Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 43 eskju, sem Lóa var. Hún var mild kona, en ákveðin; fróð og fylgin sín- um skoðunum. Þrátt fyrir háan ald- ur hélt hún andlegu atgervi sínu til hinstu stundar. Kynni mín af Lóu hófust fyrir rúmri hálfri öld, þegar ég flutti ásamt foreldrum mínum og yngri bræðrum á Nönnugötuna, þar sem Lóa bjó ásamt föður sínum, en þá höfðu hann og faðir minn unnið að stækkun hússins um nokkurt skeið. Lóa annaðist föður sinn af mikilli nærgætni og umhyggju meðan hann lifði. Margt var um manninn á Nönnó á þessum árum. Þrjár barnafjölskyld- ur auk Lóu og Péturs, alls 19 manns þegar flest var. Ærslum barnaskar- ans tóku þau feðgin með þolinmæði og jafnaðargeði, enda barngóð með afbrigðum og leyfðu börnunum að koma til sín eins og segir í góðri bók. Lóa fylgdist æ síðan náið með lífs- hlaupi og viðkomu þessa hóps og tók þátt í gleði hans og sorgum. Þannig „eignaðist“ Lóa, þótt barnlaus væri, fjöldann allan af börnum, sem hún árvisst færði eitthvað af sínum listi- lega prjónuðu sokkum og vettling- um. Svo háttaði til á Nönnugötunni að íbúðir Lóu og foreldra minna lágu saman og höfðu sameiginlegt alrými þar sem flest kvöld söfnuðust í kaffi og spjall einhverjir af íbúum hússins og gjarnan líka aðsteðjandi vinir og ættingjar úr sveit og borg. Var þá oft glatt á hjalla. Seinna var haft á orði að þarna hefði verið hin ágæt- asta kommúna og það löngu áður en hipparnir stofnuðu til slíkra búskap- arhátta. Lóa var mjög félagslynd og lét sig sjaldan vanta á samkomur hjá þeim félögum sem hún hafði mætur á. Hún hafði yndi af ferðalögum og stundaði þau drjúgt innanlands á ár- um áður, en sneri sér að ferðum á suðlægari slóðir seinni árin. Nú ferðast hún á Guðs vegum á vit for- eldra sinna og bróður, sem féll frá í blóma lífs síns og hún saknaði sárt. Við Ester þökkum Lóu ánægju- lega samfylgd og velvild í garð fjöl- skyldu okkar. Hvíl í friði, kæra frænka. Þorbergur Guðmundsson. Í dag verður til moldar borin elskuleg frænka og vinur, Lóa af Nönnugötunni. Þegar sest er niður og skrifuð minningarorð um þá merku konu leitar hugurinn aftur í tímann til Nönnugötu-áranna því þar áttum við mörg gott skjól í gegn- um tíðina. Þegar mest lét bjuggu þar fjórar fjölskyldur með þeim feðginum Pétri og Lóu. Börnin voru mörg og oft fjörmikið líf sem fylgdi þeim hópi. Þá strax varð Lóa hluti af fjölskyldu allra þeirra sem þar bjuggu. Allar götur síðan hefur hún tekið afkomendum þessara frumbýlinga opnum örmum og tekið mikinn þátt í þeirra lífshlaupi. Hún mundi afmæl- isdaga barna og barnabarna og þeir voru ekki ófáir vænu ullarsokkarnir og vettlingarnir sem hún prjónaði í gegnum tíðina handa sínum stóra hópi. Við hjónin áttum því láni að fagna að byrja búskap okkar á fyrstu hæð- inni hjá Lóu og Pétri og áttum þar gott ár með þeim og öðrum góðum ábúendum þess tíma. Lóa hafði ljúfa skapgerð, átti gott með að lynda við alla, var félagsvera og vinamörg. Það var aldrei neitt kynslóðabil til í orðabók Lóu, hún naut þess að vera í félagsskap allra, ungra sem ald- inna. Hún hafði lag á því að setja sig í okkar spor og lét okkur ávallt finna að hún hefði áhuga á því sem við vor- um að bjástra við í lífinu. Hún var ekki skoðanalaus persóna en fór vel með skoðanir sínar og flíkaði þeim ekki. En þegar hún lét þær í ljósi vissi maður að henni var alvara og virtum við hennar viðhorf því í þeim fólst viska konu