlistar. Við leggjum mest upp úr stemningu og reynum að búa til þægilegt og áheyrendavænt um- hverfi, þar sem fólk getur komið og notið raftónlistar í ró og næði,“ segir Jóhann Jóhannsson hjá Til- raunaeldhúsinu. Þetta er í annað sinn sem það stendur fyrir Sælu- húsi í Nýlistasafninu, en ráðgert er að þau verði mánaðarlegur við- burður út árið. Jóhann segir þau hafa gripið tækifærið til að fá Sodahberk sem gest á Sæluhús kvöldsins, en hann er á leið frá tón- leikaferðlagi í Bandaríkjunum og til Svíþjóðar, en hann er þaðan. Fjölbreytileiki virðist einkenna tónlist Sodahberk, en sjálfur segir hann tónlist sína vera stundum æp- andi, stundum háværa, stundum hljóðláta, stundum jafnvel fönk- aða, og melódramatíska á stund- um. Raftónlistarunnendur geta því leitað á náðir Sæluhússins frá kl. 21 í kvöld. Götumenningin kortlögð Fjórir íslenskir samtímaljósmyndarar eiga verk á sýning- unni Ljós-hraða sem verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykja- víkur í dag. Sýningin er liður í Vetrarhátíð í Reykjavík.  Þrír tugir/61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.