Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ hreinan og ljúfan ogheilnæman blæ, oghiminninn bláan ogspeglandi sæ. Ég geng á sönginn, á Elliheimilinu Grund; – þetta er einsöngur, – nei, þegar nær dregur heyri ég að þetta er samsöngur, – en skínandi björt og falleg tenórröd sker sig úr hópnum, og syngur tandurhreint upp á hæstu tóna. Þetta er rödd Einars Sturlu- sonar. Hann hefur þann starfa hér að syngja með gamla fólkinu á morgn- ana og píanóleikarinn er hugguleg dama, Guðrún West. Ég geng inn í salinn og það er ekki um annað að ræða en að taka undir: Nú blika við sólarlag sædjúpin köld. Ó svona ætt’ að vera hvert einasta kvöld … hér er sungið af hjartans innlifun og ljóst að sönggleði for- söngvarans er bráðsmitandi, – sal- urinn er fullur af syngjandi fólki. Söngurinn þagnar og Einar vippar sér að blaðamanni með tvær dömur sér við hlið, heilsar og kynnir hana fyrir dömunum: „Þessi unga stúlka hér, – við vorum einu sinni hálftrúlof- uð en svo sagði hún mér upp.“ „Það var líka eins gott,“ segir önnur dam- an, „annars væri mér að mæta.“ Hún heitir Dóra Þorkelsdóttir og segist „skamma Einar hvern einasta dag“. Hin er píanóleikarinn frækni, Guð- rún West. Blaðamaður þiggur nafnbótina „unga stúlkan“ með kærkominni þökk og er fráleitt að leiðrétta það en Einar er ekki af baki dottinn í skrök- sögunum: „Það var gömul kona sem sagði við mig að sig hefði dreymt að hún væri dáin og komin til himna- ríkis: Þar hitti ég á morgunstund eins og við höfum hér á Grund svo að ég segi við Sánkti Pétur: Hafið þið svona morgunstund eins og Elli- heimilið Grund? Já, segir Sánkti Pét- ur, við tókum þetta upp eftir þeim. Svo heyri ég að farið er að syngja, segir konan, en heyri að þetta er ósköp daufur söngur og spyr Sánkti Pétur hvort Einar sé ekki þarna. Jú, segir Sánkti Pétur, Einar var hérna en við urðum að láta hann fara. Hvernig stóð á því? spurði konan. Nú, hann sagði svo margar sögur, sem fólkið vildi hlusta á, að Guð al- máttugur var sjálfur farinn að trúa honum þannig að við urðum að vísa honum burt! Sjáðu til, svona eru sög- urnar hérna, – vilt’ekki annars kaffi?“ Við setjumst niður í næstu stofu, – því Dóra er farin að lesa Passíusálma og vill auðvitað fá næði til þess. Ein- ar heldur áfram að segja mér sögur þar til ég get loks farið að tosa upp úr honum eitthvað um það sem var tilefni heimsóknar minnar til hans, – sönginn. Hann er nefnilega nýbúinn að gefa út tvo geisladiska með göml- um upptökum af eigin söng, – upp- tökum úr safni Ríkisútvarpsins. „Ég er búinn að vinna hér á Grund í 43 ár, – ekki fulla vinnu því ég kenndi alltaf söng eftir hádegið. Ég vann hér líka við sjúkraþjálfun í mörg ár. Og hér er ég enn, – er auð- vitað með yngstu mönnum, áttatíu og fimm ára, verð áttatíu og sex í júní. Þótt ég beri æskuna ekki svo mikið utan á mér, þá er hún þarna öll – innvortis.“ Að Einari standa Bárðdælingar og Hreppamenn og á æskuheimili hans voru til þrjú hljóðfæri, orgel, harm- ónikka og fiðla. Faðir hans, Sturla Jónsson og föðurfjölskylda voru meira og minna allt músíkantar, – og móðir Einars, Sigríður Einarsdóttir, var systir Gests á Hæli, föður Þor- geirs og Steinþórs í MA-kvart- ettinum. Einar segir föður sinn reyndar hafa orðið frægastan fyrir það að ganga suður öræfi einn um hávetur til að heimsækja kærustuna í Hreppunum. „Þótt ég hefði átt tíu kærustur fyrir sunnan heiði, hefði ég ekki lagt í svona ferð, – en hann náði henni og til tvítugs hafði ég aldrei heyrt hjón rífast. Þau höfðu meira gaman af því að gera að gamni sínu og segja sögur.