sem hafði lifað lífinu lítillát, ljúf og kát, eins og skáldið orðaði það. Það var einstaklega gott að vera í návist hennar. Hún hafði svo hlýja og góða nærveru og bjó yfir miklum innri styrk sem allir þeir sem kynnt- ust henni fundu fyrir. Sá góði eig- inleiki fylgdi henni alla tíð. Það fór ekki fram hjá neinum sem þekktu Lóu að þar fór trúuð kona og við treystum því að himnafaðirinn muni taka vel á móti slíkum engli sem hún Lóa okkar var. Sú hlýja og fallegu minningarnar sem hún skilur eftir í huga okkar og hjarta munu fylgja okkur um alla framtíð. Blessuð sé minning hennar. Einar Long Siguroddsson og Sólveig Helga Jónasdóttir. Ólafía Pétursdóttir kvaddi þennan heim með sömu reisn og einkenndi hennar persónu allt hennar líf. Tæp- lega níræð fór Ólafía þeirra erinda gangandi að morgni til að kaupa af- mælisgjöf handa einum af fjölda ná- komenda sem hún ræktaði af kær- leik og hlýju alla tíð. Um hádegi kom hún heim og fékk sér súpu með Önnu frænku sinni. Að loknum máls- verði eftir að Anna kvaddi settist hún í stólinn sinn til að hvíla sig. Á því andartaki ætlaði Ólafía, sem aldrei var kölluð annað en Lóa frænka í mínum ættgarði, örugglega ekki að kveðja þennan heim. Þó vissi hún að tíminn væri orðinn naumur. Um margra ára skeið hafði Lóa tek- ist á við illvígan sjúkdóm. Líkaminn var orðinn veikburða, en sálin þeim mun sterkari. Hvílíkur styrkur og hvílík reisn. Lóa frænka var einstök kona. Lund hennar og framkoma var með þeim hætti að öllum sem kynntust henni þótti vænt um hana og vildu eiga samvistir við hana. Þó að árin færðust yfir þá var eins og Lóa eltist aldrei. Hún var ákaflega félagslynd og naut þess að fylgjast með öllu og öllum. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá Lóu frænku, hvort sem um var að ræða knattspyrnu eða stjórnmál. Hún hafði skýrar skoð- anir og stóð fast á sínu; þó á sinn hógværa og yfirvegaða hátt. Lóa tal- aði aldrei ílla um nokkurn mann og bar ávallt virðingu fyrir sjónarmið- um annarra; enda var Lóa frænka afar greind kona. Við sem næst stóðum Lóu vissum hvert stefndi, en Lóa gerði alltaf lítið úr veikindum sínum. Það var alltaf allt gott að frétta hjá Lóu. Þegar veikindi hennar báru á góma var samtölunum beint á aðrar brautir. Allir voru jafnir hjá Lóu en mest var henni þó umhugað um börnin. Allir sem fengu að njóta þess að alast upp nálægt Lóu skynjuðu hve hlý og góð þessi kona var, en jafnframt hafði Lóa þá útgeislun og framkomu að virðing barna fyrir henni var skil- yrðislaus. Lóa talaði aldrei niður til barna. Hún sýndi þeim og því sem þau voru að gera á hverjum tíma sérstakan áhuga. Hún gaf sér tíma til að setja sig inn í aðstæður hvers og eins. Þannig ávann hún sér sér- stakan stað í huga þeirra sem nutu. Slíku gleymir ekki barn; sama hvaða aldri sá einstaklingur nær. Enda átti Lóa marga aðdáendur og aðstand- endur, þótt ekki hafi hún eignast börn, né fjölskyldu í hefðbundnum skilningi. Nú kveður Lóa frænka stóran hóp ættingja og vina sem sakna þessarar miklu persónu sem hafði einstaka útgeislun og hugarró sem margir leita nú um stundir. Fjölskylda okkar átti ákaflega margar dýrmætar stundir með Lóu frænku. Minningarnar um hana eru og verða einn okkar dýrmætasti fjársjóður. Lóa frænka skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt, en að leiðarlokum skal þakkað fyrir allt sem þessi einstaka kona gaf okkur um ævina. Bogi Þór Siguroddsson, Linda