Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 51 DAGBÓK 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 28. febr- úar, er áttræður Ragnar Guðmundsson, bóndi á Ný- hóli á Hólsfjöllum. Það er opið hús á Nýhóli í dag sem ætíð fyrr og Ragnar væntir þess að vinir og kunningjar líti inn og fagni deginum með honum. STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er fjörugt og áhugavert og get- ur kveikt tilfinningar hjá öðrum. En það á einnig til að vera fram úr hófi hrifgjarnt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Kjaftasögur um eða frá vini skemmta þér í dag. Greinilega dagur afhjúpana og upp- ljóstran leyndarmála. Bregstu við eins og þau séu þín eigin. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samræður við yfirmenn um stöðu mála og stuðning munu verða gagnlegar. Einkar hvetjandi verður að fá fréttir af því að fjárhagsleg umbun er hugsanleg. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú vilt komast að kjarna máls- ins í dag, vilt ekki hlusta á yf- irborðskenndar útskýringar heldur fá staðreyndir á borðið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Upplagður dagur til að íhuga greinar sem dýpka skilning, eins og sálfræði, stjörnufræði eða aðgerðir til að endurnæra hugann. Þú vilt komast til botns í einhverju. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Áhugi þinn á hinu dulræna ýt- ir undir löngunina til að ráða krossgátu eða horfa á saka- málamynd. Leyndardóms- fullar spurningar leita á hug- ann. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fjölskyldumeðlimur er þér hugleikinn í dag og þú færð snjalla hugmynd hvernig á að leysa einhvern vanda eða lag- færa það sem úr lagi hefur gengið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Daður annarra kemur þér á óvart í dag hvort sem er á vinnustað eða við bankaborð – og þú veist vart hvaðan á þig stendur veðrið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Viðræður við fjölskyldu- meðlimi verða einkar mik- ilvægar í dag. Aðrir eru reiðu- búnir að leggja spilin á borðið og þú kemst að því hvar þú stendur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gætir miðlað öðrum af ein- hverju mikilvægu sem þú hef- ur komist að í dag, hvort sem það er til að bæta útlit eða heilsu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Pukur og baktjaldamakk gætu haft áhrif á þig fjárhags- lega í dag. Góðar hugmyndir gætu þó skotið upp kolli og leitt til þess að tekjur þínar aukast í fyllingu tímans. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur mikla löngun til að kafa undir yfirborð raunveru- leikans í dag. Þörf þín til að komast að hinu sanna um eitt- hvað er mikil. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Kjörinn dagur til að grípa nið- ur í heimspekileg eða trúarleg viðfangsefni. Hvað sem þú uppgötvar mun breyta þér til batnaðar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HULDUFÓLKIÐ Nú hef ég gleymt, hver fyrst mjer frá því sagði, og fráleitt hef jeg verið gamall þá; það var í hverju horni bænum á og stal oft því, sem fólkið frá sjer lagði. En þó var annað margfalt meiri skaðinn því mart eitt barn, sem frítt og gáfað var, það huldufólkið