Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 41
Ég minnist þess sérstaklega þegar
við vorum að fara saman í stærð-
fræðipróf og ég var alveg sannfærður
um það að þetta próf væri mér ofviða.
Þú ákvaðst það að við skyldum læra
saman heima hjá mér. Þetta fór auð-
vitað þannig að þú einbeittir þér að
því að kenna mér en hafðir síðan eng-
an tíma fyrir þig. Það kom ekki að
sök, þú fékkst samt hærri einkunn en
ég. Það að ég hafi náð prófinu, gerði
mér kleift að halda skólagöngu minni
áfram á þessum tíma. Þú vildir alltaf
hjálpa manni, sama hvað það var og
sama hvað það kostaði. Það var aðdá-
unarvert að fylgjast með þér að störf-
um því þú varst alltaf svo vandvirkur
og aldrei varstu í vafa um hvað þú
ættir að gera við erfiðar aðstæður.
Þú ávannst þér traust fólks á met-
tíma. Eitt sinn komstu mér skemmti-
lega á óvart þegar þú sagðir við mig
uppúr þurru að þú litir upp til mín.
Þessum orðum mun ég aldrei gleyma
og þá sérstaklega út af því að það var
ég sem var alltaf að líta til þín með að-
dáun á það sem þú tókst þér fyrir
hendur. Kæri vinur, þú munt alltaf
eiga stað í mínu hjarta. Þegar kemur
að því ég þurfi að taka stórar ákvarð-
anir þá mun ég hugsa til þín, því
sjálfstraustið sem þú gafst mér og já-
kvæðnin sem þú sýndir, verður mér
ómetanlegt veganesti í framtíðinni.
Hvíl í friði.
Jónas Reynir Gunnarsson.
Elsku Davíð. Ég sakna þín svo
sárt, en eitt veit ég, að ég verð að
halda áfram og klára þetta fyrir okk-
ur bæði. Vildi bara óska þess að ég
hefði getað staðið við hlið þér eins og
klettur líkt og þú gerðir fyrir mig.
Þú munt ávallt eiga stað í mínu
hjarta
Þín vinkona
Heiðdís Ösp (Heiða).
Í dag kveðjum við góðan vin. Við
unnum með Davíð í veiðihúsunum við
Þverá og Kjarrá síðastliðið sumar og
náðum að kynnast honum vel á
skömmum tíma. Við bjuggum enda
saman á fjallinu allt sumarið, sofn-
uðum saman, vöknuðum saman og
heyrðum gamansögur Davíðs í tal-
stöðinni þess á milli. Það hefði í raun
ekki verið hægt að ímynda sér sum-
arið án hans enda brosti hann mikið,
hló hátt og var jafnan með gamanmál
á vörum.
Það var ekki eingöngu vegna þess
hvað hann var félagslyndur sem hann
plumaði sig vel á fjallinu heldur fór
það ekki framhjá neinum að Davíð
var ótvírætt náttúrutalent þegar kom
að laxveiðum. Davíð var einlægur og
traustur strákur sem vildi allt fyrir
alla gera. Við kveðjum hann öll með
miklum söknuði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Benedikt (Bensi), Birna, Edda,
Eva, Guðmundur, Hafdís Perla,
Hallgrímur (Gimi), Jónmundur,
Katrín Þóra og Sylvía.
Elsku Davíð. Ég man þá daga er
ég las fyrir þig upp úr Shakespeare
og langar mig að senda þig áleiðis
með þessi orð:
„Hún þekkir hann ekki. Því hún
hefur aldrei séð hann fyrr. En þegar
þau horfa hvort á annað, finna þau
bæði, að þau eru bundin hvort öðru
þeim böndum sem dauðinn einn fær
slitið.“
Þegar við töluðumst fyrst við, þá
fann ég hversu sterkum böndum við
bundumst og vissi að þú værir sannur
vinur og að ég gæti alltaf treyst á þig,
sama hvað bjátaði á. Elsku vinur, ég
vildi að ég hefði getað verið klettur-
inn þinn eins og þú varst minn og
gert jafn mikið fyrir þig og þú gerðir
fyrir mig.
Nú held ég áfram göngunni löngu
og minning þín mun ávallt vísa mér á
rétta braut.
