Morgunblaðið - 28.02.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 28.02.2003, Síða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Nordica Hav kemur í dag. Skóg- arfoss, Erla, Haukur og Mánafoss fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Nýtt jóga- námskeið hefst þriðju- daginn 4. mars og verður kl. 9. þriðju- daga og fimmtudaga. Byrjendur eru vel- komnir. Skráning á Aflagranda, s. 562 2571 eða hjá Hildi s. 864 4476. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan, kl. 13.30 bingó. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað í sal, kl. 13.30 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 hár- greiðsla, bað, og opin handavinnustofa. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Bingó. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs o.fl., kl. 9.30 gönguhópurinn Gönu- hlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni, kl. 14 bridds og almenn spilamennska. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á föstudögum kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.30 og kl. 13 glerbræðsla, kl. 13 félagsvist í Garða- bergi, kl. 14 spænska. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt og bridds kl 13.30. Dansleikur kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Föstudagur: Leikurinn í dag kl. 14. Gerðuberg, fé- lagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband eftir hádegi, kl. 9.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14 kóræfing. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 vefn- aður, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlist- arhópur, kl. 10 ganga, kl. 14–15 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 og kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrídans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað í að- alsal. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. leikfimi og 10 fótaðgerð, kl. 12. 30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Briddsdeild FEBK, Gjábakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum með börnin sín á fimmtud. kl.13–15 á Loftinu í Hinu húsinu, Póst- hússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könn- unni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: í Skóverslun Axels Ó. Lárussonar, Vest- mannabraut 23, Vest- mannaeyjum, s. 481 1826; í Mosfelli sf., Þrúðvangi 6, Hellu, s. 487 5828; hjá Sólveigu Ólafsdóttur, Versl- uninni Grund, Flúðum, s. 486 6633; í Sjúkra- húsi Suðurlands og Heilsugæslustöðinni, Árvegi, Selfossi, s. 482 1300; í Versluninni Ír- isi, Austurvegi 4, Sel- fossi, s. 482 1468 og Blómabúðinni hjá Jó- hönnu, Unabakka 4, 815 Þorlákshöfn, s. 483 3794. Í dag er föstudagur 28. febrúar, 59. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur. (Róm. 14, 22.)     Grundvallarrök þeirrasem berjast gegn Kárahnjúkavirkjun eru þau að verið sé að fremja stórkostleg náttúruspjöll. Um það eru þó skiptar skoðanir í þjóðfélaginu og hvort sá ávinningur sem þjóðfélagið hefur af framkvæmdunum sé þess virði.     Ögmundur Jónassonkom með önnur sjón- armið í blaðinu sl. mið- vikudag: „Mönnum reikn- ast til að hvert starf sem stofnað er til með stóriðju á Austurlandi kosti á bilinu 300 til 500 millj- óna.“ Vitaskuld er það ekki aðeins kostnaður heldur fjárfesting sem reiknað er með að skili tekjum. Ástæðan fyrir hærri kostnaði við störf í stóriðju en öðrum at- vinnugreinum er að hún er fjármagnsfrek og not- ar tiltölulega lítið vinnu- afl miðað við fjármagn. Hún þarf ekki að vera síðri kostur fyrir því. „Þá ber að hafa í huga að vextir yrðu lægri hér á landi án stóriðju,“ segir Ögmundur. Vaxtahækk- anir yrðu til að sporna gegn þenslu í þjóðfélag- inu með því að heimili og fyrirtæki hefðu meira handa á milli. Leiða má rök að því að í stöðnuðu hagkerfi og miklu at- vinnuleysi séu vextir lág- ir.     