burtu með sér bar og lagði annað ljótt og heimskt í staðinn. Það kýtti svona kararfauskum sínum og klæddi menskum hömum til að blekkja; það var mjer sagt, um sannleik ei jeg veit; en síðan fjölga fór á vegi mínum, mjer finst jeg stundum skiftíngs augun þekkja – nú getur hver einn skygnst um sína sveit. Þorsteinn Erlingsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA TVÖ hugtök eru mikið notuð í skákumræðu: Bið- leikur og millileikur. Oft er markalínan ekki skýr þarna á milli, en segja má að helsti tilgangurinn með biðleik sé sá að neyða and- stæðinginn til að taka af skarið og velja leið. Eða þá bara sá að vinna tíma til umhugsunar. Millileikur er hins vegar ókeypis frestun á góðri áætlun, sem gerir framhaldið enn áhrifaríkara. Biðleikir og millileikir eru líka til í brids, en hins vegar hafa spilarar almennt ekki til- einkað sér að hugsa í þessum hugtökum. Dæmi um biðleik í brids er að gefa vörninni strax slag sem hún hlýtur að fá. Sem er oft gott þegar erfitt er að velja leið. En nú skul- um við skoða gott dæmi um millileik: Suður gefur; NS í hættu. Norður ♠ 763 ♥ -- ♦ D1093 ♣ÁKD1043 Suður ♠ KG10982 ♥ D104 ♦ Á8 ♣72 Suður spilar fjóra spaða eftir þessar knöppu sagn- ir: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Útspil vesturs er hjarta- ás, sem sagnhafi trompar í borði. Hver er nú áætlun lesandans? Ýmislegt kemur til greina. Það mætti fara í trompið, en þá er hættan sú að vörnin taki þar tvo slagi og aðra tvo á hjarta (til dæmis ef vestur á Dx og austur Áx). Annar möguleiki er að fara heim á tígulás og trompa hjarta og spila svo laufunum of- anfrá, eða jafnvel trompi. Ekkert af þessu er öruggt. Þriðji möguleikinn er að spila strax þremur efstu í laufi og henda tígli heima, en það er sennilega sísti kosturinn. Í stuttu máli virðist eins og nauðsynlegt sé að taka strax afstöðu. En svo er í rauninni ekki. Spilið kom upp í Aðalsveita- keppni BR fyrir hálfum mánuði og þar sem Hjalti Elíasson var við stýrið spilaði hann litlum tígli úr borði í öðrum slag og lét áttuna heima! Í versta falli kostar áttan gosann, en þá er kominn sam- gangur til að stinga tvö hjörtu í borði, því ekki má vestur hreyfa við tromp- inu. Í reynd hélt áttan slagnum: Norður ♠ 763 ♥ -- ♦ D1093 ♣ÁKD1043 Vestur Austur ♠ D ♠ Á54 ♥ ÁK53 ♥ G9872 ♦ 764 ♦ KG52 ♣G986 ♣5 Suður ♠ KG10982 ♥ D104 ♦ Á8 ♣72 Og eftirleikurinn var auð- veldur. Margir fóru niður á fjórum spöðum, til dæmis með því að spila spaða á gosann í öðrum slag. Vörnin hefur þá betur, hvort sem vestur spilar laufi eða tígli um hæl. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. Rf3 d5 2. c4 d4 3. b4 Bg4 4. Db3 Bxf3 5. Dxf3 c6 6. e3 e5 7. Dg3 Rd7 8. Bb2 Rh6 9. Bd3 Df6 10. c5 a5 11. a3 Be7 12. O-O O-O 13. f4 Hfd8 14. exd4 exd4 15. Rc3 Staðan kom upp í einvígi á milli íranska stórmeist- arans Ehsan Ghaem Magh- ami (2500) og enska ofur- stórmeistarans Nigel Shorts (2690) sem lauk fyrir skömmu með sigri þessi síð- arnefnda 4-2. Sá enski hafði svart og nýtti sér óheppilega stað- setningu hvítu mannanna. 15...Rxc5! 