Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ li f u nBrúðkaup Fimmtudagur 6. mars Brúðkaupsblað fylgir Morgunblaðinu fimmtudaginn 6. mars. Meðal efnisþátta eru matur, förðun, hárgreiðsla, fatnaður, skreytingar og gjafir. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 föstudaginn 28. febrúar! ÁRIÐ 2002 varð hagnaður af reglu- legri starfsemi Flugleiða, móður- félags og dótturfélaga, fyrir skatta 3.347 milljónir króna, sem er fimm milljörðum króna betri árangur en árið 2001, en þá varð 1.657 milljóna króna tap fyrir skatta. Eftir skatta varð hagnaður félagsins 2.611 millj- ónir króna, en á fyrra ári var tap eftir skatta að fjárhæð 1.212 millj- ónir króna. Ef söluhagnaður sem varð árið 2001 er ekki reiknaður hefur afkoma af reglulegri starf- semi batnað um 5.500 milljónir króna milli ára, en Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða hf., segir þennan árangur einstakan í sögu fé- lagsins og hann megi rekja til ár- angursríkra breytinga á rekstrin- um, kostnaður hafi verið lækkaður hratt og sókn inn á mikilvægustu markaði félagsins hert, en breyting- arnar hafi byggst á þeirri uppbygg- ingu sem orðið hafi í starfsemi fé- lagsins undanfarin ár. Í heildina batnaði afkoma dótt- urfélaga um 1 milljarð króna, en á síðasta ári skiluðu dótturfélög sam- anlagt 88 milljóna hagnaði saman- borið við 893 milljóna tap á árinu þar á undan. Munar þar mestu um mikil umskipti Flugfélags Íslands en umskipti hjá því námu nálægt 500 milljónum króna frá fyrra ári, sé söluhagnaður félagsins á árinu 2001 tekinn út úr myndinni. Rekstrartekjur 39 milljarðar Í fréttatilkynningu kemur fram að rekstrartekjur Flugleiða og allra dótturfélaga voru 39 milljarðar króna og hækkuðu um 2,6% milli ára. Rekstrargjöld á árinu 2002 voru 35 milljarðar króna. Það er 9,5% lægri fjárhæð en á fyrra ári. Veltufé frá rekstri árið 2002 var 6,9 milljarðar króna en var 1,3 millj- arðar króna árið 2001. Handbært fé í árslok var 5.9 milljarðar króna en var 1,8 milljarðar króna í árslok 2001. Í tilkynningunni segir jafnframt að flugfélög horfi fremur til EBITDAR framlegðar en EBITDA, sem er hagnaður fyrir vexti, skatta, afskriftir og flugvéla- leigu. EBITDAR Flugleiða árið 2002 var 8,1 milljarður króna en var 4 milljarðar króna árið 2001. „Þetta þýðir að greiðsluhæfi rekstrarins vegna allra skuldbindinga hefur batnað umtalsvert milli ára,“ segir í tilkynningu Flugleiða. Bókfært eigið fé Flugleiða var í árslok 8,6 milljarðar króna en var 6,3 milljarðar króna í árslok 2001. Á árinu 2002 voru heildarfjárfestingar félagsins 5,4 milljarðar króna og þar vó þyngst ný Boeing 757-300 flugvél sem félagið keypti á árinu. „Haustið 2001 og í ársbyrjun 2002 hrintu Flugleiðir í framkvæmd að- gerðaáætlun sem unnin hafði verið að frá því á fyrri hluta ársins 2001. Henni var ætlað að taka á þeim erf- iðleikum sem við var að glíma í al- þjóðaflugrekstri vegna veikra mark- aða og óhagstæðrar þróunar ýmissa utanaðkomandi rekstrarþátta. Við hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september varð mjög alvarleg kreppa í alþjóðaflugi, einkum á markaðnum yfir Norður-Atlantshaf, sem beinlínis