Ástarkveðja,
Berglind María Kristinsdóttir
(Begga Rokk).
Enginn getur lýst þeim harmi sem
stafar af andláti ungs manns í blóma
lífsins. Háskólasamfélagið á Bifröst
hefur með fráfalli Davíðs Fannars
Magnússonar upplifað slíkan harm
og hann er sár.
Davíð Fannar hóf nám á Bifröst
síðastliðið haust. Hann var hjálpsam-
ur, duglegur og heiðarlegur náms-
maður. Með komu sinni á Bifröst fet-
aði Davíð í fótspor föður síns sem
einnig var nemandi hér. Slíkt er okk-
ur í Norðurárdalnum ætíð ánægju-
efni enda órækur vitnisburður um
skólann þegar margar kynslóðir
sömu fjölskyldu sækja hingað sitt
nám. Nám Davíðs fékk þó ótímabær-
an endi sem okkur er óskiljanlegur.
Sumir hlutir og atburðir eru og verða
óútskýrðir.
Eftir situr minning um góðan
dreng en einnig sorg og samkennd
með þeim sem um sárt eiga að binda.
Við Bifrestingar vottum fjölskyldu
Davíðs Fannars okkar dýpstu samúð.
Missir þeirra er mikill og óbætanleg-
ur.
Fh.Viðskiptaháskólans á Bifröst.
Runólfur Ágústsson rektor.
Það er ekki lengra síðan en í haust
að hópurinn okkar hóf nám á Bifröst.
Frá fyrsta degi varð samheldnin mik-
il og allir hjálpuðust að við að ná sett-
um markmiðum. Hérna á Bifröst
höldum við hópinn frá því að við
vöknum á morgnana og þar til við
leggjumst til svefns á kvöldin. Vinnu-
dagurinn hefur oft verið langur, jafnt
á virkum dögum sem og um helgar.
Engum er leyft að dragast aftur úr í
náminu, ef námsefnið er snúið og ein-
hvern vantar hjálp er hún veitt sam-
stundis frá því okkar sem kann betur.
Einn úr okkar hópi var þó fremst-
ur í flokki og fyrstur til hjálpar þegar
aðstoðar var þörf, enda á ferð vel gef-
inn ungur maður með stóran skammt
af góðmennsku og hjálpsemi í far-
teskinu.
Minningarnar eru margar; Davíð
að draga konurnar út á dansgólfið,
Davíð í gönguferð við Hreðavatn,
Davíð að kenna okkur stærðfræði,
smitandi hláturinn og faðmlögin
góðu. Hann kenndi okkur margt um
mannleg samskipti og náungakær-
leik, hann kenndi okkur að það kostar
ekkert að sýna hlýju og umhyggju.
Hann gerði okkur ríkari.
Davíð Fannar Magnússon eða
„kletturinn“ eins og við kölluðum
hann svo oft, er farinn frá okkur.
Stórt skarð hefur verið höggvið í hóp-
inn okkar og eftir sitjum við hljóð og
sorgmædd. Davíð, þessi stóri og
sterki strákur, kletturinn okkar sem
ekkert virtist geta haggað, er dáinn.
Svo ótrúleg er þessi staðreynd að við
sem eftir sitjum bíðum bara eftir því
að vakna upp frá vondum draumi.
Vonin um að sjá Davíð birtast í dyr-
um skólastofunnar með bros á vör og
roða í kinnum, bara nokkrum mín-
útum of seinan, er bara von. Ekkert
fær því breytt sem orðið er.
Við hér á Bifröst erum lánsöm að
hafa fengið að njóta vináttu Davíðs.
Vinur þinn er þér allt.
Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð
þinni er sáð og gleði þín uppskorin.
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur
við vin þinn, því að það, sem þér þykir
vænst um
í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru
hans.
(Khalil Gibran.)
Um leið og við, samnemendur Dav-
íðs, þökkum fyrir að hafa fengið að
vera honum samferða þennan ynd-
islega en allt of stutta tíma, viljum við
votta fjölskyldu hans og ástvinum
okkar dýpstu samúð. Megi guð
styrkja okkur öll á þessum erfiðu
tímum.