“ Allir á heimili Ein- ars voru líka á kafi í músíkinni og mikið var sungið og spilað þrátt fyrir fátækt. „Það var aldrei svo hádeg- ismatur að það væri ekki sungið á eftir,“ segir Einar. „Svo kom útvarp- ið 1939 og þá fór maður á kaf í er- lendu músíkina og lærði heilu aríurn- ar utanað. Mér er minnisstætt hvað ég var hrifinn af Caruso, Tito Schipa, Beniamino Gigli og svo nokkuð löngu seinna Jussa [Björling].“ Söng íslensk lög í sænska útvarpið Einar fór sextán ára í Íþróttaskól- ann í Haukadal og var þar í tvo vet- ur. Jón Bjarnason kennari þar tók eftir því að rödd Einars var góð og skær og þar var stofnaður kór. Sautján ára flutti hann til Reykjavík- ur, fór í gagnfræðaskóla og gekk í Iðnaðarmannakórinn, fór í tíma hjá Sigurði Birkis og Pétri Jónssyni og var svo farinn að syngja með Karla- kór Reykjavíkur. Sigurður Þórð- arson söngstjóri vildi endilega koma honum út til náms og hann og Guð- laugur Rósinkrans aðstoðuðu Einar við að komast til eins virtasta söng- kennara og söngvara tónlistar- akademíunnar í Stokkhólmi, Josephs Hislop. En um þrítugt fór að bera á sjúkdómi sem átti eftir að setja strik í reikninginn. „Ég fékk ofnæmi og var stundum þannig að ég gat bara alls ekkert sungið. Inni á milli gekk mér allt í haginn. Á öðru ári sagði Hi- slop mér að nú væru próf hjá útvarp- inu og að ég skyldi endilega spreyta mig fyrir þá. Hann stakk upp á því að ég syngi íslensk lög ef ég kæmist að. Ég komst að og söng heilt prógramm í sænska útvarpið og undirleikari minn var Páll Kr. Pálsson sem var líka að læra í Stokkhólmi. Þegar Hislop frétti að ég hefði sungið mikið í kórum spurði hann hvort ég vildi ekki syngja í óperukórnum, – ég fengi borgað fyrir það. Það var þá verið að færa upp Cavalleria Rustic- ana og I Pagliacci. Hann vildi semja þannig við mig að hann tæki greiðsl- una upp í námskostnaðinn þannig að þetta var hentugt fyrir okkur báða. Karlinn var einstakt góðmenni og líka skemmtilegur.Tenórinn sem söng í Cavalleria var Einar And- ersen, – alveg rosalega góður – tók við af Jussa Björling þegar hann hætti. Hjá þessum Anderson bjó ég um tíma og kynntist fjölda fólks úr óperunni. Ég hafði milligöngu um að hann kæmi heim til Íslands á vegum Tónlistarfélagsins 1949 og fólk hafði bara ekki heyrt aðra eins rödd.“ Birgit Nilsson bauð af nesti sínu Í náminu í Stokkhólmi kynntist Einar bæði Nikolaij Gedda og Birgit Nilsson og Einar segir að þau hafi bæði verið einstaklega geðsleg og al- mennileg. „Birgit Nilsson var strax algjört séní, – bóndastúlka af Skáni. Þegar við fórum í kaffitíma í skól- anum voru auðvitað allir blankir. Birgit kom hins vegar með smurt brauð að heiman og gaf okkur hinum með sér. Hún var alveg einstök og laus við öll merkilegheit.“ Einar átti eftir að kynnast fleiri stjörnum í óp- erunni, gegnum velgjörðarmann sinn Einar Anderson. Þeirra á meðal var Jussi: „Hann var mikill grínisti, – sagði sögur og ýkti vel. En hann gat líka drukkið. Hann var einu sinni í matarboði hjá Einari Anderson, ásamt Birgit Nilsson og fleirum. Einar þorði ekki að hafa annað en létt vín á boðstólum, Jussa vegna, en undir dúk, undir borðinu var hann með Skånebrennivín. Ef við sáum tækifæri, máttum við hella í glösin okkar, en Jussi mátti bara ekki sjá það. En Jussi var afskaplega skemmtilegur og var maður sem maður gleymir ekki. Frá Svíþjóð fór ég til Noregs og söng í óperunni í Ósló. Þá var ég nú farinn að finna