Björk Ólafsdóttir. Ég vil með örfáum orðum kveðja Lóu frænku. Mæður okkar voru systradætur. Margrét móðir mín var frá Eilífsdal og á uppvaxtarárum sínum dvaldi hún oft á Eyri, æsku- heimili Lóu. Ég leit nánast á þær sem systur. Ég var fimm ára þegar ég gisti fyrst á Nönnugötu 7, þar sem Lóa bjó með foreldrum sínum eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Í þessu litla húsi bjuggu lengi fjórar fjölskyldur, þeirra á meðal Gróa móðursystir mín, sem bjó í risinu ásamt manni sínum og tveimur dætrum. – Ég minnist þeirra stunda þegar Lóa og Gróa komu í heimsókn að Heiðarbæ á sumrin. Mér fannst þær svo glaðar og skemmtilegar, og þær voru líka svo fínar! Þegar ég var á fimmtánda ári heimsótti ég Lóu eitt sinn, og þá bauð hún mér á skemmtikvöld hjá Tónlistarfélaginu í Iðnó. Fyrir mér var það mikil upp- lifun að hlusta á Tónlistarfélagskór- inn og einsöng Guðmundu Elíasdótt- ur. Hjá Lóu bjó ég líka í nokkra mánuði þegar ég fór í fyrsta skipti að heiman í vinnu. Síðan hefur Nönnugatan verið fastur punktur í tilverunni. Í kjallaranum bjó Sigur- oddur, frændi Lóu, ásamt Fanneyju konu sinni og fimm börnum. Og á hæðinni bjó svo Anna frænka okkar ásamt Guðmundi eiginmanni sínum og fjórum sonum. Fólkið í þessu litla og snotra húsi var sem ein fjöl- skylda, og átti Lóa sinn stóra þátt í að skapa þá samheldni sem þar ríkti. Á síðari árum höfðu þær Lóa og Anna mikinn stuðning hvor af ann- arri. Og eftir að kraftar Lóu tóku að þverra, má þakka Önnu, sonabörn- um hennar og raunar öllum börn- unum sem þarna ólust upp, að Lóa skyldi geta dvalið heima hjá sér til síðasta dags. Hún var ung og hress í anda til hinstu stundar og fylgdist vel með mönnum og málefnum. Við spjölluðum lengi saman í síma dag- inn áður en hún sofnaði út af í stóln- um sínum. – Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt Lóu í öll þessi ár og notið vináttu hennar og umhyggju. Sigrún Jóhannesdóttir. Lóa frænka. Það er dapurlegt að hugsa til þess að hún prýði ekki lengur samkomur stórfjölskyldunn- ar með nærveru sinni. Hún var ein af elstu fulltrúum móðurættar okkar og óhætt að segja, að nú hefur brost- ið dýrmætur hlekkur í kynslóðakeðj- unni. Það var sannarlega gaman að Lóa skyldi geta hitt stórfjölskylduna frá Heiðarbæ í jólaboðinu í byrjun þessa árs. Þar kom hún svo hýr og björt eins og ævinlega. Kannski er okkur það efst í huga, hversu erfitt var að eigna henni háan aldur – hún klæddist alltaf glaðlegum litum og var einstaklega vel heima í öllu sem tilheyrði líðandi stund. Lóa hafði einnig til að bera þá skapgerð og eiginleika sem laða mann að manni; þess vegna var svo gott að „ræða málin“ við hana. Við systur erum þakklátar Lóu frænku fyrir öll sokka- og vettlingapörin sem hafa yljað okkur og börnum okkar í mörg ár. Þau voru ávallt vel þegin, enda handbragðið einstaklega vandað og fallegt. Lóa eignaðist ekki börn sjálf, en segja má með sanni að hún hafi samt „átt mörg börn“ sem þótti afar vænt um hana og hún lét sér annt um. Við kveðjum Lóu frænku með söknuði og geymum í huganum dýr- mæta mynd og minningar. Margrét og Gerður Gunnarsdætur. Sælir eru hjarthreinir, sælir eru hógværir. Þetta kemur ósjálfrátt upp í hugann þegar við minnust Lóu frænku. Lýsingin er einföld, en svona var Lóa. Við minnumst ljúfrar konu sem skilur eftir ótal minningar í gegnum árin. Það kom yfir mann mikill sökn- uður þegar það fréttist að Lóa frænka