Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 45 Sao Tome þegar stjórnmálin klúðr- uðu Rauðakrossfluginu. Hér er svo nokkuð athyglisvert, því sama dag og tilkynnt var andlát Harðar í Morgunblaðinu var á for- síðu frétt um gallaðar benzínbirgð- ir á Íslandi og að flug benzínflug- véla hefði verið stöðvað. Hörður flaug Douglas DC-6B í íhlaupavinnu hjá ISCARGO fram til 1980. Þá var ekki lengur um ann- að en þetta blýlausa benzín að ræða, þótt reynslan sýndi, að gæðin væru ekki áreiðanleg og að notkun þess stytti endingu hreyflanna. Eldsneyti var um kennt þegar hið ótrúlega skeði í flugtaki hjá Herði í Rotterdam, sem frægt er, að þrír af fjórum hreyflum misstu afl að mestu eða öllu og einnig var eldur til staðar. Hann átti ekki ann- arra kosta völ en að lenda hið snar- asta sem tókst eins og best verður á kosið. Ekki tel ég að margir hefðu viljað standa í þessum sporum Harðar, en hér kom enn í ljós að hjartað var heilt og kjarkurinn óbrigðull. Blessuð sé minning hans. Ragnar G. Kvaran, flugstjóri. Fyrstu ár ævi minnar bjó ég í næsta húsi við Hörð og Ólöfu á Digranesveginum og ég leit á þau sem „afa“ og „ömmu“. Þau hreint dekruðu við mig og þær voru ófáar stundirnar þegar ég hljóp yfir til þeirra og neitaði að fara heim, vildi fá Ólafarbrauð, ristað brauð með osti og Fresca og nammi frá útlönd- um sem var nú ekki algengt á þess- um tíma. Ég man þær stundir þeg- ar Hörður kom heim frá„stóra útlandinu“ í flugmannsfötum og færði mér margar fallegar og góðar gjafir eins og prinsessuföt, útlenskt nammi og alls konar leikföng. Ég er ekki frá því að þessar tíðu utan- landsferðir hans út í hinn stóra heim hafi haft einhver áhrif á að ég valdi ferðamál að atvinnu. Ég vissi alltaf að Hörður var heima þegar píanótónarnir heyrðust frá stofunni þeirra. Þá tyllti ég mér niður og sat og hlustaði á þennan snilling. Þótt á seinni árum hafi leiðir okkar ekki oft legið saman þá þótti mér mjög vænt um að hafa fengið að njóta þess að koma í 80 ára af- mælið hans og sjá lífsbrot hans í máli, myndum og tónum og sjá hve hæfileikaríkur maður Hörður var. Blessuð sé minning Harðar Sig- urjónssonar. Líney Marinósdóttir. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Matreiðslumaður Óskum eftir að ráða matreiðslumann til starfa sem fyrst á nýjan matsölustað sem verður opnaður í Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 5403. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Garðbæingar „Opið hús“ laugardaginn 1. mars með bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins milli kl. 11.00 og 12.00 á Garðatorgi 7. Komdu hugmyndum þínum á framfæri við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Heitt á könnunni. VERUM BLÁTT - ÁFRAM Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 21. mars nk. kl. 16.00. Dagskrá fylgir fundarboði Stjórnin. Kópavogsbúar — opið hús Fundaröð með alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins í suð-vesturkjördæmi Sjálfstæðisfélag Kópavogs býður Kópavogs- búum í opið hús á laugardagsmorgnum milli kl. 10.00 og 12.00 í Hamraborg 1, 3. hæð. Á morgun, laugardaginn 1. mars, kl. 10.30 mun Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, flytja framsöguerindi og svara fyrirspurnum að því loknu. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. HÚSNÆÐI ÓSKAST Stór íbúð eða hús óskast Stór fjölskylda óskar eftir húsnæði í Hlíðum eða nágrenni Landspítalans. Einungis langtímaleiga kemur til greina. Mjög tryggar greiðslur. Góð meðmæli. Upplýsingar í síma 824 4490. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Lóuhólar 2-6. Tillagan tekur til svæðis sem afmarkast af Suðurhólum, lóð leikskóla og dagheimilis í austur, bílastæða Hólagarðs í norður og aksturleið strætisvagna til vesturs . Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 18. febrúar 2003. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að bílastæðalóð Lóuhóla 2-6 stækki um 111m2 til vesturs, bílastæðum á lóðinni fækki um 13 og að heimilt verði að reisa sjálfsafgreiðslustöð fyrir bifreiðaeldsneyti, með tilheyrandi stjórnstöð í suðvesturhorni lóðarinnar. Tillagan gerir ekki ráð fyrir neinum breytingum varðandi bílastæðalóð dagvistarstofnana. Samkvæmt breyttu deiliskipulagi verða því samtals 149 bílastæði á lóðinni auk 2 sérmerktra bílastæða fyrir hreyfihamlaða. Reitur 1.132.1, Naustareitur. Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Tryggvagötu, Grófinni, Vesturgötu og Norðurstíg. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 19. febrúar 2003. Í tillögunni er gengið út frá niðurstöðum Árbæjarsafns hvað snertir varðveislugildi. Megin hugmyndin er að tvinna saman gamla og rótgróna byggð og nýja og skapa á svæðinu spennandi miðborgarsvæði með hnitmiðuðum „borgarrýmum” og gönguleiðum. Megin áhersla er lögð á nýbyggingar Tryggvagötumegin og við Norðurstíg. Tilgangur með uppbyggingu er að styrkja götumynd Tryggvagötu og að endurnýta lóðir sem í dag nýtast illa eða óverulega. Í tillögunni er gert ráð fyrir að möguleikar verði á uppbyggingu á eftirfarandi lóðum: Grófin 1/Vesturgata 4, Vesturgata 6-10a, Vesturgata 14b, Vesturgata 18 og Tryggvagata 10, 12, 14 og 18. Eftirfarandi byggingar þurfa að víkja vegna uppbyggingar: Vesturgata 4 (útbygging), Vesturgata 18 (bygging við Norðurstíg), Tryggvagata 10 (viðbygging við Norðurstíg) og Tryggvagata 18 (viðbygging úr timbri syðst). Lagt er til að 1 hús, Vesturgata 16b, verði friðað og flutt í Árbæjarsafn. Tillagan gerir ekki ráð fyrir að bílastæði fyrir eldri byggðina eða nýbyggingar verði leyst nema að óverulegum hluta á reitnum. Heiðargerði. Tillagan tekur til svæðis sem afmarkast af helgunarsvæði Miklubrautar, Grensásvegi, Brekkugerði og lóð Hvassaleitisskóla og húsum við Stóragerði. Um er að ræða deiliskipulag sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 19. febrúar 2003. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að stuðla að hæfilegri endurnýjun og uppbyggingu á reitnum og búa þannig um hnútana að uppbygging og breytingar geti gerst á forsendum þeirrar byggðar sem þar stendur. Horft er á hverfið með viðbyggingarmöguleika í huga og hvernig megi gefa ákveðið svigrúm til breytinga án þess að raska þeirri heildarmynd sem fyrir er. Einnig gerir tillagan ráð fyrir einni lóð fyrir einbýlishús við Grensásveg og skal leitast við að fella það að núverandi byggð varðandi hæðir og form. Reynisvatnsheiði, vatnsgeymir. Tillagan tekur til afmörkunar á svæði sem er í suðaustur af Reynisvatni á grænu svæði á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Um er að ræða deiliskipulag sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 14. janúar 2003. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að vatnsgeymir ásamt lokahúsi verði staðsettur í gryfju sem sprengd hefur verið vegna grjótnáms. Gert er ráð fyrir að fyllt verði að geyminum með efni úr nágrenninu þannig að hann verði hulinn jarðvegi nema að framanverðu. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að á svæðinu rísi, í framtíðinni, tveir geymar til viðbótar sem yrðu byggðir fast upp að þeim fyrsta með því að grafa frá honum og hylja síðan aftur á þrjá vegu með jarðvegi. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 28.02.2003 - til 11.04. 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 11. apríl 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 28.02. 2003. Skipulagsfulltrúi SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  1832288½  FI. I.O.O.F. 1  1832288  Í kvöld kl. 21 heldur Anna Vald- imarsdóttir erindi „Leggðu rækt við ástina“ í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á morgun, laugardag, kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og um- ræðum, kl. 15.30 í umsjón Arn- ars Guðmundssonar, sem sýnir myndina: „Máttur mýtunnar II“ samtöl við Joseph Campbell. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 6. mars kl. 20.30 í umsjá Birgis Bjarnasonar: „Opið spjall um hugrækt“. Guðspekifélagið er 128 ára alþjóðlegt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hug- myndinni um algert frelsi, jafn- rétti og bræðralagi meðal mannkyns. gudspekifelagid.is Félag sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi Fundur í félagsheimilinu Álfabakka 14a þriðjudaginn 4. mars nk. kl. 17.30. Dagskrá: Kosning fulltrúa félagsins á lands- fund flokksins 27. mars nk. Stjórnin. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.