Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STEVE Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Brighton, vonast eftir því að geta framlengt lánssamninginn við Ívar Ingimars- son og að hann leiki með liðinu út leiktíðina. Brighton komst að samkomulagi við Wolves um að fá Ívar að láni í einn mánuð og renn- ur sá samningur út þann 9. mars. En þar sem Paul Ince er á leið í tveggja leikja bann í liði Úlfanna og liðið leikur 11 leiki á 35 dögum getur farið svo að Dave Jones, stjóri Wolves, þurfi að kalla á Ívar til baka þegar leigutíminn er úti. Ívar hefur leikið tvo síðustu leiki Brighton í vörninni, sem báð- ir hafa unnist, og hefur Copell verið ánægður með framlag ís- lenska lands- liðsmannsins. „Ívar var svo- lítið tauga- óstyrkur í fyrsta heima- leiknum á móti Millwall um síð- ustu helgi en eftir að hann vann nokkur skallaeinvígi komst hann í takt við leikinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur þegar sóknarmenn eru í kringum Ívar því ég veit að hann er mjög sterk- ur og fær varnarmaður,“ segir Copell en Ívar lék sem kunnugt er undir hans stjórn hjá Brentford. Brighton vill hafa Ívar fram á vorið Ívar Ingimarsson FÓLK  SAM Allardyce, knattspyrnu- stjóri Bolton, hefur beðið leikmenn liðsins afsökunar á ummælum sín- um eftir jafnteflisleikinn gegn Manchester United, 1:1, í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. United jafnaði metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og Allardyce skammaði Guðna Bergsson og félaga í vörn Bolton fyrir að fá markið á sig.  ALLARDYCE kveðst hafa skipt um skoðun þegar hann sá upptökur af markinu. „Ég varð að biðja þá afsökunar, þeir áttu enga sök á markinu,“ sagði Allardyce. Hann er orðinn hvekktur á slíkum mörk- um því Bolton hefur oft í vetur misst sigurleiki niður í jafntefli á síðustu stundu.  RYAN Giggs blés á þann orðróm í gær að hann væri á förum frá Manchester United í sumar til Int- er á Ítalíu. „Ég er ánægður hjá United og villa vera þar um kyrrt. Þegar maður er ekki að leika vel vilja svona sögur oft fara af stað en ég hef alltaf sagt að framtíð mín er hjá Manchester United,“ segir Giggs við The Sun.  HOWARD Wilkinson knatt- spyrnustjóri Sunderland hefur úti- lokað á að bandaríski landsliðsmað- urinn Claudio Reyna leiki meira með liðinu á þessari leiktíð. Reyna meiddist illa á hné í október en hann var að vonast eftir því að geta hjálpað Sunderland á lokasprett- inum sem berst við að halda sér í úrvalsdeildinni. Wilkinson segir á heimasíðu Sunderland að bati Reyna hafi verið hægari en ráð var fyrir gert og ljóst sé að hann geti ekki leikið meira á þessari leiktíð.  MORTEN Bjerre, danski lands- liðsmaðurinn í handknattleik sem leikur með Kiel, verður frá keppni næstu vikurnar. Bjerre, sem hefur verið einn besti leikmaður Kílar- búa í vetur, meiddist á hné í árekstri við landa sinn, Joachim Boldsen, leik gegn Flensburg í bik- arkeppninni í fyrrakvöld.  TARIBO West, hinn víðförli níg- eríski knattspyrnumaður, þekktur fyrir hárskraut í lokkum sínum, er kominn til Serbíu/Svartfjalla- lands. Þar er hann genginn til liðs við Partizan Belgrad og leikur því undir stjórn fyrrum fyrirliða þýska landsliðsins, Lothars Matthäus, sem tók við liði Partizan fyrir skömmu.  MATTHÄUS fagnaði sigri í fyrsta deildaleik liðsins undir hans stjórn í fyrrakvöld en þá vann það Hajduk Kula, 1:0. West var ekki með í leiknum.  PHILIP Cocu, hollenski miðju- maðurinn í liði Barcelona, meiddist illa á hné í leik Börsunga við Inter í Meistaradeildinni í fyrrakvöld og er talið að hann verði frá æfingum og keppni næstu tvo mánuðina. ÍTÖLSKU knattspyrnukon- urnar í sikileyska liðinu Olanda skoruðu 120 sjálfs- mörk í deildaleik á dögunum og biðu lægri hlut fyrir mót- herjum sínum, Diana 2000, með markatölunni 127:0. Þetta gerðu þær til að mót- mæla því að næsti leikur á undan, gegn liði að nafni Orsa Barcellona, var dæmdur Ol- anda tapaður. Þar notaði liðið tvo leikmenn sem höfðu verið úrskurðaðir í leikbann en fé- lagið taldi sig ekki hafa fengið tilkynningu um þann úrskurð. Olanda-konur vonuðust til þess að tekið yrði mark á mót- mælum þeirra og leikurinn yrði strikaður út. Svo fór ekki, hann er skráður tap- aður, 127:0, og þar með er ljóst að Olanda vinnur sig ekki upp um deild, eins og lið- ið stefnir að með hjálp hag- stæðrar markatölu. Þetta er ekki met því að það er ekki langt síðan að leik- menn liðs frá eyríkinu Mad- agaskar, Stade Olympique l’Emyrne skoruðu 149 sjálfs- mörk í leik. Þjálfari liðsins gaf leikmönnum sínum skipun um að skora í eigið mark eftir að honum hafði mislíkað ákvörðun dómarans í upphafi leiks. 