16. bxc5 dxc3 17. Bxc3 Bxc5+ 18. Kh1 Bd4 19. Hab1 b5 20. Be4 Rf5 21. Dh3 g6 22. Bxf5 Dxf5 23. Dxf5 gxf5 24. Hfc1 Ha6 25. Hb2 Bxc3 26. Hxc3 b4 27. axb4 axb4 28. Hc1 c5 29. h3 Ha5 30. Hc4 Hb5 31. Kg1 f6 32. Kf2 Kf7 33. Hbc2 b3 34. Hb2 Hd4 35. Hc3 Hxf4+ 36. Ke3 He4+ 37. Kf3 Heb4 38. He3 c4 39. Hc3 Hd5 40. Ke2 h5 41. d3 Hxd3 42. Hxc4 Hxc4 43. Kxd3 Hb4 44. Kc3 Hb8 45. Kd4 h4 46. Kd3 Kg6 47. Ke3 Kg5 48. Kf3 f4 49. Ke4 Hb7 og hvítur gafst upp. Seinni hluti Íslands- móts skákfélaga hefst í húsakynnum Mennta- skólans í Hamrahlíð í kvöld kl. 20.00. Skákfélagið Hrók- urinn hefur örugga forystu í efstu deild og er líklegt til að bera sigur úr býtum í fyrstu þrem deildunum enda mikl- ir meistarar í herbúðum fé- lagsins. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU        Bara eina sneið, HA! 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 28. febr- úar, er fimmtug Jónína Sig- urveig Helgadóttir, Selja- hlíð 5C, Akureyri. Af því tilefni tekur hún og eig- inmaður hennar, Kristján Gunnþórsson, á móti gest- um að Lóni v/Hrísalund á morgun, laugardaginn 1. mars frá klukkan 20. Ungbarnanudd fyrir barnið þitt Heilsusetur Þórgunnu Skipholti 50c • s. 562 4745 – 896 9653. ...heima N O N N I O G M A N N I • 4 8 0 1 / sia .is Claroderm þvottapokinn hreinsar óhreinindi og fitu, jafnvel úr fínustu svitaholum, gefur húðinni hreint og ferskt útlit. Húðhreinsun án allra kemiskra hreinsiefna. Húðvandamál og bólur? Claroderm Bólur á bakinu Claroderm bakklútur hjálpar FÉLAG íslenskra fræða stendur fyrir málþingi í Borgartúni 6 um ævisögur og sjálfsævisögur Íslend- inga á morgun, laugardag. Málþing- ið hefst kl. 9.30 og lýkur kl. 18 með pallborðsumræðum. Prófessor Dagný Kristjánsdóttir segir viðhorf fræðimanna til ævi- sagna hafi breyst mikið síðasta ára- tug. „Það fossa og flæða fram ráð- stefnur um ævisögur og áhuginn er mikill bæði meðal stúdenta og kennara. Bókmenntagreinin er líka orðin mjög fjölþætt. Þar eru skál- dævisögur, viðtalsbækur, minninga- bækur, sjálfsævisögur og margt fleira. Þar eru líka blandaðar bók- menntir, þar sem persónulegt tján- ingarform er nýtt á nýjan hátt. Dæmi um það er blogg-bókin sem kom út hjá Forlaginu fyrir jólin.“ Dagný segir margt hnýsilegt verða á dagskrá þingsins. „Gunnþórunn Guðmundsdóttir, okkar fyrsti dokt- or í ævisögum, talar um samband ævisagna og sjálfsævisagna. Ragn- hildur Richter talar um ævisögur kvenna. Þær skera sig mjög frá ævisögum karla. Steinunn Jóhann- esdóttir hefur vakið mikla at- hygli fyrir frum- lega ævisögu sína um Guðríði, Tyrkja-Guddu, þar sem sagan opnast manni á nýjan hátt. Þetta hafa ævisögur Guðjóns Frið- rikssonar líka gert – þær varpa alveg nýju ljósi á stjórnmálasöguna.“ Pallborð í þinglok verður skipað Ármanni Jakobssyni, Guðjóni Frið- rikssyni og Silju Aðalsteinsdóttur, en Dagný stjórnar umræðunum. „Í pallborðinu ætlum við að reyna að draga fram hvað ævisögur eru; er þetta forvitni eða þekkingarþorsti, þar sem við leitum að samhengi í tilveru okkar og annarra. Ævisögur hafa aldrei verið vinsælli en núna, sem segir okkur kannski, að við höfum aldrei haft meiri þörf fyrir þetta samhengi, og að sjá eitthvert vit í vitleysunni,“ segir Dagný Kristjánsdóttir að lokum. Málþing um ævi- sögur Íslendinga Dagný Kristjánsdóttir FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.