hefði látist þá um daginn, kona sem maður hefur vanist því alla ævi að hafa nálægt sér, kona sem átti engin börn en átti samt svo stóra fjölskyldu, kona sem hafði svo stórt hjarta að allir sem kynntust henni fengu þar rúm. Það var svo sann- anlega mannbætandi að kynnast henni sem alla tíð var ein en vor- kenndi sér aldrei eða að manni fynd- ist að henni leiddist hlutskipti sitt. Ég var eitt af þeim ellefu börnum sem ólst upp á Nönnugötu 7 þar sem fjórar fjölskyldur bjuggu og við nut- um þess að hafa Lóu þegar við þurft- um á því að halda, þiggja góðgerðir, hlýða á góð ráð við þeim vanda- málum sem upp komu í hinu daglega amstri, því hún hafði alltaf tíma fyrir mann. Þegar maður fullorðnaðist urðu umræðurnar málefnalegri því það var hægt að tala um allt við Lóu. Lóa var Kjósverji og var það ríkur þáttur í eðlisfari hennar. Því var oft rætt um fólk þaðan og um þau mál- efni sem tengdust sveitinni. Ekki veit ég hvort ég hafi notið þess að ég bar nafn foreldra hennar því Lóa var elskuleg við allt fólk, en hitt veit ég að hún var alla tíð mjög góð við mig og vænt þótti mér um það þegar hún kom til mín á haustin í afmælið mitt að hún færði mér góðar bækur sem nafni minn hafði átt og hafði þá gjarnan ullarplögg með sem hún hafði prjónað og ornuðu mér á köld- um vetrardegi í vinnu eða á hest- baki. Það var segin saga ef Lóa kynntist nýju fólki, en það átti hún mjög auðvelt með, að hún spurði um upprunann og var oft og tíðum fljót að átta sig á skyldleikanum við ein- hvern sem hún þekkti og þar með hafði hún um eitthvað að spjalla við það fólk. Hún bar með sér hlýju og yl hvar sem hún kom og lifði lífi sem margir gætu lært af. Alltaf sama góða skapið og ekki ætlast til neins fyrir sjálfa sig. Þó er er ekki svo að skilja að hún hafi ekki haft skoðanir á mönnum og málefnum og allt til síðasta dags fylgdist hún með dag- lega lífinu. Það er margs að minnast frá liðnum árum og allar eru þær minningar góðar og við kveðjum manneskju sem skilur eftir sig tóm sem gerir veröldina snauðari en áð- ur. Við þökkum fyrir allt sem hún gaf og óskandi væri að heimurinn ætti fleiri slíka. Megi hún ganga á Guðs vegum í nýjum heimkynnum og njóta endurfunda þeirra sem á undan fóru. Með hjartans þökk. Pétur og Gréta. Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RÖGNVALDAR LÁRUSSONAR, Höfðagötu 9a, Stykkishólmi. Sveinlaug Salóme Valtýsdóttir, Ingunn Halldóra Rögnvaldsdóttir, Brynjólfur Nikulásson, Gréta Rögnvaldsdóttir, Ingi Borgþór Rútsson, Valdís Rögnvaldsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS VALBERGS SIGURÐSSONAR, Reynimel 68, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Sigurborg Helgadóttir, Magnús Einarsson, Steinunn Helgadóttir, Eiríkur Einarsson, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Guðni Einarsson, Guðríður Eyvindardóttir, Guðrún Sigfúsdóttir, Jóhann Páll Valdimarsson, Brynja Sigfúsdóttir, Jón Axel Steindórsson, Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, Steinar Ragnarsson, Halldór Sigfússon, Efthimia Stavrulaki, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR PÁLÍNU SÆMUNDSDÓTTUR frá Vík í Mýrdal. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki við hjúkrunar- og dvalarheimilið Holtsbúð í Garðabæ fyrir góða ummönnun og vinarhug. Holger P. Gíslason, Gísli Holgersson, Ida Christiansen, Sæmundur Holgersson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.