Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Frábær svört kómedía með stórleikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna:Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. RADIO X SV MBL  SG DV  Kvikmyndir.com SV. MBL Kvikmyndir.comHK DV Tilnefningar til Óskarsverð- launa þ. á. m. besta mynd13 Sýnd kl. 6, 8, 10 og Kraftsýning kl. 12. B.i. 16 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.10. Frumsýning á fyrstu stórmynd ársins Vinsælasta myndin í Bandaríkjun um. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og Powersýning kl. 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Njósnarinn Alex Scott er að fara sitt hættulegasta verkefni tilþessa.. .með ennþá hættulegri félaga! kl. 5.30. Sýnd kl. 4. Bi. 12. Síðustu sýningar kl. 9. Frábær mynd sem frá leikstjóranum Martins Scorsese með stórleikurunum Leonardo DiCaprio, Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10  HJ MBL EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4.30, 8 og 10.10. B.i. 16. Frumsýning á fyrstu stórmynd ársins Vinsælasta myndin í Bandaríkjun- um. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tón- list og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Mannakorns helgi ...ég er á leiðinni á Kringlukrána... DANSLEIKIR föstudag og laugardag E r t þ ú á l e i ð i n n i ? Fjölbreyttur tilboðsmatseðill fyrir leikhúsgesti. Nauðsynlegt er að panta í tíma borð í síma 568-0878 ÞAÐ ætti að vera hressandi að sjá sjóðheita, frussandi brimbretta- mynd svona mitt í skammdeginu, með kátum, vel vöxnum og sæt- brúnum stelpum sem kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að hæstu öldutoppum … og strákum! Söguhetjan heitir Anne Marie og ekkert kemst á milli hennar og brim- brettisins. Hún býr í strandkofa ásamt tveimur vinkonum sínum og uppreisnagjarnri yngri systur. Hvern einasta morgun, um sól- arupprás, eru stelpur komnar út með bretti undir höndum, til í að takast á við öldurnar og geta vart beðið eftir að brimbrettakeppnin mikla hefjist. Myndin gerist á Hawaii, en þang- að hefur Anne Marie flust, þrátt fyr- ir mótmæli allra í fjölskyldunni. En henni er sama, því þarna fær hún allt sem hana dreymir um út úr líf- inu. Ekkert jafnast á við adrenalín- kikkið sem fæst með því að standa á brimbrettinu í miðjum ólgusjó. Eða það heldur hún. En þá birtist hafnaboltatöffarinn Matt á staðn- um og skyndilega veit þessi ákveðna stelpa ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Þetta er fjórða mynd leikstjór- ans Johns Stockwells (Crazy/ Beautiful) og hefur hún ágæta dóma og þykir hin skemmtileg- asta afþreying. Hún þykir einnig vel kvikmynduð og leikstjórinn fær mikið hrós fyrir skemmtilega vinkla. Handritið var upphaflega skrifað eftir tímaritsgrein um líf brim- brettastelpna á Hawaii, og var ætl- unin að gera raunsæja mynd um fyr- irbærið. Fæstar stelpnanna hafa fengist við leik áður nema Kate Bos- worth, sem nú þegar hefur fengið hlutverk í fleiri kvikmyndum. Ást á öldutoppum Sambíóin frumsýna kvikmyndina Bára blá (Blue Crush). Leikstjóri: John Stockwell. Aðalhlutverk: Kate Bos- worth, Matthew Davies, Michelle Rodr- iguez, Sanoe Lake og Mika Boorem. Brimbrettagellurnar eru klárar stelp- ur, sem eru til í allt. MARGIR þekkja teiknimyndahetj- una Matt Murdock, öðru nafni Ofur- hugann, en nú hefur hann holdi klæðst og birst á hvíta tjaldinu. Þetta er hetjan sem gerði að verk- um að Ben Affleck var kosinn mest kynæsandi maður Bandaríkjanna. Gæti verið gaman að sjá! Affleck leikur munaðarleysingj- ann Murdock sem örlögin hafa leitt á furðulegar götur. Hann lendir í geislavirkum úrgangi snemma á æv- inni, verður blindur en öðlastu um leið sérstaka hæfileika til að skynja loftbylgjur sem gerir það að verkum að á vissan hátt sér hann „betur“ en margur annar. Myndin gerist mörg- um árum seinna þegar Murdock hefur unnið sig upp í virðingarstiga samfélagsins og er orðinn eft- irsóttur lögfræðingur. Þegar vinnu- deginum er lokið tekur hann á sig allt aðra mynd og verður Ofurhug- inn, maðurinn sem ekkert óttast og vaktar hverfi sitt í New York borg og hefnir fyrir allar þær misgjörðir sem hann fær ekki við ráðið í rétt- arsalnum. Þær eru orðnar margar teikni- myndahetjurnar sem hafa verið kvikmyndaðar og eigum við von á X-Mennum og Hulk innað tíðar. Ofurhuganum hefur sem kvik- mynd verið líkt við Batman, New York sé hálfgerð Gotham-borg, í öllum sínum drunga og dimmu skúmaskotum. Myndin þykir spennandi og skemmtileg enda persónurnar margar hverjar mjög skemmtilegar. Jötunninn Michael Clarke Duncan leikur Kingpin nokkurn, sem hefur upp á írskum galdramanni Nautsauga sem Colin Farrell (sá sem er á hött- unum eftir Britney Spears) leikur, og vilja þeir gera út um Ofurhugann okkar. Og þannig vill til að Murdock á í stormasömu sambandi við hina hættulegu og fimu Elektru Natchios (Jennifer Garner) sem af ein- hverjum ástæðum er einnig á svarta lista glæpamannanna. Spennandi! Blinda ofurhetjan Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna kvikmyndina Ofur- hugann (Daredevil). Leikstjóri: Mark Steven Johnson. Aðalhlutverk: Ben Affleck, Jennifer Garner, Michael Clarke Duncan, Colin Farrell, Jon Favreau og Joe Pantoliano. Ofurhuginn í fullum skrúða. Ozzy Osbourne og fjölskylda hans er sú þriðja efnaðasta af öllum breskum rokkurum, samkvæmt nýjum lista yfir tekjuhæstu stjörn- ur Bretlands. Árstekjur gamla Black Sabbath-söngvarans, Shar- on konu hans og barna voru tæpir 5 milljarðar króna en aðaltekjulind þeirra er vitaskuld veruleikaþátt- urinn vinsæli. Samkvæmt listanum eru þau efnaðri en bæði Sir Elton John og Robbie Williams en eiga enn langt í land með að ná Sir Paul McCartney og Rolling Stones. Bítillinn þénaði 14,7 milljarða króna og Rolling Stones 9,2 en báðir aðilar voru á tónleikaferð um Bandaríkin á liðnu ári. Coldplay er nýjasta nafnið á tekjulistanum, er í tíunda sæti með 670 milljónir króna í árstekjur. FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.