talsvert fyrir ofnæm- inu. En mig langaði að halda áfram og ég fór til Þýskalands til að læra ljóðasöng hjá prófessor Henny Wolf. Hún sendi mig strax til frægs kenn- ara, doktors Kogin, og hann var sá eini sem athugaði mig vel, lét taka úr mér sýni og komst að því að ég væri með ofnæmi sem læknar kynnu eng- in skil á, en líklegt væri að ég myndi losna við það 48 ára gamall. Þá yrðu hormónabreytingar hjá körlum, eins og hjá konum, en ekki í sama mæli. Þetta passaði og þegar ég var 48 kom röddin til baka alveg óskemmd. En áður en þetta gerðist hafði Henny Wolf hvatt mig til að próf- syngja fyrir óperuna í Flensborg í Þýskalandi. Þangað var ég ráðinn 1960 og átti að syngja Don Pasquale, Évgeníj Onegin og í Töfraflautunni en um haustið var ég orðinn svo slæmur af ofnæminu að ég varð að hætta og var alltaf af og til ósöng- hæfur þar til ég varð 48 ára.“ Láttu mig vita ef þú ert í stuði Einar segir að upptökurnar sem hann hefur nú gefið út á geisla- diskum séu frá ýmsum tímum. „Fritz Weisshappel var svo almennilegur og vissi um ofnæmi mitt. Hann sagði bara: Þú lætur mig vita ef þú ert í stuði og þá tökum við upp. Þannig varð margt af þessu til. Victor Urbancic var líka dásamlegur maður að vinna með.“ Það voru frændur Einars og vinir sem hvöttu hann til að gefa söng sinn út, Jón Hlöðver Áskelsson þar á meðal. „Sumt af þessu er alveg sæmilegt,“ segir Einar hógvær og bætir því við að hann hafi tamið sér að syngja frekar af mýkt en kröftum og finnst allt of mikil áhersla á það síðarnefnda hjá tenórsöngvurum nú til dags. „Ég hef nú svolítið gaman af því en hef aldrei þorað að segja frá því að á diskunum eru lögin Om dag- en ved mit arbete og Allt under himmelens feste. Ég söng þetta í norska útvarpið sem ég söng nú reyndar nokkuð oft í – eins og það sænska og finnska. Núnú, það kom krítík eftir þetta og þar stóð: Is- landske tenoren påminder mycket på Jusse Björling – mér fannst þetta nú alltaf eins og hundaþúfa hjá fjalli og þorði ekkert að minnast á þetta en mér þótti vænt um þetta og hlýn- aði geysilega um hjartaræturnar. Ef maður er að segja frá svona gæti það verið tekið sem mont.“ Einar hefur verið eftirsóttur söngkennari lengi og starfaði síðast við Söngskólann í Reykjavík. En þótt hann kæmist „á aldur“ var hann ekki á því að hætta að kenna og er enn með nemendur í einkatímum: „enda er ég með yngstu mönnum; því spyrðu svona?“ Sviðsmaður af lífi og sál Það vantar ekki létta lund og gott skap á þessum bæ og það má lesa í samskipti Einars við fólkið á Grund að þar er hann aufúsugestur sem fólki finnst vænt um. „Ef ég hætti verð ég bara gamall og latur og hug- myndaflugið hverfur. Hérna bý ég til lygasögur á hverjum morgni. Ég sæki oft fólkið á morgnana í sam- verustundina. Það hitti mig hér göm- ul kona og var eitthvað í vandræðum, þannig að ég fór að hjálpa henni að fá sér sæti. Þá segir hún: Mikið ertu alltaf fallegur. Þakka þér fyrir, – gaman að heyra það, segi ég. Ég ætl- aði að hjálpa henni eitthvað meira, en þá sagði hún: Æ, farðu nú hægt, því ég sé varla nokkurn skapaðan hlut. Þá fór ég upp að syngja og til mín gengur kona og segir: En hvað þú hefur alltaf fallega rödd. Þakka þér fyrir, það er gaman að heyra. Ég vildi auðvitað ræða meira við hana, og þá segir hún: Æ, góði, talaðu hærra, ég er eiginlega alveg heyrn- arlaus.