Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 61
TILRAUNAELDHÚSIÐ,
helsti vettvangur ævintýra-
mennsku í tónlist hérlendis,
mun opna Sæluhús sitt öðru
sinni í kvöld, vegna Vetr-
arhátíðar höfuðborgarinn-
ar. Gestagangurinn verður í
Nýlistasafninu við Vatns-
stíg 1 og m.a. kíkja kunn-
ingjar frá Bandaríkjunum í
heimsókn en tónreiðslu-
menn Eldhússins eru ný-
komnir frá Nýju Jórvík þar
sem þeir gerðu stormandi
lukku í Tonic-klúbbnum.
Rafsnáðinn og New
York-búinn Dwayne Sod-
ahberk kemur fram en
hann leggur sig eftir truflkenndri en
einkar taktvænni tónlist. Hann rek-
ur litla útgáfu í heimaborg sinni og á
að baki nokkrar smáskífur og safn-
skífulög. Með honum spilar hinn ís-
lenski Krakkbot (Baldur Björnsson)
en einnig kemur Hildigunnur Birg-
isdóttir myndlistarkona fram.
Atið hefst kl. 21 og stendur til 23.
Sæluhús Tilraunaeldhússins#2
Nanóbylgjur frá New York
Dwayne Sodahberk
Galopið bíó á Ingólfstorgi
Morgunblaðið/Sverrir
Nokkrir af meðlimum Bíós Reykjavíkur ásamt vinum og velunnurum.
EINN af viðameiri atburðum sem
verða á Vetrarhátíð Reykjavíkur-
borgar er Galopið bíó á Ingólfstorgi.
Það eru samtökin Bíó Reykjavík
sem sjá um skipulagningu þessara
þriggja kvölda og sýningarnar fara
fram á risatjaldi á Ingólfstorgi en
svo verða líka sýningar fram eftir
nóttu á Sirkus. Kvikmyndirnar eru
af innlendum og erlendum toga og
eru það Árni og Hrönn Sveinsbörn
sem sjá um kynningar. Kvikmynda-
gerðarmennirnir verða á staðnum
og svara spurningum áhorfenda.
Föstudagskvöldið verður sent beint
út á netinu og hægt er að nálgast út-
sendinguna á vefsíðu Bíós Reykja-
víkur. Tengingin verður þá að vera
á ADSL formi og Quicktime Viewer
er nauðsynlegur (sem hægt er að
hlaða niður ókeypis í gegnum áð-
urnefnda heimasíðu).
Í samtali við Gio Shanger, einn
stofnmeðlima Bíós Reykjavíkur,
verður íslensku nýbylgjunni í kvik-
myndagerð nú formlega hrint úr
vör og segir hann aðstandendur af-
ar stolta af þessu verkefni.
Þrír tugir mynda á
þremur kvöldum
TENGLAR
.....................................................
www.bioreykjavik.com
www.rvk.is/vetrarhatid
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 61
MAUS er tilbúin með nýja plötu
sem kemur út í maí á vegum
Smekkleysu. Nú er verið að vinna
myndband við lagið „Life in a fish-
bowl“ en titillagið, „Musick“ hefur
verið í spilun á Radíó X og Rás 2
upp á síðkastið.
Í gær lék sveitin í Undirheimum
FB en um helgina ætlar hún að ger-
ast húsbandið á Grand Rokk. Í
kvöld leikur hún ásamt Prince Val-
ium & Skurken en á morgun ásamt
Coral.
Platan Musick var hljóðrituð í
Das Studio í Dortmund síðasta sum-
ar á þremur vikum og verður megn-
ið af henni leikið um helgina, sam-
kvæmt Páli Ragnari Pálssyni,
gítarleikara sveitarinnar.
„Við ætlum að spila vel og lengi
þannig að gömul lög verða líka au-
fúsugestir. Við erum vel stemmdir
enda ansi langt síðan við höfum spil-
að finnst okkur. En það verður heil-
mikið á seyði næstu mánuði og von-
andi út árið.“
Páll segir vinnsluferli nýju plöt-
unnar, sem er þeirra fimmta, hafi
verið ólíkt síðustu plötum.
„Þetta var í fyrsta skipti sem við
gátum einbeitt okkur alfarið að gerð
plötunnar. Áður fyrr var maður allt-
af að mæta í hljóðverin eftir vinnu.
Umhverfið var mjög skapandi og
gaurarnir sem voru að vinna þetta
með okkur, strákar á okkar aldri,
voru frábærir. Vinnan var afslöppuð
og áreynslulaus og andrúmsloftið
einkar skapandi. Lögin gengu þann-
ig flest í gegnum einhvers konar
endurnýjun en við höfðum komið
með þau tilbúin út.“
Tónleikarnir hefjast í bæði skipt-
in kl. 23.59. Aldurstakmark er 18 ár
og aðgangseyrir er 600 kr.
Maus leggur undir sig Grandrokk
Ljósmynd/Börkur
Maus, bjartir og brosandi – tilbúnir
í slaginn!
„Vel stemmdir“
KRINGLUNNI
Lokabaráttan er hafin!
ÁLFABAKKI
KVIKMYNDIR.IS
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 8, 10 og Powersýning kl. 12.
ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.10.
KRINGLUNNI
Sýnd kl. 4 og 8.
HJ MBL
Sýnd kl. 4 og 6.
ÁLFABAKKIÁLFABAKKI
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.45, 8, OG 10.15. B. I. 16.
Magnaðasti spennuhrollur ársins sem
hefur allstaðar slegið í gegn.
Hefur verið líkt við “The Sixth Sense”
Áður en þú deyrð, færðu að sjá
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
ÁLFABAKKI / AKUREYRI
Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 6
ÁLFABAKKI AKUREYRI
Hann hafði
drauma-
stúlkuna við
hlið sér...
...en áttaði
sig á því
þegar hún
var farin
SV MBL
KVIKMYNDIR.IS
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10.
Frumsýning á fyrstu stórmynd ársins
Vinsælasta myndin í Banda-
ríkjunum. 2 vikur á toppnum.
Stútfull af topp tónlist og
brjálæðri spennu.
Missið ekki af þessari mögn-
uðu mynd.
r.