Samnemendur í frumgreinadeild
Viðskiptaháskólans á Bifröst.
Elsku Davíð minn. Þegar Aldís
systir þín hringdi í mig klukkan sex
síðastliðinn föstudagsmorgun og til-
kynnti mér að þú værir dáinn fannst
mér eins og heimurinn hryndi. Ég
trúði ekki eigin eyrum og í raun trúi
ég þessu ekki enn. Þetta er enn allt
svo óraunverulegt og sárt er að sakna
þín.
Þó að þú sért litli bróðir bestu vin-
konu minnar þá vorum við öll svo
miklir vinir, enda aldursmunurinn
ekki mikill, aðeins þrjú ár. Við þrjú,
þú, Aldís og ég, áttum margar góðar
stundir saman. Manstu þegar við fór-
um í sumarbústaðinn í fyrra, hvað við
hlógum mikið þegar við sáum bústað-
inn sem þú útvegaðir. Hann var svo
lítill að helmingurinn af okkur sat
inni í stofu og hinn inni í eldhúsi og
það þrátt fyrir að við værum aðeins
fimm. Þar var mikið hlegið og við
deildum okkar dýpstu leyndarmál-
um. Nú er ljóst að þú verður ekki
með í næstu sumarbústaðarferð, sem
við ætluðum að fara í saman en þú
verður með okkur í hug og hjarta.
Öll þau skipti sem þú komst í klipp-
ingu til mín lifa skýrt í minningunni.
Þar ræddum við allt á milli himins og
jarðar og þú fékkst mig til að gleyma
mínu daglega amstri svo auðveld-
lega. Ég vona að þessar stuttu en
nánu samverustundir okkar hafi gef-
ið þér jafnmikið og þær gáfu mér.
Það er erfitt að lýsa því hvernig
mér líður nú eða hvað ég er að hugsa.
Allar góðu minningarnar blandast
saman við sársaukann og áfallið sem
erfitt verður að jafna sig á. Það er svo
erfitt skilja af hverju svona góðum og
fallegum dreng eins og þér er kippt
út úr lífinu svona ungum og efnileg-
um. Ég vona að þér líði betur núna,
elsku Davíð minn, og að þú hafir
fundið frið og ró.
Angrið sækir okkur tíðum heim
sem erum fávís börn í þessum heim.
Skynjum fátt en skilja viljum þó
að skaparinn oss eilíft líf til bjó.
Að upprisan er öllum sálum vís
og endurfundir vina í paradís.
(G.J.)
Megi guð styðja fjölskyldu þína og
vini á þessari sorgarstund. Þín verð-
ur sárt saknað.
Þín vinkona,
Dóra Hrund.
Í dag kveðjum við einn af okkar
bestu vinum. Hann kvaddi þennan
heim svo skyndilega og hefur skilið
eftir sig svo margar góðar minningar
í hjarta okkar vinanna. Dabbi hafði
alla þá kosti til að bera sem prýtt geta
góðan vin. Hann var þeim kostum
gæddur að eiga auðvelt með að koma
fólki í gott skap og fá það til að hlæja,
með smitandi og grallaralegum hlátri
og sínu einstaka brosi. Það var oftast
stutt í grínið hjá okkar manni. Dabbi
var mikið náttúrubarn, hann hafði
mikla unun af veiði og allri útivist.
Okkur vinunum er minnisstætt
ferðalag okkar sumarið 2001. Lagt
var af stað á rauðu Toyotunni sem
leið lá upp í Borgarfjörð í himnesku
veðri. Ekki var farinn breiði vegur-
inn, heldur þræddir þröngir sveita-
vegir. Opnaðist okkur borgardrengj-
unum þarna ný veröld sem Dabbi
þekkti og miðlaði til okkar. Fjöllin,
dalirnir og árnar fengu nöfn, veiði-
sögurnar fengu líf og lífið öðlaðist til-
gang. Ekki var þessi leið farin nema
til koma við á Augastöðum og kasta
kveðju á heimilisfólkið sem var hon-
um mjög kært. Tilgangur ferðarinn-
ar var að eyða helginni í Húsafelli, í
stórum vinahópi. Gleði okkar vinanna
var mikil og var Dabbi hrókur alls
fagnaðar.