“ Einar hefur það í sér að eiga best- heima á sviði. Sögurnar spinnur hann jafnharðan og söngurinn með gamla fólkinu eru til marks um það líka. Hver veit hvert hann hefði kom- ist hefði röddin verið í lagi? Hann segist komast þetta allt á lífsgleðinni og góðri heilsu, og hann nær ennþá upp á háa C-ið. Geri aðrir betur. Æskan er þarna öll – innvortis begga@mbl.is Einar Sturluson tenór- söngvari er enn að syngja þótt sjúkdómur hafi á sínum tíma stytt frama hans á erlendri grund. Þetta lífsglaða „ungmenni“ skemmtir vistmönnum á Grund með lygasögum og söng, eins og Bergþóra Jóns- dóttir komst að er hún heimsótti hann þangað. Morgunblaðið/Sverrir Einar Sturluson. Tæplega 86 ára tenórsöngvari. Og nær ennþá upp á háa C-ið. Morgunblaðið/Sverrir EFTIR að yfirþyrmandi og fína óperettan hafði verið alls ráðandi í Evrópu um langan tíma, þar sem hið virðulega við- fangsefni var fínt fólk og kjánarnir venjulega sótt- ir til lágstétt- anna, var blaðinu snúið við í kjölfar rót- tækra þjóð- félagshug- mynda og má segja að endur- gerð þeirra Brechts og Weill og uppfærslan árið 1928 á Túskildingsóperunni, sem hann byggði á Betlaraóper- unni, eftir John Gay og Ch. Pepusch, hafi valdið því að blaðinu var snúið við og fólk und- irheimanna og örlög ólánsamra borgarbarna hafi verið ráðandi síðan í gerð söngleikja, þó að í bandaríska söngleiknum hafi verið reynt að bæta við skrauti og glæsileik, sem oft einkenndi ríkmannlegar skemmtanir þar vestra. Á hádegistónleikum Íslensku óperunnar sl þriðjudag, undir yf- irskriftinni Weill í hádeginu, söng Sesselja Kristjánsdóttir nokkra af þeim kvennasöngvum, sem samdir voru á tímabilinu 1929 til 1944, auk þess ádeilu- söng hermannsekkjunnar (1943), hrollvekjusönginn um ána Signu (1934) og svo draum þess hrjáða fólks er lifði þessa tíma, í laginu Youkali (1935). Sesselja Kristjánsdóttir söng þessi lög mjög fallega og náði oft að skapa sterka stemmningu í lögum eins Söng Nönnu, Hve lengi ennþá, í Kveðjubréfinu og Súrabaja-Jonna. Þrátt fyrir að þessi lög hafi oft verið flutt með sterkari grárri áferð en hjá Sess- elju náði hún að kalla fram ákveðið kæruleysi. Þessi gráleiki hefði mátt vera meiri í laginu þar sem tilgreint er hvað her- mannsekkjan bar úr býtum. Raunasöngur Signu er eitt af því gráasta sem til er í þessum listgeira og hefur á sínum tíma (1934) trúlega deprað fyrir mörgum glans-sýnina á París. Í þessu lagi varð óhugnaðurinn sterkari einmitt fyrir látlausa túlkun Sesselju. Mitt í óhamingj- unni og gráleikanum á fólk sér fagran draum og því var viðeig- andi að ljúka tónleikunum á Youkali, söngnum um drauma- landið, þar sem hamingjan og fegurðin ríkir „ein ofar hverri kröfu, landið sem þó er ekki til nema sem draumsýn. Söngur Sesselju var einstak- lega vel mótaður og hlý og falleg rödd hennar gaf þessum sér- stæðu söngvum mildandi svip og leikrænt séð kæruleysi, sem á í raun vel við, þar sem horft er yfir liðinn tíma, því í dag hefur grá- leikinn verið endurskapaður. Það sem oftast einkennir undir- leikinn hjá Weill er hrynfylling, og gjarnan mjög einföld, er hæf- ir þessum sérkennilegu ballöð- um mjög vel en var í hendi Clive Pollards helst til hófstillt og vantaði á köflum meiri hryn- skerpu (swing). Hvað um það, þá voru þetta einstaklega skemmti- legir tónleikar og bornir upp af sérlega fallegum söng Sesselju Kristjánsdóttur er gerði söngva Weills að elskulegri tónlist. Elskuleg tónlist TÓNLIST Íslenska óperan Sesselja Kristjánsdóttir og Clive Pollard fluttu sönglög eftir Kurt Weill. Þriðjudagurinn 25. febrúar, 2003. HÁDEGISTÓNLEIKAR Sesselja Kristjánsdóttir Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.