hrundi. Félagið bjó þá að þeirri vinnu sem var komin í gang við endurskipulagningu í rekstrinum. Þær breytingar, sem gerðar voru á starfsemi Flugleiða, miðuðu að því að draga félagið hratt út af óarðbærum mörkuðum og sækja fram í sölu á ferðum til Ís- lands á alþjóðlegum ferðamanna- markaði. Jafnframt var áhersla lögð á kostnaðarlækkun í öllum rekstr- argreinum, betri framleiðslustýr- ingu, meiri sveigjanleika og aðlögun að sveiflum í rekstrinum og loks voru kröfur um arðsemi allra ein- inga hertar.“ Enn svigrúm fyrir lækkun Í fréttatilkynningu Flugleiða er fjallað um horfur á þessu ári en megináherslan í framtíðarstefnu- mótun er lækkun kostnaðar í öllum rekstrargreinum og einna helst í millilandaflugi. Á kynningarfundi sem haldinn var fyrir fjárfesta í gær kom m.a. fram í máli forsvarsmanna Flugleiða að þrátt fyrir mikla kostn- aðarlækkun sem búið væri að gera væri enn mikið svigrúm fyrir meiri lækkun og nefndu menn þar aukna hagnýtingu upplýsingatækni sem dæmi en ör þróun er á því sviði nú um stundir, t.d. hvað varðar sjálfs- afgreiðslu við miðakaup, afnám út- gáfu farseðla og fleira sem stuðlar að auknu hagræði bæði fyrir við- skiptavininn og félagið. Um árið í ár kom fram að bjart- sýni er ríkjandi ef frá er talin óvissa varðandi átök í Írak, en bókanir hafa aukist hjá félaginu þótt reynd- ar hafi orðið vart við hægara inn- streymi bókana. Fram kom að fyrsti ársfjórðungur líti þokkalega út og sumarið líti vel út, þrátt fyrir að menn hafi orðið varir við áhrif yf- irvofandi stríðsátaka hjá bandarísk- um ferðamönnum, sem haldi að sér höndum frekar en hitt þegar svona stendur á. Um samkeppni sem hófst í gær með jómfrúarferð Iceland Express sögðu forsvarsmenn að þeir tækju samkeppninni ekki létt, en töldu að meiri ógn stæði af hugsanlegum stríðsátökum eins og staðan er í dag. „Félagið er vel í stakk búið til að fást við breytingar og samkeppni,“ sagði Einar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum hf., á fundinum. Þær breytingar sem urðu á félag- inu um síðustu áramót voru kynntar á fundinum en stofnuð hafa verið 11 dótturfélög um alla þætti reksturs- ins og Flugleiðar hf. er orðið að fjárfestingarfyrirtæki. „Með stofn- un dótturfélaga eru skýr mörk dregin um hvern þátt rekstrarins til að styrkja sýn stjórnenda og starfs- fólks á viðfangsefni í starfseminni. Þetta er byrjað að skila sér með áberandi hætti í afkomu félagsins. Flugleiðir hf., móðurfyrirtækið, eru nú fjárfestingafyrirtæki með afar litla yfirbyggingu. Markmið félags- ins er fyrst og fremst að nýta þekk- ingu sína, hluthöfum til hagsbóta, á fjárfestingum á sviði flugrekstrar, ferðaþjónustu og flugflutninga. Flugleiðir vilja vera í hópi bestu fjárfestingakosta á íslenskum hluta- bréfamarkaði.“ segir í fréttatilkynn- ingu Flugleiða hf. Endurspeglar mikinn styrk Jafet S. Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar hf., segir að uppgjör Flugleiða hf. sé betra en hann átti von á og endurspegli mik- inn fjárhagslegan styrk. „Það sem er jákvætt í þessu er hvað veltufé frá rekstri er mikið, hátt í 7 millj- arðar. Það finnst mér standa upp úr. Ég held að það séu ekki mörg félög á Íslandi sem geta sýnt fram á að eiga jafnmikið í handbæru fé og Flugleiðir, eða hátt í 6 milljarða króna sem hægt er að innleysa með mjög stuttum fyrirvara. Einnig er eftirtektarvert að þrátt fyrir að það hafi dregið úr umsvifum félagsins þá aukast tekjur á milli ára. Sparn- aðurinn í rekstrinum skilar sér mjög vel. Það hefur hlaupið mikill keppnisandi í Flugleiðamenn og þeir eru á harðaspretti að taka til í öllum rekstrinum enda vita þeir að samkeppnin er hörð á þessum markaði.“ Dótturfélög Flugleiða hf. voru al- mennt rekin með hagnaði á síðasta ári, að leigufluginu og fraktfluginu undanskildu. Athygli vekur að mikil umskipti hafa orðið í rekstri Flug- félags Íslands en fyrir einu ári stóð jafnvel til að hætta rekstrinum yrði ekki bati í honum. „Flugfélag Ís- lands er hástökkvarinn og stendur upp úr þegar talað er um dóttur- félögin,“ segir Jafet. Hann segir að nú vinni allur rekstur Flugleiða hf., þ.e. öll dótt- urfélögin, mun betur saman en áður sem sé ánægjulegt. Sögulega gott uppgjör Jónas G. Friðþjófsson, sérfræð- ingur á greiningardeild Landsbank- ans, segir að á heildina litið sé upp- gjörið í takt við væntingar bankans. „Þetta er mjög gott uppgjör, sögu- lega gott má segja,“ segir hann. „Það staðfestir að búið er að taka til í rekstri Flugleiða. Á kostnaðarhlið- inni hafa verið gerðar ýmsar breyt- ingar, t.d. er búið að leggja niður flug á óarðbærum leiðum. Hlutdeild farþega til og frá Íslandi hefur verið aukin, á kostnað farþega yfir hafið, sem hafa gefið minna af sér,“ segir Jónas. Hann segir að ekki megi þó gleyma því að ytri aðstæður hafi verið hagstæðar rekstrinum á árinu. Dró úr rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi Atli B. Guðmundsson hjá grein- ingardeild Íslandsbanka segir að Rekstrarbati Flugleiða hafi átt sér stað yfir allt árið en hafi þó verið minnstur á fjórða ársfjórðungi. „Á fyrstu þremur fjórðungum ársins jókst þannig framlegð (EBITDAR) og veltufé frá rekstri mikið frá árinu 2001 en þegar kom fram á fjórða ársfjórðung dró mjög úr bat- anum. Samkeppni í flugi til og frá land- inu hefur aukist frá því sem var í fyrra auk þess sem óvissa um hern- aðaraðgerðir í Írak hefur slæm áhrif á ferðamannamarkað á heims- vísu. Vegna stríðsógnarinnar er ol- íuverð nú mun hærra en í fyrra. Því er útlit fyrir að rekstaraðstæður Flugleiða verði ekki eins hagstæðar í ár og þær voru í fyrra,“ sagði Atli B. Guðmundsson. Umskipti Flugleiða 5,5 milljarðar króna. Flugfélag Íslands hástökkvari dótturfélaga Einstakt í sögu félagsins 91: + -  !! ; (!! !!! "(!! "!!! #(!! #"!!! )  !)( *$( ) +, -../0     ( !)(    * + * ) <+++ < +  * + )1+        *     )1  +     +**+   $&2%( '"' $$!$"  !%" ! 4( '  ! 43$'        5  -   &' & $  !  * 5 1 1 = +->5 1 1   )1 6 *+ '2" (&(2 $7 $323" $%3! $''$3  !22 !  4&2   ! %%(    '$3$ $!$!%  "" "$!! "3&" "37       !"#$#%    $""        &'  (      !)( *$( ) +, )') 1( 2    5+ +-  + *=++-      +           +6?*   <)? *+ @  .+  +   + +-   6 !! !!" #"3( #"$& " #(" 4& ' #"!       )  Veltufé frá rekstri Flugleiða árið 2002 var 6,9 milljarðar króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.