Ögmundur nefnir aðruðningsáhrif, sem fylgi stóriðjufram- kvæmdum, þrengi að öðr- um atvinnurekstri og dragi „úr mætti hans til útþenslu og atvinnusköp- unar“. Taka má undir að hærri vextir verði þrösk- uldur fyrir sprotafyr- irtæki, en sá þröskuldur verður varla hár, ekki síst þegar tekið er mið af þeim tækifærum sem skapast í kringum stóriðj- una og auknu fjárstreymi í hagkerfinu, sem getur orðið vísir að sprotafyr- irtækjum.     Ögmundur segir „stór-iðjufjárfestingar rík- isstjórnarinnar skapa al- mannasjóðum og efna- hagskerfinu almennt minni tekjur en aðrir val- kostir“. Reynslan sýnir að í stóriðju hér á landi eru vel launuð störf fyrir til- tölulega ómenntað fólk. Þó svo hagnaður fari úr landi verða eftir skattar, kaup á aðföngum o.fl. Fyrir utan að stóriðja er góð byggðaaðgerð, því hún skapar mikið af nýj- um störfum á svæði, þar sem verið hefur fólks- fækkun um langa hríð.     Þá er ekki hægt að stillaupp tveim valkostum, stóriðju eða fjölbreyttri flóru sprotafyrirtækja, og láta sem þjóðin þurfi að velja á milli. Þessir kostir geta farið saman. Það erfiða val sem þjóðin stendur frammi fyrir snýst fyrst og fremst um hversu langt eigi að ganga í nýtingu náttúr- unnar. Þar verður að stíga varlega niður. STAKSTEINAR Af valkostum, stóriðju og sprotafyrirtækjum Víkverji skrifar... SKRIFFINNAR ríkisins láta ekkiað sér hæða þegar að því kemur að setja texta á blað. Sjaldan hefur Víkverji séð eins hreinræktað stofn- anamál og á fréttatilkynningu sem fé- lagsmálaráðuneytið sendi frá sér í vikunni „um aukið atvinnuleysi og að- gerðir ríkisstjórnarinnar“. Þar segir m.a.: „Í ljósi atvinnuástandsins hafa Vinnumálastofnun og Atvinnuleys- istryggingasjóður að undanförnu aukið mjög framboð vinnumarkaðs- úrræða til atvinnulausra … Mark- miðið með þessum aðgerðum er að á næstu mánuðum muni um þrjú þús- und manns sem skráðir eru atvinnu- lausir taka þátt í vinnumarkaðs- úrræðum fyrir atbeina svæðis- vinnumiðlana.“ x x x AUKA framboð vinnumarkaðs-úrræða til atvinnulausra? Þýðir það ekki bara að það eigi að útvega fólkinu vinnu? Og að taka þátt í vinnumarkaðsúrræði – er það ekki það sama og að fá vinnuna? Alveg er það stórmerkilegt hvað hægt er að segja einfaldan hlut á óskiljanlegan hátt. Stundum mætti halda að stjórn- arráðið héldi sérstakt nýliðanámskeið þar sem starfsmönum væri kennt að senda frá sér óskiljanlegan texta. Handritshöfundar gamanþáttanna eftirminnilegu, Já ráðherra, hefðu orðið stoltir af þessum krúsidúllum. x x x VÍKVERJA hefur lengi fundizt nógkomið af jurta- og jarðfræðiróm- antíkinni sem lengi hefur ráðið ríkj- um í nafngiftum nýrra gatna og hverfa í höfuðborginni. Skrifara hef- ur fundizt að sagan mætti ekki síður koma fram í götu- og hverfaheitum en náttúran. Það kætti hann því þeg- ar bæjaryfirvöld í Garðabæ tóku þá ákvörðun að leyfa Hallgrími Helga- syni rithöfundi að nefna götur og torg í nýju bryggjuhverfi – og náttúrlega sjálft hverfið. Hallgrímur fór þá leið að kalla hverfið Sjáland, flestar götur eftir þekktum kennileitum í Kaupmanna- höfn – sem lengi var höfuðborg Ís- lands – og aðaltorgið 17. júní-torg. Með þessu er auðvitað bæði verið að búa til skemmtilega tilvísun í þann mikilvæga part Íslandssögunnar, sem gerist í Danmörku (og er t.d. hægt að lesa um í ágætri ævisögu Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Frið- riksson, sem kom út fyrir jólin) og votta Dönum virðingu fyrir nokkuð ánægjulega sambúð í sama ríki allt fram til 1918. x x x EN AF hverju ekki að leyfa líka al-mennum borgurum að spreyta sig á að gefa götum og hverfum nöfn? Í Ósló á nú að taka upp nýja hverfa- skiptingu og auglýst hefur verið eftir tillögum frá almenningi