Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 46
FRÉTTIR
46 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÝLEGA var afhentur aðalvinningur í jólahapp-
drætti Krabbameinsfélagsins. Vinninginn, bíl af
gerðinni Alfa Romeo 156, hlaut Guðrún Erla Guð-
jónsdóttir. Hún tók við lyklunum hjá Jóhannesi
Tómassyni, formanni Krabbameinsfélags Reykjavík-
ur. Viðstödd voru Emil Örn Kristjánsson, eigin-
maður hennar og Guðlaug B. Guðjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Dregið er í Happdrætti Krabbameinsfélagsins tvisv-
ar á ári hverju, og er það mikilvæg tekjulind, en
mikill hluti fræðslustarfs félagsins er kostaður með
hagnaði af happdrættinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Happdrættisbíll afhentur
nefndinni. Með því er komið í veg
fyrir óþarfa tafir á þessu mikil-
væga máli því þeir taka endanleg-
ar ákvarðanir og þeirra er ábyrgð-
in.
Nú bregður svo við að a.m.k.
tveir barna- og unglingageðlæknar
hafa opinberlega tjáð sig um að
formaður nefndarinnar sé vanhæf-
ur. Engin rök hafa fylgt þeirri yf-
irlýsingu. Í viðtali við dr. Helgu
Hannesdóttur, barna- og unglinga-
geðlækni, í sjónvarpsfréttum RUV
í gærkvöldi kom fram að að mati
hennar endurspeglaði skipan
hjúkrunarfræðings sem formanns
nefndarinnar virðingarleysi fyrir
málefninu. Áður hafði komið fram
óánægja Ólafs Ó. Guðmundssonar
yfirlæknis með skipan Eydísar
sem formanns. Hvorki Ólafur né
Helga hafa lagt fram nein rök máli
sínu til stuðnings.
Í ljósi reynslu og menntunar Ey-
dísar virðist stjórn Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga sem
eina haldbæra ástæða ofannefndra
lækna fyrir þessari órökstuddu að-
för að starfsheiðri Eydísar sé að
hún er ekki læknir. Stjórn Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga telur
að þetta upphlaup læknanna sé
ekki til þess fallið að sannfæra al-
menning um að áhugi þeirra bein-
ist fyrst og fremst að málefnum
barna og unglinga sem eiga við
geðvanda að stríða. Þetta upphlaup
minnir frekar á gamalþekkta, en
hverfandi valdabaráttu lækna, en
með breyttu skipulagi heilbrigðis-
þjónustu hefur staða og ábyrgð
hjúkrunarfræðinga breyst samfara
aukinni menntun þeirra og al-
mennt aukinni viðurkenningu á
störfum kvenna í samfélaginu.
Stjórnun nútímaheilbrigðisstofn-
ana byggist á samvinnu og sam-
ábyrgð mismunandi heilbrigðis-
starfsmanna. Stjórn Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga telur
að það fyrirkomulag sé grundvöll-
ur þess að ná sem bestri úrlausn í
málefnum heilbrigðiskerfisins.“
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá stjórn Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga vegna umræðu
um skipan í nefnd til að fjalla um
málefni barna- og unglingageð-
deildar:
„21. febrúar sl. skipaði Landspít-
ali – háskólasjúkrahús (LSH)
nefnd til að fjalla um málefni
barna- og unglingageðdeildar.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga fagnar því að LSH taki á
þessu máli og skorar á alla þá sem
vilja farsæla lausn á vanda geð-
sjúkra barna og unglinga að vinna
í sátt hver á sínu sviði og taka
höndum saman um að vinna að
lausn vandans.
Í nefndina voru skipuð Eydís
Sveinbjarnadóttir, sviðsstjóri
hjúkrunar á geðdeild LSH, Ólafur
Ó. Guðmundsson, yfirlæknir
barna- og unglingageðdeild, Ásgeir
Haraldsson, yfirlæknir og prófess-
or Barnaspítala Hringsins, Magnús
Ólafsson, sviðsstjóri á hjúkrunar á
barnasviði, og Vilborg G. Guðna-
dóttir, deildarstjóri á barna- og
unglingageðdeild. Eydís var skipuð
formaður nefndarinnar enda er
hún ásamt Hannesi Péturssyni
sviðsstjóra lækninga á geðsviði
LSH, æðsti yfirmaður sviðsins.
Eydís hefur meiri reynslu af starfi
barna- og unglingageðdeildar held-
ur en Hannes svo eðlilega skipaði
forstjóri LSH hana sem formann.
Á heimasíðu LSH kemur fram að
hlutverk nefndarinnar er í meg-
inhluta tvíþætt, þ.e. skoða á rekst-
ur barna- og unglingageðdeildar
og þá þjónustu sem þar er veitt.
Jafnframt að koma með tillögur til
úrbóta. Nefndin á að vinna hratt
og skila tillögum sínum hvað varð-
ar þjónustuna fyrir lok mars.
Nefndin á ekki að skera úr um
læknisfræðilega meðferð við geð-
vanda barna- og unglinga.