Þessi minning sem og aðrar eru
okkur vinunum sem perlur sem við
munum varðveita í hjarta okkar.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens.)
Elsku Sigrún, Magnús, Aldís,
Aníta, Maríanna, Jóndi, fjölskyldur
og vinir. Guð verði með ykkur í ykkar
miklu sorg. Þökkum Guði fyrir að
veita okkur hlutdeild í lífi Dabba.
Brynjar Már Bjarnason,
Guðmundur Sveinn Arnþórsson.
Elsku besti Davíð minn. Mikið er
það skrítið að hugsa til þess að þú
sért farinn frá okkur öllum sem þótti
svo vænt um þig. Ég sit hérna alveg
frosin og reyni að byrja að skrifa eitt-
hvað um þig, það er svo margt sem
mig langar að segja um þig, vinur
minn, og allar góðu stundirnar okkar
saman. Þær eru ófáar á skólaárunum
í FB. Til dæmis þegar við keyptum
okkur harðfisk og annað góðgæti í
bíltúrana um Heiðmörk og víða ann-
að. Svo þegar þú byrjaðir að vinna á
Reynisvatni áttum við margar nota-
legar kvöldstundir saman, þar sem
við ræddum heimsins mál yfir kaffi-
bolla eða ljúfum kvöldverði sem þið
Óli matreidduð. Já, allt eru þetta
yndislegar minningar sem ég á eftir
að sakna mikið að geta ekki gert með
þér. Minningar um yndislegan og
góðan dreng sem vildi öllum allt það
besta og var alltaf tilbúinn að hjálpa.
Þessar hugljúfu minningar sem ég á
um þig geymi ég á góðum stað í
hjarta mínu, elsku vinur minn.
Ég vona að þér líði vel þar sem þú
ert núna og ég veit að þú átt eftir að
fylgjast með okkur öllum sem áttuð
stað í hjartanu þínu stóra.
Ég hlakka til að hitta þig aftur,
kæri vinur minn, þegar minn tími
kemur.
Fjölskyldu þinni og öðrum að-
standendum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið góðan
guð að styrkja þau í þessari miklu
sorg.
Kær kveðja.
Þórunn Ella.
Fleiri minningargreinar um
Davíð Fannar Magnússon bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
SVAVA SCHEVING JÓNSDÓTTIR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2
fimmtudaginn 20. febrúar, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju mánudaginn 3. mars kl. 13.30.
Björgvin Guðmundsson, Kristín Gunnarsdóttir,
Dóra Scheving Petersen, Gunnar Petersen.
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐFINNA T. GUÐNADÓTTIR
frá Brautartungu, Lundarreykjadal,
hjúkrunarheimilinu Ási,
Hveragerði,
lést miðvikudaginn 26. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Eðvarð P. Torfason,
Margrét Kristjánsdóttir, Helgi Hannesson,
Sveinn Gunnar Eðvarðsson, Anna Rafnsdóttir,
Hildur Eðvarðsdóttir, Eiríkur Sveinsson,
Guðni Eðvarðsson, Halldóra Ingimundardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ELÍSABET ÞÓRHALLSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi,
Garði, miðvikudaginn 26. febrúar 2003.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Sigurbjörg Bjarnadóttir, Jóhann Þorsteinsson,
Hjördís Bjarnadóttir, Sigurður Sigurðsson,
Helgi Bjarnason, Aðalheiður Valgeirsdóttir.
Ástkær dóttir mín og systir okkar,
HAFDÍS G. JÓNSDÓTTIR
frá Eskifirði,
sem lést föstudaginn 21. febrúar, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju
laugardaginn 1. mars kl. 14.00.
Anna Stefánsdóttir,
Hjálmveig M. Jónsdóttir,
Arnfinnur G. Jónsson,
Elín H. Jónsdóttir,
Þorsteinn Snorri Jónsson,
Haukur L. Jónsson,
Guðrún H. Jónsdóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
HERMANN EYJÓLFSON,
verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugar-
daginn 1. mars. kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem
vilja minnast hins látna, eru beðnir að láta
Hjúkrunarheimilið á Höfn njóta þess.
Börn og fjölskyldur.