120 sjálfs- mörk UWE Rösler, þýski knattspyrnu- maðurinn hjá Lilleström í Noregi, hefur augastað á aðstoðarþjálf- arastarfinu hjá félaginu sem nú er laust eftir að Logi Ólafsson hætti störfum á dögunum. Rösler, sem lék um árabil með Manchester City og með nokkrum þýskum liðum, kom til Lilleström á síðasta sumri og lék við hlið Ríkharðs Daðasonar í fremstu víglínu á lokaspretti deildakeppninnar. Rösler sagðist í samtali við Adressavisen stefna á feril í þjálf- un, honum líkaði vel í Noregi og hjá Lilleström en hann er giftur norskri konu. „Ég vil gjarnan hefja ferilinn sem aðstoðarþjálfari hjá manni eins og Arne Erlandsen,“ sagði Rösler við blaðið. Erlandsen er greinilega ánægður með Rösler og segir hann frábæran í hverju því sem hann taki sér fyrir hendur. Með Lilleström leika Íslending- arnir Gylfi Einarsson, Indriði Sig- urðsson og Davíð Þór Viðarsson. Rösler vill starf Loga BIKARÚRSLITALEIKUR karla í handknattleik sem fram fór í Laugardalshöll síð- asta laugardag hefur verið mikið í umræðunni undan- farna daga. Því miður ekki aðeins vegna fyrsta sigurs HK í bikarkeppninni frá upphafi. Nokkrir ölvaðir áhorfendur náðu að setja svip sinn á leikinn og undir lokin gengu pústrar á milli stuðn- ingsmanna liðanna. Mikið hefur verið fjallað um þau atvik á spjall- síðum félaganna tveggja síðustu daga og þverskurðurinn af þeim skrifum bendir til þess að Mosfell- ingar hafi átt meiri þátt í því sem þar gerðist en andstæðingar þeirra úr Kópavogi. Það er þó ekki aðalmálið og reyndar telja margir að frétta- flutningur af þessum atvikum hafi verið heldur yfirdrifinn. Fram- koma örfárra svartra sauða í hópi um 1.500 áhorfenda, sem nær allir höguðu sér vel og voru komnir í Höllina til að skemmta sér, njóta stundarinnar og styðja sitt félag með ráðum og dáð, hefði ekki átt að fá að skyggja á það sem bikarúr- slitaleikur snýst fyrst og fremst um. Hvað um það – félögin tvö, Aft- urelding og HK, vinna án efa úr sínum málum og refsa syndaselun- um eftir atvikum. Það sem eftir stendur, og ekki má loka augunum fyrir, er hinsvegar að HSÍ þarf að huga betur að umgjörð stærstu leikjanna sem sambandið stendur að, sem og þau félög sem eiga heimaleiki þegar dregur að loka- úrslitum Íslandsmótsins. Lykilatriði er að séð verði til þess að áfengi sé ekki haft um hönd á leikjunum. Þeir sem verst létu á laugardaginn voru að sögn sjónar- votta „vel nestaðir“, með fulla bak- poka meðferðis (varla þurftu þeir mikinn hlífðarfatnað í Laugardals- höllinni!) og voru til ama og vand- ræða strax fyrir leik og í hálfleik og svo mjög að börnum stóð ógn af þeim. Slíkt á ekki erindi á íþrótta- kappleiki þar sem talsverður hluti áhorfenda eru börn og unglingar. Þessa menn átti að fjarlægja úr húsinu þegar ljóst var í hvað stefndi. Reyndar hefði aldrei átt að hleypa þeim inn. Lítið varð hins vegar vart við aðgerðir lögreglu í Laugardalshöll. Í dagbók hennar í Morgunblaðinu á þriðjudag mátti þó lesa að hún hefði ver- ið á staðnum en hennar hlut- verk virðist aðallega hafa ver- ið að veita bikarmeisturunum heiðursfylgd suður í Kópa- vog. Ölvaðir ólátabelgir, ósáttir við úrslitin, fengu hins vegar að æða óáreittir inn á völlinn að leik lokn- um, þar sem þeir reyndu að trufla fagnaðarlæti sigurliðsins. Ólæti á íþróttakappleikjum hafa sem betur fer verið nánast óþekkt hér á landi og vonandi verður svo áfram. Skipuleggjendur mega samt ekki loka augunum fyrir þeim möguleika að þau geti átt sér stað. Í Laugardalshöllinni var stúkunni skipt á milli stuðningsfólks félag- anna tveggja, án þess þó að það væri aðskilið. Líklega verður að taka upp aðferðir sem þekktari eru á knattspyrnuvöllum sunnar í álf- unni, aðskilja stuðningshópana með nokkrum auðum sætaröðum og halda uppi gæslu á „hlutlausa svæðinu“. Framvegis verður íþróttafólkið að fá að njóta athygl- innar til fullnustu – til þess er leik- urinn gerður. Ekki þeir örfáu ein- staklingar sem mæta á leikstað í annarlegu ástandi, andlegu sem líkamlegu. Víðir Sigurðsson Svartir sauðir í sigurgleði Morgunblaðið/Páll Grímsson Kobe Bryant, sem er 24 ára leikmaður Los Angeles Lakers, er hér á vítalínunni í leik gegn Seattle, er hann jafnaði met Jordans með því að skora yfir 40 stig í níunda leiknum í röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.