Stjórn Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga telur rétt að æðstu
yfirmenn hjúkrunar og lækninga á
barnasviði og geðsviði LSH séu í
Yfirlýsing frá stjórn
Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga
STJÓRN Félags íslenskra hljóm-
listarmanna (FÍH) hefur sent frá
sér ályktun þar sem minnt er á
samning sem ráðherrar og borgar-
stjóri undirrituðu í fyrra um bygg-
ingu tónlistar- og ráðstefnuhúss.
Bent er á þetta í tengslum við
ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að
veita rúmlega 6 milljarða króna í
framkvæmdir til þess að slá á aukið
atvinnuleysi og samdrátt í efnahags-
málum. Meðal þess sem verður haf-
ist handa við eru vegaframkvæmdir
og bygging Menningarhúsa á Ak-
ureyri og í Vestmannaeyjum.
„Hinn 11. apríl 2002 undirrituðu
Tómas Ingi Olrich menntamálaráð-
herra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, Geir H.
Haarde fjármálaráðherra og Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
samkomulag um tónlistar- og ráð-
stefnuhús milli Reykjavíkurborgar
og ríkisins um byggingu tónlistar-
húss og ráðstefnumiðstöðvar við
Austurbakka í Reykjavík. Stefnt er
að einkaframkvæmdarútboði í lok
þessa árs og að framkvæmdir geti
hafist í ársbyrjun 2004,“ segir í
ályktun FÍH.
Áætlaður heildarkostnaður við
byggingu tónlistar- og ráðstefnu-
húss er tæpir 6 milljarðar króna.
„Íslenskir tónlistarmenn og tónlist-
aráhugamenn hafa þurft að búa við
það að hafa aðstöðu í bíóhúsum og
íþróttahúsum frá því að land byggð-
ist. Fyrsta húsið sem byggt var sér-
staklega fyrir tónlistina var Hljóm-
skálinn í Hljómskálagarðinum sem
byggður var rétt fyrir miðja tutt-
ugustu öldina og því næst 50 árum
seinna var á árinu 2000 vígður 300
sæta salur í Kópavogi. Um fleiri
byggingar fyrir tónlistarflutning er
ekki að ræða.“
Stjórn Félags íslenskra hljómlist-
armanna fagnar ákvörðun um bygg-
ingu menningarhúsa úti á lands-
byggðinni og skorar um leið á
stjórnvöld að standa við samkomu-
lag ríkis og borgar frá 11. apríl 2002
og ljúka byggingu tónlistarhúss fyr-
ir árslok 2007.
Staðið verði við samning um
byggingu tónlistarhúss
TÆKNIHÁSKÓLI Íslands útskrif-
aði 187 nemendur hinn 25. janúar sl.
Þeir voru:
Diploma í byggingariðnfræði
Guðmundur Freyr Atlason
Davíð Friðgeirsson
Grétar Snorrason
Hákon Ingi Jörundsson
Hilmir Þór Gunnarsson
Kári Magnússon
Magnús Ingvarsson
Össur Imsland
Rafn Hermannsson
Diploma í rafiðnfræði
Ágúst Örn Grétarsson
Ásbjörn Gíslason
Kjartan Jónsson
Óskar Þórisson
Diploma í iðnrekstrarfræði
Alda Kristín Sigurðardóttir
Alfa Lára Guðmundsdóttir
Aníta Pálsdóttir
Anna Karen Arnarsdóttir
Anna Lára Gísladóttir
Ari Guðjón Gunnarsson
Ágúst Kristján Steinarsson
Ármann Kojic Jónsson
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
Baldvin Elíasson
Bára Björk Njarðar
Ingibergsdóttir
Bergdís Örlygsdóttir
Bergrún Kristinsdóttir
Bergþór Bjarnason
Borghildur Ágústsdóttir
Drífa Hrund Árnadóttir
Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Erla María Árnadóttir
Erna Tønsberg
Eydís Huld Magnúsdóttir
Fjóla Björk Birgisdóttir
Garðar Hólm Birgisson
Grímur Kristján Gunnarsson
Guðbjörg Ingvarsdóttir
Guðmundur Halldór Björnsson
Guðný Axelsdóttir
Guðrún Birna Hagalínsdóttir
Halla Hafbergsdóttir
Halla Sif Guðlaugsdóttir
Haukur Páll Guðmundsson
Hákon Einarsson
Herdís Dröfn Fjeldsted
Hildur Björk Hafsteinsdóttir
Hildur Pétursdóttir
Hildur Símonardóttir
Hilmar Ingimundarson