að nöfnum á nýju hverfin. Margar tillögur hafa skilað sér og þótt þeirra á meðal séu nöfn eins og Andabær og Gæsabær, er hugmyndaauðgin vissulega mikil. Morgunblaðið/Arnaldur Af hverju ekki Laxness-hverfi í Mosfellsbæ, eins og Hallgrímur Helgason hefur stungið upp á? BAFTA-verðlaun og RÚV-klúður RÚV á þakkir skildar fyrir að sýna BAFTA. Útsend- ingin 23. feb. var skemmti- leg, fyrir utan eitt stórt at- riði. Ólafur Torfason, gagnrýnandi á RÚV, lýsti og gat ómögulega þagað allan tímann! Hann var kjaftandi ofan í ræður fólks, maður heyrði lítið af því sem fram fór og þegar kynnirinn var að skemmta þagnaði Ólafur varla. Og villurnar sem lýsandinn fór með; hann vissi t.d. ekki hve margar tilnefningar Chicago og Gangs of New York fengu – kvað þær vera 11 og 9 en hið rétta er 12 og 12. Þegar sýnt var úr Lord of the Rings sást Andy Serkis leikari tala um myndina og Ólafur segir: „Þarna er leikstjóri mynd- arinnar, Peter Jackson.“ Bendi ég Ólafi á að horfa á útsendinguna og gá hvort hann fari ekki í taugarnar á sjálfum sér – og að horfa á Golden Globe á Stöð 2 eða Óskarsverðlaunahátíðina, og læra af Ívari Guðmunds- syni; fjölmiðlamanni sem veit hvenær á að tala og hvenær að þegja. Betra er að þegja og leyfa öðrum að halda að maður viti lítið, en að tala og taka af allan vafa. Þorsteinn Jónsson, Akureyri. Stúlku leitað ÉG heiti Jón Garðarsson og bý í Danmörku. Ég var á Costa del Sol sumarið 1972. Mig minnir að ég hafi verið í íbúðarblokk sem þá hét Tamarindos og er á Ben- almadena. Þarna kynntist ég lítilli stelpu og var ég svo heppinn að koma auga á hana þegar hún var hætt komin í sundlaug og tókst að koma henni til hjálpar. Nú langar mig að komast í samband við þessa „litlu“ stelpu sem er um þrítugt í dag. Einhvern tíma bjuggu foreldrar hennar á Hverf- isgötunni í Reykjavík. Þeir sem gætu aðstoðað mig eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við mig á netfangið: jon4@get2net.- dk eða að hafa samband við Guðbjörgu, systur mína, í síma 552 5723. Tapað/fundið Karlmannsúr týndist KARLMANNSÚR, Grov- ana, gulllitað með gull- litaðri keðju, týndist í mið- bænum aðfaranótt 1. janúar. Finnandi hafi sam- band í síma 588 8663 eða 692 6053. Fundarlaun. Myndavél týndist ÉG týndi gamalli stafrænni Fuji-myndavél í lítilli axlar- tösku merktri TARGA. Sennilegasti fundarstaður er við Hafnarstræti eða Grensásveg föstudags- kvöldið 20. febrúar. Á kort- inu eru þrjú ókláruð ljós- myndaverkefni. Finnandi endilega hafi samband Haf- stein hönnunarnema í síma 820 4342. Gallajakki tekinn í misgripum Kvenmannsgallajakki var tekinn í misgripum á Hverfisbarnum föstudags- kvöldið 24. janúar. Eigandi hans getur haft samband í síma 587 7891 eða 864 7891 eftir kl. 17 á daginn. Dýrahald Kettlingur óskast SYSTKINI óska eftir kassavönum, þrifnum og gæfum kettlingi ókeypis. Litur skiptir ekki máli, gott og kærleiksríkt heimili. Vinsamlega hafið samband við Kristján Egil í síma 820 6737. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar GautiÁ skíðum skemmti ég mér. LÁRÉTT 1 skessa, 4 bjarta, 7 þreyttur, 8 vottar fyrir, 9 vond, 11 elskuðu, 13 skjótur, 14 svera, 15 hrúgu, 17 lofa, 20 hrygg- ur, 22 spjalla, 23 fast- heldni, 24 veslast upp, 25 virðir. LÓÐRÉTT 1 borguðu, 2 ágengur, 3 fífl, 4 stutta leið, 5 hygg- ur, 6 hinar, 10 jurt, 12 ótta, 13 skip, 15 vitur, 16 heimild, 18 logið, 19 ver- ur, 20 drepa, 21 brosa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 gjörvuleg, 8 hendi, 9 tylft, 10 púa, 11 flani, 13 narra, 15 stutt, 18 órögu, 21 arg, 22 lamið, 23 ellin, 24 glaðnings. Lóðrétt: 2 jánka, 3 reipi, 4 urtan, 5 eflir, 6 óhóf, 7 átta, 12 nyt, 14 aur, 15 súld, 16 urmul, 17 taðið, 18 ógeði, 19 öflug, 20 unna. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.