Hjalti Jón Pálsson
Hjörtur Hjartarson
Hlynur Loki Laufeyjarson
Hrafnhildur Vala Grímsdóttir
Hulda Guðrún Bragadóttir
Hulda Ósk Þ. Jóhannsdóttir
Ingibjörg E. Garðarsdóttir
Ingvaldur Mar Ingvaldsson
Irma Sigurðardóttir
Íris Halla Nordquist
Jóhann Bjarni Knútsson
Jóhann Valberg Árnason
Jón Ingvar Bragason
Kári Steinar Lúthersson
Kristín Þórðardóttir
Kristján Jóhann Reinholdsson
Lára Kristín Rósinkranz
Linda Hauksdóttir
María Dröfn Sigurðardóttir
Óðinn Valdimarsson
Ófeigur Tómas Hólmsteinsson
Ólafur Gísli Hilmarsson
Ósk Heiða Sveinsdóttir
Óttar Örn Sigurbergsson
Pálína Guðrún Bragadóttir
Pétur Ægir Hreiðarsson
Ragnar Kristján Kristjánsson
Ragnheiður Pétursdóttir
Rúnar Hermannsson Bridde
Sandra Arnardóttir
Sara Ögmundsdóttir
Signý Björg Sigurjónsdóttir
Sigríður Helga Stefánsdóttir
Sigurður Arnar Jónsson
Snjólaug Aðalgeirsdóttir
Snorri Örn Arnaldsson
Steinunn Lilja Hannesdóttir
Stella Ingibjörg Leifsdóttir
Svanlaug Rós Ásgeirsdóttir
Sveinn Ingvi Einarsson
Sverrir Gestsson
Sævar Örn Sævarsson
Tinna Sigurjónsdóttir
Tryggvi Þór Marinósson
Þórey Ágústsdóttir
Þórhildur Rún Guðjónsdóttir
Þyrí Óskarsdóttir
Ægir Rafn Magnússon
Raungreinadeild
Ásgeir Kristinn Sigurðsson
Ellen Óttarsdóttir
Sigurjón Sigurgeirsson
Sveinn Hinrik Guðmundsson
Sverrir Halldórsson
Thelma Birna Róbertsdóttir
Yngvi Markússon
BS í byggingartæknifræði
Jóhann Eðvald Benediktsson
Páll Gauti Pálsson
Sverrir Jóhannesson
BS í iðnaðartæknifræði
Frosti Gíslason
Ívar Freyr Finnbogason
Kristján Sturlaugsson
Óskar Páll Þorgilsson
Þorvaldur Helgi Auðunsson
Valur Ásberg Valsson
Einar Hrafn Jóhannsson
Runólfur Þór Ástþórsson
BS í tölvu- og
upplýsingatæknifræði
Áki Rúnar Sigurðsson
Gunnar Örn Arnarsson
Haukur Eiríksson
Hreiðar Jóelsson
Kjartan Ari Jónsson
Oddgeir Harðarson
Óskar Long Einarsson
BS í orkutæknifræði
Bergþór Lund
Hilmar Karl Arnarson
BS í véltæknifræði
Árni Eyfjörð Ragnarsson
Hrafnkell Harðarson
Kristmundur Guðleifsson
Runólfur Sveinsson
Stefán Björgvin Guðjónsson
BS í viðskiptafræði
Atli Már Daðason
Ásgeir Freyr Ásgeirsson
Baldvin Elíasson
Berglind Lóa Sigurðardóttir
Bergsveinn Guðmundsson
Birgir Örn Birgisson
Brynjar Nikulás Benediktsson
Brynjólfur Þór Gylfason
Brynjúlfur Guðmundsson
Einar Hansen Tómasson
Elín B. Gunnarsdóttir
Elísabet Austmann
Ingimundardóttir
Elísabet Grétarsdóttir
Elvar Ólafsson
Eva Melberg Jespersen
Finnur Sigurðsson
Gísli Ottó Olsen
Guðbjörg Björnsdóttir
Guðbjörg Þorsteinsdóttir
Guðfinna Helgadóttir
Guðmundur Árni Árnason
Guðmundur Örn Árnason
Guðríður Margrét Vilhjálmsdóttir
Haraldur Líndal Pétursson
Helgi Rafn Gunnarsson
Hildur Pétursdóttir
Hlynur Loki Laufeyjarson
Hrund Steingrímsdóttir
Hulda Sigríður Stefánsdóttir
Ingólfur Haraldsson
Íris Richter
Jóhann Benediktsson
Jón Trausti Sæmundsson
Kristín Viktorsdóttir
Lilja Halldóra Sturludóttir
Magnús Jónsson
Margrét Ólöf Ólafsdóttir
Ninja Ómarsdóttir
Nína Kristín Björnsdóttir
Olgeir Sigurðsson
Oscar Clausen
Óskar Sigvaldason
Pétur Thor Gunnarsson
Rósa Margrét Hjálmarsdóttir
Samúel Ásgeir White
Sigríður Unnur Jónsdóttir
Sigrún Kristjánsdóttir
Sigurbjörg Rósa Viggósdóttir
Smári Björn Guðmundsson
Steinunn Harðardóttir
Susanne Therese Freuler
Sveinn Áki Sveinsson
Sædís Guðmundsdóttir
Sölvi Hall
Valbjörn Jón Höskuldsson
Valgeir Stefánsson
Viðar Örn Traustason
Vilhjálmur S. Eiríksson
Þorsteinn Pálsson
Þorvarður Gísli Guðmundsson
Þröstur Már Bjarnason
Brautskráning frá
Tækniháskóla Íslands